Morgunblaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 23 ÁRBORGARSVÆÐIÐ Selfoss | „Ég sé margs konar verk- efni fyrir mér þar sem kvenfélögin geta látið til sín taka á komandi árum á sviði líknar- og menningarmála og kvenfélögin munu blómstra. Þó verða konur að muna að láta störfin í kvenfélögunum verða þeim til gleði og uppbyggingar svo þær verði sterkari til að takast á við hið daglega líf,“ segir Guðrún Þóranna Jóns- dóttir, formaður Kvenfélags Selfoss, en félagið fagnaði 60 ára afmæli sínu 4. mars sl. Guðrún er fædd fyrir norðan, nán- ar tiltekið í Ártúnum í Blöndudal. Foreldrar hennar, Jón Tryggvason og Sigríður Ólafsdóttir, voru bændur þar. „Frá unga aldri hef ég verið meðvituð um starfsemi kvenfélaga. Móðir mín og ömmur báðar voru virkar í Kvenfélagi Bólstaðarhlíð- arhrepps. Það kvenfélag, eins og mörg kvenfélög landsins, gerði mikið fyrir félagslíf og mannlíf sveit- arinnar. Ég hef búið bæði á Rauf- arhöfn og Hvammstanga og starfað í kvenfélögunum þar, þannig að það kom ekkert annað til greina en að ganga í Kvenfélag Selfoss þegar ég flutti hingað á Selfoss,“ segir Guðrún Þóranna þegar hún var spurð út í áhuga sinn á starfsemi kvenfélaga. Kvenfélag Selfoss var stofnað 4. mars 1948 af 76 konum í gamla barnaskólanum. Þær rituðu allar nöfn sín í fundarbók og greiddu inn- tökugjald í félagið sem var 10 kr. Megintilgangur með stofnun félags- ins var að bæta og styrkja verkefni sem horfðu til framfara fyrir sveitar- félagið, einkum á sviði líknar- og menningarmála. Í raun var félaginu nánast ekkert óviðkomandi. Leikvellir og sjúkrahúsið „Á Selfossi þroskaðist hreppurinn og kvenfélagið hlið við hlið, konurnar unnu að framfaramálum samhliða hreppsnefndinni,“ sagði Arndís Þor- bjarnardóttir sem var formaður kvenfélagsins um skeið. Kvenfélagið vann að mörgum framfaramálum fyrir sitt bæjarfélag fyrstu árin. Sem rauður þráður í starfsemi kvenfélagsins hefur verið frá upphafi að styðja og styrkja sjúkrahúsið. Fyrst var unnið ásamt fleiri aðilum að stofnun Sjúkrahúss Selfoss og síðan gefin tæki og margs konar búnaður á það. Kvenfélag Sel- foss vann að stofnun leikvalla og leik- skóla á Selfossi. Félagið tók einnig þátt í undirbún- ingi að kirkjubyggingu á Selfossi og gaf góða muni við vígsluna. Einnig unnu félagskonur í sjálfboðavinnu við þrif á kirkjunni og hreinsun á kirkju- garðinum í nokkur ár. Félagskonur gáfu fermingarkirtla til kirkjunnar þá, sáu um að hirða þá og hjálpuðu fermingarbörnum að klæðast kirtl- unum á fermingardaginn. Kvenfélag kirkjunnar var stofnað árið 1966 og tók þá við verkefnum sem Kvenfélag Selfoss hafði sinnt í þágu kirkjunnar. Dagbókin Jóra Guðrún Þóranna er næst spurð hvernig kvenfélagið hafi þróast í þessi 60 ár. „Starfsemin hefur þróast og þroskast vel á þessum árum. Strax á fyrsta ári félagsins fór fé- lagatalan yfir 100 og hefur verið það óslitið síðan, mest hefur hún verið um 180. Fyrstu áratugina var starfið mjög öflugt og þá störfuðu um 25 nefndir í félaginu og 60 konur í nefndum. Mikil sjálfboðavinna var innt af hendi og kvenfélagið var mjög sýnilegt í samfélaginu. Kvenfélagið eignaðist hlut í Selinu árið 1983 á móti Héraðssambandinu Skarphéðni og Sambandi sunnlenskra kvenna. Skiptir það miklu máli að hafa fund- araðstöðu og geymslu fyrir gögn fé- lagsins. Upp úr 1990 var farið að gefa út dagbókina Jóru sem varð fljótlega aðalfjáröflun félagsins. Nefndum hefur fækkað og um leið þeim konum sem unnu í nefndum. Í dag eru tíu nefndir starfandi í félaginu og 30 konur alls sem vinna í stjórn og nefndum. Það hafa 16 konur gegnt formennsku þennan tíma. Lengst hefur Sigríður Rósa Björgvinsdóttir verið formaður og varaformaður eða í 13 ár.“ „Á hverju ári veitir Kvenfélag Sel- foss fjárstyrki, á sviði líknar- mennta- og menningarmála, til ým- issa aðila, oftast í heimahéraði. Tals- verður tími fer í að sinna fé- lagsmálum, haldnir eru átta félagsfundir á ári og er stundum far- ið í skemmti- eða fræðsluferðir sem hafa notið vinsælda félagskvenna. Kvenfélagið hefur staðið fyrir konu- kvöldum annað hvert ár frá 2001. Félagið hefur séð um kvennahlaup ÍSÍ síðan 1991. Starfsárinu lýkur jafnan á kvennadaginn, 19. júní, en þá er farið í skemmti- eða fræðslu- ferð. Þá minnumst við þess að konur fengu kosningarétt 19. júní 1915. Starfið gengur vel og það eru kröft- ugar og duglegar konur í félaginu, þó við vildum gjarnan sjá fleiri konur á fundum félagsins,“ sagði Guðrún Þóranna. Áfram þörf fyrir kvenfélögin Að lokum er formaðurinn spurður hvernig hann sjái framtíð kvenfélag- anna í landinu á næstu árum, hvort þau séu í „útrýmingarhættu“ eða muni blómstra. „Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að fyrstu kvenfélögin á Ís- landi voru stofnuð um og upp úr 1870, þá var þörfin brýn fyrir margs konar aðstoð. Félögunum fjölgaði síðan mikið á síðustu öld. Í dag eru kvenfélög fjölmennasta kvenna- hreyfing landsins og saga þeirra hef- ur mótað skýr spor í sögu þjóð- arinnar. Þó að áherslur hafi mikið breyst á þeim 140 árum síðan fyrstu kvenfélögin voru stofnuð er ennþá full þörf fyrir hugsjónastarfsemi eins og kvenfélögin hafa staðið fyrir,“ sagði Guðrún Þóranna. Kvenfélögin munu blómstra áfram Kvenfélagskonur Guðrún Þóranna Jónsdóttir ásamt fjórum af stofn- félögum kvenfélagsins á 60 ára afmælishátíð, Þóru Magnúsdóttur, Sig- urbjörgu Guðmundsdóttur, Ólöfu Árnadóttur og Halldóru Ólafsdóttur. Guðrún Þóranna Jónsdóttir hefur lengi starfað í kvenfélögum Í HNOTSKURN »Guðrún Þóranna Jóns-dóttir er gift Guðmundi Guðmundssyni, sviðsstjóra hjá Landgræðslu ríkisins, og eiga þau fjögur uppkomin börn og fjögur barnabörn. »Hún lauk kennaraprófifrá Kennaraskólanum og fór síðar í sérkennaranám í Svíþjóð. Guðrún Þóranna starfar við Vallaskóla á Sel- fossi, sem deildarstjóri sér- kennslu. Hlutverk hennar er m.a. að halda utan um sér- kennsluna í skólanum, vera í samstarfi við ýmsa aðila sem tengjast henni, sérkennara, kennara, foreldra og grein- ingaraðila. Hveragerði | Blómaskálinn Eden í Hveragerði hefur verið opnaður á nýjan leik. Í vetur hafa verið gerð- ar endurbætur á skálanum, hann fengið eins konar andlitslyftingu. Opið verður um páskana. „Við höfum tekið allt í gegn, þrifið og málað, breytt innrétt- ingum og stækkað blómaskálann,“ segir Þorvaldur Snorrason rekstr- arstjóri. Eden verður 50 ára á þessu ári. Þorvaldur segir að kom- inn hafi verið tími á viðhald og endurbætur og ákveðið hafi verið að loka í nokkra mánuði til að vinna að þeim. Endurbótunum er ekki að fullu lokið en þær eru nógu langt komnar til þess að hægt sé að opna, að sögn rekstr- arstjórans. Eden er rekið með sama sniði og fyrr, að sögn Þorvaldar, enda ekki hægt að breyta of mikið þess- um fasta punkti í tilverunni hjá mörgum höfuðborgarbúum. Þar eru kaffiveitingar með tertum bökuðum á staðnum, grill, ísbúð, blómabúð, verslun og gróðurhús. Myndlistarsýningar verða áfram fastur liður í starfseminni. Sýning Ingunnar Jensdóttur stendur fram yfir páska. Eden opnuð eftir andlitslyftingu Morgunblaðið/Ómar Ís Ísbúðir eru vinsælir viðkomustaðir í helgarferðum höfuðborgarbúa.            
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.