Morgunblaðið - 15.03.2008, Page 25
úr bæjarlífinu
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 25
Mikið mannvirki er að rísa norðan
hesthúsabyggðar við Hvamms-
tanga. Þar byggir Hestamanna-
félagið Þytur reiðhöll sem er 1250
fm að stærð. Húsið er stálgrind á
steyptum sökklum, klætt ylein-
ingum. Áætlaður byggingarkostn-
aður er 40-50 milljónir króna.
Stjórnarformaður félagsins, Sig-
rún Þórðardóttir, segir fram-
kvæmdina vekja væntingar hjá fé-
laginu. Félagsmenn eru nú 207 og
hafa aldrei verið fleiri. Mikil starf-
semi er innan félagsins og hrepptu
nokkrir félagsmenn Íslandsmeist-
aratitla á liðnu ári. Íslandsmót
barna, unglinga og ungmenna
verður haldið á Hvammstanga ár-
ið 2010 og hefur félagið fengið
framlag frá Húnaþingi vestra til
byggingarinnar og mótshalds, alls
16 milljónir króna sem greiðist á
fjórum árum. Styrkur frá ríkis-
sjóði til byggingarinnar er 15
milljónir króna.
Páskalömbum var slátrað hjá
Sláturhúsi KVH ehf. í vikunni, alls
860 fjár. Magnús F. Jónsson fram-
kvæmdastjóri segir þetta tvöföld-
un frá liðnu ári. Kjötið fer að
mestu ferskt á innanlandsmarkað.
Mikil umsvif hafa verið í húsinu
frá áramótum, 343 nautgripum
slátrað, 228 folöldum og 135
hrossum. Markaðir fyrir kjötið eru
góðir að sögn Magnúsar. Alls var
slátrað 72 þúsund sauðfjár árið
2007 og var afkoma sláturhússins
dágóð á því rekstrarári.
Lomberspil er þjóðleg íþrótt og
hefur verið stunduð í Húnaþingi í
langa tíð. Margar sögur eru af
spilavenjum og atburðum tengd-
um spilinu. Húnvetningar, beggja
vegna Gljúfurár, hittast reglulega
á hverjum vetri og eiga saman
skemmtilegar kvöldstundir. Tvisv-
ar hefur verið efnt til móts með
Húnvetningum, Héraðsbúum og
Austfirðingum og nú er ákveðið
það þriðja, sem haldið verður við
Eyjafjörð þann 12. apríl. Spilað
verður heilan dag og um kvöldið
reiknuð út stig einstakra spila-
manna. Styrkur hverrar sveitar
verður líka mældur og kunn-
gerður með viðeigandi hætti.
Klúbbar Húnvetninga heita
Spadda og Ponti en það er heiti á
fjórða hæsta trompi í rauðum lit.
Lomberspil er skemmtileg af-
þreying og eru uppi áform hjá
Ponta að koma á kennslu í spilinu.
Afkomuspá fyrir bændur er ófög-
ur, hækkanir á flestum aðföngum
og fjármagnskostnaði. Anna Mar-
grét Árnadóttir hjá Ráðunauta-
þjónustu RHS segir Búnaðarþing
hafa ályktað um að tollar á inn-
flutningi verði ekki lækkaðir og
að afnám útflutningsskyldu á
dilkakjöti verði frestað og að fellt
verði niður gjald á innfluttar fóð-
urvörur. Hún telur að bændur
verði að horfa til betri nýtingar í
fjárfestingum véla og búnaðar,
auka samnýtingu og samstarf
milli bænda. Ef ekki verði sýni-
legur bati í afkomu muni eflaust
ýmsir huga að starfslokum um
næstu áramót. Jákvætt er þó að
fóðurframleiðsla hefur aukist í
Húnaþingi, m.a. hefur bygg-
ræktun aukist verulega og ættu
bændur almennt að huga að þeim
kosti.
Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson
Lomber Húnvetnskir lomberspilarar á æfingu fyrir mót með Austfirðingum.
HVAMMSTANGI
Karl Ásgeir Sigurgeirsson fréttaritari
athygli. Að þessu sinni
var 10% verðmunur á
þessum verzlunum.
Hann hefur stundum
verið lítill sem enginn
og stundum kannski
ekki meiri en 3%. En
10% munur er tölu-
verður verðmunur.
Að vísu eru verzlanir
Krónunnar betur bún-
ar, vörur aðgengilegri
og betur fram settar. Í
stuttu máli eru verzl-
anir Krónunnar orðnar
nútímalegar verzlanir
og það eitt réttlætir
nokkurn verðmun. En
réttlætir það 10% verð-
mun?
Það er skynsamlegt fyrir selj-
endur vöru og þjónustu að átta sig á
því nú þegar að tími andvaraleysis
neytenda um verðlag er liðinn og nú
eru að ganga í garð tímar, þegar
neytendur hugsa um hverja krónu.
Veizlan er búin á mörgum víg-
stöðvum, ekki bara á fjármálamörk-
uðum.
Neytendur þurfa að láta seljendur
vöru og þjónustu verða þessa vara.
Þeir þurfa að koma því til skila, að
þeir láti ekki bjóða sér sneið af epla-
köku á 1100 krónur. Eða aðra sam-
bærilega verðlagningu.
Þegar ein af þekktari sérverzl-
unum borgarinnar, Melabúðin, er
með lægra verð á sumum vörum en
lágvöruverðsverzlanir er eitthvað
öðruvísi en það á að vera.
Þessa dagana talarfólk mikið sín í
milli um matvælaverð
og raunar verðlag al-
mennt. Ástæðan er
einföld. Allir, sem
leggja leið sína í mat-
vöruverzlun finna,
hvað matvörur hafa
hækkað mikið og hvað
kostnaðurinn er orðinn
mikill við að kaupa í
matinn. Hið sama á
við, þegar fólk fer á
benzínstöð og kaupir
benzín á bílinn sinn. Sá
kostnaður hefur stór-
aukist og er fyrst og
fremst um að kenna
verðhækkun á alþjóðamörkuðum.
Hátt verðlag kemur fólki í opna
skjöldu. Kona pantaði í sakleysi sínu
eina sneið af eplatertu á kaffihúsi án
þess að spyrja um verð en þegar
kom að því að borga kom í ljós að
eplasneiðin kostaði 1100 krónur.
Þeir, sem leggja leið sína á bjór-
krár (sem enginn ætti að gera að
mati Víkverja!) standa agndofa
frammi fyrir verði á einu bjórglasi.
Það er kominn aftur sá tími á Ís-
landi að fólk finnur fyrir því hvað
vörur og þjónusta kosta. Að ekki sé
talað um húsnæði. Hvernig eiga
venjulegir launþegar að geta tekið
litla íbúð á leigu fyrir 120 þúsund
krónur á mánuði?
Í þessu ljósi vekur verðkönnun
sem Morgunblaðið gerði í fyrradag á
verði matvæla í Bónus og Krónunni
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
PR
ET
TY
U
G
LY
FU
R
N
IT
U
R
E.
C
O
M
BURT
MEÐ
Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • Sími 577 1170
www.boconcept.is
LÍFIÐ ER OF STUTT FYRIR LJÓT HÚSGÖGNXEINN B
O
0
8
03
0
01
20% afsláttur af
bílaleigubílum erlendis!
Bókaðu bílaleigubíl fyrir sumarfríið
hjá Avis í mars og þú færð 20% afslátt
í formi safnkortspunkta hjá N1.
Bókaðu strax bíl á avis.is og safnaðu punktum!
Sæktu um Safnkort N1 á avis.is. Einn punktur jafngildir einni krónu.
Knarrarvogi 2 • Sími 591 4000 • avis.is
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
3
24
46