Morgunblaðið - 15.03.2008, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
VERÐUG VERKEFNI
Robert Zoellick, bankastjóri Al-þjóðabankans og mikilláhrifamaður í Washington
DC, var hér á ferð síðari hluta vik-
unnar og sat fyrir svörum blaða-
manna á fundi með utanríkisráðherra
okkar í fyrradag. Á blaðamannafund-
inum sagði Zoellick m.a.:
„Fiskur er rík uppspretta prótíns
og næringar. Fæst þróunarríki hafa
getu til þess að þróa sjávarútveg og í
raun er hætta á ofveiði á mörgum
fiskimiðum þannig að það er spurning
um hvernig hægt er að bæta fiskveiði-
stjórnun og hjálpa þróunarríkjum að
þróa sjávarútveg sinn.“
Af þessu tilefni sagði Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir utanríkisráðherra
m.a.:
„Það er alveg ljóst að ef við ætlum
að sjá til þess að fátækustu þjóðir
heims hafi fæðu skipta landbúnaður
og sjávarútvegur þar máli. Við getum
kennt þróunarríkjum að verja sínar
auðlindir og eins að nýta þær.“
Þetta er rétt. Það er alveg ljóst, að
við Íslendingar höfum hlutverki að
gegna í þróunarlöndunum með því að
hjálpa fátæku fólki að byggja brunna
og koma upp skólum. Við getum líka
hjálpað þróunarríkjunum að byggja
upp sjávarútveg eins og bæði banka-
stjóri Alþjóðabankans og utanríkis-
ráðherra okkar benda á. Þar búum við
yfir verðmætri sérþekkingu og við bú-
um líka yfir mikilli reynslu af því að ná
auðlindum okkar í eigin hendur og
verja þær.
Hér er komið að kjarna málsins í ut-
anríkispólitík okkar á nýrri öld. Við
getum haft hlutverki að gegna. Ekki
við að leysa deiluna fyrir botni Mið-
jarðarhafs. Það verður að vera verk
annarra. Ekki við að taka beinan eða
óbeinan þátt í hernaðaraðgerðum Atl-
antshafsbandalagsins í Afganistan.
Bandaríkjamenn verða að sjá um það.
En við getum gegnt ákveðnu hlut-
verki á verksviðum, sem við höfum
þekkingu á. Það er mikilvægara að
hjálpa fátæku fólki við að koma upp
vatnsbrunnum en að vera í stríðsleik í
Afganistan. Það er mikilvægara að
hjálpa þessu sama fólki við að byggja
skóla, koma upp sjávarútvegi, marka
auðlindastefnu og berjast fyrir því að
ná auðlindum úr höndum nýlendu-
velda, gamalla og nýrra.
Allt þetta getum við gert. Þetta
kunnum við.
Hvers vegna í ósköpunum er ekki
hægt að eyða tíma, peningum og
leggja fram mannskap við þessi verk-
efni í stað þess að fara í sýndar-
mennskuheimsókn til Afganistans
með fimm íslenzka sérsveitarmenn
sem lífverði!
Þau verkefni, sem forstjóri Al-
þjóðabankans talaði um, eru verðug
verkefni fyrir okkur Íslendinga. Við
getum verið stoltir af slíkum verkefn-
um. Og við vitum að verk okkar í þeim
efnum geta komið einhverjum að
gagni.
Við þurfum að ræða hvert við viljum
stefna í þessum efnum. Hvort viljum
við stríðsleik í Afganistan eða raun-
hæfa aðstoð við fátækt fólk?
HVERJIR HAGNAST?
Gengi krónunnar hefur lækkaðmikið í þessari viku og þeirri
síðustu. Þessi mikla gengislækkun
kemur illa við hinn almenna borg-
ara. Innflutningsverð á nauðsynja-
vörum hækkar, og í sumum tilvikum
mikið, vegna þess að erlendur
gjaldmiðill verður dýrari. Nú er
bensínverð orðið óheyrilega hátt og
þar er á ferðinni samspil milli verð-
hækkana á olíu og gengisbreytinga.
Þeir fjölmörgu Íslendingar, sem
hafa kosið að fjármagna húsnæðis-
kaup sín með erlendum lánum,
verða fyrir barðinu á gengislækkun
krónunnar. Lán þeirra stórhækka í
erlendum myntum.
Verðhækkanir bæði vegna geng-
islækkunar og vegna verðhækkana í
útlöndum keyra verðbólguna upp.
Það þýðir að verðtrygging inn-
lendra lána hækkar.
Gengislækkun undanfarinna daga
sópar gífurlegum fjármunum frá al-
mennum borgurum til einhverra
annarra – en til hverra?
Það er nauðsynlegt að það verði
leitt í ljós. Hverjir hafa séð sér hag
í því að undanförnu að selja svo
mikið af krónum að krónan hefur
lækkað í verði? Það hefur verið
meira framboð en eftirspurn. Eru
það innlendir aðilar?
Bæði ríkisstjórn og Seðlabanki
ættu að taka höndum saman um að
upplýsa almenning á Íslandi um,
hverjir það eru, sem þessa dagana
hagnast á lækkandi gengi íslenzku
krónunnar. Með því er ekki sagt að
það sé neitt athugavert við þessi
viðskipti en það er æskilegt að stór
viðskipti af þessu tagi fari fram fyr-
ir opnum tjöldum og séu gagnsæ.
Er það ekki sjálfsagt? Eru ekki all-
ir aðilar að fjármálamarkaðnum
sammála um mikilvægi þess, að við-
skiptin séu gagnsæ?
Það er ekki auðvelt að fá þessar
upplýsingar. Morgunblaðið hefur
leitazt við að fá þær fram í dags-
ljósið á undanförnum dögum en það
gengur erfiðlega. Hver bendir á
annan en engu að síður er athygl-
isvert að þeir, sem á annað borð
benda á einhvern, benda á innlenda
aðila – ekki útlenda.
Þetta er slíkt alvörumál fyrir
þjóðina alla að þessar upplýsingar
verða að koma fram. Það liggur
beint við að einhver þingmaður beri
þessa fyrirspurn fram á Alþingi.
Ráðherrar verða að svara fyrir-
spurnum á Alþingi. Og það er
skylda alþingismanna að standa
vörð um hagsmuni kjósenda sinna.
Það verður spennandi að fylgjast
með því, hvort einhverjir þingmenn
á Alþingi bregðast við þessari
ábendingu og beini fyrirspurn til
viðskiptaráðherra. Það stendur yf-
irleitt ekki á svörum frá þeim ráð-
herra.
Hér er hins vegar um grafalvar-
legt mál að ræða, sem krefst
skjótra svara. Vonandi stendur ekki
á viðskiptaráðherra að veita þau.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Hafin er mikil umræða umhugsanlega Evrópusam-bandsaðild Íslendinga í ljósivaxandi efnahagsörðugleika
og yfirvofandi fjármálakreppu. Það var
Iðnþing sem sló taktinn eins og oft áður
en í kjölfarið fylgdu hinir sannfærðu
trúarmenn taktinum eftir
með umræðuþáttum sem
ekki síst fara fram í Ríkis-
útvarpi/Sjónvarpi. Það
gerðu þeir félagar Egill
Helgason í Silfrinu um
síðustu helgi og Hall-
grímur Thorsteinsson í
Vikulokin. Báðir boðuðu
þeir messur sínar þar
sem m.a. yrði ESB-aðild
rædd og skipst á skoð-
unum. Það kom hins veg-
ar undirrituðum á óvart
að þeir sem mættu til
messunnar og fluttu pré-
dikanir dagsins voru að mestu leyti
sanntrúaðir einstaklingar um aðild að
Evrópusambandinu.
Ég tel hér rétt að fara yfir mína sýn
og lífsskoðanir í þessu efni, ekki síst
vegna þess að hvenær sem hinn ágæti
Egill Helgason ræðir um afstöðu Fram-
sóknarflokksins til málsins, eftir að ég
tók nokkuð óvænt við formennsku í
flokknum eftir síðustu kosningar, þá
finnst mér hann reyna að snupra og lít-
ilsvirða bæði mína afstöðu og Fram-
sóknarflokkinn. Ég hafna slíkum að-
dróttunum með öllu.
Það er rétt að í öllum stjórnmála-
flokkum eru skiptar skoðanir um aðild
og aðildarumsókn að Evrópusamband-
inu. Ef litið er á stöðuna samkvæmt
nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup,
sem unnin var fyrir Samtök iðnaðarins,
þá er fylgi við aðild Íslands að Evrópu-
sambandinu eftirfarandi, greint niður á
stjórnmálaflokkana:
SJÁ TÖFLU
Af þessu sést að talsvert fleiri fram-
sóknarmenn eru afdráttarlaust and-
stæðir aðild að Evrópusambandinu en
þeir sem eru afdráttarlaust hlynntir
henni, meðan dæmið snýst við hjá Sjálf-
stæðisflokki og Samfylkingu. Hlutföllin
eru nokkuð jöfn hjá Vinstri grænum.
Það vekur einnig athygli að í hópi
þeirra kjósenda sem taka það fram að
þeir kjósi ekki eða skili auðu er hlutfall
þeirra sem andstæðir eru aðild að Evr-
ópusambandinu 61%.
Ekki ný afstaða
Þessi afstaða í Framsóknarflokknum
er ekki ný af nálinni því
þar hefur oftast mælst
mikil andstaða við aðild að
Evrópusambandinu,
hversu stór eða smár sem
flokkurinn hefur verið að
mælast hverju sinni á
landsvísu.
Það er rétt að fremstu
og valdamestu menn í ís-
lenskum stjórnmálum og
atvinnulífi hafa síðustu
áratugi skipst í tvo hópa.
Annars vegar menn sem
tala fyrir aðild að Evrópu-
sambandinu og hins vegar
menn sem telja að vettvangur Íslend-
inga eigi að vera utan ríkjabandalaga
og að heimssýnin eigi að vera stærri en
Evrópusambandið eitt. Í því liggi okkar
sóknarfæri.
Ef ég nefni nokkra helstu talsmenn
Evrópusambandsaðildar þá hafa þar
m.a. farið fyrir liði af stjórnmálamönn-
unum núverandi forkólfar Samfylking-
arinnar, þau Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir og Össur Skarphéðinsson. Þar
mætti einnig nefna fleiri stjórnmála-
menn sem nú eru horfnir af vettvangi.
Utanríkisráðherrarnir og flokks-
formennirnir Halldór Ásgrímsson og
Jón Baldvin Hannibalsson beittu sér
þannig fyrir mikilli umræðu um kosti
og galla aðildar að ESB og finna mátti
hvar hjarta þeirra sló í þeim efnum.
Helgi Magnússon framkvæmdastjóri
fer svo fyrir liði atvinnulífsins í þessu
máli og má eiga það að hann telur að
ESB-aðild sé hvorki skyndilausn né að
hún leysi skammtímavandann í ís-
lensku efnahagslífi.
Það hefur vakið athygli að fram að
þessu hefur engin ríkisstjórn haft aðild
Íslands að Evrópusambandinu á dag-
skrá sinni. Ég hef sjálfur skipað mér í
hóp þeirra manna sem hafa efasemdir
um að Evrópusamb
ar hagsmunum. Þa
stærri möguleika a
heiminn allan opinn
EES-samninginn s
ESB.
Framsóknarflok
framsækinn, nútím
tel mig í Evrópumá
anabræður fjölmar
sæknustu stjórnmá
nefni ég m.a. Ólaf R
forseta Íslands, Ste
son, Davíð Oddsson
Ef litið er til skoða
vinnulífsins þá eru
meðal jafningja Bj
ólfsson og Bjarni Á
Mér leiðist ekke
anahópi þessara fr
ætla heldur ekki að
því þar á líka í hlut
fólk. Ég ætla ennfr
einn stjórnmálama
son, fyrrverandi fo
arflokksins, sem va
ill raunsæismaður
reyndar enginn get
komið að sótt yrði u
sambandinu í fram
„Komi til þess þá g
leika okkar en ekki
Um Evrópusambandið og
Eftir Guðna Ágústsson
ȃg vil sko
gaumgæ
ákvörðun að
ráði með lan
muni lands o
leiðarljósi.
Guðni Ágústsson
Það tekur tíma að ferðastí gegnum nærri 20milljóna manna borg.Þegar ég loks kem að
Monterrey tækniháskólanum er
einungis kortér í fyrirlestur Ólafs
Ragnars Grímssonar og ég finn
ekki rétta innganginn.
„Ha, ertu að leita að forset-
anum þínum?!“ Tvær stúlkur
horfa hlæjandi á mig eins og ég
sé óð kona í leit að ímynduðum
þjóðhöfðingja. Þær reka upp
undrunaróp þegar ég útskýri fyr-
ir þeim að forsetinn minn sé í al-
vörunni í heimsókn í Mexíkó.
„Frá Íslandi, í alvöru? Kúl!“
Þær Andrea og Priscilla
ákveða samstundis að slást í för
með mér og hlusta á Ólaf Ragn-
ar, jafnvel þótt Andrea sé á leið í
tvö próf daginn eftir.
Löggur og öryggishlið
Heill her lögregluþjóna er við
innganginn að svæðinu og bið-
röðin fyrir utan fyrirlestrarsalinn
löng. Töskur eru bannaðar og
nemendur verða að vera með
skilríki. Menn þyrpast í biðröðina
hjá töskugeymslunni.
Að endingu er okkur vísað í sal
þar sem forsetanum er varpað á
skjá – aðalsalurinn er orðinn full-
ur. Ólafur Ragnar er byrjaður og
talar um loftslagsbreytingar og
orkumál – um mikilvægi þess að
takast á við vandann sem hann
bendir á að óneitanlega sé uppi í
heiminum í dag.
„Jafnvel þótt ferlið eftir Kyoto-
bókunina verði árangursríkt er
það samt ekki nóg,“ segir hann.
Hann ræðir reynslu Íslendinga,
endurnýjanlega orkugjafa og
fjárfestingar í þeim, enda sé um
orkumál framtíðarinnar að ræða.
Hvaðan á orkan sem við jarð-
arbúar þurfum að koma?
Ólafur bendir á að þegar hann
hafi verið ungur hafi 80% af orku-
þörf Íslands verið mætt með kol-
um og olíu. Það sé gjörbreytt. Og
á þeim tíma þegar Ísland var eitt
fátækasta ríki í Evrópu hefði
enginn trúað að hægt yrði að
breyta landinu og gera það að því
sem það er í dag. „Saga Íslands
er mikilvæg í þessu samhengi
vegna þess að hún sýnir að hægt
er að gera þetta,“ segir hann.
Við erum framtíðin
Eftir spurningar og svör þyrp-
ist hópur stúdenta út í glugga til
að sjá íslenska forsetann ganga
hjá. Nemandi í alþjóða-
samskiptum, Marcela, segist
hafa haft gaman af þessu. „Fyr-
irtæki gefa stundum í skyn að
hrein orka sé ekki arðbær en for-
setinn sýndi að hún getur vel ver-
ið það. Við höfum jarðhita í
Mexíkó og ættum auðvitað að
einbeita okkur meira að honum.“
Samnemi hennar, Miriam, tek-
ur undir. „Allt þetta um jarðvar-
mann var mjög áhugavert.“
„Frá Íslandi, í alv
Mexíkóborg er ein stærsta borg í heimi og
meira en 60 sinnum fjölmennari en öll ís-
lenska þjóðin. Sigríður Víðis Jónsdóttir
ferðaðist í gegnum borgina, fann forseta Ís-
lands halda fyrirlestur og ræddi við
mexíkóska nemendur um boðskapinn.
Í HNOTSKURN
»Forseti Íslands var í vik-unni í opinberri heim-
sókn í Mexíkó.
»Þetta var í fyrsta sinnsem hann heimsækir
landið.
Og svo brosa Nemendur í Mont
vildu endilega fá mynd af sér me