Morgunblaðið - 15.03.2008, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Standa á einhverju eins
og hundur á roði
Sum orðatiltæki eruskemmtilegri en önnur.Umsjónarmanni hefuralltaf þótt orðatiltækið
standa á einhverju eins og hundur
á roði afar skemmtilegt og lýsandi.
Yfirfærð merking vísar til þrá-
kelkni en bein merking bendir til
þess annars vegar að hundar eru
mjög hrifnir af roði og hins vegar
til þess að þegar þeir naga það
standa þeir iðulega á öðrum enda
þess. Ekki er víst að vísunin liggi í
augum uppi í nútímamáli en þótt
viðmið fjölmargra orðatiltækja
hafi bliknað eða horfið stendur
umsjónarmaður á því eins og
hundur á roði að fara verði rétt
með þau. Í eftirfarandi dæmi hefur
talsvert skolast til: Segir af lán-
lausum ráðherra … sem þekkir
ekkert annað en innviði stjórnkerf-
isins og hangir því á stöðu sinni
eins og hundur á roði, án sjálfs-
virðingar og siðlegrar vitundar
(5.1.08)
Áður en haninn galar
tvisvar muntu þrisvar af-
neita mér
Frásögnina af því er Pétur af-
neitaði Jesú er að finna á fimm
stöðum í Nýja testamentinu en
einna þekktust mun sagan vera úr
Markúsarguðspjalli: Áður en han-
inn [hani (1981, 2007)] galar tvisv-
ar, muntu þrisvar afneita mér
(Mark 14, 72 (1912)). Sögnin gala
vísar til augnabliksins, hani galar á
tilteknu andartaki en naumast
lengi. Það er erfitt að ímynda sér
mann gera eitthvað á meðan hani
galar en lengi er von á einum:
Blaðið [Mbl.] reynir með öðrum
orðum að sannfæra okkur öll um
að það sé helsta málgagn Vinstri
grænna. Og afneitar Bush meðan
haninn galar þrisvar (7.1.08). Hér
er klaufalega vísað í góða bók. Um-
sjónarmanni finnst hins vegar eft-
irfarandi dæmi býsna gott: Áður
en haninn nær að gala einu sinni er
formaður VG búinn að kasta [stór-
iðju]stefnunni út í hafsauga
(18.6.07).
Hann er bara ekki að
svara?
Í pistlum þessum hefur þráfald-
lega verið vikið að ofnotkun nafn-
háttar, sbr. eft-
irfarandi dæmi:
skiljanlega
voru alltaf ein-
hverjir sem
voru kannski
ekki alveg að
kaupa það að
einhver … væri
að segja þeim
[fyrir verkum] (31.12.07); Ef það
[lán] er tekið þegar krónan er
mjög sterk þá er líklegt að þú sért
að borga flestar afborganirnar
þegar hún er veikari og það er
óhagstætt (13.12.07); kirkjan er
ekki að sinna trúboði í skólum og
ætlar sér það ekki (22.12.07); fyr-
irtæki sem er að selja Landspít-
alanum lyf (21.12.07) og Þá þurfi
að huga að því þegar verið sé að
bjóða upp á kennslu á ensku. Þar
er Háskólinn á Bifröst að stíga
nýtt skref (14.2.08). Margoft hefur
komið fram að ætla má að breyting
þessi stafi að nokkru leyti af áhrif-
um frá ensku. Ef hún nær fram að
ganga verður íslenska snauðari
eftir. Í fyrsta lagi hverfur mun-
urinn á einfaldri nútíð (ég les (dag-
lega)) og nafnháttarsambandinu
(ég er að lesa (núna)) og í öðru lagi
virðist umsjónarmanni fátæklegra
að nota (að óþörfu) fremur nafn-
hátt en persónubeygða sagnmynd.
Umsjónarmanni virðist breyt-
ingin svo langt komin að erfitt
muni reynast að sporna við henni.
Þó er rétt að leggja áherslu á að í
fagurbókmenntum okkar er of-
notkun nafnháttar nánast óþekkt.
Sem dæmi þess hve algeng og eðli-
leg þessi málbeiting er orðin skal
þess getið að nýlega þurfti umsjón-
armaður að hringja í starfsmann
stórs fyrirtækis hér í borg. Erf-
iðlega gekk að ná sambandi við
manninn og var viðkvæðið jafnan:
Hann er bara ekki að svara
(14.12.07).
Sátt eða sætt?
Nafnorði sátt beygist oftast svo í
nútímamáli: sátt–sátt–sátt–sáttar;
sættir/(sáttir)–sættir/(sáttir)–
sáttum–sátta. Sökum þess að í
ýmsum föllum átti að verða i–
hljóðvarp (á > æ) hafa skapast tví-
myndir, t.d. sátt/sætt og sáttir/
sættir. Slíkar tvímyndir eiga sér
ýmsar hliðstæður, t.d.: átt/ætt,
bón/bæn og sjón/sýn.
Segja má að notkun orðanna
sátt/sætt sé í föstum skorðum í nú-
tímamáli, t.d.: bjóða sátt/sættir/
(sáttir); ganga á sátt/sáttir; hyggja
á sættir/(sáttir); leita um sættir/
(sáttir) [sáttaumleitanir]; sættast
heilum sáttum og taka sáttum/
(sættum). Umsjónarmanni virðist
eftirfarandi dæmi fremur óvenju-
legt: Lögin eru talin mikilvæg til
að koma á sættum milli stríðandi
fylkinga í Írak (13.1.08). Í dæmum
sem þessum sker málkennd úr.
Þó er rétt að
leggja áherslu
á að í fag-
urbókmenntum
okkar er of-
notkun nafn-
háttar nánast
óþekkt
jonf@rhi.hi.is
ÍSLENSKT MÁL
Jón G. Friðjónsson
124. þáttur.
Í kvöldfréttum Stöðvar 2, 28.
febrúar sl. lét Ólafur F. Magnússon
borgarstjóri þau orð falla að borg-
arfulltrúi Framsóknarflokksins
færi með hreinar rangfærslur í
gagnrýni sinni á niðurskurð til
íþróttamannvirkja við gerð þriggja
ára áætlunar Reykjavíkurborgar.
Borgarstjóri sagði að ekki stæði til
að skera neitt niður. Lítum á stað-
reyndir (sjá mynd):
Niðurstaðan talar
sínu máli. F- listi og
Sjálfstæðisflokkurinn
eru að skera niður um
einn milljarð króna til
uppbyggingar íþrótta-
mannvirkja í Reykja-
vík strax eftir að
Framsóknarflokk-
urinn lét af forystu í
ÍTR. Það eru alvarleg
tíðindi fyrir íþrótta-
hreyfinguna og eðli-
legt að spurt sé hvaða
íþróttafélög muni
helst verða fyrir niðurskurðinum?
Það er ekki síður alvarlegt að reyna
að halda fram hinu gagnstæða og
gera ósvífna tillögu til þess að slá
ryki í augu almennings í skjóli
virðuleika embættis borgarstjóra,
sem almenningur vill bera traust
til.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi
haldið því á lofti að hann vilji gera
svo mikið fyrir íþróttahreyfinguna.
Dæmin sanna að svo er ekki og inn-
an mánaðar frá því að Framsókn-
arflokkurinn lét af for-
ystu í ÍTR þá er horfið
frá metnaðarfullum
uppbyggingará-
formum í Reykjavík í
skiptum fyrir húsa-
kaup á Laugavegi 4 og
6. Kostnaður vegna
uppkaupanna og end-
urgerðar húsanna er
nokkurn veginn sama
upphæð og íþrótta-
hreyfingin er núna
skorin niður með.
Það er stundum sagt
að enginn viti hvað átt
hefur fyrr en misst hefur og nú get-
ur íþróttahreyfingin í Reykjavík
séð svart á hvítu hvort það var
Framsóknarflokkurinn eða Sjálf-
stæðisflokkurinn sem gætti hags-
muna hennar í borgarstjórn
Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn virðast vera
búnir að gleyma öllum fyrirheitum
fyrsta meirihlutans um uppbygg-
ingu íþróttamannvirkja og borg-
arstjóri sakar borgarfulltrúa Fram-
sóknarflokksins um ósannindi. Eins
og fram hefur komið eru ósann-
indin hans og án þess að ég ætli að
taka að mér sérstök ráðgjafarstörf
fyrir borgarstjóra þá ráðlegg ég
honum að lesa eigin áætlanir yfir og
bera þær saman við fyrri áætlanir
áður en hann grípur til þess ráðs að
saka aðra um ósannindi. Það er
borgarstjóri sjálfur sem fer með
ósannindi og niðurskurður til upp-
byggingar íþróttamannvirkja í
Reykjavík er staðreynd.
Sannleikurinn
um íþróttamannvirkin
Óskar Bergsson skrifar um
þriggja ára áætlun Reykjavík-
urborgar vegna ÍTR
»Nú getur íþrótta-
hreyfingin séð svart
á hvítu hvort það var
Framsóknarflokkur eða
Sjálfstæðisflokkur sem
gætti hagsmuna hennar
í borgarstjórninni.
Óskar Bergsson
Höfundur er borgarfulltrúi
Framsóknarflokksins.
.9-
( (9 N ( KO !L >
I
.9-@ (9 N ( JO !!L >
K
78
$9:,%,
;) J /;1;
/;;
! /;1;
/;;
1;14;
;3/;
#
9 6
3 324< 5;40
= ,;
0 1;35;40
;3/;
>555;40
Í DAG hefst Evrópuvika gegn kyn-
þáttamisrétti sem stendur til páska-
dags, 23. mars. Hér á Íslandi verður
sérstök uppákoma gegn rasisma hald-
in hinn 18. mars í Reykjavík, á Ísafirði
og á Akureyri. Þarna munu margir
unglingar frá ýmsum samtökum koma
saman til þess að mót-
mæla kynþátta-
fordómum. Í tilefni þess
langar mig aðeins að
hugleiða hvernig við
berjumst við fordóma í
daglegu lífi okkar.
Finna má margs kon-
ar fordóma í samfélag-
inu. Kynþáttafordómar
eru aðeins ein tegund
fordóma en það er erfitt
að draga upp skýra
mynd af því hverjir eru
helst haldnir fordómum
og hverjir verða að-
allega fyrir þeim.
Stundum er manneskja
sem er afar víðsýn á
einu sviði fordómafull á
öðru og þolandi ákveð-
inna fordóma ber sjálf-
ur fordóma í brjósti
gagnvart öðrum hópi en
hann tilheyrir sjálfur.
Þetta hef ég sjálfur séð
nokkrum sinnum, t.d.
er eitt dæmið um mann
af afrískum uppruna
sem hafði flúið kyn-
þáttafordóma í heima-
landi sínu en reyndist afar fordóma-
fullur gagnvart samkynhneigðu fólki,
annað er fyrirmyndarprestur sem síð-
an er að mörgu leyti mjög fordóma-
fullur gagnvart konum og kvenfrelsi.
Í raun má segja að ekkert okkar sé
algerlega fordómalaust; við höfum öll
fordóma sem við verðum að reyna að
uppræta. Fordómar eru því alls ekki
mál ákveðins hóps í samfélaginu, held-
ur eru þeir mál okkar allra, hvers og
eins. Við verðum að líta í eigin barm,
greina fordómana og losa okkur við þá
og stuðla að því að fólkið í kringum
okkur geri það líka.
Ég hef oft tækifæri til að tala og
skrifa um kynþáttafordóma eða for-
dóma gagnvart útlendingum á Íslandi.
Og ég hef fengið sérkennileg viðbrögð
frá nokkrum Íslendingum. Þeir eru í
afneitun og vilja ekki viðurkenna for-
dóma gagnvart útlendingum á Íslandi
og segja til dæmis: „Það sem hann
bendir á er ekki fordómar heldur bara
hefðbundin sterk hegðun Íslendinga,“
„Ísland er fordómaminnsta þjóð í
heimi,“ eða „Það eru meiri fordómar í
Japan“.
Þegar við – bæði útlendingar og Ís-
lendingar sem eru á móti kynþátta-
fordómum – tölum um fordóma á Ís-
landi tölum við um raunverleika sem
við mætum í daglegu lífi okkar í þeirri
von að flestir Íslendingar vilji kynnast
málinu og breyta því. Við erum ekki að
skapa samkeppni um
fordómaleysi meðal þjóð-
anna. Engu að síður hef-
ur mér stundum fundist
það vera talin ófyrirleitni
gagnvart íslensku þjóð-
inni, í augum sumra Ís-
lendinga, að benda á for-
dóma og mismunun á
Íslandi. Slík afneitun
kann ekki góðri lukku að
stýra.
Ég held að fordómar
séu eins og tölvuvírusar.
Fordómavírus er nærri
okkur í daglegu lífi og
reynir í sífellu að hafa
áhrif á hugsanir okkar.
Því þurfum við að virkja
vírusvörnina reglulega.
Þetta er dagleg barátta
gegn fordómum. Því
miður brjótast kynþátta-
fordómar stundum út í
ofbeldi, eins og árás á
innflytjanda í miðbæ
Reykjavíkur um daginn
ber sorglegt vitni. Sem
betur fer eru haturs-
glæpir sjaldgæfir á Ís-
landi en við verðum að
gera allt sem í okkar valdi stendur til
að koma í veg fyrir að atburðir af
þessu tagi endurtaki sig.
Til þess er nauðsynlegt að losna við
fordómavírusinn áður en honum tekst
að taka yfir kerfið og skemma harða
diskinn. Hatursglæpir eru aðeins
framdir þar sem fordómavírusinn fær
að leika lausum hala; þar sem sam-
félagið lætur fordómafull viðhorf sér í
léttu rúmi liggja skapast grundvöllur
fyrir fordóma sem brjótast út í ofbeldi.
Mig langar til að benda á að fordó-
mavírusinn hefur náð einhverri fót-
festu hjá fjölmiðlum. Umfjöllun sem
gengur út á æsifréttir með fyr-
irsögnum eins og „Flestir útlendingar
gifta sig til að fá dvalarleyfi“ eða „út-
lendingar flytja inn glæpi“ veitir sam-
félaginu ranga sýn og lætur í veðri
vaka að ekki sé um fordóma að ræða
heldur staðreyndir. En umfjöllun af
þessum toga snýst um grófar alhæf-
ingar í stað ígrundaðra frétta sem
vinna á af fagmennsku. Nokkrir
stjórnmálamenn virðast einnig vilja
notfæra sér umræðu af þessu tagi í at-
kvæðaveiðum og til að skapa yf-
irborðssamstöðu meðal Íslendinga.
Þeim væri hollara að velta því fyrir sér
hvort það séu raunverulegir hags-
munir Íslendinga – hagsmunir kom-
andi kynslóða – að byggja upp sam-
félagssýn sem grundvallast á
fordómum og misrétti.
Að lokum langar mig til að end-
urtaka aðalatriðið: Við erum öll með
fordóma! Það er brýnt að við horfumst
öll í augu við þá staðreynd og gerum
allt sem við getum til að eyða fordó-
mavírusnum hjá okkur sjálfum svo
hann fái ekki tækifæri til að dreifa sér
og vinna samfélaginu óbætanlegan
skaða.
Eyðum kynþáttafor-
dómum áður en þeim
vex fiskur um hrygg!
Toshiki Toma skrifar um for-
dóma í tilefni af Evrópuviku
gegn kynþáttamisrétti
Toshiki Toma
» Í raun má
segja að
ekkert okkar sé
algerlega for-
dómalaust; við
höfum öll for-
dóma sem við
verðum að
reyna að upp-
ræta.
Höfundur er prestur innflytjenda.
Nöfn
fermingarbarna á
mbl.is
FERMINGAR
2008
NÝTT Á
mbl.is
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn