Morgunblaðið - 15.03.2008, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 31
MINNINGAR
✝ Gunnar Þorgils-son fæddist á
Ægissíðu í Rang-
árvallasýslu 19. apríl
1932. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands á Sel-
fossi 7. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Þorgils
Jónsson bóndi, f. á
Ægissíðu í Rang-
árvallasýslu 21.
október 1895, d. 18.
mars 1986, og Krist-
ín Filippusdóttir
húsmóðir, f. í Kringlu í Austur-
Húnavatnssýslu 17. september
1903, d. 15. október 1971. Systkini
Gunnars eru: Jón, f. 31. mars 1931,
d. 29. desember 1991; Ásdís, f. 28.
janúar 1934, d. 9. apríl 1989; Sig-
urður, f. 19. febrúar 1936, d. 29.
apríl 1982; Ingibjörg, f. 28. apríl
1937; og Þórhallur Ægir, f. 13.
september 1939.
Gunnar kvæntist hinn 4. október
1955 Guðrúnu Halldórsdóttur, f. í
Króktúni í Hvolhreppi 30. ágúst
1931. Foreldrar hennar voru Hall-
dór Páll Jónsson bóndi, f. í Þinghól
í Hvolhreppi 14. nóvember 1903, d.
23. desember 1965, og Katrín Jón-
ína Guðjónsdóttir húsmóðir, f. á
Brekkum í Hvolhreppi 10. janúar
1900, d. 21. maí 1954. Börn Gunn-
ars og Guðrúnar eru: 1) Daníel,
maki Kristrún G. Guðmundsdóttir.
Þau eiga 3 börn, 3
tengdabörn og 8
barnabörn. 2) Þor-
gils, maki Guðrún A.
Tómasdóttir. Þau
eignuðust 4 syni, 1
er látinn. Þau eiga 1
tengdadóttur og 1
barnabarn. 3) Hall-
dór Jón, maki Að-
alheiður Matthías-
dóttir. Þau eiga 2
börn. 4) Kristín,
maki Finnbogi H.
Karlsson. Þau eiga 1
son. 5) Katrín Jón-
ína, maki Einar R. Ingvaldsson.
Þau eiga 3 börn, 1 tengdadóttur og
2 barnabörn. 6) Torfi, maki Dröfn
Svavarsdóttir. Þau eiga 3 börn. 7)
Hannes Kristinn, maki Oddný Ósk-
arsdóttir. Þau eiga 4 börn.
Gunnar ólst upp á mannmörgu
heimili á Ægissíðu. Hann stundaði
nám í Barnaskólanum á Þingborg,
undirbúningsnám hjá sr. Arngrími
Jónssyni í Odda á Rangárvöllum
áður en hann fór í Héraðskólann á
Laugarvatni. Gunnar og Guðrún
hófu búskap í Reykjavík árið 1955
og bjuggu þar til ársins 1958, er
þau fluttu að Ægissíðu og hafa bú-
ið þar síðan. Gunnar sinnti al-
mennum búskap og stundaði ýmiss
konar störf samhliða búskapnum.
Útför Gunnars verður gerð frá
Oddakirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 11.
Kveðja til pabba.
Frá öllum heimsins hörmum,
svo hægt í friðar örmum
þú hvílist hels við lín. –
Nú ertu af þeim borinn
hin allra síðstu sporin,
sem þér unnu og minnast þín.
Með tryggð til máls og manna
á mátt hins góða og sanna
þú trúðir traust og fast.
Hér er nú starfsins endi.
Í æðri stjórnar hendi
er það sem eitt í hug þú barst.
Guð blessi lífs þíns brautir,
þitt banastríð og þrautir
og starfs þíns mark og mið.
Við hugsum til þín hljóðir.
Að hjarta sér vor móðir
þig vefur fast og veiti frið.
Úr fjarlægð heyrðist fagnaðshljómur,
og fáni blakti á hverri stöng.
Það barst í húsið eins og ómur
af æskuleikjum, gleði og söng.
En kringum þig var kyrrt og rótt
og hvíslað lágt og stigið hljótt.
Ég hugði ei kominn dauðadaginn;
við dyrnar þínar einn ég stóð.
Ég þekkti lagið, þekkti braginn,
sem þennan dag söng landsins þjóð.
Mér varð svo heitt um hvarm og brár, –
og hugur flaug um liðin ár.
Ég minnist bernsku minnar daga
og margs frá þér, sem einn ég veit.
Ég fann nú allt að einu draga,
og á mig dauðans grunur beit. –
En eftir stutta stundarbið
þá stóð ég þínar börur við.
Ég fann á þínum dánardegi,
hve djúpt er staðfest lífs vors ráð. –
Ég sá á allrar sorgar vegi
er sólskin til með von og náð. –
Og út yfir þitt ævikvöld
skal andinn lifa á nýrri öld.
Með þessu ljóði Einars Bene-
diktssonar kveðjum við þig, elsku
pabbi. Í gegnum hugann streyma
ljúfar minningar sem lifa með okk-
ur.
Með kærri þökk fyrir allt, hvíl þú í
friði.
Megi góður Guð styrkja þig í sorg
þinni, elsku mamma.
Þín
börn.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku afi og tengdapabbi, hafðu
þökk fyrir allt. Minningin um þig
lifir.
Þín tengdadóttir og afabörn,
Dröfn, Svavar, Kári og Hildur.
Afi.
Á þessum tímamótum spyr ég
mig hversu vel ég hafi þekkt þig.
Vissulega þekktumst við, upp að
vissu marki. Ég á góðar minningar
um heimsókn ykkar ömmu til Kaup-
mannahafnar þar sem við Magga
tókum á móti ykkur og við minn-
umst skemmtilegra atvika sem þar
gerðust. Ég bjó hjá ykkur ömmu í
fáein sumur. Mér leið vel hjá ykkur
og frá þeim tíma á ég nokkrar af
mínum bestu minningum. En aftur
vaknar spurningin hvort þessar
stundir, náin samvera undir sama
þaki svo vikum skipti, hafi orðið til
þess að við þekktum hvor annan.
Viljinn var til staðar. Við spjölluðum
um lífið og tilveruna, viðfangsefni
hversdagsleikans, og fundum oft
svör. Þrátt fyrir þessar samveru-
stundir og spjall efast ég um að ég
hafi í raun og veru þekkt þig, ein-
ungis skugga þinn.
Fortíð þín er mér hulin og það er
hugsanlega partur af því hversu
treglega mér gengur að raða brota-
kenndri mynd þinni saman. Innra
með okkur bærast hugrenningar og
þörf fyrir að þekkja ættingja sína,
uppruna sinn. Skyldleikinn segir
eina sögu. Persónuleiki, sigrar,
ósigrar, afrek og lífsverk aðra sögu.
Eftir andlát þitt verður saga þín í
mínum huga ekki byggð á öðru en
getgátum og torsóttum sögnum sem
litaðar eru af upplifun og skoðunum
þeirra sem þær segja. Og leiða oft af
sér fleiri spurningar en svör.
Langvarandi veikindi sem án efa
höfðu óvenjumikil áhrif á umhverfi
og samferðamenn á hverjum tíma
mörkuðu líf þitt. Settu því skorður,
römmuðu það inn í ramma sem
þrengdi að, setti persónuleikanum
fjötra, sköpuðu skugga. Þennan
skugga tel ég mig hafa þekkt.
Stærsta gjöfin sem þú fékkst í
vöggugjöf var án efa dugnaður og
ósérhlífni. Þú varst samkvæmur
sjálfum þér og ótrúlega fastur fyrir.
Þetta fáum við í arf, börnin þín og
barnabörnin og fleytum áfram til
næstu kynslóða. Hvað bætist í þessa
upptalningu er eflaust æði breyti-
legt milli manna eins og gengur og
gerist. Þrátt fyrir öll veikindi þín
misstirðu aldrei þessa mikilvægu
eiginleika. En þú varst ekki einn.
Trúmennskan og traustið sem
amma sýndi þér er einstakt. Um-
burðarlyndinu og umhyggjunni virt-
ust stundum engin takmörk sett.
Það liggur í hlutarins eðli að sá
sem verður afi er einnig faðir. Það
er hins vegar allsendis óvíst að
kynni og upplifun þessara tveggja
kynslóða af sama manni séu þau
sömu eða eigi sér í raun nokkra
samsvörun. Eins og brimið rúnar
fjörusteininn, sverfur kaldur vind-
urinn persónuleikann og með tím-
anum breytast lífsgildi og þar með
athafnir. Ég er sannfærður um að
þetta á svo sannarlega við í þínu til-
felli.
Þegar við áttum samverustundir
fannst mér ég stundum finna hvað
undir bjó. Í skugga veikinda var
maður sem ég sakna að hafa aldrei
komist í kynni við.
Allt sem á vegi okkar verður mót-
ar okkur, ekki síst einstakling á upp-
vaxtarárum. Enginn veit því í raun
hvað þú skilur eftir hjá mér.
Ég er þakklátur fyrir þær stundir
sem við áttum saman.
Guðmundur Daníelsson.
Í dag er kvaddur hinstu kveðju
frá Oddakirkju góður granni, frændi
og vinur, Gunnar Þorgilsson, bóndi
á Ægissíðu í Holtum. Hann rak um
skeið allnokkurt kúabú, stórt fjárbú
og átti til hins síðasta nokkuð af
hrossum.
Þegar hvað fjárflest var á Æg-
issíðu á sjöunda og áttunda áratug
síðustu aldar var oft mikið annríki
við smölun. Ekki var óalgengt að
rekið væri vel á annað þúsund fjár
til réttar, til rúnings að sumri og
slátrunar að hausti. Þessi smala-
mennska gekk sjaldan hávaðalaust
fyrir sig, það var mikið um skammir
og læti, enda hugmenn að verki.
Þeir Gunnar og Sigurður bróðir
hans skömmuðu hvor annan linnulít-
ið, báðir skömmuðu þeir karl föður
sinn og Þorgils gamli lét sjaldan
eiga hjá sér og skammaði synina til
baka. Við í yngstu kynslóðinni
skemmtum okkur jafnan hið besta
yfir þessum atgangi öllum.
Gunnar var dugnaðarforkur og
hamhleypa til vinnu á yngri árum.
Mér er það minnisstætt frá þeim
árum sem hann vann sem flánings-
maður í sláturhúsi SS á Hellu á
haustin, að þá hlupum við strák-
arnir oft á móti honum þegar hann
labbaði heim á kvöldin. Oftast gat
hann fært okkur þær fréttir að
hann hefði verið hæstur í fláning-
unni þann daginn. Fyrir kom þó að
aðrir skákuðu honum og greinlegt
var, að það mislíkaði honum, enda
keppnisskapið mikið, líkt og var um
frændur hans fleiri.
Gunnar hafði skemmtilega nær-
veru, hann var glaðsinna og sá
gjarnan spaugilegu fletina á tilver-
unni. Hann hafði gaman af að
ferðast og til margra ára fór hann
með okkur nokkrum yngri Ægis-
síðumönnum til netaveiða á Holta-
mannaafrétti. Síðustu ferðina fór
hann með okkur á liðnu hausti og
naut hennar út í ystu æsar, þó
heilsan væri farin að gefa eftir.
Hann hafði gaman af að fá til sín
gesti og það var lengi fastur siður
hjá honum, sem hann hélt til hins
síðasta, að bjóða til sín nokkrum
körlum síðdegis á gamlársdegi og
skenkja þeim í staup. Hann kunni
lítt til heimilisverka, hafði alla tíð
komist upp með það að kvenfólkið í
kringum hann sæi um þau mál. Eitt
sinn er ég heimsótti hann, hafði
Dúna brugðið sér af bæ. Hann vildi
gefa mér kaffi og taldi sig fullfæran
um að hella upp á. Sá hængur var á
að hvernig sem hann leitaði fann
hann ekkert kaffi og rausaði þá heil
ósköp yfir því að frúin skyldi fara
að heiman og skilja bæinn eftir
kaffilausan.
Á bernskuárum stundaði Gunnar
nám í barnaskólanum á Þingborg í
Flóa. Þar kynntist hann dreng á
líku reki, Einari Ólafssyni frá Þjót-
anda. Síðar lágu leiðir þeirra saman
aftur er Einar kvæntist Guðrúnu
Guðmundsóttur, frændkonu Gunn-
ars, og settist að á Ægissíðu. Með
þeim ríkti alla tíð mikil vinátta, sem
entist meðan báðir lifðu. Þeir áttu
margar spjallstundir saman í eld-
húskróknum hvor hjá öðrum og
ferðuðust mikið saman með konum
sínum bæði innanlands og nokkrar
ferðir til Kanaríeyja. Það kom fyrir
að þeirra betri helmingum fannst
þeir á stundum helst til uppátækja-
samir og ættu það til að ganga held-
ur rösklega um gleðinnar dyr. Þá
voru þeir gjarnan áminntir um það
að hjá þeim væru unglingsárin
löngu liðin, þeir væru orðnir mið-
aldra karlar og ættu að haga sér í
samræmi við það. Þeir félagar
munu hvíla hlið við hlið í Odda-
kirkjugarði.
Fyrir hönd fjölskyldunnar í vest-
urbænum á Ægissíðu vil ég þakka
Gunnari samfylgdina og gott ná-
grenni. Dúnu, börnum hans og ást-
vinum öllum vottum við okkar
dýpstu samúð. Guð blessi minningu
Gunnars Þorgilssonar.
Guðmundur Einarsson.
Nú þegar við kveðjum Gunnar
Þorgilsson á Ægissíðu í hinsta sinn,
langar mig að minnast frænda míns
með nokkrum orðum.
Það varð hlutskipti Gunnars Þor-
gilssonar og konu hans Guðrúnar
Halldórsdóttur frá Króktúni í Hvol-
hreppi að stunda búskap á Ægis-
síðu. Það var hefðbundinn búskap-
ur með kýr og sauðfé. Einnig
nokkur kartöflurækt. Jón Guð-
mundsson, afi Gunnars, var stór-
huga á sinni tíð. Þegar hann var bú-
inn að byggja öll hús sem hann taldi
búið þurfa við, datt honum í hug að
smíða sér samkomusal. Nokkurs
konar félagsheimili fyrir sig og
sveitunga sína. Þar voru haldnir
fundir og dansleikir. Þegar Gunnar
og Guðrún hófu sinn búskap hafði
samkomuhúsið lokið hlutverki sínu
og því upplagt að stofna heimili í
þessu húsi. Áður en langt um leið
var samkomuhúsið orðið fullt af
börnum. Réðust þau þá í að byggja
sér hús úti í Sandhól, eða Hól eins
og það var jafnan kallað. Og þar
varð þeirra framtíðarheimili.
Þegar ég var drengur að alast
upp á Hellu var slátrað sauðfé í
þorpinu. Þar var Gunnar í akkorðs-
vinnu á haustin. Þessi starfsemi var
ævintýri líkust. Þarna öttu kappi
hraustustu menn sveitarinnar og
var þessi vinna mikil þrekraun.
Þetta átti vel við hinn unga bónda,
enda var hann bæði lipur og hraust-
ur. Þegar hann hafði náð tökum á
þessari íþrótt bar hann jafnan
hæstan hlut frá borði og var það svo
um nokkur ár.
Við strákarnir á Hellu byrjuðum
snemma að fylgjast með og gerðum
okkur leik að því að herma eftir ak-
korðsfláningunni og þóttumst vera
hetjurnar við fláningsborðin. Leik-
urinn fór þannig fram að við útveg-
uðum okkur hnífa og kindalappir og
svo þegar leikurinn hófst vildu allir
strákarnir vera Gunnar á Ægissíðu.
Svo er Gunnar kosinn til áhrifa í
sveitarstjórn eins og frændur hans
og forfeður gjarnan áður. Það kem-
ur stundum yfir mann að Ægissíðu-
ættin sé með áskrift að hrepps-
nefndarsætum sveita sinna. Svo
kom áfallið þegar allt virtist leika í
lyndi. Gunnar veiktist hastarlega
og var fluttur suður á spítala með
blóðeitrun eða slátureitrun. Um
tíma var hann svo veikur að honum
var vart hugað líf. Þessi veikindi
gengu svo nærri honum að hann
náði sér aldrei til fulls.
Ég hitti Gunnar í síðasta sinn á
dögunum á hlaðinu á Hellu, en
hann fór gjarnan austur yfir dag
hvern ef hann gat komið því við.
,,Hvernig ertu?“ segi ég. ,,Ég er nú
ansi lélegur“, segir hann. ,,Þú ert
þó ekki verri en svo að þú kemst
hérna útyfir“, segi ég. Þá færist
bros yfir minn mann og tökum við
tal saman dálitla stund. Síðan
kvaddi ég gamla manninn glaðan í
sinni og þannig finnst mér gott að
minnast Gunnars frænda míns.
Það ber stundum við í nýja hverf-
inu austur á sandi í Helluþorpi, þar
sem ég hef verið að vinna öðru
hvoru, að ber fyrir augu ungan
langafadreng, gjarnan í fylgd með
móður sinni eða ömmu. Sá litli virð-
ist ekki síður áhugasamur um við-
fangsefni dagsins en forfeðurnir.
Svo mun vera um fleiri niðja Gunn-
ars á Ægissíðu.
Ég votta Guðrúnu og fjölskyld-
unni allri mína dýpstu samúð og
óska þeim alls hins besta á komandi
árum.
Sævar Jónsson.
Gunnar Þorgilsson
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir,
systir, tengdadóttir og mágkona,
ÁSTA INGVARSDÓTTIR,
Leiðhömrum 44,
Reykjavík,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 13. mars.
Hún verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 25. mars kl. 13.00.
Brynjólfur Eyvindsson,
Auður Brynjólfsdóttir, Haraldur Ágúst Sigurðsson,
Inga Lillý Brynjólfsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson,
Bjarni Brynjólfsson, Sigrún Ívarsdóttir,
Ingvar Þorsteinsson, Steinunn G. Geirsdóttir,
Bergljót Ingvarsdóttir, Bjarni Eyvindsson,
Þorsteinn Ingvarsson, Ragna Gústafsdóttir,
Geir Örn Ingvarsson, Hallveig Ragnarsdóttir,
Bjarndís Bjarnadóttir,
Einar Á. Kristinsson,
Camilla Ása Eyvindsdóttir, Pétur Óli Pétursson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ÁSTRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR,
áður til heimilis í
Fornhaga 15,
Reykjavík,
lést aðfaranótt föstudagsins 14. mars.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn
19. mars kl. 15.00.
Gísli Þorsteinsson, Hjördís Henrysdóttir,
Þorsteinn Þorsteinsson, Guðrún Þóra Halldórsdóttir,
Ágústa Áróra Þórðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.