Morgunblaðið - 15.03.2008, Side 33

Morgunblaðið - 15.03.2008, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 33 kraftur þinn var svo mikill að ég sá jólasveina, álfa og huldufólk á öðrum hverjum hól. Þegar ég var orðin full- orðin rifjaðir þú þessar sögur upp og kímdir yfir trúgirni minni sem lítillar stúlku. En veistu afi minn, þetta seg- ir svo mikið um þig; hvað þú varst góður sögumaður og hvað þú varst gæddur miklum sannfæringarkrafti. Þú skilur svo margt gott eftir þig hérna og í hjörtu okkar allra er höggvið stórt skarð. Nú hefur þú róið á önnur mið og ég veit að það bíður þín stórt og mikið hlutverk fyrir handan og ég ætla rétt að vona að þar sé ekkert kvótakerfi. Elsku amma mín. Hann afi var alltaf svo stoltur af þér. Þið voruð svo samrýnd hjón. Ég veit að þú átt um sárt að binda. Ég bið Guð að gefa þér og okkur öll- um styrk til þess að takast á við fram- tíðina. Hinsta kveðja, Guðbjörg Elín Þrastardóttir. Elsku afi. Nú hefur þú kvatt þenn- an heim og ert kominn til annarra heima. Ég er mjög þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman. Alltaf var gott að koma á Grundarbrautina til þín og ömmu enda var maður alltaf velkominn og ég eins og hálfgerður heimalningur þar. Hjá ykkur fékk maður ýmislegt góðgæti eins og heimabakað brauð, hveitikökur og einnig man ég eftir góða harðfiskinum þínum sem þú lést hanga úti á snúrustaurum og við frændsystkinin fengum ætíð að smakka á. Þú varst svo mikill sögumaður og duglegur við að segja okkur krökk- unum frábærar sögur af jólasveinun- um, tröllunum í fjöllunum og ekki má gleyma álfunum sem þú sagðir að byggju í stóra steininum í garðinum ykkar. Við frændsystkinin hlustuð- um öll agndofa á þig enda lifðir þú þig svo inn í sögurnar með hlátrasköll- um. Þér féll aldrei verk úr hendi, enda man ég ekki eftir þér öðruvísi en allt- af á fullu, hvort sem það var að laga til í garðinum heima hjá ykkur ömmu eða að stússast í kringum bátinn þinn hann Sveinbjörn Jakobsson. Ég man þann dag þegar nýi báturinn kom til heimahafnar hér í Ólafsvík og þú og amma voruð yfir ykkur stolt af nýja bátnum, þó svo að gamli Sveinbjörn hafi skilið eftir mikinn söknuð í hjört- um okkar allra. Það verður tómlegt hér án þín og skrítið að koma á Grundarbrautina þar sem enginn afi er lengur en minningin um þig mun lifa í hjarta mínu. Guð varðveiti þig elsku afi minn. Þín Hermína. Elsku afi okkar. Alltaf þótti okkur jafn spennandi að koma vestur og heimsækja ykkur ömmu og yfir sumartímann þegar við fengum að vera í góðu yfirlæti á Grundarbrautinni. Var þá ávallt margmenni í heimsókn og oft var fylltur bíllinn af krökkum og tekinn rúntur um bæinn. Ósjaldan lumaðir þú á skemmtilegum sögum sem föng- uðu athygli okkar og létu okkur gleyma okkur um tíma. Það þótti afar spennandi að fá að skoða afabát og fannst okkur hann flottasti báturinn í höfninni. Á kvöldin komst þú svo með nýveiddan fisk sem amma eldaði og erum við enn sammála því að það sé einhver besti matur sem við fáum. Afi hafði gaman af að rökræða hin ýmsu málefni og stundum þótti hon- um afar gaman af því ef hann náði að hafa það þannig að nánast allir væru ósammála sér og sat svo sposkur á svip yfir því að vera búinn að ná að æsa upp mannskapinn. Þannig var afi, afar fróður, glaðlegur, hjartahlýr og gaman var að eiga við hann gott spjall um daginn og veginn. Þú fylgd- ist alltaf náið með okkur öllum barna- börnunum þó svo að um sé að ræða stóran hóp. Þú hugsaðir alltaf vel um garðinn og brýndir fyrir okkur krökkunum að hugsa vel um trén og blómin. Þegar þú slóst garðinn var það stórt hlutverk að fá að aðstoða þig við að raka saman grasinu og sagðir þú okkur að ef við skildum eft- ir hrífuna þannig að tindarnir sneru upp þá færi að rigna. Við vorum farin að bíða í ofvæni að komast með ykkur ömmu til Flórída nú um páskana og vitum að þú varst einnig farinn að hlakka til, búinn að pakka og tilbúinn í ferðalagið. Ekki óraði okkur fyrir því að þú ættir eftir að kveðja okkur svo snögglega eins og raun bar vitni og sitjum við eftir með mikinn söknuð í hjarta en ánægð yfir því hve góða ævi þú hefur átt og hve mikið af yndislegum minningum við eigum um þig sem við getum hleg- ið að og deilt með fjölskyldunni. Þín verður sárt saknað elsku afi okkar. Guð geymi þig. Guðbjörg og Guðmundur. Ekki bjóst ég við því að fyrsta sím- tal til mín á hinn örlagaríka dag yrði það að elsku afi minn væri dáinn. Frekar bjóst ég við því að hann myndi hringja til að spyrja frétta, ræða málin og athuga hvort við ætt- um að kíkja á bryggjurúnt. Þeir voru ófáir skemmtilegu rúntarnir sem við fórum saman, það var ekki bara farið á bryggjuna en allt snerist um sjávar- útveg. Farið var á marga góða staði og málin rædd. Dugnaður og kraftur einkenndi störf afa þó hann væri að nálgast áttatíu árin. Hann var við vinnu fram á síðasta dag og fór oft niður á bryggju að hjálpa við löndun. Besta minning mín er frá deginum fyrir andlát afa, hann hringdi í mig og bað mig um að prenta út stöðuna á aflamarkinu. Fór ég til ömmu og afa og ræddi hann við mig um hvernig væri best að spila úr því sem eftir er fram á vor. Við fórum ásamt ömmu í smá búðaráp og auðvitað var farið á bryggjuna. Farið var inn í Hafnar- fjörð að skoða bátana, stoppuðum við vel og lengi fyrir framan tvo báta til að ræða saman um hvernig aðbún- aður var þar um borð, aðallega til að bæta aðstöðuna um borð í Sveinbirni sem var honum hugleikinn. Á leiðinni heim sáum við afi risastóran húsbíl auðvitað sneri ég við og við urðum að skoða hann. Þegar við komum upp að honum þá sögðum við hrikalega er þetta stórt, en afi sagði þetta er eins og rúta. Eftir það var haldið niður á Kleppsveg, þegar við komum þangað gerði allt í einu mikla snjókomu og þegar við tókum úr skottinu sagði afi við mig, okkur mun fenna í kaf. Bar ég vörurnar inn á gang fyrir þau og þar skildu leiðir. Kvaddi ég ömmu og afa minn og við sögðum, við sjáumst á morgun. Ekki hélt ég að þetta væri í síðasta sinn sem ég sæi hann því afi var alltaf svo hress. Afi minn er maðurinn sem studdi mig í gegnum allt og stóð þétt við bakið á mér. Alltaf var hægt að treysta á hann. Eftir að ég kláraði Stýrimannaskólann og var synjað um réttindin var það afi sem gerði allt sem hann gat til að ég fengi réttindin, auðvitað tókst honum það. En honum fannst ekki ráð að stöðvast í námi og hvatti mig áfram í annað nám sem ég stunda í dag. Hlakkaði ég til þegar því lyki og afi væri með mér á út- skriftardaginn og samgleddist mér. Ég er þó viss um að hann verður með mér vegna þess hve ánægður hann var með hve vel mér gengi. Samband mitt við afa var mjög gott, það hófst við ungan aldur minn. Ég tók á móti honum þegar hann kom í land og fékk oft að fara með á sjóinn, þá var ég flakkandi um allan bát. Sérstaklega man ég eftir því þegar ég var 7 ára og var með afa uppi í brú, reyndi ég að skipa honum fyrir að bakka og beygja sem hann hafði mjög gaman af. Nú er komið að kveðjustund, elsku afi minn, söknuður minn er mikill og aldrei mun ég gleyma þér þar sem mér þótti ákaflega vænt um þig. Ég mun gæta ömmu fyrir þig eins og þú gerðir best. Elsku amma mín, þú hefur misst góðan eiginmann og vin, en þú hefur góðar minningar til að ylja þér við. Minning afa mun ávallt lifa í huga okkar. Hvíl í friði, elsku bestu afi minn. Minning þín er ljós í lífi okkar Elmar, Harpa og Ragnheiður.  Fleiri minningargreinar um Þrá- inn Sigtryggsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Vilborg Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 14. nóv- ember 1936. Hún lést á Landspít- alanum 6. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson frá Laug í Biskupstungum, f. 21.12. 1900, d. 31.5. 1941, og Aðalheiður Lilja Guðmunds- dóttir frá Arn- arholti í Bisk- upstungum, f. 21.4. 1909, d. 2.4. 1981. Alsystkini Vil- borgar eru Alfreð Rasmus, f. 24.8. 1933, og Ingibjörg, f. 8.4. 1940, og hálfbróðir, samfeðra, Hlöðver, f. 9.9. 1923, d. 1.3. 1927. Vilborg giftist 8.9. 1955 Magn- úsi Helga Sveinbjörnssyni, f. 25.11. 1929. Þau eignuðust 7 börn, þau eru: 1) Friðbjörg Dröfn, f. 3.1. 1955, sambýlismaður Birgir Jóns- son. 2) Jón Heiðar, f. 4.10. 1956, sambýliskona Ása Kristín Knúts- dóttir, sonur Jóns og Jónínu Rögnu Sigurbjartsdóttur er Jón Frímann. 3) Dóttir, f. 7.4. 1959, d. 8.4. 1959. 4) Kristín, f. 14.4. 1962, gift Hilmari Hjartarsyni. 5) Guð- rún Birna, f. 5.4. 1963, gift Ómari Jónssyni, synir þeirra eru Brynjar Rafn og Daníel Haf- þór. 6) Sveinbjörn Ævar, f. 30.3. 1965, sambýliskona Ólína Kristín Austfjörð, dætur þeirra eru Ragnheiður Rún og Kristín Birna. 7) Að- alheiður Lilja, f. 17.7. 1969, sam- býlismaður Júlíus Bjarki Líndal, börn þeirra eru Haraldur Holti, Vilborg Jó- hanna og Friðbjörg Margrét. Fyrri eiginmaður Aðalheiðar er Hannes Jónsson, synir þeirra eru Magnús Ívar og Jón. 8) Bjarki Magnússon, fóstursonur, f. 28.3. 1971. Vilborg ólst upp á Laugarfelli í Biskupstungum og í Reykjavík. 1954 fluttist hún að Hrísum í Fitj- árdal og bjó þar ásamt manni sín- um og börnum til 1992 en þá flutt- ust þau að Norðurbraut 13 á Hvammstanga. Vilborg vann öll hefðbundin sveitastörf auk ým- issa starfa utan heimilis. Útför Vilborgar verður gerð frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Vilborg mín, ástarþakkir fyrir allt og allt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þinn Magnús Helgi. Elsku mamma, hjartans þakkir fyrir allt sem þú gafst okkur. Þú verður ávallt ljósið í lífi okkar, elskan og viskan. Lífið rennur sem lækur með lygnu og djúpan hyl grefur sér farveg og fellur um flúðir og klettagil. Við bakkana beggja megin blandast hin tæra lind uns lækurinn orðinn er allur annarra spegilmynd. Lækurinn minnir á lífið lindin er tær og hrein í fljótið ber hann öll fræin sem falla af næstu grein. En fljótið er lífsins ferja er flytur með þungum straum ljóðið um lindina tæru lækjarins óskadraum. (Sigurður Hansen.) Friðbjörg, Jón, Kristín, Guðrún, Sveinbjörn og Lilja. Elsku mamma, það er skrítin til- hugsun að hugsa til þess, að þú sért ekki hjá okkur ennþá. Um jólin varstu hress og kát en núna ertu horfin á braut. Þegar ég hugsa til baka er ég mjög ánægður með hvernig mamma þú varst, þessi vanalega mamma, skammaðir okkur krakkana stundum og hældir okkur þegar það átti við. Þetta er mjög notaleg tilfinning, en alltaf varstu ljúf og góð. Þú átt heiður skilinn hvað þú nenntir að vesenast með dætrum mínum, ömmustelpunum þínum, sama hvað þær klúðruðu handavinn- unni sinni mikið var alltaf hægt að senda þær til þín og þú reddaðir mál- unum. Reyndar var sama hvaða vit- leysa þeim datt í hug, þú áttir alltaf ráð við öllu. Elsku mamma, þín verður sárt saknað, minning þín lifir um ókomin ár. Blátt lítið blóm eitt er, ber nafnið: „Gleymdu’ei mér“. Væri ég fleygur fugl flygi’ ég til þín. Svo mína sálu nú sigraða hefur þú, engu ég unna má öðru en þér. (Höf. ók.) Þinn Sveinbjörn Ævar. Elsku Villa amma, við viljum þakka fyrir allar dýrmætu stundirn- ar sem áttum við með þér. Ljúfar minningar um þig munu lifa í hjört- um okkar um ókomna tíð. Ég kveiki á kertum mínum við krossins helga tré. Í öllum sálmum sínum hinn seki beygir kné. Ég villtist oft af vegi. Ég vakti oft og bað. Nú hallar helgum degi á Hausaskeljastað. Í gegnum móðu’ og mistur ég mikil undur sé. Ég sé þig koma, Kristur, með krossins þunga tré. Af enni daggir drjúpa, og dýrð úr augum skín. Á klettinn vil ég krjúpa og kyssa sporin þín. Ég fell að fótum þínum og faðma lífsins tré. Með innri augum mínum ég undur mikil sé. Þú stýrir vorsins veldi og verndar hverja rós. Frá þínum ástareldi fá allir heimar ljós. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Alltaf saknað, aldrei gleymt. Hvíl í friði elsku amma. Ástarkveðjur, Magnús Ívar, Jón, Haraldur Holti, Vilborg Jóhanna og Friðbjörg Margrét. Elsku amma, við erum ekki ennþá búnar að gera okkur grein fyrir því að þú sért ekki lengur hjá okkur. Við eigum svo góðar minningar saman eins og þegar við komum í heimsókn og þú fórst að gera fyrir okkur bestu pönsur í heimi og við fengum ís og súkkulaði á pönsurnar. Þegar við komum með ullarsokka með engum hæl og báðum þig að laga þá og þú sagðir alltaf: „Ekkert mál.“ Þú varst okkur alltaf innan handar þegar okkur vantaði hjálp. Minningar okkar eru ógleymanleg- ar. Við vitum að þér líður vel, það skiptir okkur miklu máli, þú verður alltaf hjá okkur í blíðu og stríðu. Við biðjum Guð um að vera alltaf hjá þér. Þínar ömmustelpur Ragnheiður Rún og Kristín Birna. Norðurleiðarútan stoppaði við veginn sem lá inn Fitjaárdalinn, og út stígur lítill, feiminn já og hálf smeikur snáði að sunnan,hann var að fara í sveit að Hrísum, þetta var sem sagt undirritaður. Ég man enn eftir þessum degi þegar við hittumst fyrst Villa mín. Nú sit ég og rifja upp minningar út sveitini og allar eru þær góðar, það var alltaf sól og gott veður, svona næstum því. Alltaf leið mér vel hjá ykkur Magga enda urðu sumurin fimm. Á vorin gat maður varla beðið eftir að komast í sveitina. Hjá ykkur lærði maður að vinna þau verk sem þurfti svosem sinna og hirða um dýrin. Ég man hvað ég suð- aði í þér, Villa mín, að kenna mér að mjólka og þú lést loks undan og mér tókst að ná ágætis tökum á þessu, en ég verð nú samt að játa að fljótlega sá ég pínu eftir þessu suði það var þegar mesta spennan var farin, þá kom þessi snilldar uppfinning mjaltavélin.Ég held að ég muni enn nöfnin á kúnum og hvar þær voru í fjósinu, og svo voru það bestu vin- irnir Ted, Fellow og Vigga sem voru hundarnir á bæmum. Villa mín þú hefur nú lagt af stað í þá ferð sem liggur fyrir okkur öllum ,eg bið góðan Guð um að vera með þér í þessari ferð, hjá mér situr eftir minningin um eina duglegustu og merkustu konu sem ég hef kynnst. Elsku Maggi og fjölskylda ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Vilborgar Jónsdóttur. Reynir Theódórsson. Vilborg Jónsdóttir  Fleiri minningargreinar um Vil- borgu Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Minningargreinar ✝ Elskulegur maður minn, faðir, tengdafaðir og afi, PETER JONES, Vaðlatúni 6, Akureyri, sem lést þriðjudaginn 11. mars, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 18. mars. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja heiðra minningu hans er bent á Hjartavernd. Ingibjörg M. Gunnarsdóttir, Þóra Þorleifsdóttir, Helgi Níelsson, Kári Þorleifsson, Helgi Jones, Nanna Dröfn Björnsdóttir og afabörnin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.