Morgunblaðið - 15.03.2008, Page 35

Morgunblaðið - 15.03.2008, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 35 ✝ Björn Elías Ingi-marsson fæddist í Hnífsdal 12. ágúst 1936. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði 9. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldór Ingimar Finnbjörnsson frá Görðum í Aðalvík, f. 4.1. 1897, d. 26.10. 1991, og Sigríður Elísabet Guðmunds- dóttir frá Naustum í Eyrarhreppi, f. 13.6. 1898, d. 20.5. 1985. Systkin Elíasar eru: Halldóra Inga, f. 12.6. 1924, d. 26.10. 1981, gift Halldóri Gunnari Pálssyni, Guðmundur, f. 11.12. 1926, d. 15.4. 1927, Guðmundur Sturla, f. 24.7. 1928, d. 19.4. 1988, kvæntur Arnþrúði Guðmunds- dóttur (látin). Hrefna Ingimars- dóttir, f. 30.8. 1931, d. 26.9. 2005, gift Inga Þór Stefánssyni (látinn), Margrét, f. 29.4. 1941, gift Ólafi Gunnlaugssyni, og hálfsystir, sam- mæðra Hulda Valdimarsdóttir Ritchie, f. 22.12. 1917, d. 26.3. 1999, gift Samuel Ritchie (látinn). Elías kvæntist 4.1. 1962 Theó- dóru Kristjánsdóttur, f. á Ísafirði 12.9. 1941. Foreldrar hennar voru ísabet, f. 8.2. 1999. Fyrir á Finn- björn soninn Halldór Ingimar, f. 5.7. 1985, sambýliskona Jóna Val- gerður Kristjánsdóttir. 4) Guð- munda Kristín, f. 30.1. 1970, gift Friðriki Ó. Friðrikssyni, f. 21.5. 1969. Dætur þeirra Magnea Mist, f. 5.11. 1998 og Katrín Embla, f. 1.7.2003. Elías var fæddur og uppalinn í Hnífsdal og bjó þar alla sína ævi. Hann hóf snemma störf við sjó- mennsku og lauk fiskimannaprófi úr Stýrimannaskólanum í Reykja- vík 1959. Hann var stýrimaður og skipstjóri á ýmsum bátum, lengst af á Mími ÍS 30. Árið 1972 keypti hann Finnbjörn ÍS 37 og gerði hann út á handfæri og rækju til ársins 2000, þegar hann hætti sjó- mennsku. Elías gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjuna og Smábátafélagið Huginn. Árið 1980 var hann kosinn í stjórn Hrað- frystihússins hf. Hnífsdal sem nú er Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf. og sat þar til dauðadags. Kosinn í stjórn Miðfells hf. í Hnífsdal og Mjölvinnslunnar hf. í Hnífsdal árið 1992 og sat þar þangað til þessi fyrirtæki voru sameinuð Hrað- frystihúsinu hf. í Hnífsdal. Elías var virkur félagi í Kiwanishreyf- ingunni frá 1981 og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum, hann gegndi embætti forseta Kiwanis- klúbbsins Bása 1998-1999. Elías verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Kristján Pálsson, f. 24.9. 1916, d. 30.11. 1998, og Guðmunda Sigríður Jóhanns- dóttir, f. 20.3. 1922, d. 12.3. 2005. Börn Elí- asar og Theodóru eru: 1) Halldóra, f. 18.5. 1961, gift Guð- mundi Thoroddsen, f. 26.11. 1962, börn þeirra eru Theódór Hrannar, f. 25.12. 1996, og Halldór Gústaf, f. 25.12. 1996. Fyrir á Halldóra dótturina Birgittu Ýr, f. 27.4. 1986. 2) Sigríður Inga, f. 27.10. 1963, gift Svavari Geir Ævarssyni, f. 7.10. 1959. Börn Sigríðar af fyrra hjóna- bandi eru: a) Ingibjörg Heba, f. 19.6. 1982, börn hennar eru Eygló Inga, f. 1998, Theódóra Björg, f. 2004 og Jóna María, f. 2006, b) Björn Elías, f. 29.11. 1984, og c) Salóme, f. 4.8. 1989, sambýlis- maður, Kristinn Gauti Einarsson. 3) Finnbjörn, f. 30.9. 1965, kvænt- ur Gyðu Björg Jónsdóttur, f. 9.2. 1967. Börn þeirra eru: a) Dagný, f. 17.12. 1988, í sambúð með Ómari Erni Sigmundssyni, sonur þeirra óskírður Ómarsson, f. 2008, b) Hálfdán, f. 3.2. 1992, og c) El- Elsku pabbi, hvað ég sakna þín. Þú fórst svo fljótt frá okkur. Það er svo margt sem fer um huga minn á þessum tíma. Hvað ég átti góð uppvaxtarár – yndislega foreldra – hvað þú og mamma bjugguð okkur gott heimili. Alltaf er gott að koma heim á Bakkaveginn. Hvað börnunum og barnabörnunum mínum þykir vænt um ykkur. Alltaf nóg af hlýju og ást fyrir þau. Pabbi, takk fyrir allt, ég geymi allar minningarnar mínar um þig í hjartanu. Betri pabba, afa og lang- afa fyrir okkur hefðum við ekki geta fengið. Einhvers staðar, einhvern tímann aftur liggur leiðin mín, veginn til þín og þú segir ég saknaði þín, ég saknaði þín. (Magnús Eiríksson.) Elsku hjartans mamma mín, megi guð styrkja þig á þessum tím- um. Takk fyrir að eiga ykkur. Þín dóttir Sigríður Inga. Elsku besti pabbi minn, mér er það ómögulegt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur. Þegar þú komst suður til okkar í janúar til að leita læknis hvarflaði það ekki að okkur að þú ættir svona stutt eftir. Okkur varð það ljóst þegar þú fékkst greininguna að þú værir bú- inn að ganga með meinið í langan tíma, en þú kveinkaðir þér aldrei – þú fórst dult með þínar þjáningar. Þú varst alltaf sá sterki í fjölskyld- unni og sá sem við öll gátum leitað til með smá og stór málefni, við gát- um alltaf treyst því að lausnirnar þínar væru farsælar. Það er því stórt skarð höggvið í hópinn okkar. Í uppvextinum okkar varst þú skipstjórinn á sjónum og mamma skipstjórinn heima. Við pössuðum okkur að sýna þér okkar bestu hlið- ar þegar þú komst í land, enda höf- um við oft brosað yfir því þegar þú hefur lýst því yfir að barnabörnin þín séu miklu óþekkari en við börn- in voru. Eftir að þú hættir á sjónum urðuð þið mamma enn duglegri að ferðast saman innanlands og utan. Þær eru ófáar ferðirnar ykkar á jeppanum um landið með „tusku- húsið“ í eftirdragi og oft slógumst við krakkarnir með okkar fjölskyld- ur í för, í minni og stærri hópum. Skemmst er að minnast þegar þið mamma hélduð upp á afmælin ykk- ar í Heydalnum, þú sjötugur og hún sextíu og fimm. Það var yndisleg stund sem við áttum öll saman og þú skemmtir þér svo vel með öllum hópnum þínum. Afa- og langafa- börnin voru í miklu uppáhaldi og alltaf hefur verið pláss fyrir auka afa- og ömmubörn hjá ykkur mömmu, alltaf hefur faðmurinn ver- ið nógu stór fyrir alla. Þó orðin hafa ekki alltaf verið mörg pabbi minn, þá hefur vináttan og væntumþykjan alltaf einkennt þitt fas. Þú sýndir þínum mikla tryggð og stuðning í verki. Þannig nutum ekki bara við fjölskyldan og tengdafólk umhyggju þinnar, heldur líka allt samfélagið í heimabyggð, þar sem þú alla tíð tókst virkan þátt í at- vinnuuppbyggingu svæðisins og fé- lagsstarfi af mikilli þrautseigju og framsýni. Lífsstarfið var umfangs- mikið og árangurinn blómlegur hvert sem litið er og það er því stór hópur sem kveður þig nú með sorg í hjarta, þakklátur fyrir allar þær stundir sem þú deildir með okkur. Takk fyrir allt og allt, elsku pabbi, megi góður guð geyma þig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín Guðmunda og Friðrik. Ég vil bara segja þér hvað ég sé eftir að hafa ekki farið og kíkt á þig uppi á sjúkrahúsi á laugardeginum áður en þú fórst frá okkur. Ég ætl- aði að fara til þín á sunnudeginum og hitta þig en allt kom fyrir ekki. En ég sé eftir að hafa ekki farið á laugardeginum. Þegar mamma hringdi í mig um sunnudagsmorguninn og sagði að afi Elli væri farinn frá okkur, þá áttaði ég mig ekki á því hvað var í gangi fyrstu mínútuna. En síðan settist ég niður og hugsaði um margar góðar minningar um hann og hvað hann hafi verið góður afi, og daginn sem hann fékk nýju núm- eraplötuna á bílinn sinn sem var af- mælisgjöf frá barnabörnum hans, og hvað hann var ánægður með númerið. Hann brosti alveg út að eyrum og lengra. Ég á erfitt með að sjá það fyrir mér þegar ég á eftir að fara til ömmu og á ekki eftir að sjá þig sitja í stólnum og taka á móti mér. Þegar ég fór til ömmu núna áðan þá var ég alveg tilbúinn og ætlaði að fara að heilsa þér, en rétt áður þá mundi ég allt í einu eftir því að þú myndir aldrei koma aftur. Ég man líka allt- af þegar ég var lítill og var svolítill fýlupoki, þá fór eg alltaf til ömmu og afa og fékk mér ís eða swissmis, eða þegar þú greipst stundum utan um mig með fótunum þegar ég var að labba út úr sjónvarpsherberginu og ég gat aldrei losað mig af því að ég hló svo mikið, og þegar ég kom alltaf hlaupandi inn bara til að fá mér vatn að drekka og strákarnir fyrir utan að bíða eftir mér, en samt stoppaði ég alltaf smá, dró inn and- ann af því að oftast kom ég á harða- spretti og talaði smá við þig og fór síðan út aftur. Það var alveg sama hvað ég var að flýta mér mikið, ég gat alltaf stoppað hjá þér og spjall- að smá og rökrætt um fótbolta. Þú studdir alltaf Arsenal en ég Liver- pool. Ég sem fylgist voða lítið með fótbolta spurði fyrst alltaf í hvaða sæti Liverpool var og ef þeir voru ofar en Arsenal þá stóð ég smá- stund en ef Arsenal var ofar þá bara reyndi maður að tala um einhvað annað í staðinn. Ég mun ávallt geyma minningu þína í hjarta mér. Hálfdán Finnbjörnsson. Elsku afi, það er svo sárt að kveðja svona fljótt. Þú skilur eftir þig stórt skarð í hjarta okkar. Elsku afi, takk fyrir allar góðu minningarnar, sem við eigum nú um þig í hjarta okkar. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar ömmu, við fengum alltaf svo hlýjar mótökur. Þið eruð bestu amma og afi í heimi. Þegar mér líður illa leita ég til baka til þess tíma þegar þú varst hér og minningarnar um hláturinn, fallega brosið og hlýjuna þína ýta öllum sársaukanum burt. (Höf. ók.) Elsku amma okkar, guð gefi þér styrk til að takast á við sorgina. Þín barnabörn Heba, Björn Elías og Salóme. Elsku afi minn, þakka þér fyrir hvað þú varst alltaf góður við mig þegar ég var lítil. Mér finnst þú svo fallegur. Mér fannst svo gott að kúra í fanginu þínu, afi minn, og koma í heimsókn til ykkar ömmu í Hnífsdal. Stundum gafstu mér mola, sem þú varst búinn skipta milli okkar og dýfa í kaffibollann þinn. Mér fannst það mjög gott. Afi, mér finnst þú svolítið óhepp- inn að missa af afa- og ömmudeg- inum á leikskólanum mínum, sem var í dag, en það er allt í lagi, því þú varst samt með mér í hjartanu mínu. Ég sakna þín, elsku afi, og ég ætla að biðja hann Guð að passa þig. Þín Katrín Embla. Elsku afi Elli, ein af mínum fyrstu minningum um þig var þegar ég var svona 4 ára og þú fórst með mig, Ella og Ingimar í bíltúr, þú þurftir að skjótast í bankann og á meðan áttum við að bíða í bílnum; rétt áður en þú hoppaðir út úr bílnum hend- irðu einum konfektmola á gólfið aft- ur í og segir okkur að sá sem yrði stilltastur á meðan þú skytist í bank- ann fengi að eiga molann. Á meðan þú hljópst inn í bankann þorðum við ekki að hreyfa okkur og þarna sátum við og biðum og eins og þú varst þá ákvaðstu aðeins að stríða okkur og vera aðeins lengur í bankanum en þú þurftir og sátum við á meðan alveg hreyfingalaus í bílnum. Síðan kemurðu út og horfir á okkur og segir svo: Sá sem var stilltastur má eiga molann, og auð- vitað stukkum við öll á hann. Þegar við vorum búin að þræta smá um það hver ætti nú að fá molann hend- irðu tveimur í viðbót aftur í svo að allir voru sáttir. Það er svo margt sem kemur upp í hugann núna, svo margar minn- ingar sem ég átti með ykkur ömmu, ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig sem afa, það var ekki hægt að hugsa sér betri afa en þig. Þú pass- aðir alltaf upp á okkur barnabörnin og fylgdist alltaf með okkur. Ég á eftir að sakna þín og þú munt vera í hjarta mínu það sem eftir er. Ég elska þig. Þín Birgitta. Björn Elías Ingimarsson  Fleiri minningargreinar um Björn Elías Ingimarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JENS PÉTURSSON, Grettisgötu 72, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn 17. mars kl. 15.00. Þröstur Jensson, Hanna Kr. Hallgrímsdóttir, Stefanía Jensdóttir, Geir Garðarsson, Gíslína Jensdóttir, Sigurður Einarsson, Svava Jensdóttir, Kristófer Pálsson, Höskuldur Jensson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, BJÖRN ELÍAS INGIMARSSON skipstjóri og útgerðarmaður, Bakkavegi 13, Hnífsdal, verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju í dag, laugardaginn 15. mars kl. 11.00. Theodóra Kristjánsdóttir, Halldóra Elíasdóttir, Guðmundur Thoroddsen, Sigríður Inga Elíasdóttir, Svavar Geir Ævarsson, Finnbjörn Elíasson, Gyða Björg Jónsdóttir, Guðmunda K. Elíasdóttir, Friðrik Ó. Friðriksson, Margrét Ingimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku Elli Bjössi, takk fyrir samveru okkar. Takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig og börnin mín. Ég kveð þig með söknuði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Dódó og fjölskylda ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Halldór. Elsku langafi, Það var alltaf svo gott að koma til ykkar ömmu. Þú sagðir alltaf: Eruð þið komnar, Mína mín og Skoppa. Takk fyrir allt, afi. Þú ert stjarnan okkar á nóttunni og engillinn okkar á daginn. HINSTA KVEÐJA Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín langafabörn Theódóra Björg og Jóna María. Elsku afi Elli. Leitt að þú hafir dáið svona snemma. En ég man þegar þú gafst mér alltaf sykurmola á laugar- dögum. Ég man líka að þú gafst mér oft kex. Oft fór ég með þér í göngutúra og þá töluðum við mikið saman. Ég man þegar ég fór með þér og ömmu í ferðalag og við skoðuðum einhvern foss, þar var fullt af flugum en við vorum ekki með flugnanet, það var gaman. Ég mun alltaf sakna þín og geyma minninguna um þig. Kveðja. Elísabet Finnbjörnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.