Morgunblaðið - 15.03.2008, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 39
AKRANESKIRKJA | Fermingarguðsþjón-
ustur kl. 10.30 og 14.
ÁRBÆJARKIRKJA | Fermingarmessa á
pálmasunnudag kl. 10.30 og 13.30. Ath.
sunnudagaskólinn verður nk. sunnudag í
sal Árbæjarskóla. Aðkoma að salnum er
að vestanverðu. Foreldrar, afar og ömmur
hvött til að fjölmenna með börnunum.
ÁSKIRKJA | Messa og ferming kl. 11. Kór
Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragn-
arsson. Sunnudagaskólinn fellur niður að
þessu sinni. Sóknarprestur.
BESSASTAÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Sr.
Hans Guðberg Alfreðsson predikar og
þjónar fyrir altari ásamt Grétu Konráðs-
dóttur djákna. Álftaneskórinn syngur undir
stjórn Bjarts Loga Guðnasonar. Sunnu-
dagaskóli á sama tíma í hátíðarsal Álfta-
nesskóla undir stjórn Möttu, Bolla Más og
Snædísar.
BORGARNESKIRKJA | Fermingarguð-
sþjónusta kl. 11. Kór Borgarneskirkju
syngur, organisti Steinunn Árnadóttir.
BRAUTARHOLTSKIRKJA, Kjalarnesi |
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Kristín Þór-
unn Tómasdóttir og Rannveig Ásgeirsdóttir
sjá um stundina. Gunnar Kristjánsson
sóknarprestur.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur sr. Gísli Jónasson, kór Breiðholts-
kirkju syngur, organisti Jullina Isaacs.
Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Nínu
Bjargar, Lindu Rósar og Jóhanns Axels.
Kaffisopi eftir messu.
BÚSTAÐAKIRKJA | Fermingarguðsþjón-
ustur kl. 10.30 og 13.30. Kór Bústaða-
kirkju syngur, organisti Renata Ivan, prest-
ur sr. Pálmi Matthíasson.
DIGRANESKIRKJA | Fermingamessur kl.
10, 12 og 14. Prestar sr. Gunnar Sig-
urjónsson og Magnús Björn Björnsson.
Organisti Kjartan Sigurjónsson, kór Digra-
neskirkju. Sunnudagaskóli á sama tíma í
kapellu á neðri hæð.
DÓMKIRKJAN | Fermingarmessa á pálma-
sunnudag kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson og
sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjóna. Dómkór-
inn syngur undir stjórn Marteins H. Frið-
rikssonar. Æðruleysismessa kl. 20. Sr.
Hjálmar Jónsson predikar en einnig þjóna
sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og sr. Karl V.
Matthíasson. Bræðrabandið; Hörður og
Birgir Bragasynir, Hjörleifur Valsson og
Anna Sigríður Helgadóttir söngkona sjá um
tónlistina. Æðruleysisguðsþjónustur eru
einkum ætlaðar þeim sem hafa kynnst og
tileinkað sér 12 spora kerfi AA-
samtakanna, en aðrir eru að sjálfsögðu
velkomnir.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 14, ferm-
ing. Organisti Torvald Gjerde. Kyrrðarstund
verður 17. mars kl. 18.
FELLA- og Hólakirkja | Á pálmasunnudag
verða liðin 20 ár frá því að Fella- og Hóla-
kirkja var vígð. Af því tilefni verður hátíð-
armessa kl. 14. Biskup Íslands, hr. Karl
Sigurbjörnsson, predikar. Prestar og djákni
kirkjunnar þjóna með honum fyrir altari.
Kór kirkjunnar syngur og leiðir safn-
aðarsöng undir stjórn Guðnýjar Ein-
arsdóttur, kantors kirkjunnar. Alt-
arisganga. Kvenfélagið Fjallkonurnar
afhendir kirkjunni djáknastólu sem unnin
er af listakonunni Sigríði Jóhannsdóttur.
Veitingar í boði sóknarnefndanna eftir
messu.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagskól-
inn fellur niður vegna ferminga. Ferming-
armessur eru kl. 10, 12 og 14. Kór Fríkirkj-
unnar syngur undir stjórn Arnar
Arnarsonar, organisti er Skarphéðinn Þór
Hjartarson og bassaleikari Guðmundur
Pálsson, prestar Sigríður Kristín Helga-
dóttir og Einar Eyjólfsson. Nöfn ferming-
arbarna má sjá á heimasíðu kirkjunnar, fri-
kirkja.is.
FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudagaskóli kl.
11, leikir, söngur og kennsla. Almenn sam-
koma kl. 14 sem unglingastarfið sér um.
Gerður Árnadóttir og Björg R. Pálsdóttir
predika, barnastarf og lofgjörð og börnin
taka þátt í lofgjörðinni. Einnig verða fyr-
irbænir og kaffi og samfélag eftir að sam-
komu lýkur og verslun kirkjunnar verður op-
in.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fermingarmessa
á pálmasunnudag kl. 14. Fermd verða:
Einar Karl Kjartansson, Guðmar Bjartur Elí-
asson, Ingibjörg Ásta Tómasdóttir, Kolbrún
Ýr Bragadóttir og Sunna Ósk Stefánsdóttir.
Sjá nánar á www.frikirkjan.is. Tónlistina
leiða Anna Sigríður Helgadóttir og Carl
Möller ásamt söngfólki en um ferminguna
sjá sr. Ása Björk Ólafsdóttir og sr. Hjörtur
Magni Jóhannsson. Altarisganga.
FÆREYSKA sjómannaheimilið | Sam-
koma kl. 17 með heimsókn frá Færeyjum.
Árni Jacobsen, Hjørmund Foldbo og Rúni
Hentze syngja og predika. Kaffi og spjall
eftir samkomu.
GRAFARVOGSKIRKJA | Ferming á pálma-
sunnudag kl. 10.30 og 13.30. Prestar eru
Sr. Vigfús Þór Árnason, sr. Lena Rós Matt-
híasdóttir og sr. Bjarni Þór Bjarnason. Kór
Grafarvogskirkju syngur, organisti Lára
Bryndís Eggertsdóttir. Sunnudagaskóli kl.
11. Umsjón hafa Hjörtur og Rúna, undir-
leikari Stefán Birkisson.
Borgarholtsskóli Sunnudagaskóli kl. 11 í
Borgarholtsskóla. Sr. Bjarni þór Bjarna-
son, umsjón Gunnar og Dagný, undirleikari
er Guðlaugur Viktorsson.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10,
bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11 í
umsjá Lellu, Lilju o.fl. Messa kl. 11. Alt-
arisganga, samskot til Hjálparstarfs kirkj-
unnar. Messuhópur. Molasopi eftir
messu. Fermingarmessa kl. 13.30. Fé-
lagar úr kirkjukór Grensáskirkju leiða söng
í báðum athöfnum, organisti er Árni Ar-
inbjarnarson. Prestar eru sr. Ólafur Jó-
hannsson og sr. Petrína Mjöll Jóhann-
esdóttir.
GRUND dvalar- og hjúkrunarh. | Guðsþjón-
usta kl. 14. Halldór Gröndal predikar, sr.
Sveinbjörn Bjarnason þjónar fyrir altari.
Einsöngur Björn Björnsson, organisti Kjart-
an Ólafsson. Félag fyrrum þjónandi presta.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Ferming-
armessur kl. 10.30 og kl. 14, í endurgerðri
kirkju. Prestar eru sr. Gunnþór Þ. Ingason
og sr. Þórhallur Heimisson. Kantor er Guð-
mundur Sigurðsson, Barbörukórinn í Hafn-
arfirði syngur. Sunnudagaskóli í Hvaleyr-
arskóla kl. 11.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barna-
starf á pálmasunnudag kl. 11. Börnin fá
„pálmagrein“ í tilefni dagsins og ganga
syngjandi inn í kirkjuna. Sr. Jón Dalbú Hró-
bjartsson predikar og þjónar fyrir altari
ásamt sr. Maríu Ágústsdóttur og messu-
þjónum. Gamlir félagar úr Mótettukórnum
syngja undir stjórn Björns Steinars Sól-
bergssonar organista.
HÁTEIGSKIRKJA | Fermingarmessa kl.
10.30 og 13.30. Prestarnir, organisti Dou-
glas A. Brotchie. Barnaguðsþjónusta í
safnaðarheimilinu kl. 11, Erla Guðrún og
Páll Ágúst.
HJALLAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr.
Sigfús Kristjánsson þjónar. Félagar úr kór
kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng,
organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sunnu-
dagaskóli kl. 13. Bæna- og kyrrðarstund á
þriðjudag kl. 18. Nánar á www.hjallakirkja-
.is.
HJÁLPRÆÐISHERINN Akureyri | Sunnu-
dagsskóli kl. 11. Samkoma kl. 17. Níels
Jakob Erlingsson talar.
HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam-
koma á pálmasunnudag kl. 20. Umsjón
Elsabet Daníelsdóttir. Samkoma á skírdag
kl. 20 með gospelkór frá Noregi. Opið hús
virka daga kl. 16-17.30.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Bible
studies at 12.30 in the main hall. Eve-
ryone is welcome. Almenn samkoma kl.
16.30. Ræðumaður Heiðar Guðnason,
Gospelkór Fíladelfíu leiðir söng. Aldurs-
skipt barnakirkja, öll 1-13 ára börn velkom-
in.
ÍSLENSKA kirkjan í Svíþjóð | Stokkhólmur.
Íslensk guðsþjónusta á pálmasunnudag
kl. 14, í Finnsku kirkjunni í Gamla stan. ÍS-
ÍS-kórinn syngur undir stjórn Brynju Guð-
mundsdóttur, Ingibjörg Guðlaugsdóttir leik-
ur á básúnu. Kirkjukaffi í
safnaðarheimilinu. Prestur sr. Ágúst Ein-
arsson.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN | Ferming-
arguðsþjónusta kl. 11. Michael Langworth
fermdur. Friðrik Schram predikar. Sam-
koma kl. 20 með lofgjörð, vitnisburði,
ávarpi og fyrirbæn. Keith Reed syngur ein-
söng. www.kristur.is.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Fermingarguðsþjón-
ustur á pálmasunnudag, nemendur úr
Holtaskóla. Nemendur úr 8.HHS fermast
kl. 11 og nemendur úr 8. ISÁ kl. 14. Prest-
ar kirkjunnar og æskulýðsfulltrúi þjóna við
athöfnina. Hún verður einnig send út á
svæði Víkurfrétta á sjónvarpskaplinum.
KFUM og KFUK | Bænavaka kl. 20. Jó-
hanna Sesselja Erludóttir flytur hugleið-
ingu.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta á
pálmasunnudag kl. 14. Organisti Lenka
Mátéová, kór Kópavogskirkju syngur undir
stjórn organista, prestur er sr. Sigurjón
Árni Eyjólfsson.
KVENNAKIRKJAN | Guðþjónusta í Kópa-
vogskirkju á pálmasunnudag kl. 20.30. El-
ína Hrund Kristjánsdóttir guðfræðingur
predikar. Börn úr leikskólanum Urðarhóli
syngja undir stjórn kennara síns, Birte
Harksen. Kór Kvennakirkjunnar leiðir söng
við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur.
Messukaffi í leikskólanum Urðarhóli,
Kópavogsbraut 19.
LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta á Landspít-
ala í Fossvogi á stigapalli á 4. hæð kl.
10.30. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson,
organisti er Helgi Bragason.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa og barna-
starf á pálmasunnudag kl. 11. Börnin
verða helming stundarinnar í kirkjunni en
fara síðan í safnaðarheimilið með Rut og
Steinunni. Prestur sr. Jón Helgi Þór-
arinsson, organisti Jón Stefánsson. Ferm-
ingarmessa kl. 13.30. Prestur sr. Jón
Helgi Þórarinsson, organisti Jón Stef-
ánsson, kór Langholtskirkju syngur.
LAUGARNESKIRKJA | Messa og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Fermingarmessa kl.
13.30. Prestar, meðhjálpari, kór og org-
anisti kirkjunnar þjóna við athafnirnar
ásamt hópi sjálfboðaliða.
LÁGAFELLSKIRKJA | Fermingarguðsþjón-
ustur kl. 10.30 og 13.30. Prestarnir.
NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11.
Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng, org-
anisti Steingrímur Þórhallsson, sr. Sig-
urður Árni Þórðarson predikar og þjónar
fyrir altari. Börnin byrja í messunni en fara
síðan í safnaðarheimilið. Söngur, sögur
og brúður, umsjón Sigurvin Jónsson,
Björg Jónsdóttir og Ari Agnarsson. Súpa,
brauð og kaffi á Torginu eftir messu.
Fermingarmessa kl. 13.30. Kór Nes-
kirkju, organisti Steingrímur Þórhallsson,
prestar sr. Örn Bárður Jónsson og sr. Sig-
urður Árni Þórðarson.
NJARÐVÍKURKIRKJA Innri | Sunnudags-
kóli kl. 11. Umsjón hafa Hanna Vilhjálms-
dóttir, Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir, María
Rut Baldursdóttir og Jenný Þórkatla Magn-
úsdóttir, organisti er Dagmar Kunakova.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Fermingamessa
kl. 14 og barnastarf á sama tíma.
SALT kristið samfélag | Engin samkoma
á pálmasunnudag. Uppskeruhátíð laug-
ardaginn 15. mars. kl. 16-18. Lokum
átaksins „40 tilgangsríkir dagar“ fagnað.
Vitnisburðir, lofgjörð og kaffiveitingar.
Ath. breyttan tíma.
SAUÐÁRKRÓKSKIRJA | Ferming-
armessur kl. 10.30 og 13.30. Prestur
Sigríður Gunnarsdóttir, organisti Rögn-
valdur Valbergsson, kór Sauðárkróks-
kirkju leiðir söng.
SELFOSSKIRKJA | Fermingarmessa kl.
11 á pálmasunnudag. Barnasamkoma kl.
11.15. Sr. Gunnar Björnsson.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl.
11. Söngur, saga, ný mynd. Ferming-
arguðsþjónusta kl. 10.30 og 14. Sr. Val-
geir Ástráðsson predikar. Kvöldguðsþjón-
usta kl. 20. Sr. Ólafur Jóhann
Borgþórsson predikar, tónlist í umsjá Þor-
valdar Halldórssonar, Kirkjukórinn leiðir
söng, organisti við athafnir Jón Bjarna-
son.
SELTJARNARNESKIRKJA | Fermingar kl.
10.30 og 13.30. Kammerkór Seltjarnar-
neskirkju leiðir tónlistarflutning undir
stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar.
Sunnudagaskólinn er kl. 11. Leiðtogar
barna- og æskulýðsstarfsins taka á móti
börnunum á neðri hæð kirkjunnar. Prestur
er Sigurður Grétar Helgason.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa á
pálmasunnudag kl. 11. Mótettukór Hall-
grímskirkju syngur, organisti Hörður Ás-
kelsson. Sóknarprestur.
VEGURINN kirkja fyrir þig | Samkoma kl.
11. Kennsla fyrir alla aldurshópa. Guðni
Þorvaldsson kennir. Létt máltíð að sam-
komu lokinni. Bænastund kl. 18.30.
Samkoma kl. 19, Högni Valsson predikar.
Lofgjörð og fyrirbæn. Samfélag í kaffisal á
eftir. www.paskamot.com.
VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jóna
Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir
altari, kór Vídalínskirkju syngur undir
stjórn Jóhanns Baldvinssonar. Sunnu-
dagaskóli á sama tíma undir stjórn Ár-
manns H. Gunnarssonar djákna. Sjá
www.gardasokn.is.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Á pálma-
sunnudag er barnaguðsþjónusta kl. 11.
Stund fyrir alla fjölskylduna. Að þessu
sinni eru gestir sunnudagaskólans beðnir
að ganga inn um hægri hliðardyr og upp
þar sem sunnudagaskólinn fer fram
vegna fermingarathafnar í kirkjunni. Ferm-
ingarguðsþjónustur kl. 10.30 og kl. 14.
Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn
Aðalheiðar Þorsteinsdóttur, einsöngur
Sigurður Skagfjörð, trompet Eiríkur Örn
Pálsson.
YTRI-Njarðvíkurkirkja | Fermingarmessa
kl. 10.30. Kór kirkjunnar syngur undir
stjórn Gunnhildar Höllu Baldursdóttur,
meðhjálpari Ástríður Helga Sigurðardóttir.
Sunnudagskóli kl. 11 fer fram í Njarðvík-
urkirkju vegna fermingar.
Orð dagsins:
Innreið Krists
í Jerúsalem.
(Jóh.12)
Fella- og Hólakirkja.
MESSUR Á MORGUN
Vilborg Jónsdóttir
eða Villa á Hrísum er
látin. Þegar maður
missir eitthvað úr lífsmynstrinu fer
hugurinn að rifja upp minningar og
tengsl.
Fyrstu minningarnar eru um
unga og fallega blómarós úr Borg-
arfirði sem var nýflutt norður að
Hrísum í Húnavatnssýslu og hóf
þar búskap með manni sínum.
Ýmsar myndir koma upp í hug-
ann og maður finnur fyrir söknuði
þó að samskiptin hafi ekki verið
eins náin og þau voru í gamla daga.
Villa á Hrísum á mikið í okkur
Sigríður Jónsdóttir
✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist á
Meðalfelli II í Nesja-
hreppi hinn 15.
mars 1917. Hún lést
á Sjúkrahúsi Seyð-
isfjarðar hinn 24.
febrúar síðastliðinn
og var jarðsungin
frá Seyðisfjarð-
arkirkju 1. mars.
systkinunum. Allt frá
unga aldri var það
hluti af tilveru okkar
að fara að Hrísum og
ávallt fann maður fyr-
ir hlýhug og velvild
frá Villu.
Villa hafði til að
bera stórt hjarta,
mikla góðvild og allt-
af var hún jákvæð.
Hún var mjög heil-
steypt kona. Bar með
sér gæsku og kær-
leika. Hvenær sem
var, þegar við komum
norður, hvort heldur á sumri eða
vetri tók Villa vel á móti okkur.
Boðið var upp á kaffi og meðlæti af
rausnarskap. Við vorum spurð um
lífið og tilveruna á áhugaverðan
hátt þannig að okkur fannst við
skipta máli.
Seinna þegar börn okkar systk-
inanna komu og dvöldu lengri tíma
á Hrísum þá tók hún þeim opnum
örmum og leyfði þeim að valsa inn
og út á heimili sínu eins og þau
væru hennar börn. Það var þeim
mikils virði að fá að elta Villu út í
fjós, horfa á mjaltir og hænsum
gefið og fylgjast með öðrum störf-
um sem gera þurfti á stóru sveita-
heimili.
Þegar þau hjón fluttu til
Hvammstanga þá trosnuðu böndin
aðeins en ég sumarstelpan og Villa
vorum svo lánsamar að hittast síð-
astliðið haust fjarri Húnaþingi og
þar gafst okkur tími til að segja
hvað okkur þætti vænt hvorri um
aðra og var það okkur báðum mik-
ils virði.
Fjölskyldur okkar votta fjöl-
skyldu hennar alla sína samúð.
Sigríður og Karl Friðriks-
börn og fjölskyldur þeirra.
Þó að fornu björgin brotni
bili himinn og þorni upp mar
allar sortni sólirnar
aldrei deyr þótt allt um þrotni
endurminning, þess sem var.
Þessi vísa, sem er eftir Grím
Thomsen, er vísan hennar mömmu
í afmælisdagabókinni sem ég fékk í
afmælisgjöf þegar ég var 10 ára.
Mér fannst bókin mjög merkileg
þá, en fattaði kannski ekki alveg
vísurnar, en það geri ég núna. Og
nú er mamma farin en minning-
arnar lifa. Mamma var mikil fjöl-
skyldukona, sem alltaf var tilbúin
að snúast í kringum fólkið sitt. Hún
kenndi okkur allt sem hún kunni,
sem var ýmislegt, þó ekki væri hún
skólagengin. Hún sagði að sig hefði
langað í húsmæðraskóla, en því
miður, það voru ekki til peningar.
Í þá daga, lífsbaráttan varð að
ganga fyrir. Eitt það besta sem
hún kenndi mér var, að allt sem
sæist ekki ætti að vera jafn vel
gert og það sem sæist, hvort sem
það var tiltekt eða handavinna, eða
bara hvað sem var. Og ef ég gerði
ekki hlutina vel, þá var betra að
sleppa því. Mamma var flink í
höndunum bæði í matargerð og
handavinnu og henni fannst líka
gaman að ferðast, en vildi aldrei
vera lengi í burtu í einu. Hún fór
nokkrum sinnum til útlanda og
skemmtilegast var að sigla með
Norrænu, þá naut sú gamla sín vel.
Það var líka farið í ,,sveitina mína“
semsagt til Hornafjarðar. Nokkr-
um sinnum fóru þær saman, Steina
frænka og hún og húsvitjuðu hér
og þar og ræddu svo málin þar til
farið var næst og halda því örugg-
lega áfram nú. Ferðin sem við
Gunnar fórum með henni árið 2006
var samt sú skemmtilegasta. Þá
sagði hún okkur svo margt frá
æskudögunum og það varð síðasta
ferðin suður eftir. Eftir það átti
hún erfitt með að sitja í bíl, en var
að flestu öðru leyti hress. Guja og
hún fóru líka í stórheimsókn til
Neskaupstaðar árlega og er það
kafli út af fyrir sig. Því er ég að
rifja upp þetta um mömmu? Jú,
hún hefði orðið 91 árs í dag, 15.
mars, vantaði bara 20 daga í það
þegar hún lést. Þegar hún varð 90
ára hélt hún okkur veglega veislu
sem enginn mátti koma nálægt að
undirbúa og pantaði því mat á veit-
ingastað og skemmtum við okkur
vel. Hún grínaðist jafnframt með
hvernig veisla ætti að vera þegar
hún yrði 100 ára. Af því verður víst
ekki, hún fékk hægt og hljótt and-
lát þann 24. febr. Alveg eins og hún
hefði viljað. Að vera upp á aðra
komin var ekki hennar stíll, og hún
fékk þá ósk uppfyllta. Mamma mín,
að lokum þakka ég þér fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir mig og
mína og er það nú ýmislegt. Ég bið
að heilsa pabba, ættingjum og vin-
um sem farnir eru. Við hittumst
svo þegar minn tími kemur.
Vertu blessuð og sæl. Þín dóttir
Guðlaug og fjölskylda.