Morgunblaðið - 15.03.2008, Page 40
40 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
GR-veitingar og
þjónusta ehf
Golfs. í Grafarholti
óskar eftir sumarstarfsfólki í afgreiðslu og
þjónustu. Vandað fólk með góða þjónustulund.
Skemmtilegur vinnustaður í fallegu umhverfi.
Umsóknir sendist á netfang, ht@xnet.is
Raðauglýsingar 569 1100
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur
Félags vinnuvélaeigenda
Aðalfundur Félags vinnuvélaeigenda
verður haldinn laugardaginn 29. mars
kl. 14:00 að Borgartúni 35, 4. hæð.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Samvera að loknum fundi.
Verkstjórar í Verkstjórafélagi
Reykjavíkur!
Kynningafundur
v/kjarasamnings
Mánudaginn 17. Mars nk. kl. 20:00 verður kynn-
ingafundur um kjarasamninginn milli Verk-
stjórasambands Íslands og Samtaka atvinnu-
lífsins.
Fundurinn verður haldinn í húsakynnum fé-
lagsins að Skipholti 50d.
Félagsmenn sem taka laun skv. þessum samn-
ingi eru hvattir til að mæta á fundinn.
Munið aðalfundinn 31. mars nk. kl. 19.00 í Skip-
holti 50d.
Stjórn Verkstjórafélags
Reykjavíkur.
Aðalfundur
Skógarmanna KFUM
Aðalfundur Skógarmanna KFUM verður
haldinn mánudaginn 17. mars kl. 20:00 í húsi
KFUM og KFUK Holtavegi 28.
Venjuleg aðalfundarstörf
Fréttir af málefnum Vatnaskógar
Kaffiveitingar
Skógarmenn KFUM.
Nauðungarsala
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Akurvellir 1, 0401, (229-0761), Hafnarfirði, þingl. eig. Arndís
Hreiðarsdóttir, gerðarbeiðandi Sparisjóður Reykjavíkur og nágr.,
miðvikudaginn 19. mars 2008 kl. 10:30.
Austurgata 3, íb.+bílg., (207-3479), Hafnarfirði, þingl. eig. Sigurður
Kristinsson, gerðarbeiðendur Kaupþing banki hf, Landsbanki Íslands
hf, aðalstöðv. og Sparisjóður Siglufjarðar, miðvikudaginn 19. mars
2008 kl. 11:00.
Fífuvellir 35, (227-1258), Hafnarfirði, þingl. eig. Kristjana H. O. Sigur-
geirsdóttir, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf,
miðvikudaginn 19. mars 2008 kl. 11:30.
Furuvellir 22, (227-6027), Hafnarfirði, þingl. eig. BVVS ehf,
gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Sýslumaðurinn í Haf-
narfirði og Tollstjórinn í Reykjavík, miðvikudaginn 19. mars 2008 kl.
12:00.
Hjallabraut 2, 0101, (207-5452), Hafnarfirði, þingl. eig. Ragnheiður
Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Kaupþing banki hf, miðvikudaginn
19. mars 2008 kl. 13:00.
Hólmatún 44, (227-5991), Álftanesi, þingl. eig. Sun house Íslandi ehf,
gerðarbeiðendur Glitnir banki hf og Sýslumaðurinn í Hafnarfirði,
miðvikudaginn 19. mars 2008 kl. 14:30.
Hverfisgata 49, (207-6466), Hafnarfirði, þingl. eig. Gunnar Þór Gunn-
arsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Kaupþing banki hf,
miðvikudaginn 19. mars 2008 kl. 13:30.
Laufvangur 3, 0101, (207-7311), Hafnarfirði, þingl. eig. Stella Ósk Sig-
urðardóttir, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Kreditkort
hf, Landsbanki Íslands hf, aðalstöðv., Laufvangur 3, húsfélag og
Múlakaffi ehf, miðvikudaginn 19. mars 2008 kl. 10:00.
Suðurvangur 12, 0301, (207-9978), Hafnarfirði, þingl. eig. Arnbjörn
Guðjónsson, gerðarbeiðendur Hafnarfjarðarbær, Íbúðalánasjóður,
Kaupþing banki hf, Tryggingamiðstöðin hf og Vátryggingafélag
Íslands hf, miðvikudaginn 19. mars 2008 kl. 14:00.
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði,
14. mars.
Bátar/SkipAtvinnuauglýsingar
Trillubátur óskast.
Óskað er eftir trillu með færa- og línuleyfi.
Kvótastaða lítil eða engin.
Upplýsingar sendist á box@mbl.is merkt
,, T - 21325”, fyrir miðvikudaginn
19. mars.
Tilkynningar
Svæðisskipulag
miðhálendis 2015,
breyting við Lakagíga og á aðliggjandi
svæðum.
Samvinnunefnd miðhálendis hefur samþykkt
breytingar sem felast í nýju skálasvæði við
Galta. Vegir, gönguleiðir og áningastaðir
breytast og aðgengi er bætt.
Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu
nefndarinnar www.halendi.is
Óskar Bergsson, formaður.
Félagslíf
Sunnudagur 16. mars
Pálmasunnudagur
Þingvellir – Hvalvatn – Hvalfell –
Glymur, skíðaferð.
Brottför kl. 9 frá Mörkinni 6.
Verð: 4000/6000.
20-24.mars. Páskaferð á Horn-
strandir, verð: 40.000/43.000
Uppselt.
5. apríl. Kirkjufell við Grunda-
fjörð, verð: 2000/4000
1. maí. Þórisjökull
Verð: 4000/6000
3. maí. Eyjafjallajökull
Verð: 8000/10.000
17. apríl. GPS námskeið fyrir
göngufólk, haldið í sal
Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6,
kl: 20, Haraldur Örn Ólafsson fer
yfir grunnatriði notkunar á GPS
Verð: 2000/4000
Hvítasunna 10. maí.
Hvannadalshnúkur
Verð: 10.000/12.000, uppselt.
9-12. maí. Á skíðum yfir Drang-
ajökul, verð: 26.000/29.000,
Nokkur sæti laus.
Göngugleði alla sunnudaga
kl: 10:30, farið frá Mörkinni 6.
Ókeypis þátttaka.
Allir velkomnir.
Árbók FÍ kemur út í apríl.
Pantið tímalega í sumarferðir
Ferðafélags Íslands.
Stjórnin.
Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð.
Uppskeruhátíð laugardaginn
15. mars kl. 16-18
í lok átaksins ,,Fjörutíu tilgangs-
ríkir dagar”. Vitnisburður,
lofgjörð og kaffiveitingar.
Ath! Breyttur samkomutími og
einnig er ekki samkoma á
Pálmasunnudag.
Allir velkomnir.
Aðalfundur
Ferðafélagsins Útivistar verður haldinn
mánudaginn 31. mars kl. 20.00 í matsal VGK að
Laugavegi 178.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar, Árni Jóhannsson formaður
2. Reikningar lagðir fram til afgreiðslu,
Anna Soffía Óskarsdóttir gjaldkeri
3. Kosning í nefndir og embætti
4. Kosning í kjarna
5. Kosning formanns
6. Kaffihlé
7. Önnur mál
Stjórnin.
15.3. Gönguskíðaferð
laugardag á Leggjabrjót.
Brottför frá BSÍ kl. 09:30.
Vegalengd 15-16 km.
Göngutími 5-6 tímar.
Fararstj. Stefán Þórir Birgisson.
V. 3900/4500 kr.
20-24.3. Básagleði
Básar er tilvalinn dvalarstaður
um páska. Skálaverðir verða á
svæðinu en gestir koma sér á
eigin vegum á svæðið.
Nauðsynlegt getur verið að
panta gistingu á skrifstofu
Útivistar.
20.-24.3. Skíðaganga í Strút
Brottf. kl. 09:00.
Fararstj. Ingibjörg Eiríksdóttir.
V. 26500/30500 kr.
20.-24.3. Bækistöðvarferð í
Strút
Brottf. kl. 09:00.
Í næsta nágrenni við Strút eru
margir fallegir staðir.
Fararstj. Sylvía Hrönn
Kristjánsdóttir. V. 21300/24500 kr.
28.- 30.3. Drangajökull
Brottför kl. 19:00. 0803JF02
Vestfirðir eru spennandi og krefj-
andi svæði til vetrarferða á jepp-
um. Ferð fyrir mikið breytta
jeppa. Þátttaka háð samþykki
fararstjóra. V.12400/15400 kr.
Bókun stendur yfir
í páskaferðirnar, tryggið ykkur
pláss í tíma!
Sjá nánar www.utivist.is
Raðauglýsingar
sími 569 1100
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Áhuga-
hópnum um verndun Jökulsánna í
Skagafirði:
„Áhugahópurinn um verndun Jök-
ulsánna í Skagafirði lýsir yfir ein-
dregnum stuðningi við þingsályktun-
artillögu um friðlýsingu Austari- og
Vestari-Jökulsár í Skagafirði. Mikil
andstaða er í Skagafirði við þau
virkjunaráform sem þröngur en
valdamikill hópur hefur á prjónun-
um. Þar er aðeins horft til skamms
tíma og ekkert tillit tekið til náttúru-
fars á svæðinu. Stíflur í Jökulsánum
og Héraðsvötnum myndu hafa mjög
alvarleg áhrif á lífríki alls láglendis
Skagafjarðar og sömuleiðis á hrygn-
ingar- og uppeldisstöðvar nytjafiska
í Skagafirði. Þá er alveg ljóst að
ferðaþjónustu í héraðinu yrði greitt
þungt högg verði ráðist í virkjanirn-
ar og sumar greinar hennar legðust
af, svo sem hinar geysivinsælu og sí-
vaxandi flúðasiglingar. Fráleitt er að
tala um hreina orku í tengslum við
þessar virkjanir og fórnarkostnaður-
inn þeim samfara algjörlega órétt-
lætanlegur. Skynsamlegra er að efla
ímynd Skagafjarðar sem héraðs með
hreina og óspillta náttúru þar sem
áhersla verði lögð á matvælafram-
leiðslu, ferðaþjónustu og fjölbreytt-
an smáiðnað. Með friðlýsingunni
opnast möguleiki á stofnun þjóð-
garðs, sem hugsanlega yrði hluti af
enn stærri þjóðgarði og næði a.m.k.
yfir Hofsjökul og umhverfi hans,
m.a. Þjórsárver og Kerlingarfjöll.
Áhugahópurinn skorar á þingheim
allan að samþykkja tillöguna eins og
hún liggur fyrir. Full ástæða er til að
ætla að auk þingmanna VG, sem eru
flutningsmenn tillögunnar, muni
a.m.k. þingmenn og ráðherrar Sam-
fylkingarinnar styðja tillöguna, enda
er beinlínis tekið fram í stefnuyfir-
lýsingu hennar „Fagra Ísland“, að
„tryggja skuli friðun jökulánna í
Skagafirði“ . Það er einnig von okkar
að aðrir þingmenn, hvar í flokki sem
þeir standa, sjái og skilji að mál er
orðið að huga betur að náttúru Ís-
lands og samhengi hennar en verið
hefur fram til þessa.“
Styðja tillögu um verndun Jökulsánna í Skagafirði