Morgunblaðið - 15.03.2008, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 43
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Leikhúsferð í Þjóð-
leikhúsið kl. 20 á Vígaguðinn eftir
Yasminu Reza.
Bólstaðarhlíð 43 | Myndbandssýn-
ing og stofuspjall Friðriks Þórs Frið-
rikssonar um gerð myndarinnar
Bíódaga, sem byggð er á hans eigin
lífi, verður 17. mars kl. 13. Miðvikud.
19. mars kl. 14 verður sérsýning á
kvikmyndinni Brúðgumanum í Há-
skólabíói. Rútuferð frá Bólstað-
arhlíð kl. 13.15. Skráning í s.
535 2760.
Félag eldri borgara í Kópavogi |
Opið hús í félagsheimilinu Gjábakka
kl. 14. Upplestur: Svanhildur Th.
Valdimarsdóttir. Gamanmál: Guð-
laug Erla Jónsdóttir. Myndbrot úr
félagslífinu: Kristmundur Hall-
dórsson. Kaffiveitingar. Félagsmenn
taki með gesti.
Félag eldri borgara í Kópavogi,
ferðanefnd | Skráning er hafin í 8
daga söguferð til Kaupmannahafn-
ar, Wroclaw (Breslá) og Berlínar 7.-
14. maí. Gist eina nótt í ferju, þrjár
nætur í Wroclaw, tvær nætur í Berl-
ín og eina nótt í Kaupmannahöfn.
Nánari uppl. og skráning hjá Sögu-
ferðum/Þorleifi Friðrikssyni, s.
564 3031, og í síma 554 0999,
Þráinn.
Félagsheimilið Gjábakki | Krumma-
kaffi kl. 9 og Hana-nú-ganga kl. 10.
Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka
daga er fjölbreytt dagskrá, m.a.
opnar vinnustofur, spilasalur o.fl. Á
mánud. og miðvikud. kl. 9.50 er
sund og leikfimiæfingar í Breið-
holtslaug. Þriðjud. 18. mars er leik-
húsferð í Þjóðleikhúsið á „Sól-
arferð“, sýning hefst kl. 14, ath. br.
tími. Skráning á staðnum og síma
575 7720.
Hæðargarður 31 | Tölvukennsla, Ís-
landssöguspjall, myndlist, bók-
menntir, framsögn og framkoma,
Bör Börson, söngur, páfagaukar,
hláturhópur, Skapandi skrif, postu-
lín, Þegar amma var ung, hug-
myndabanki, Müllersæfingar, ný-
stárleg hönnun fermingarkorta,
Vorferð á vit skálda o.fl. S.
568 3132.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snæ-
landsskóla, Víðigrund kl. 9.30.
Uppl. í síma 564 1490.
Kirkjustarf
Hallgrímskirkja | Opnun myndlist-
arsýningar Baltasars á vegum List-
vinafélags Hallgrímskirkju er í dag
kl. 17. Sýningin ber yfirskriftina Sjö
orð Krists á krossinum. Baltasar
Samper myndlistarmaður hefur
unnið sjö ný myndlistarverk byggð
á sjö orðum Krists á krossinum úr
Passíusálmum Hallgríms Péturs-
sonar og myndar kross úr mynd-
unum sjö.
Salt kristið samfélag | Fögnum
lokum átaksins „40 tilgangsríkir
dagar“. Vitnisburður og lofgjörð.
Kaffiveitingar. Ath. breyttan tíma.
Kynningarfundur á starfi sam-
félagsins kl. 14-15.30. Barnapössun.
Engin samkoma á pálmasunnudag.
80ára afmæli. Áttræður er ídag, 15. mars, Sigurður Þ.
Árnason, fv. skipherra Landhelg-
isgæslunnar, til heimilis á Otra-
teigi 32, Reykjavík. Sigurður tek-
ur á móti gestum á milli 16 og 18 í
safnaðarheimili Háteigskirkju við
Háteigsveg.
80 ára afmæli. Í dag, 15.mars, verður Ragnar
Þorbergsson áttræður. Ragnar
verður á Gran Canari á afmæl-
isdaginn, Rouge Nublo, Aven-
ida De Tirajana 28, 35100 Pla-
ya del Ingle. Sími
0034-928-765094.
dagbók
Í dag er laugardagur 15. mars, 75. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Því hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera. (Lúk. 12, 34.)
Blóðbankinn þarf um sjötíublóðgjafa daglega til aðanna þeirri þörf sem er fyr-ir gjafablóð á landinu öllu,
en á hverju ári þarfnast um 4.000 ein-
staklingar blóðgjafar, t.d. vegna
slysa, skurðaðgerða og meðferða.
Sigríður Ósk Lárusdóttir er deild-
arstjóri við Blóðbankann og segir
alltaf þörf á nýjum blóðgjöfum í öll-
um blóðflokkum: „Blóðgjafir eru einn
af hornsteinum heilbrigðiskerfisins,
og gerir hver blóðgjöf okkur kleift að
bjarga mannslífum,“ segir hún, en
tæplega 10.000 manns á aldrinum 18
til 65 ára gefa reglulega blóð hér-
lendis. „Það er aðdáunarvert hve
margir leggja sig fram við að vera
duglegir blóðgjafar, og margir af
landsbyggðinni sem gera sér sér-
staklega ferð í Blóðbankann þegar
ferðast er til höfuðborgarinnar,“ bæt-
ir Sigríður Ósk við, en bankinn er
með útibú á Akureyri, og við Snorra-
braut 60 í Reykjavík þar sem Skáta-
búðin var áður til húsa.
Það krefst hvorki mikils tíma né
fyrirhafnar að gefa blóð: „Lágmarks-
aldur til að gefa blóð er 18 ár, og þarf
blóðgjafi að vera heilsuhraustur og
má ekki nota nein lyf að staðaldri,“
útskýrir Sigríður. „Við fyrstu komu í
Blóðbankann er einungis tekið sýni
sem er vírusskimað, blóðflokkagreint,
járnbirgðir athugaðar og almennt
ástand blóðs og blóðþrýstings. Ef allt
reynist í lagi má viðkomandi gefa
blóð eftir hálfan mánuð, og er þá fyllt
út heilsufarsskýrsla en ekki er hægt
að taka blóð ef blóðgjafi hefur nýlega
fengið flensu eða önnur veikindi.“
Sjálf blóðgjöfin tekur innan við 10
mínútur, og eru teknir um 450 milli-
lítrar af blóði í hverri heimsókn. Í
heild má vænta þess að heimsókn í
Blóðbankann taki allt að 30 mínútum
og er þá gert ráð fyrir að blóðgjafi
staldri við í rómaðri kaffistofu bank-
ans og fái sér létta og járnríka hress-
ingu.
„Bankinn við Snorrabraut er opinn
alla virka daga, á mánudögum og
fimmtudögum frá 8 til 19, á þriðju-
dögum og miðvikudögum frá 8 til 15
og á föstudögum frá 8 til 12,“ segir
Sigríður. Blóðbankabíllinn fer reglu-
lega um höfuðborgarsvæðið og þétt-
býlissvæðin í nágrenni þess og tvisv-
ar á ári er farið um Vesturland og
Norðurland. Næstkomandi þriðjudag
verður bíllinn við hús Orkuveitu
Reykjavíkur, Bæjarhálsi, frá 9.30 til
14.30.
Sjá nánar á www.blodbankinn.is
Heilsa | Starfsemi Blóðbankans er hornsteinn alls heilbrigðiskerfisins
Tíu mínútur bjarga lífum
Sigríður Ósk
Lárusdóttir fædd-
ist í Reykjavík
1957. Hún lauk
námi í hjúkr-
unarfræði frá
Hjúkrunarskóla Ís-
lands 1979. Hún
starfaði við
Sjúkrahúsið á
Sauðárkróki 1979 til 1981 og hefur
síðan starfað við Landsspítalann, nú
LSH, hjá Blóðbankanum frá 1998 og
er nú deildarstjóri. Sigríður Ósk er
gift Þorsteini Alexanderssyni kennara
og eiga þau tvö börn.
Myndlist
DaLí gallerí Akureyri | Þuríður Sigurð-
ardóttir, Þura, kynnir málverkaröðina
„Stóð“ kl. 17-19. Viðfangsefni á sýningunni
er íslenski hesturinn og býður listamaðurinn
áhorfandanum að taka þátt í rannsókn sinni
á tengslum manns og dýrs í gegnum upp-
lifun lita og áferðar feldsins.
Deiglan Akureyri | Sýning á vegum Gil-
félagsins. Jón Henrysson opnar myndlist-
arsýninguna „Bakland“ kl. 14.30. Opið kl. 13-
17, mánudaga til laugardaga. Sýningin
stendur til 29. mars nk.
Gallerí Ágúst | Einkasýning Söru Björns-
dóttur, Víma/Intoxication, stendur yfir. Sara
sýnir ljósmyndir og myndbandsverk. Gall-
eríið er á Baldursgötu 12, Nönnugötumegin.
Opið mið.-lau. kl. 12-17. www.galleriagust.is.
Hallgrímskirkja | Baltasar Samper opnar
sýningu á vegum Listvinafélags Hallgríms-
kirkju í dag kl. 17. Hann sýnir sjö ný verk, Sjö
orð Krists á krossinum. Biskup Íslands,
herra Karl Sigurbjörnsson, opnar sýninguna.
Árni Bergmann rithöfundur segir frá kirkju-
list Baltasars. Kvartett úr Schola cantorum
syngur. Allir velkomnir.
Norræna húsið | „Norrænar hugrenningar
frá Mexíkó“. Sýning á verkum dönsku text-
íllistakonunnar Trine Ellitsgaard. Listakonan
hefur verið búsett í Mexíkó sl. tuttugu ár og
kemur það fram í verkum hennar. Sýningin
er í sýningarsal í kjallara hússins og stendur
til 6. apríl.
MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað.
Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer.
Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda tilkynningu og
mynd á netfangið ritstjorn@mbl.is eða senda tilkynningu og
mynd í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja
liðinn „Senda inn efni“. Einnig er hægt að senda vélritaða til-
kynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
FRÉTTIR
ÞÆR Daria Ilushko og Kseniya Sydorenko frá Ísr-
ael taka þátt í Evrópukeppninni í sundfimleikum
sem fram fór í Eindhoven í Hollandi í gær. Ekki
fylgdi sögunni hvernig þeim stöllum gekk í keppn-
inni, en eins og sjá má skein einbeitingin úr augum
þeirra.
Reuters
Samhæfing í sundlauginni
HARA-systur munu skemmta í til-
efni af Evrópuviku gegn kynþátta-
misrétti í Smáralind 18. mars kl. 16.
Í DAG, föstudaginn 15. mars,
hefst Evrópuvika gegn kynþátta-
misrétti og stendur hún til 23.
mars, en vikan snýst um alþjóða-
dag gegn kynþáttamisrétti, sem er
21. mars. Allsherjarþing Samein-
uðu þjóðanna valdi daginn í minn-
ingu 69 mótmælenda sem myrtir
voru 21. mars 1960 er þeir mót-
mæltu aðskilnaðarstefnu stjórn-
valda í Suður-Afríku. Evrópuvikan
miðar að því að uppræta mismun-
un, fordóma og þjóðernishyggju í
álfunni og stuðla þannig að um-
burðarlyndu Evrópusamfélagi þar
sem allir eru jafnir, óháð útliti og
uppruna.
„Birtingarmyndir kynþáttamis-
réttis eru ólíkar eftir löndum og
menningarsvæðum en kynþátta-
misrétti nær yfir vítt svið – allt frá
fordómum til ofbeldisverka. Kyn-
þáttamisrétti á Íslandi birtist helst
í útlendingafælni og duldum for-
dómum gagnvart fólki af erlendum
uppruna en hefur því miður nýlega
einnig brotist út í ofbeldi. Fordóm-
arnir birtast einkum í hversdagslíf-
inu – þegar talað er niður til þeirra
sem ekki eru skilgreindir sem
,,hreinir Íslendingar“ og þeir fá
lakari þjónustu og atvinnu,“ segir í
fréttatilkynningu.
Til að vinna gegn misrétti og for-
dómum í garð fólks af erlendum
uppruna á Íslandi taka Mannrétt-
indaskrifstofa Íslands, þjóðkirkjan,
Alþjóðahús, Amnesty Internation-
al, Rauði krossinn, Ísland Pano-
rama og Soka Gakkai á Íslandi þátt
í Evrópuviku gegn kynþáttamis-
rétti með ýmsum hætti.
Eins og áður segir munu Hara-
systur skemmta í tilefni af Evrópu-
viku gegn kynþáttamisrétti í
Smáralind 18. mars kl. 16. Allir eru
velkomnir.
Evrópuvika gegn
kynþáttamisrétti
HEILSUMEISTARASKÓLINN
verður með opið hús í dag, laug-
ardaginn 15. mars, kl. 14 í húsnæði
Yggdrasils við Skólavörðustíg.
Almenn kynning verður á
þriggja ára námi skólans sem er
heildarnám í náttúrulækningum.
Kennarar skólans kynna náms-
efnið, kennsluformið og fleira og
nemendur skólans verða á staðnum
til að svara spurningum.
Í fréttatilkynningu kemur fram
að Heilsumeistaraskólinn (School
of Natural Medicine á Íslandi)
bjóði upp á nám í almennum nátt-
úrulækningum, heilsumeistaranám,
sem færi nemendum fjölbreytta
færni til að verða meistarar í nátt-
úrulegri heilsu og heilun.
Boðið er uppá þriggja ára nám.
Innritun fyrir haustið 2008 hófst í
febrúar og síðasti innritunardagur
er 15. júní.
Heilsumeistaranám er heiti
námsins en erlend starfsheiti eftir
sambærilegt nám eru Naturopath
eða Heilpraktiker. Kennslan fer
fram á þremur árum með helstu
kennslulotum á vorin og haustin
ásamt fjarnámi og heimanámi.
Allir nemar byrja námið á því
vinna með eigin heilsu undir leið-
sögn Dr. Faridu Sharan og kenn-
ara í náminu og þessi sjálfsvinna
heldur áfram í gegnum allt náms-
ferlið.
Opið hús hjá Heilsu-
meistaraskólanum
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn