Morgunblaðið - 15.03.2008, Side 46

Morgunblaðið - 15.03.2008, Side 46
Þetta er ekki ódýr pakki en maður lætur sig hafa það, fórnar sér fyrir málstaðinn … 52 » reykjavíkreykjavík SKJÁR Símans býður upp á úrval mynda í ýmsum flokkum sem hægt er að leigja fyrir tilstilli svokallaðrar VOD-tækni (video on demand) í SkjáBíó, þ.e. vídeóleigu Skjásins sem aðgengileg er heiman úr stofu. Þar eru myndir flokkaðar í ýmsa flokka og einn þeirra er erótík. Reyni menn að skoða úrvalið í þeim flokki eru þeir beðnir um lykilorð sem kaupandi Skjásins velur þegar hann fær myndlykil í hendur. Í kjölfarið birtast svo ýmsir flokk- ar erótísks efnis, Playboy, Adult og Topp 20. Allar eru myndirnar greini- lega merktar með 18 ára aldurs- takmarki og innihald þeirra aug- ljóslega af kynferðislegum toga. Friðrik Friðriksson, rekstr- arstjóri stafræns sjónvarps hjá Skjánum, segir þetta efni falið hin- um almenna notanda og hafi aldrei verið auglýst eða kynnt með neinum hætti. Það sé innan við 10% þess efn- is sem leigt er í VOD-kerfi Skjásins. „Þetta hefur verið hluti af þessu framboði frá byrjun, við byrjuðum í lok árs 2005, og það hefur ekki kom- ið ein kvörtun,“ segir Friðrik. Það sýni líklega best að þetta efni hafi ekki lekið til þeirra sem ekki er ætl- að að sjá það. „Áskrifandinn fær lyk- ilorð þegar hann fær kerfið afhent til sín og hann getur síðan breytt því,“ segir Friðrik. Efnisframboðinu sé í raun skipt upp í fjölskyldu- og eig- andareikning. Aðeins sé hægt að nálgast erótíska efnið í gegnum eig- andareikninginn. „Fólk þarf að bera sig með ákveðnum aðgerðum til að komast að þessu efni.“ Hvað lagalegu hliðina varðar segir Friðrik: „Við töldum að þetta myndi samræmast gildandi lögum og höf- um raunverulega gengið út frá því,“ segir Friðrik. Niðurstaðan hafi verið sú að þetta væri hluti af eðlilegu framboði í VOD-kerfi. „Þetta er mjög öruggt kerfi,“ seg- ir Friðrik, hann viti ekki til tilfella þess að einhver hafi dottið inn á eró- tíkina. Þess ber að geta að þessar kvikmyndir sem leigðar eru út í flokknum Erótík eru misjafnar og merktar í X-um eftir því hversu grófar þær teljast. Playboy-myndir eru samkvæmt því settlegastar. Bláar myndir á Skjánum Morgunblaðið/Helgi Snær Sigurðsson Erótík Valmynd Skjásins sem sýnir úrval af erótísku efni, m.a. mynd um Poppy nokkra Morgan „atvinnudræsu“ og nemendur hennar. Skjár Símans leigir út erótískt efni sem læst er með lykilorði  Ármann Jak- obsson, íslensku- fræðingur og kennari við MR, segir á bloggsíðu sinni að hann sé að velta því fyrir sér að taka upp millinafnið Fabio í þeirri von að það muni breyta ímynd hans. Ármann er hér með eindregið hvattur til að láta af þessu verða enda hafa mörg stór- mennin borið þetta fallega nafn, þótt nærtækasta dæmið sé að sjálf- sögðu hið hárprúða ítalska kvenna- gull Fabio Lanzoni. Það sannaðist hins vegar á dögunum að Ármanni og bróður hans Sverri er fleira til lista lagt en að grúska í bókum. Í af- mæli Æsu Guðrúnar Bjarnadóttur, eiginkonu Sverris, fluttu þeir bræð- ur henni til heiðurs lagið „You’ve lost that loving feeling“, auk þess sem Ármann sýndi frumsaminn dans við lagið. Þótt það væri ekki nema fyrir það eitt að Fabio-nafnið myndi fleyta honum langt á dans- ferlinum þá ætti Ármann að dansa niður í Þjóðskrá hið fyrsta og klára málið. Réttlátu bræðrunum er margt til lista lagt  Músíktilraunir Hins hússins og Tónabæjar hafa gengið eins og í sögu alla þessa viku og í kvöld kem- ur í ljós hvaða hljómsveit ber sigur úr býtum. Rokkið mun vera allsráð- andi í ár – í ólíkum birting- armyndum þó – og ljóst er að þessi tónlistarstefna er engan veginn á undanhaldi. Ein af þeim hljóm- sveitum sem spiluðu það sem kalla má indírokk var hljómsveitin Unchastity sem kom fram á fimmtudagskvöldið. Þrátt fyrir að sveitin hafi staðið sig ágætlega á sviðinu kom í ljós að meðlimir höfðu neytt áfengis og því var þeim umsvifalaust vísað úr keppni. Vísað úr keppni Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is HEIMILDAKVIKMYNDIN Ketill, um Ketil Lar- sen, verður frumsýnd á vegum Fjalakattarins í Tjarnarbíói á morgun klukkan 15 og síðan er önnur sýning klukkan 20. „Þessi mynd er svolítið eins og mósaík,“ segir annar leikstjóranna, myndlistarmaðurinn og kvikmyndaleikarinn Tómas Lemarquis. Hinn leikstjórinn er Joseph Marzola, tónlistar- og myndlistarmaður sem búsettur er hér á landi. Tómas býr hinsvegar í Þýskalandi og hann segir að þeir Joseph hafi byrjað á myndinni fyrir tveimur árum, eftir að Joseph kynntist Katli á Mokka. „Ég hafði kynnst Katli á sínum tíma þegar ég var á reiðnámskeiði í Víðidal og fannst góð hug- mynd að gera mynd um hann. Í raun var ég hissa á því að það hefði ekki þegar verið gert,“ segir Tómas. Þeir Joseph byrjuðu að hitta Ketil og fylgja honum eftir á ferðum hans. „Útkoman er ljóð- ræn 30 mínútna mynd sem byggir á litlum brot- um úr lífi Ketils frekar en sögulegri framvindu. Þetta eru lítil brot sem okkur þykir lýsa Katli vel.“ Ketill er kunnur lífskúnstner og er áberandi sem foringi jólasveinanna á aðventunni. „Okkur fannst áhugavert hvernig hann bland- ar saman listinni og lífinu og hvað líf hans er ljóðrænt,“ segir Tómas. „Hann finnur sköp- unargleði í öllum aðstæðum.“ Kvikmyndatökumaður frá Frakklandi tók myndina upp að hluta, en þeir Joseph munduðu einnig tökuvélina. Ólöf Arnalds gerði tónlistina og myndlistarkonan Dodda Maggý vann að klippingu. Nokkuð óhefðbundin Tómas segir myndina hafa verið forsýnda í galleríi í Varsjá í Póllandi fyrir tveimur vikum. „Áhorfendur þar voru mjög jákvæðir, myndin talar greinilega líka til fólks erlendis. Enda þarf Ketill ekki mörg orð til að gera sig skiljanlegan. Hann hefur mjög sterka líkamstjáningu. Myndin er nokkuð óhefðbundin og fellur undir bæði form, kvikmynd og myndlist. Enda komum við báðir úr myndlistinni. Við Joseph erum í hinu og þessu, rétt eins og Ketill.“ Tómas er hér á miðri leið milli myndlistar og leiknu kvikmyndanna. Hann er þessa dagana að undirbúa sýningu sem verður opnuð í galleríinu Airgarten í Berlín í sumar, senn verður frum- sýnd þýsk kvikmynd sem hann leikur aðal- hlutverk í, og ef allt gengur eftir leikur hann í kvikmynd á Spáni síðar á árinu. „Ég er spenntur fyrir því að halda áfram að gera kvikmyndir en að sama skapi er það erf- iðasta sem ég get ímyndað mér að leikstýra leiknum myndum. Ég ber óttablandna virðingu fyrir því starfi. En þetta er heimildamynd og það hæfir mér betur.“ Tómas getur ekki verið við frumsýninguna á sunnudag, þar sem hann heldur í dag í ferð með fjölskyldunni til Túnis. „Joseph og Ketill verða á staðnum. Hugurinn minn verður hjá þeim,“ segir Tómas. Listin og lífið í bland Heimildakvikmynd um Ketil Larsen frumsýnd á morgun í Tjarnarbíói Morgunblaðið/Valdís Thor Kúnstnerinn Ketill er kunnur lífskúnstner og er áberandi sem foringi jólasveinanna á aðventunni. Leikstjórinn Tómas Lemarquis sem Nói Albinói.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.