Morgunblaðið - 15.03.2008, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 49
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
Ég hlakka mjög mikið tilað hitta hana, en það ernáttúrulega ákveðinnhúmor í því að Pussy
Galore sé að koma í prufur,“ segir
leikstjórinn Gísli Örn Garðarsson
en breska leikkonan Honor Black-
man er væntanleg í prufur fyrir
söngleikinn Ást sem fara fram í
Lundúnum í dag. Blackman er hvað
þekktust fyrir hlutverk sitt í James
Bond myndinni Goldfinger frá
árinu 1964, en þar lék hún á móti
sjálfum Sean Connery.
Gísli Örn fór til Lundúna í gær en
áheyrnarprufur fóru fram í gær og
svo aftur í dag. Stefnt er að því að
frumsýna Ást í Lyric Hammersmith
leikhúsinu í Lundúnum 2. júní í
sumar.
Aðspurður segist Gísli Örn vissu-
lega telja að Blackman myndi vekja
athygli á sýningunni, ef svo færi að
hún fengi hlutverk í verkinu. „En
maður gerir sér þó enga grein fyrir
því hversu þekkt hún er í dag. Það
hafa auðvitað allir heyrt nafnið
Pussy Galore, en hvað hún hefur
gert síðan veit maður ekki. En um-
fram allt reynir maður auðvitað að
fá fólk sem er gott. Það má nefna
Hamskiptin sem dæmi sem við sett-
um upp í þessu sama húsi. Það sló
miðasölumet í sögu hússins, sem er
100 ára, og það þurfti engar stjörn-
ur til þess,“ segir Gísli Örn og bætir
því við að hann muni því aldrei gefa
Blackman hlutverkið, bara af því að
hún sé þekkt. „Ég mæti henni bara
með alveg opnum hug.“
Átta hlutverk
Vesturport setti Ást upp í Borg-
arleikhúsinu á síðasta leikári, og
standa sýningar raunar enn yfir, en
verkið er eftir þá Gísla Örn og Vík-
ing Kristjánsson. Aðilar frá Lyric
Hammersmith leikhúsinu sáu verk-
ið og sögðust strax vilja fá það til
Lundúna. Þar mun Gísli Örn einnig
leikstýra verkinu en leikarar verða
allir breskir. Um átta hlutverk er
að ræða en Gísli Örn veit ekki
hversu margir hafa sóst eftir hlut-
verkum. „Þetta gengur þannig fyr-
ir sig þarna úti að það er sérstakur
„casting director“ settur í verk-
efnið. Ég segi honum hvernig kar-
akterarnir eru, og lýsi þeim svolítið
ítarlega, og hann reynir að finna
fólk sem passar við þær lýsingar.
Svo reynir hann líka stundum að fá
fólk sem er pínu þekkt,“ segir leik-
stjórinn, en æfingar á verkinu hefj-
ast í byrjun maí.
Slá enn frekar í gegn í Kóreu
Vesturportsfólk er annars sér-
lega duglegt að dreifa ástinni um
þessar mundir því verkið hefur ver-
ið sýnt í Suður-Kóreu við gríð-
arlegar vinsældir. „Þeir voru ein-
mitt að biðja okkur fimm ára
samning. Í upphafi átti þetta bara
að vera í einn mánuð, en svo gekk
þetta svo vel að þeir ætla að setja
þetta upp á eins konar West End
Suður-Kóreu, og þeir halda að líf-
tíminn á þessu geti orðið fimm ár,“
segir Gísli Örn, en þegar hefur ver-
ið gengið frá munnlegu sam-
komulagi um sýningarréttinn. Allir
aðstandendur sýningarinnar í Kór-
eu munu vera heimamenn.
„Ég sendi þeim upptöku af sýn-
ingunni okkar og ég er búinn að sjá
upptökur af þessu hjá þeim. Þetta
er alveg eins, leikmyndin, búning-
arnir og allt niður í minnstu smáat-
riði,“ segir Gísli Örn og hlær.
Og þá er ekki öll sagan sögð því
Vesturport mun setja Hamskiptin
upp í Suður-Kóreu í maí en hóp-
urinn sýnir verkið um þessar mund-
ir í Bretlandi, auk þess sem þau
munu einnig setja Woyzeck upp í
hinu fjarlæga landi um svipað leyti.
Kvíðir sjóveikinni
En að allt öðru. Tökur á kvik-
myndinni Brim sem byggð er á
samnefndu leikverki Jóns Atla Jón-
assonar hefjast á mánudaginn.
Vesturport setti verkið upphaflega
upp árið 2004 en að sögn Gísla Arn-
ar verður kvikmyndin þó talsvert
ólík leikverkinu. „Við erum búnir
að brytja handritið niður í smá búta
og púsla því aftur saman,“ segir
hann. Þó verður leikhópurinn í
grunninn sá sami, fyrir utan að
Ólafur Darri Ólafsson mun bætast í
hópinn.
Leikstjóri myndarinnar verður
Árni Ólafur Ásgeirsson, sá hinn
sami og gerði kvikmyndina Blóð-
bönd árið 2006.
Í stuttu máli má segja að Brim sé
raunsönn saga af sjómannslífi.
„Þannig að við tökum þetta að
mestu í Reykjavíkurhöfn, báturinn
verður mest þar en svo förum við
líka út á sjó og tökum þar. Við erum
búin að læra að slægja, enda höfum
við hangið lon og don í frystihúsum.
Þegar maður er í öldugangi úti á
sjó að flaka fisk verður maður að
kunna réttu handtökin svo maður
missi ekki hnífinn eða eitthvað
þannig,“ segir Gísli Örn, en við-
urkennir um leið að hann hafi
nokkrar áhyggjur af því að verða
sjóveikur við tökur. „Ég er alveg
skíthræddur við það, ég verð nefni-
lega sjóveikur og kvíði þessu alveg
svakalega.
Við frumsýndum Brim einmitt í
Vestmannaeyjum á sínum tíma og
þá fórum við með Herjólfi í ein-
hverri voða rómantík. Þá urðum
við Björn Hlynur [Haraldsson, leik-
ari] mjög sjóveikir,“ segir Gísli Örn
og hugsar með hryllingi rétt rúm
fjögur ár aftur í tímann.
Áætlað er að tökur á Brimi muni
standa yfir í um mánuð og ef allt
gengur að óskum segir Gísli Örn
ekki ólíklegt að frumsýnt verði um
jólin. Það er Vesturport sem fram-
leiðir í samvinnu við Zik Zak kvik-
myndir.
Pussy Galore í Ást?
Pussy Galore Honor Blackman ásamt Sean Connery í hlutverki sínu í Bond-myndinni Goldfinger sem er frá árinu
1964. Honor kemur nú til greina fyrir hlutverk í breskri uppfærslu á söngleiknum Ást.
Morgunblaðið/Kristinn
Í ólgusjó „Við erum búin að læra að slægja, enda höfum við hangið lon og
don í frystihúsum,“ segir Gísli Örn sem leikur eitt aðalhlutverkanna í Brimi.
Breska leikkonan Honor Blackman í prufur fyrir söngleik
Vesturports Tökur á Brimi hefjast á mánudaginn
Úr söngleiknum Ást Ómar Ragnarsson og Hanna María Karlsdóttir í hlut-
verkum sínum. Verkið er nú sýnt í Suður-Kóreu við miklar vinsældir.
■ Í kvöld kl. 17.00
Kristallinn – kammertónleikaröð í Þjóðmenningarhúsinu
Eilífðartónar stríðsfangans
Kvartett fyrir endalok tímans eitt áhrifaríkasta snilldarverk tuttug-
ustu aldarinnar. Olivier Messiaen samdi þennan óð til eilífðarinnar
í stríðsfangabúðum nasista og verðskuldaðar vinsældir þess hafa
haldist alla tíð síðan.
■ Lau. 29. mars kl. 14.00
Maxímús Músíkús – Tónsprótatónleikar
Músin Maxímús Músíkus villist inn á æfingu og tónleika hljóm-
sveitarinnar. Tónleikar í tilefni af útkomu samnefndrar barnabókar
Hallfríðar Ólafsdóttur flautuleikara með myndum eftir Þórarin Má
aldursson víóluleikara.
■ Fim. 3. apríl kl. 19.30
Einstakur gestur
Robert Levin er einhver merkasti tónlistarhugsuður okkar tíma.
Hann leikur píanókonsert nr. 3 eftir Beethoven og spinnur sínar
eigin kadensur.Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is
Allra síðasta
sýning!
föstudaginn
14. mars.
SÍÐ
US
TU
SÝ
NIN
GA
R