Morgunblaðið - 15.03.2008, Side 52
52 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
„ÉG viðurkenni fúslega að ég er bú-
inn að vera á eftir Premier í nokkur
ár,“ segir Róbert Aron Magnússon,
Robbi Kronik, en hann flytur Prem-
ier inn. „Þetta er ekki ódýr pakki en
maður lætur sig hafa það, fórnar sér
fyrir málstaðinn. Hann er einn af
mínum stærstu átrúnaðargoðum,
hann hafði mikil áhrif á mig þegar ég
var að byrja í þessu stússi mínu og
hann er sannkallaður risi í hipphopp-
heiminum.“
Robbi segir að taktsmíði DJ Prem-
ier á sínum tíma hafi sprengt heim
hipphoppsins upp og að um skeið hafi
allt sem hann kom nálægt orðið að
gulli.
„Premier á mikið í NAS, Notorius
B.I.G. og fleiri köppum þarna frá
New York-svæðinu. Færni hans er
slík að hann getur látið meðalrappara
hljóma eins og einhvern tímamóta-
snilling. Hann er hiklaust einn áhrifa-
mesti upptökustjóri sögunnar.“
Morgunblaðið/Ásdís
Aðdáandi Róbert Aron Magnússon.
Hipphopprisi
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
ÞAÐ er ekki ofsögum sagt að DJ
Premier sé þungavigtarmaður í
hipphoppheimum og er sú lýsing
eiginlega fullléttvæg. Áhrif hans á
þróun samtímahipphopps eru
ómæld og sporin sem hann hefur
markað eru hyldjúp. Premier er
taktsmiður, plötusnúður og upp-
tökustjóri og sem annar helmingur
eins áhrifaríkasta dúetts hipphopps-
ins, Gang Starr, skóp hann hipp-
hoppinu nýja vídd í upphafi tíunda
áratugarins. Hann dýpkaði hljóð-
heiminn og gerði hann nett víraðan
með tilstuðlan djassplatna og naum-
hyggjulegra takta (sjá Step in the
Arena (’91) og Daily Operation (’92))
og er Gang Starr álitin ein mikilvæg-
asta hipphoppsveit Austurstrand-
arinnar (þess má geta að Guru,
rappari Gang Starr, kom hingað til
lands árið 2002).
Dulur og hlédrægur
Premier var einn fyrsti upp-
tökustjórinn sem reis ofar stjörn-
unni eða flytjandanum sem hann
vann með. Nafn hans tryggði gæði
umfram allt, og það sem meira var –
nánast öruggan smell þegar best lét.
Líkt og plötur frá kanónum á borð
við Dr. Dre, Timbaland og RZA búa
þær plötur sem hann kemur nálægt
yfir einstökum, einkennandi hljóm.
Ólíkt þeirri þrenningu er Premier þó
fremur dulur og hlédrægur og kýs
fremur að láta verkin tala. Og í þeim
efnum er hægt að tala um algera
munnræpu. Hinn mikilvirki Premier
er með eindæmum afkastamikill og
það eru meiri líkur en minni á að þú
hafi hummað með Premier-legnu
lagi án þess að vita af því að hann
hafi komið þar nálægt.
Endalaus listi
Af „poppaðri“ listamönnum sem
hann hefur starfað með má nefna
Neneh Cherry, Brandy, Limp Biz-
kit, D’Angelo, Craig David, Macy
Gray og Christinu Aguilera, en hann
lagði til vinnu við síðustu plötu henn-
ar, Back to Basics (2006). Listi yfir
hipphoppara er svo gott sem enda-
laus en af stóru nöfnunum eru helst
Eminem, Kanye West, Jay-Z, Nas,
Notorious B.I.G., Rakim, Snoop
Dogg, Mobb Deep, Common, KRS-
One og Mos Def.
DJ Premier Einn áhrifamesti upptökustjóri hipphoppsins fyrr og síðar kemur fram á Gauknum í kvöld.
DJ Premier,
einn fremsti og
áhrifamesti upp-
tökustjóri hipp-
hoppsögunnar,
spilar á Gauknum í
kvöld
Miðasala á midi.is. Einnig koma
fram Blaq Poet, DJ Fingaprint, DJ
B-Ruff, DJ Magic og Bæjarins
bestu.
Sá besti …