Morgunblaðið - 15.03.2008, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 53
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„HANN er víst rosalega vel upplagður þessa dag-
ana, og tekur lögin sem fólk vill heyra á tón-
leikum. Þannig að fólk hefur verið að fá það sem
það vill, enda hefur hann fengið góðar viðtökur
bæði hjá áhorfendum og gagnrýnendum,“ segir
Ísleifur Þórhallsson sem stendur fyrir tónleikum
bandaríska tónlistarmannsins Bob Dylan og
hljómsveitar hans í Egilshöll hinn 26. maí í sumar.
„Þetta eru fyrstu tónleikarnir í þessum hluta
tónleikaferðalagsins, þarna munu þeir fara aftur
af stað eftir stutt hlé. Þannig að þeir ætla að æfa í
Egilshöllinni daginn áður, og verða því vænt-
anlega komnir til landsins strax á laugardeginum.
Það má því búast við að Dylan verði hérna í
nokkra daga,“ segir Ísleifur.
Þetta er í annað skipti sem Dylan heldur tón-
leika hér á landi, en hann spilaði á Listahátíð í
Laugardalshöllinni í júní árið 1990. Dylan, sem er
orðinn 66 ára, þarf vart að kynna, en hann er einn
áhrifamesti tónlistarmaður síðustu áratuga.
Dýrt spaug
Ísleifur segir að aldrei fyrr hafi það tekið hann
jafnlangan tíma að fá tónlistarmann hingað til
lands. „Ég hef verið að vinna að þessu í tvö ár,
þannig að þetta hefur tekið ansi langan tíma, og
verið langt tilhlaup. Ég hef aldrei verið í tvö ár að
ræða við einhvern umboðsmann áður,“ segir
hann.
„Einu sinni eða tvisvar hefur
þetta næstum því verið í höfn,
en svo hefur eitthvað komið
upp á, án þess að ég hafi fengið
skýringu á því. En þetta er
ekki spurning um einhverjar
samningaviðræður, heldur
frekar hvort Dylan sjálfur sé
tilbúinn eða ekki.“
Aðspurður segir Ísleifur að
fjölmargir aðrir hafi reynt að fá
Dylan hingað til lands á und-
anförnum árum. „Þetta er tónlistarmaður af
þeirri stærðargráðu að flestum á Íslandi hefur
dottið í hug að fá hann. Það er alltaf barátta á bak
við tjöldin,“ segir Ísleifur. Þegar hann er spurður
hvort mögulegt sé að græða á stórtónleikum sem
þessum, segir hann svo vissulega vera. „En tón-
leikahaldarar eru líka reknir áfram af einhverju
öðru en bara gróðavon, og menn hafa nú tapað
peningum í þessum bransa jafnoft og þeir hafa
grætt eitthvað. En ástríða tónleikahaldarans
snýst um að ná svona manni af því að hann er svo
ógeðslega virtur og góður, það er það sem drífur
mann áfram. En auðvitað vill maður hafa eitthvað
upp úr þessu, það er ekkert launungarmál.“
Á bilinu 20 til 30 manns koma með Dylan hing-
að til lands, og því ljóst að um kostnaðarsamt
verkefni er að ræða. „Já, þetta er mjög dýrt –
þetta er meira að segja rosalega dýrt,“ segir tón-
leikahaldarinn, sem stendur að komu kappans
ásamt Jóni Þór Eyþórssyni.
Miðasala verður kynnt þegar nær dregur tón-
leikum.
Goðsögn í Egilshöll
Bob Dylan heldur tón-
leika hér á landi mánu-
dagskvöldið 26. maí
Bob Dylan Spilar fyrir Íslendinga í annað sinn.
Ísleifur
Þórhallsson
MÚSÍKTILRAUNUM, hljóm-
sveitakeppni Tónabæjar og Hins
hússins, lýkur í kvöld í Listasafni
Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Þar
keppa tíu hljómsveitir um ýmis
verðlaun, en þau helstu eru hljóð-
verstímar.
Undankeppni músíktilrauna hef-
ur staðið frá mánudegi til föstudags
og alls kepptu 49 hljómsveitir um
sæti í úrslitunum. Þær hljómsveitir
sem áfram komust heita Hinir, Ósk-
ar Axel og Karen Páls, Endless
Dark, Furry Strangers, The Nel-
lies, Ástarkári, Blæti, Happy Fune-
ral, Agent Fresco og Johnny
Computer.
Keppnin hefst kl. 17.00 í Lista-
safninu, en auk keppnishljómsveit-
anna leikur sigurhljómsveit síðasta
árs, Shogun, nokkur lög. Sú ný-
breytni er að þessu sinni að dóm-
nefnd velur hljómsveitir í 1., 2. og 3.
sæti, en einnig fer fram símakosn-
ing meðal gesta og áheyrenda Rás-
ar 2 um land allt þar sem valin
verður Hljómsveit fólksins.
Tíu hljóm-
sveitir
keppa til
úrslita