Morgunblaðið - 19.03.2008, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.03.2008, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR flugfelag.is Ferðalag er góð fermingargjöf Pantaðu gjafabréf í síma 570 3030 REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÞAÐ á ekki að setja Skólavörðustíg í stokk eins og hugsanlega mætti ráða af hinum djúpa skurði sem hefur verið grafinn í efri hluta stígsins. Ástæðan fyr- ir því að svo djúpt er grafið er sú að endurnýja á allar lagnir undir stígnum. Yfirborðið verður líka endurnýjað með nýjum gangstéttum og trjágróðri auk þess sem hiti verður lagður bæði í stéttir og akbraut. Að sögn Ámunda Brynjólfssonar hjá framkvæmdasviði borgarinnar hefur verkið gengið vel. Morgunblaðið/RAX Grafa djúpt ofan í Skólavörðustíg Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is BORGARSTJÓRN samþykkti í gær tillögu full- trúa Sjálfstæðisflokks og F-lista, þess efnis að Reykjavíkurborg geri áætlun um hvernig höfuð- borgin komist í fremstu röð sveitarfélaga varðandi kynningu á starfs- og iðnnámi fyrir börnum og unglingum. Í máli Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, sem mælti fyrir tillögunni, kom m.a. fram að þetta yrði gert með skipulagðri starfs- og námsfræðslu í öll- um skólum, með færanlegum vinnustofum fyrir námskeið í iðnnámi í samstarfi við atvinnulíf og iðnskóla borgarinnar. Einnig nefndi hún þá hug- mynd, sem hluta af hugsanlegri áætlun, að haldin verði valkvæð samræmd próf í starfs- og iðnnáms- greinum, til að auka vegsemd þeirra. Tillagan fékk góðar viðtökur fulltrúa í öllum flokkum og var samþykkt samhljóða, en þó lýstu bæði Þorleifur Gunnlaugsson, VG, og Óskar Bergsson, Fram- sóknarflokki, sem eru iðnmeistarar, efasemdum um það fyrirkomulag að sinna fræðslunni með færanlegum kennslustofum. Efaðist Óskar um að það væri til þess fallið að bæta ímynd námsins í augum skólabarna. Málinu var vísað til umfjöll- unar í leikskólaráði og menntaráði. Boða átak um iðnnám  Tillaga samþykkt um áætlun í kynningu á starfs- og iðnnámi fyrir börnum og unglingum  Skoðað verði að búa til samræmd próf í starfs- og iðnnámsgreinum Í HNOTSKURN »Meðal hugmynda er að menntaráð veitiverðlaun fyrir framúrskarandi hæfileika í iðngrein, spyrnt verði gegn kynbundinni mót- un ungra barna að ákveðnum starfsgreinum og rannsóknir verði gerðar til að hámarka fjölbreytni í námsvali en lágmarka brottfall. SMS-kerfi Símans bilaði og var óvirkt í um klukkustund í gær- kvöldi. Ástæðan var sú að aðili sem er með svokallaðan heildsölu- aðgang sendi mikinn fjölda af sms- skilaboðum til útlanda en símkerfið sem átti að taka við öllum þessum skilaboðum lokaði fyrir þau og sendi þau öll til baka, að sögn Lindu Bjarkar Waage, upplýsingafulltrúa Símans. Þegar skilaboðin streymdu öll til baka varð yfirhleðsla á SMS- kerfi Símans og því fór sem fór. Að sögn Lindu varaði bilunin í rúmlega klukkustund og var kerfið komið í lag um klukkan 20 í gærkvöldi. „Við ræðum við þennan aðila og stillum okkar kerfi þannig að við getum gripið inn í fyrr þegar við fáum svona til baka,“ segir hún. Neyðarlínan notar SMS-skeyti til að koma boðum til viðbragðsaðila. Samkvæmt upplýsingum þaðan hafði bilunin hjá Símanum engin áhrif á starfsemina enda eru vara- leiðir fyrir hendi. Essemmessin komu til baka og ollu bilun REIKNINGUR sem verktaki sendi sumarbústaðareigendum í Gríms- nesi fyrir akstur með grús í grunn og plan bústaðarins sumarið 2006 var 236.000 krónum of hár, sam- kvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands í gær. Reikningurinn hljóðaði upp á 504.000 og sagði verktakinn að hluti skýringarinnar á háu verði væri sá að hann hefði keyrt grúsina í næturvinnu og þurft að fara frá öðru verki til að sinna þessu. Dómkvaddur matsmaður taldi að sanngjarnt endurgjald fyrir þjón- ustu verktakans væri 267.000 krón- ur og undir það tók dómurinn. Verktakinn tapaði því málinu og þarf að auki að punga út 744.000 krónum sem var málskostnaður sumarbústaðareigandans. Grúsardeilan reyndist dýr RÚMLEGA tvítugur maður var í gær dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir ýmis afbrot sem flest, ef ekki öll, voru framin undir áhrif- um fíkniefna. Hann á marga svip- aða dóma að baki. Að kvöldi mánudagsins 23. apríl stal hann bíl í Njarðvík. Næsta morgun spurðist til hans þegar hann stal gluggum og hurð úr gámi við einingaverkmiðju í bænum og því næst við Krýsuvíkurkirkju þar sem hann stal sálmabók og Biblíu. Þegar lögregla sá til hans á Krýsu- víkurvegi reyndi hann að stinga af en hann var þá undir áhrifum am- fetamíns, metamfetamíns, kannabis og kókaíns. Ók hann m.a. á öfugum vegarhelmingi og öfugum megin við umferðareyju. Síðar um sum- arið var hann tvívegis stöðvaður við akstur, í annað skiptið undir áhrifum amfetamíns, að því er segir í dómi Héraðsdóms Suðurlands. Stal úr kirkju og stakk af ALLT útlit er fyrir góða færð á veg- um um land allt í dag og ekki vitað um ófæra vegi, að sögn Kolbrúnar Benediktsdóttur, þjónustufulltrúa hjá Vegagerðinni. Hún segir Vega- gerðina munu verða með þjónustu alla páskana, þ.m.t. á föstudaginn langa og á páskadag. Kolbrún vill ekki spá um færð næstu helgi, en segir mikið þurfa að breytast eigi færðin að verða slæm í dag. Hún segir Vegagerðina hafa mest- ar áhyggjur af morgundeginum, skírdegi, þegar spáð sé allhvassri norðanátt. Því beri að fylgjast með færð á vegum á morgun. Almennt búist góðu flugveðri Innt eftir veðurskilyrðum til flugs um helgina segir Sibyllé von Löwis, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, reiknað með að flugsamgöngur verði greiðar um páskana nema hvað flug til Akureyrar kunni að raskast síð- degis á skírdag vegna snjókomu. Á skírdag sé spáð hvassri norðan- átt sem gangi niður undir kvöldið. Snjókoma og skafrenningur norðan- lands sem dragi úr um kvöldið. Færð gæti spillst norðan til á landinu. Á föstudaginn langa sé reiknað með fremur hægri vestlægri átt, en élja- gangi norðaustan- og austanlands með strekkingsvindi framan af degi. Á laugardag sé spáð fremur hægri suðlægri eða breytilegri átt. Rigning eða slydda um vestanvert landið en annars úrkomulítið. Á páskadag sé spáð hægri norðlægri eða breytilegri átt, dálitlum éljum norðan til en ann- ars skýjað með köflum. Annan í páskum sé spáð úrkomulitlu veðri og hægri austanátt. Spá góðri færð og mikilli umferð Gæti versnað með morgundeginum LÖGREGLAN á Selfossi stöðvaði ökumann fyrir of hraðan akstur rétt fyrir hádegi í gær, en hann ók á 137 km hraða á Eyrarbakkavegi, sunnan við Selfoss. Að sögn lögreglunnar er 90 km hámarkshraði þarna og á ökumað- urinn von á 90.000 króna sekt fyrir hraðaksturinn. Stöðvaður á 137 km hraða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.