Morgunblaðið - 19.03.2008, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
HITAVEITA Suðurnesja hefur
farið fram á það við skipulags-
yfirvöld í Hafnarfirði að hverf-
isvernd verði aflétt af Hvera-
hvammi í Hveradölum og við
Austurengjahveri austan Krýsu-
víkur og svæðunum breytt í iðn-
aðarsvæði. Stjórn Reykjanes-
fólkvangs hefur lagst gegn
afléttingu friðlýsingarinnar, mik-
ilvægt sé að jarðhitamyndunum
svæðanna verði ekki raskað.
Hitaveitan hyggst hefja til-
raunaboranir á þessum svæðum
og til þess að af því geti orðið
verður að fara fram breyting á að-
alskipulagi Hafnarfjarðar í Krýsu-
vík og liggur nú beiðni þess eðlis
fyrir skipulags- og byggingarráði
bæjarins.
Fara verði gætilega
Umhverfisráðuneytið staðfesti
aðalskipulag fyrir Krýsuvíkur-
svæðið árið 2007 með hverf-
isvernd fyrir bæði svæðin og í um-
sögn stjórnar Reykjanesfólk-
vangs, sem skipulagsráð
Hafnarfjarðar óskaði eftir, er
lagst gegn afléttingu friðunar-
innar. Í umsögninni segir m.a. að
Hverahvammur sé litríkt hvera-
svæði og kjörið fyrir uppbyggingu
ferðaþjónustu, fyrirhugað sé m.a.
að leggja göngustíg um svæðið í
Seltún sem gæti orðið vinsæl
gönguleið. Nýting svæðisins til
orkuvinnslu gæti orðið vandasöm
og skyggt á uppbyggingu á sviði
fræðslu og ferðaþjónustu. Svæðið
við Austurengjahveri austan
Krýsuvíkur sé ósnortið svæði og
hefðu framkvæmdir í för með sér
mikið rask.
„Við leggjumst engan veginn
gegn framkvæmdinni og í sam-
komulaginu um fólkvanginn er
gert ráð fyrir nýtingu jarðvarma
svo það hefur alltaf verið vitað að
til þessa kæmi,“ segir Ásta Þor-
leifsdóttir, varaformaður stjórnar
Orkuveitu Reykjavíkur og for-
maður stjórnar Reykjanesfólk-
vangs. „Við teljum hiklaust að
hægt sé að vernda náttúruna sam-
hliða því að nýta orkulindirnar,
það fer bara ekki vel saman á
sama svæðinu,“ segir Ásta.
Mikilvægt sé að fara að öllu
með gát og að besta fáanleg tækni
verði notuð við borunina. Í um-
sögn Reykjanesfólkvangs var lögð
til svokölluð skáborun, sem beitt
er til að kanna neðri jarðlög án
þess að raska yfirborði verð-
mætra náttúruverndarsvæða. Með
þeirri bortækni væri hægt að bora
yfir 1.000 metra til hliðar frá bor-
stæðinu og því sér stjórnin ekki
ástæðu til að fella niður hverfis-
verndarákvæði umræddra svæða.
Gísli Valdimarsson, formaður
skipulags- og byggingarráðs
Hafnarfjarðar, segir að umsögn
Reykjanesfólkvangs hafi ekki enn
verið tekin fyrir í ráðinu en það
verði væntanlega gert á næstunni.
Skáborun verði beitt
Gísli segir að í síðustu viku hafi
verið farin vettvangsferð um
Krýsuvík með bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar, skipulags- og bygging-
arráði, umhverfisnefnd og fleiri
aðilum, þar sem litið var á að-
stæður ásamt fulltrúum Hitaveitu
Suðurnesja. „Í vettvangsferðinni
kom skýrt fram hjá verkfræðingi
Hitaveitu Suðurnesja að þeir
muni nota skáborun og við fögn-
um því,“ segir Gísli. Hann segir
óhjákvæmilegt að aðalskipulaginu
verði breytt fái Hitaveita Suð-
urnesja leyfi til tilraunaboran-
anna. Ef til kæmi yrði einnig að
aflétta friðuninni, það yrði þó að-
eins á þröngu svæði.
Jarðvarmaboranir í Krýsuvík
Reykjanesfólkvangur gegn afnámi
friðlýsingar, skáboranir fýsilegastar
Eftir Óla Má Aronsson
Hella | Yfirstjórn Landgræðslunnar hefur
ákveðið í samræmi við áherslur umhverf-
isráðherra að leita allra leiða til orkusparn-
aðar og hagræðingar í rekstri stofnunar-
innar.
Ein leið í þeirri viðleitni er að þeir starfs-
menn sem mest aka á vegum Landgræðsl-
unnar fari á sérstakt spar- og vistakst-
ursnámskeið hjá Grétari H. Guðmundssyni
ökukennara sem er með sérstakt tæki sem
kemur að góðum notum við kennsluna.
Ökukennarafélag Íslands hefur haft for-
göngu um að koma á þessum námskeiðum.
Gert er ráð fyrir að allt starfsfólk Land-
græðslunnar sæki bóklegt námskeið í vist-
akstri og þeir sem mest aka fari einnig í
akstursæfingar.
Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri sýndi
gott fordæmi og fór í akstursæfingar hjá
Grétari. Aðspurður sagði Sveinn að nám-
skeiðið væri tvímælalaust einföld og góð leið
til að tileinka sér hagkvæmt aksturslag. Ef
ökumenn tileinka sér ráðlagt ökulag má ná
fram miklum sparnaði í eldsneytisnotkun.
„Þessar miklu verðhækkanir á eldsneyti
að undanförnu koma harkalega niður á
rekstri stofnunarinnar,“ sagði Sveinn, en eðli
málsins samkvæmt þarf starfsfólk Land-
græðslunnar að aka mikið í samskiptum við
almenning um allt land.
Grétar taldi að landgræðslustjóri hefði
staðið sig með miklum ágætum í akstrinum.
Landgræðslan sparar
Morgunblaðið/Óli Már
Vistakstur Sveinn Runólfsson fékk afhent
viðurkenningarskjal um árangur í ökuferðinni
frá Grétari H. Guðmundssyni ökukennara.
ÁRIÐ 2007 fæddust 4.560 börn hérlendis,
2.359 drengir og 2.201 stúlka. Það eru
fleiri börn en árið áður, en þá fæddust hér
4.415 börn. Frjósemi ís-
lenskra kvenna var
heldur meiri árið 2007
en nokkur síðustu ár en
hún er reiknuð sem
fjöldi lifandi fæddra
barna á ævi hverrar
konu (uppsafnað frjó-
semishlutfall), sam-
kvæmt upplýsingum á
vef Hagstofunnar.
Árið 2007 mældist frjósemi hérlendis
2,1 barn á ævi hverrar konu, samanborið
við 2,07 börn árið 2006 og 2,05 börn árið
2005. Undanfarna tvo áratugi hefur frjó-
semi hérlendis verið í kringum 2 börn á
ævi hverrar konu að meðaltali. Ef horft er
til þróunarinnar á tuttugustu öldinni var
frjósemi hérlendis afar mikil í evrópsku
samhengi á sjötta áratug aldarinnar. Há-
marki náði frjósemin í lok sjötta áratug-
arins og upphafi þess sjöunda en þá gátu
íslenskar konur vænst þess að eiga 4,1
barn um ævina.
Frjósemi á Íslandi er nú meiri en annars
staðar í Evrópu, að Tyrklandi und-
anskildu.
Fleiri drengir
en stúlkur
UNDIRBÚNINGUR er
nú hafinn að næstu
Vetrarhátíð sem haldin
verður dagana í febr-
úar á næsta ári.
Í ljósi þess hvað vind-
ar blésu hressilega um
landann á síðustu Vetr-
arhátíð hefur verið
ákveðið að hætta að
líta á vindinn sem
vandamál, heldur á að
líta á hann sem samstarfsaðila.
Þemað fyrir næstu Vetrarhátíð mun því
tengjast vindum á einhvern hátt – roki,
byr, blæstri, stormi, gjólu og kalda. Í
framhaldi af því er verið að setja í gang
nokkur verkefni tengd vindinum: Vind-
orgel, vindhanaslag og vindknúinn kólf
fyrir sérstaka vetrarhátíðarklukku.
Þeim sem luma á góðum hugmyndum
fyrir næstu Vetrarhátíð er bent á að senda
póst til Höfuðborgarstofu á netfangið
vetrarhatid@vetrarhatid.is
Virkja vindinn
á vetrarhátíð
Vetrarhátíð Harm-
onikkuleikarinn
Elnara Shafigullina.
Á SAMA tíma og frjósemi hefur minnkað
hefur meðalaldur mæðra hækkað og kon-
ur eignast sitt fyrsta barn síðar en áður
var. Frá byrjun sjöunda
áratugarins og fram yf-
ir 1980 var meðalaldur
frumbyrja 22 ár en eftir
miðjan níunda áratug-
inn og til dagsins í dag
hefur meðalaldur frum-
byrja hækkað og var
26,6 ár árið 2007.
Barneignaraldur hér-
lendis lækkaði jafnt og
þétt frá aldamótunum 1900 fram undir
1960 en eftir það hefur mæðrum í yngstu
aldurshópunum fækkað. Ef einstakir ald-
urshópar mæðra eru skoðaðir sést að al-
gengasti barneignaraldurinn nú er á milli
25 og 29 ára. Á því aldursbili fæddust 128
börn á hverjar 1.000 konur árið 2007.
Næstalgengast er að konur eignist börn á
bilinu 30-34 ára. Aldursbundin fæðing-
artíðni undir tvítugu er nú afar lág og hið
sama má segja um fæðingartíðni meðal
kvenna yfir fertugu.
Hærri meðal-
aldur mæðra
RÉTT rúmur þriðjungur þeirra barna sem
fæddust árið 2007 (36,2%) var fæddur inn-
an hjónabands, sem er lágt hlutfall ef mið-
að er við önnur Evrópulönd. Hlutfall
þeirra barna sem áttu foreldra í óvígðri
sambúð var 49,3%. Hlutfall þeirra barna
sem áttu foreldra sem ekki voru skráð í
sambúð var 14,4% árið 2007, sem er svipað
hlutfall og árið áður.
Rúmur þriðjungur
innan hjónabands
„ÉG deili þeirri
skoðun með
Ástu að það er
ákjósanlegt að
skoða hvort við
getum farið
meira ofan í
jörðina með raf-
línur,“ sagði
Kjartan Magn-
ússon, formaður
stjórnar Orku-
veitu Reykjavíkur, um þau um-
mæli Ástu Þorleifsdóttur, varafor-
manns OR, að tími háspennulína sé
liðinn og leggja eigi raflínur í
jörðu.
Kjartan sagði að það yrði að
skoða hvert tilfelli fyrir sig með til-
liti til kostnaðar, vegalengdar og
umhverfisáhrifa. „Ég er alveg
sammála henni um það að í svona
lögnum eigum við að líta meira til
umhverfisáhrifa en gert hefur ver-
ið.“
Kjartan sagðist telja að Orku-
veitan hafi verið að auka vægi um-
hverfissjónarmiða í línulögnum.
Nesjavallalínan lægi t.d. að hluta
sem loftlína og að hluta sem jarð-
strengur um þéttbýl svæði. Við
tengingu virkjana á Hengilssvæð-
inu við landskerfið hefði verið
reynt að leggja jarðstrengi á við-
kvæmum svæðum til að draga úr
umhverfisáhrifum línulagnarinnar.
Línur
fari meira
í jörðu
Kjartan
Magnússon
OPNUNARHÁTÍÐ Blúshátíðar í Reykjavík var
formlega haldin á Hilton Reykjavík Nordica í gær,
en hátíðin er nú haldin í fimmta sinn. Heiðursfélagi
Blúshátíðarinnar var formlega kynntur við setn-
inguna í gær, en það var trommuleikarinn Ásgeir
Óskarsson sem varð fyrir valinu að þessu sinni. „Ég
átti alls ekki von á þessu, það eru venjulega gítar-
eða munnhörpuleikarar sem fá þetta,“ segir Ásgeir
sem fékk forláta trommusett að launum. „Þetta er
mjög gott trommusett, og maður á aldrei nóg af
þeim,“ segir Ásgeir sem tók að sjálfsögðu í settið á
opnunarhátíðinni. Þótt Ásgeir sé hvað þekktastur
sem trommari Stuðmanna og Þursaflokksins hefur
hann alltaf fengist við blús meðfram poppinu.
Ásgeir gerður heiðursfélagi
Blúshátíð í Reykjavík hófst í gær
Morgunblaðið/Ómar