Morgunblaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Útimálning
Viðarvörn
Lakkmálning
Þakmálning
Gólfmálning
Gluggamálning
Innimálning Gljástig 3, 7, 20
Verð frá kr. 298 pr.ltr.
Gæða málning á frábæru verði
Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli.
Afsláttur af málningarvörum
20%
Sætúni 4 Sími 517 1500
Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður.
Skútuvogi 13, S. 517 1500 www.teknos.com
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
SUNDAGÖNG eru valkostur varðandi fyrsta
áfanga Sundabrautar og tengingu hennar við
gatnakerfi Reykjavíkurborgar vestan Klepps-
víkur. Hugmyndin er að göngin liggi frá Laug-
arnesi í vestri, undir Kleppsvíkina og opnist að
austan í Gufunesi. Nú er tillaga að matsáætlun
Sundaganga og svonefndrar eyjalausnar, sem
er annar valkostur varðandi þennan fyrsta
áfanga Sundabrautar, til skoðunar hjá Skipu-
lagsstofnun. Sundabraut á að tengja borgina
við hringveginn ofan við Kollafjörð. Fyrsti
áfangi á að ná frá Sæbraut í Gufunes. Með
Sundabraut mun vegalengdin frá miðbænum í
Geldinganes styttast um fjóra km.
Verði Sundagöng gerð verða þau fyrstu
jarðgöng hér á landi þar sem umferð er meiri
en 10.000 ökutæki á dag. Því verða strax
byggð tvenn jarðgöng með tveimur akreinum
hvor. Áætluð heildarlengd Sundaganga er um
3.800 metrar og verða vegskálar tveir á hvor-
um enda. Tveggja akreina vegskáli á að vera á
sjö hektara landfyllingu við Laugarnes og
þriggja akreina vegskálar í Gufunesi. Einnig
verða vegskálar við tengingar ganganna við
Klettagarða og Sæbraut. Heildarkostnaður við
gerð Sundaganga er áætlaður 24 milljarðar
króna. Undirbúningur og framkvæmd gang-
anna eru talin munu taka 5-6 ár.
Hvalfjarðargöng lengri en Sundagöng
Til samanburðar eru Hvalfjarðargöngin og
vegskálar þeirra samtals 5.770 metra löng.
Gerð Hvalfjarðarganganna hófst 1996 og lauk
í júlí 1998 þegar göngin voru opnuð fyrir um-
ferð. Nú fara að meðaltali um 5.500 bílar um
Hvalfjarðargöng á sólarhring. Hönnun gang-
anna miðaðist við 5.000 bíla á sólarhring en
með ýmsum öryggisráðstöfunum hefur tekist
að láta þau anna meiri umferð. Spölur ehf.,
sem á og rekur Hvalfjarðargöng, hefur nú haf-
ið undirbúning að gerð nýrra ganga við hlið
þeirra sem fyrir eru. Gerðar hafa verið rann-
sóknarboranir undanfarið í því skyni að kanna
jarðlög þar sem ný göng verða væntanlega
grafin. Vonast er til að niðurstöður borananna
geri kleift að grafa nýju göngin grynnra en nú-
verandi göng. Með því yrðu nýju göngin
styttri, ódýrari og veghallinn upp úr þeim
minni en er í Hvalfjarðargöngum eldri.
!
!""#$
%
Áætlað er að Sundagöng verði tvöföld
"
#
$ %%
! & '(
!
!
"
#
$
%
&%'
((
!""#$
%
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir ut-
anríkisráðherra átti fund með hér-
aðsstjórann í Maymana í Norð-
vestur-Afganistan í gærdag.
Samkvæmt upplýsingum frá Urði
Gunnarsdóttur, fjölmiðlafulltrúa ut-
anríkisráðuneytisins, var um mjög
áhugaverðan fund að ræða þar sem
héraðsstjórinn kallaði skýrt eftir
því að alþjóðaliðið yrði áfram í
landinu og styddi yfirvöld í hér-
uðunum beint. „Hann lagði þannig
mikla áherslu á að fá aðstoð við
uppbyggingu landbúnaðar í hér-
aðinu,“ segir Urður.
Tilgangur heimsóknar utanrík-
isráðherra til borgarinnar Maym-
ana var, að sögn Urðar, einnig að
skoða þau þróunarverkefni sem Ís-
lendingar hyggjast styðja.
Ingibjörg átti fundi með kvenna-
málaráðherra og varautanrík-
isráðherra Afganistans í gær þar
sem staða kvenna í landinu var
rædd sem og aðkoma Íslendinga að
uppbyggingarstarfinu í landinu.
Undir lok kvölds bauð hún síðan
afgönskum áhrifakonum til kvöld-
verðar til þess að fá tækifæri til
þess að heyra þeirra sjónarmið.
Að sögn Urðar var um að ræða
afganskar þingkonur, framakonur,
athafnakonur, forsvarsmenn
frjálsra félagasamtaka og hershöfð-
ingja. „Ingibjörg átti svipaðan
kvöldverð þegar hún var í Palest-
ínu á síðasta ári og henni þótti
mjög áhugavert að heyra hlið
kvennanna í þessu umhverfi,“ segir
Urður.
Óskaði aðstoðar við upp-
byggingu í Maymana
NORÐURÁL hefur sent frá sér yf-
irlýsingu þess efnis að fyrirhugað ál-
ver í Helguvík nýti aðeins um þriðj-
ung af lausum heimildum til losunar
gróðurhúsalofttegunda. Það sé því
misskilningur að álver í Helguvík
hindri framgang annarra verkefna
sem háð eru losunarheimildum.
Ágúst Hafberg er framkvæmda-
stjóri hjá Norðuráli og segir óþarfa
misskilnings hafa gætt í umræðunni
undanfarið, en hann telur fyrirsjáan-
legt að þau verkefni sem nú er unnið
að muni ekki ná að nýta að fullu þær
losunarheimildir sem Ísland hefur
skv. alþjóðlegum sáttmálum og því
fari fjarri að Helguvíkurálver standi
öðrum fyrir þrifum.
Í tilkynningu Norðuráls er það
einnig nefnt að álvinnsla í Helguvík
losi mun minna magn gróðurhúsa-
lofttegunda en ný álver í Kína og
endurræst eldri álver í Bandaríkjun-
um sem fá flest orku úr kolaorkuver-
um: „Munar um að álverið í Helguvík
fær hreina íslenska orku, og einnig
mun starfsemin í Helguvík, eins og
önnur íslensk álver, losa mun minna
af gróðurhúsalofttegundum en með-
alálver erlendis,“ sagði Ágúst.
Álvinnsla í Helguvík mun þurfa
um 637.000 tonn af losunarkvóta, en
Ágúst nefnir að sambærileg ál-
vinnsla í Kína myndi losa rúmlega
fimm milljónir tonna á því tímabili
sem um ræðir.
Hindrar ekki
framgang ann-
arra verkefna
Morgunblaðið/Ómar
Iðnaður Forsvarsmenn Norðuráls segja álver í Helguvík aðeins nýta þriðj-
ung lausra losunarheimilda og menga mun minna en meðalálver.
ÍSLENSKA rík-
ið hefur fengið
spurningalista
frá Mannrétt-
indadómstóli
Evrópu vegna
máls sem Jónína
Benediktsdóttir
rekur fyrir
dómnum en hún
telur að íslenskir
dómstólar hafi
brotið gegn Mannréttindasáttmála
Evrópu þegar þeir staðfestu ekki
lögbann á birtingu Fréttablaðsins
á tölvupósti hennar haustið 2005.
Jónína telur að með þessu hafi
verið brotið gegn 8. grein sáttmál-
ans sem kveður á um að sérhver
maður eigi rétt til friðhelgi einka-
lífs, fjölskyldu, heimilis og bréfa-
skipta.
Í dómi Hæstaréttar Íslands var
fallist á það sjónarmið 365-Prent-
miðla að ekki hefði verið gengið
nær einkalífi Jónínu en óhjá-
kvæmilegt væri í opinberri um-
ræðu um málefni sem varðaði al-
menning.
Jónína
Benediktsdóttir
Spurt um
birtingu
FUNDUR var haldinn í Verðlags-
nefnd búvara í gær um hugsanlega
verðbreytingu á mjólk. Engin nið-
urstaða varð á fundinum, en nýr
fundur hefur verið boðaður í næstu
viku.
Kúabændur hafa óskað eftir
hækkun á verði til bænda
Miklar hækkanir hafa orðið á að-
föngum mjólkurframleiðenda, sér-
staklega kjarnfóðri og áburði. Kúa-
bændur hafa óskað eftir að nefndin
taki tillit til þessara breytinga og
hækki verð til bænda.
Nefndin hefur fylgt þeirri reglu í
mörg ár að komast að sameiginlegri
niðurstöðu. Ekki liggur fyrir hvort
það verður að þessu sinni.
Ræða hækk-
un á mjólk
♦♦♦