Morgunblaðið - 19.03.2008, Side 12

Morgunblaðið - 19.03.2008, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU FRYSTITOGARINN Venus kom úr Barentshafi um helgina með afla að verðmæti um 250 milljónir króna. Það eru líklega mestu verðmæti frystitogara úr einni veiðiferð og er hásetahlutur um 2,5 milljónir. Túrinn stóð í 40 daga og var unnið úr 700 tonnum af slægðum þorski og um 150 tonnum af öðrum tegundum. Aflinn fékkst innan norsku lögsög- unnar og var þorskurinn bæði stór og fallegur og því fljótunninn. Morgunblaðið/Ómar Fiskveiðar Fiskinum landað úr Venusi í vesturhöfninni í Reykjavík. 250 milljónir úr Barentshafi FISKIMJÖLSVERKSMIÐJA Ís- félagsins í Vestmannaeyjum tók í byrjun vikunnar á móti þremur norskum kolmunnaskipum. Lönd- uðu þau alls um 5.000 tonnum af kol- munna þar til bræðslu. Páll Scheving, verksmiðjustjóri hjá FES, segir að verksmiðjan ætli sér að keppa um þetta hráefni til að bæta sér upp slaka loðnuvertíð. Kol- munnaskipin eru að veiðum við Rockall og er siglingatími þaðan til Eyja 35 til 40 tímar. Það eru að- allega Norðmenn, Danir og Fær- eyingar að veiða á þessum slóðum. „Við erum að bjóða um eina krónu norska á kílóið og teljum það bara ánægjulegt að íslenzkar verksmiðj- ur skuli geta keppt um þetta hrá- efni. Við vonumst svo til að fá meira af kolmunna. Þetta skapar atvinnu og margfeldisáhrifin eru töluverð, bæði í þjónustu og viðskiptum við þennan flota,“ segir Páll. Kaupa kolmunna af norskum skipum Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson Kolmunni Norsku kolmunnaskipin bíða löndunar í höfninni í Eyjum. STJÓRN LÍÚ hvetur fé- lagsmenn sína til að nýta sér kosti Fjölnetsins sem er uppboðskerfi rekið af Reikni- stofu fiskmark- aða. Með því geta innlendir aðilar með enn auðveld- ari hætti en áður boðið í fisk sem senda á ísvarinn í gámum á erlenda fiskmarkaði og selja þar. „Þarna er nýtt og gott tækifæri og góð aðferð til að koma á við- skiptum með fisk. Það hefur auðvit- að verið þannig að fiskkaupendur á Íslandi hafa vitað hverjir eru að selja ísvarinn fisk í gámum til út- landa. Það hefur verið tilkynn- ingaskylda um það á vef Fiskistofu. Þeir sem hafa viljað kaupa þennan fisk og vinna hann á Íslandi hafa því haft aðgengi að honum með því að hafa beint samband við viðkomandi seljanda,“ segir Friðrik J. Arn- grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, í samtali við Verið. Góð leið til samskipta „Á Fjölnetinu er komin góð leið til að þessi viðskipti geti farið fram á uppboðsmarkaði. Kaupendur geta þá boðið í fiskinn og seljendur svo tekið slíkum tilboðum eftir at- vikum. Fái seljandinn það verð sem hann telur sig þurfa, verða viðskipti og fiskurinn fer til vinnslu innan- lands. Þetta eru mjög einföld við- skipti. Það er ekki rétt að menn hafi ekki fengið að kaupa þennan fisk. Það er töluvert um að innlendir verkendur kaupi fisk, sem annars færi ísaður utan. Það gerist bara maður á mann, en á Fjölnetinu verður þetta mun aðgengilegri og þægilegra. Við vonumst til að menn nýti sér þessa leið, enda er Fjölnetið gott samskiptaform milli kaupenda og seljenda. Þetta getur svo leitt til þess að meira af fiski komi til vinnslu innan lands og það er mjög jákvætt,“ segir Friðrik. Hugmyndin að baki Fjölneti er sú að veita fiskmörkuðum möguleika á auknum viðskiptum með fisk, fisk- afurðir, aðrar vörur og þjónustu á sínu markaðssvæði. Með Fjölnetinu er opnað á þann möguleika að selj- endur og kaupendur geti átt gagn- virk, rafræn samskipti. Seljendum er gefinn kostur á því að setja sölu- kröfur sem verða að nást áður en af sölu verður, en kaupendum er gef- inn kostur á að leggja inn tilboð sem metin eru af Fjölnetinu. LÍÚ hvetur til notkunar Fjölnetsins við fisksölu Friðrik J. Arngrímsson SPÆNSK-ÍSLENSKA viðskipta- ráðið hélt nýlega fund í Barselóna þar sem sjávarútvegsmál voru helst til umræðu á fundinum en sérstakur gestur fundarins var Einar K. Guð- finnsson, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra. Fundinn sóttu fulltrú- ar íslenskra og spænskra fyrirtækja sem eiga í ýmiss konar viðskiptum milli landanna tveggja. Rætt um umhverfisvottun Í ljósi langrar sögu viðskipta land- anna með fisk vógu sjávarútvegsmál hins vegar þungt í ræðu ráðherrans og umræðum fundargesta að henni lokinni. Ráðherrann lagði í erindi sínu áherslu á sjálfbæra nýtingu fiskistofnanna við Ísland og ábyrga fiskveiðistjórnun. Fór hann meðal annars yfir afstöðu íslenskra stjórn- valda til umhverfisvottunar og nefndi sérstaklega til sögunnar Mar- ine Stewardship Council (MSC) sem hefur verið að ryðja sér til rúms í þeim geira. Ráðherrann sagði starf þeirra hins vegar ekki hafa hagsmuni ís- lensks sjávarútvegs að leiðarljósi. Þess vegna væru Íslendingar að vinna að því að koma upp eigin vott- unarkerfi. Ráðherrann sagði í ræðu sinni frá yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar, sjávarútvegs og fræðimanna á því sviði, frá árinu 2007, um íslenska sjávarútvegskerfið. Þegar íslenskt vottunarkerfi verður tilbúið munu ís- lenskir framleiðendur sjávarfangs geta fengið vottun um að hráefni þeirra sé veitt og unnið í samræmi við ábyrga nýtingu. Minnkandi framboð og hækkandi verð Á fundinum urðu líflegar umræð- ur um íslenskan sjávarútveg, einkum þann hluta hans sem lýtur að fram- boði íslenskra sjávarafurða á Spáni. Spænskir kaupendur íslenskra af- urða, sem sóttu fundinn, hafa fundið fyrir minnkandi framboði þorsks og miklum verðhækkunum frá Íslandi. Ráðherrann svaraði spurningum fundarmanna um minnkandi þorsk- afla með vísun til hinnar ábyrgu fisk- veiðistjórnunar Íslendinga. Spænsk- ir fundargestir höfðu meðal annars áhuga á að vita hvort hin íslenska fiskveiðistjórnun tæki tillit til jafn- vægis í vistkerfinu með því að falla ekki í þá gildru að friða einstakar tegundir og raska þar með jafnvægi lífríkisins í hafinu. Ráðherrann sagði það einmitt afar mikilvægt að nýta alla stofna til þess að raska ekki þessu jafnvægi og sjávarspendýrin væru þar ekki undanþegin. Nokkrir fundarmenn lýstu yfir vonbrigðum með síhækkandi verð á íslenskum þorski og vildu halda fram að íslenskur sjávarútvegur bæri jafnmikið úr býtum fjárhagslega þrátt fyrir minnkandi kvóta. Sjávar- útvegsráðherra benti á að embætti hans kæmi ekki nálægt verðmynd- um á íslenskum sjávarafurðum en það ætti ekki að koma á óvart að verð hækkaði við minnkandi framboð. Heimsóknir á fiskmarkað og í fyrirtæki Spánsk-íslenska viðskiptaráðið skipulagði einnig heimsókn ráðherra á fiskmarkað Barselóna, Merca- barna, og heimsóknir til nokkurra ís- lenskra fyrirtækja í borginni. Fund- ur Spánsk-íslenska viðskiptaráðins var haldinn með dyggum stuðningi viðskiptaráðs Barselónaborgar og ís- lenskra fyrirtækja, Eimskips, Ice- land Seafood, Icelandair og Icelandic Ibérica. Formaður ráðsins er Sigríð- ur Á. Andersen og framkvæmda- stjóri er Kristín S. Hjálmtýsdóttir. Áhersla á sjálfbæra nýt- ingu og ábyrga stjórnun Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Umræður Við pallborðið sátu Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra, Sol Daurella, kjörræðismaður Íslands í Barcelona, Luis Lloch frá Við- skiptaráði Barcelona og Sigríður Á. Andersen, formaður SPÍS. Fundir Fundarmenn voru margir og urðu umræðu líflegar. Í HNOTSKURN »Þegar íslenskt vott-unarkerfi verður tilbúið munu íslenskir framleiðendur sjávarfangs geta fengið vottun um að hráefni þeirra sé veitt og unnið í samræmi við ábyrga nýtingu. »Nokkrir fundarmenn lýstuyfir vonbrigðum með sí- hækkandi verð á íslenskum þorski og vildu halda fram að íslenskur sjávarútvegur bæri jafnmikið úr býtum fjárhags- lega þrátt fyrir minnkandi kvóta. Eftir Kristin Benediktsson krben@internet.is BÁTASMIÐJAN Trefjar í Hafnar- firði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra-bát til Kvaløysletta í Troms-fylki í Noregi. Kaupandi báts- ins er útgerðarfyrirtækið Eskøy AS. Báturinn hefur hlotið nafnið Saga K. Báturinn mælist 15 brúttótonn. Saga K er af gerðinni Cleopatra 36 sem er sérstök útgáfa af Cleopatra 38. Aðalvél bátsins er af gerðinni Yam- ar 6HYM-ETE, 700 hestöfl, tengd ZF V-gír. Ljósavél er af gerðinni Westerbeke. Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum frá Són- ar. Báturinn er einnig útbúinn með hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýr- ingu bátsins. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking. Báturinn er útbúinn til línuveiða. Línubeitningakerfi af gerðinni Must- ad er á millidekki fyrir 17.000 króka. Línuspil og færaspil er frá Beiti. Rými er fyrir 12 660 lítra kör í lest. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofni og ísskáp. Selja bát til Tromsö

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.