Morgunblaðið - 19.03.2008, Síða 20

Morgunblaðið - 19.03.2008, Síða 20
|miðvikudagur|19. 3. 2008| mbl.is daglegtlíf Áslaug Traustadóttir stend-ur nú í ströngu við aðundirbúa Kokkakeppnigrunnskólanna í annað sinn. Keppnin fer fram í Mennta- skólanum í Kópavogi 12. apríl nk. að undangenginni forkeppni 9. og 10. bekkinga í hverjum þátttökuskóla. Fimm ár eru nú liðin síðan Áslaug hratt af stað kokkakeppninni í Rimaskóla þar sem hún hefur verið heimilisfræðikennari í níu ár. Í fyrra var svo landskeppni haldin í fyrsta sinn enda má segja að kokka- keppnishugmynd Áslaugar hafi teygt anga sína inn í fjölmarga aðra grunnskóla. Áslaugu var veitt Fjör- egg Matvæla- og næringarfræða- félags Íslands í fyrrahaust fyrir framtak sitt og nýstárlegar áherslur í heimilisfræðikennslu. Bæði gagn og gaman Hugmyndin að keppninni varð til þegar Áslaug sá þáttinn „Junior Masterchef“ á BBC Food í fjölvarp- inu. Hún sá í hendi sér að þetta hlyti að vera hægt að framkvæma í heim- ilisfræðikennslu á Íslandi og að krakkarnir gætu haft bæði gagn og gaman af. Keppnisreglur urðu til og fyrsta kokkakeppni Rimaskóla varð að veruleika vorið 2004. Reglurnar úr þeirri keppni standa enn óbreytt- ar. Að sögn Áslaugar er stórkostlegt að sjá einbeitinguna, áhugann og til- þrifin sem þessir ungu matreiðslu- menn og -konur sýna. En markmið kokkakeppninnar er einkum að auka virðingu og áhuga nemenda á hráefnum, matreiðslu og fram- reiðslu; efla sjálfstæð vinnubrögð , hópvitund og samvinnu. Sautján ára bóndakona En þó að heimilisfræðikennarinn Áslaug hafi alla sína tíð haft áhuga á matargerð og matarmenningu var leiðin í heimilisfræðikennsluna ekki alls kostar bein. „Sautján ára gömul var ég orðin bóndakona á bænum Lundarbrekku í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu með mann og lítið barn og var upp- full af metnaði til að verða góð hús- móðir. Þar bjó ég í rúm sex ár, en flutti svo þaðan til Akureyrar þar sem ég meðal annars skrifaði Mat- arkrákuna, matreiðsluþátt dag- blaðsins Dags. Að lokum lá þó leið mín til Reykjavíkur þar sem ég nam sálfræði við Háskóla Íslands og lauk síðan kennsluréttindanámi 2003.“ Áslaug skrifaði greinaflokkinn Eldað með unga fólkinu fyrir Gest- gjafann um nokkurra ára skeið og samdi uppskriftir til kennslu á ungl- ingastigi í heimilisfræði sem Náms- gagnastofnun gaf út sem netefni. Matur hluti af þjóðarsálinni Mannfræði eða hefðir, hráefnis- framboð og landafræði eru þeir þrír þættir, sem móta að mestu leyti menningu hverrar þjóðar og því má segja að matur sé órjúfanlegur hluti af þjóðarsálinni, segir Áslaug. „Matarmenningin stjórnar til dæmis öllum samkomum og það eru varla nokkrir mannfundir þar sem matur kemur ekki við sögu. En í matarmenningu okkar Íslendinga hefur í gegnum tíðina vantað meiri litagleði til að lyfta okkur eilítið upp. Íslenskur matur hefur í gegnum tíð- ina verið mest í svarthvítu, mórauðu og brúnu enda íslenskar veislur ei- lítið formfastari og stífari en til dæmis veislur suðrænna landa. Ís- lendingar eru líka taldir töluvert stífari en Suðurlandabúar sem stát- að geta af meiri hita og litskrúðugra hráefni. Sem betur fer berast nú til landsins litríkir ávextir og grænmeti sem auka á léttleika mannlífsins enda erum við smátt og smátt að ná tökum á að nýta okkur þetta oft nýja hráefni,“ segir Áslaug, sem gefur lesendum hugmynd af góðri páska- máltíð. Uppskriftirnar eru fyrir tvo. Páskalamb Áslaugar 2 falleg lambaprime eða lambafillet maldon-salt og nýmalaður pipar Morgunblaðið/G.Rúnar Páskaborðið Áslaug Traustadóttir ásamt 15 ára syni sínum, Vigni Smára Vignissyni, nemanda í 10. bekk í Borgarskóla, en tvö eldri börn Áslaugar eru flogin úr hreiðrinu og farin að búa sér. Eftirréttur Appelsínusúkkulaðimús með páskaeggi og sykurflúri. Páskalamb í hátíðarbúningi „Ætli ég hafi ekki bara eitthvert gott páskalamb á borðum um páskana á mínu heimili og svo ein- hvern góðan eftir- rétt,“ segir Áslaug Traustadóttir, heim- ilisfræðikennari í Rimaskóla, sem galdraði fyrir Jó- hönnu Ingvarsdóttur fram góða páskarétti. Aðalréttur Páskalamb með hrærðum kartöflum og smáspergli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.