Morgunblaðið - 19.03.2008, Síða 29

Morgunblaðið - 19.03.2008, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 29 MINNINGAR ✝ Vigdís Krist-jánsdóttir fædd- ist á Minna-Mosfelli 23. júní 1913. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands 12. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru María Einarsdóttir, f. í Hellisholtum í Hrunamannahreppi 13. ágúst 1872, d. í Forsæti í Vill- ingaholtshreppi 13. júní 1964 og Krist- ján Jónsson, f. í Unnarholti í Hrunamannahreppi 6. ágúst 1866, d. í Forsæti 9. nóvember 1949. María og Kristján hófu búskap sinn að Kluftum og þar fæddist þeim dóttirin Oddný 20.6.1897, d. 9.7. 1907. Síðan fluttu þau að Minna-Mosfelli og þar fæddust Margrét 1.2. 1899, d. 15.10. 1968, Kirkjuvegi 24. Árið 1958 fluttu þau að Smáratúni 20b, í hús sem þeir feðgar byggðu. Vigdís bjó síð- an í Smáratúni 20b allt þar til hún fór á Hjúkrunardeild Heibrigð- isstofnunar Suðurlands fyrir um tveimur árum. Börn þeirra eru: 1) Jón, f. 9. nóv. 1942, d. 23. okt. 1988, var kvæntur Gróu Sig- urbjörnsdóttir, þau skildu, börn þeirra eru a) Jakobína Lind, f. 19. mars 1974, maki Þorsteinn, synir þeirra Bjartmar og Dagur Þór, og b) Þórður Kristinn, f. 14. febr. 1979. 2) Rannveig, f. 27. jan. 1948, maki Örlygur Jónasson, börn þeirra eru a) María Kristín, f. 31. mars 1970, maki Elvar Gunn- arsson, börn þeirra eru, Sif, Brynj- ar og Íris Arna, b) Þórdís, f. 31. mars 1970, maki Hrafn Ómar Gylfason, börn þeirra eru, Sigrún og Gylfi Már, c) Jónas, f. 25. sept. 1975, og d) Ingvar, f. 15. nóv. 1981, sambýliskona Svava Júlía Jóns- dóttir, sonur hennar, Daníel Máni. Útför Vigdísar verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Einar Víglundur, f. 28.8. 1901, d. 21.2. 1991, Kristín, f. 10.4. 1904, d. 6.6. 1999, Sigurjón, f. 25.1. 1908, d. 11.9. 1990, Oddný, f. 3.9. 1911, d. 5.5. 2007, og Vigdís sem hér er minnst. Árið 1919 fluttu þau í Hafnarfjörð og þar fæddist Gestur Mos- dal 27.8. 1919. Árið 1921 fluttist fjöl- skyldan í Forsæti í Villingaholtshreppi. Árið 1940 giftist Vigdís Þórði Kristni Jónssyni frá Syðri-Gróf, f. 4.3. 1916, d. 31.3. 1994. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson og Rannveig Linnet. Árið 1942 reistu þau Vigdís og Þórður sér hús í landi Forsætis sem þau nefndu Sólbakka og bjuggu þar til 1954 er þau fluttust á Selfoss og bjuggu að Við systurnar eigum margar ljúfar minningar tengdar Smáratúninu á Selfossi, sem var heimili ömmu Dísu og afa Þórðar í marga áratugi. Við fæddumst í hjónarúminu þeirra og þegar í ljós kom að tvíburar voru fæddir þurfti strax að útvega og sauma utan um aðra vöggu. Þar sem pabbi var erlendis við nám þá var mamma hjá ömmu og afa fyrstu þrjú árin. Amma hjálpaði til með okkur systurnar, skiptist á að vaka yfir okk- ur á næturnar og passa okkur á dag- inn eftir að mamma fór aftur að vinna. Aldrei heyrðist hún kvarta yfir þessu aukna álagi en nefndi oft hvað það hefði verið gaman að keyra okkur úti í vagninum. Amma lagði mikið upp úr að hafa okkur fínar, hún saum- aði og prjónaði allt sem við vorum í. Uppáhaldið hennar voru hvítu pels- arnir og húfurnar sem hún saumaði, það nýttum við okkur síðar á okkar eigin dætur. Eftir að pabbi kom heim þá fluttum við til Reykjavíkur og þá fannst ömmu sem börnin hefðu verið af henni tekin. En heimsóknirnar voru margar og í minningunni var þar allt leyfilegt, jafnvel naga göt á horn- in á sófasettinu. Minning um þennan tíma var ömmu svo dýrmæt að hún vildi ekki setja nýtt áklæði á sófann. Amma var ákaflega réttsýn kona og hafði alltaf sterkar skoðanir á hlut- unum og lá ekkert á þeim. Á ung- lingsárum okkar líkaði henni ekki alltaf fatatískan og sagði þá oft „fjandi er þetta ósmekklegt“. En þeg- ar við systurnar mættum í sjötugs- afmælið hennar með bláar alpahúfur, bláköflóttum peysum og í pokabuxum þá gekk alveg yfir hana og sagði að „þetta væri það ljótasta sem hún hafði nokkru sinni séð okkur í“. En það var líka mikið hrós að heyra frá henni að fötin væru smart. Mikið dá- læti hafði hún á skóm og kíkti oft und- ir borð til að skoða skóna sem við gengum í. Sagðist hún óska þess að vera með minni fót svo hún gæti tekið við skónum þegar við hættum að nota þá. Gestrisni og rausn var ömmu í blóð borin og vildi allt fyrir aðra gera, þess nutu margir í ríkum mæli. Eftir að afi féll frá bjó amma ein í Smáratúninu og sá þar um heimilið þar til fyrir að- eins þremur árum þegar hún fékk heilablóðfall og varð að leggjast inn á hjúkrunarheimili í framhaldi af því. Hún fylgdist alla tíð vel með, bæði þjóðmálum og málefnum allra innan fjölskyldunnar, og var svo allt til hinstu stundar. Elsku amma – við kveðjum þig með söknuði en minningin um þig mun lifa Takk fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir okkur í gegnum árin Tvíburarnir María Kristín og Þórdís Örlygsdætur Þegar horft er til baka finnst manni ótrúlegt hvað mannsævin er fljót að renna sitt skeið, jafnvel hjá þeim einstaklingum sem ná því að komast á tíræðisaldur eins og Vigdís föðursystir mín. Mér er það enn í fersku minni þegar Dísa frænka og Þórður unnusti hennar (en var móð- urbróðir minn) réðust til kaupavinnu hjá foreldrum mínum sumarið 1940. Þau voru nýlega trúlofuð og börnin ekki komin til sögunnar. Ég var þá á fjórða ári og laðaðist mjög að unga parinu, enda voru þau ekki spör á að leika við mig þegar frístund gafst. Ég hafði ekki náð fullum tökum á erf- iðum orðum í tungumálinu og kallaði þau jafnan Dídí og Dódó. Þegar haustaði réð Þórður sig til smíða- vinnu suður í Voga á Vatnsleysu- strönd. Þar fékk kærustuparið litla íbúð og minnir mig að þar hafi þeirra sjálfstæði búskapur hafist. Dísa óttaðist að hafa ekki nóg fyrir stafni við að hugsa um einn mann, því ekki tíðkaðist að konur ynnu úti. Það var því að samkomulagi milli hennar og móður minnar að hún fengi mig lánaða svo hún væri ekki ein, á meðan Þórður stundaði vinnu sína. Þetta var mikið ævintýri fyrir mig og lengi ég leit á Dísu og Þórð sem mína aðra for- eldra. Eftir að þau reistu sér hús að Sól- bakka, sem var í túnjaðrinum hjá föð- urforeldrum mínum að Forsæti, sótti ég mikið til þeirra og fékk þá jafnan að gista nokkrar nætur ýmist hjá þeim eða ömmu. Þá tók Dísa fram saumavélina og saumaði einhverja fallega flík á mig. Dísa frænka var listræn og hæfileikarík. Á ungdóms- árunum sótti hún tíma í orgelleik og spilaði um hríð í kirkjunni okkar í Villingaholti. Eftir að hún hafði lokið uppeldis- hlutverkinu og börn þeirra, Jón og Rannveig, uxu úr grasi fann Dísa sér farveg í alls konar handverki og sýndi ótvírætt hæfileika í málaralistinni. En lífið er ekki allt dans á rósum. Dísa og Þórður urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa einkason sinn á besta aldri. Hann varð bráðkvaddur aðeins 46 ára. Síðustu árin naut Dísa umönnunar dóttur sinnar, sem var alltaf nærtæk. Ég sendi öllum ástvinum hlýjar samúðarkveðjur og bið guð að blessa minningu Vigdísar föðursystur minn- ar. María K. Einarsdóttir. Vigdís Kristjánsdóttir ✝ Ásgrímur Ein-arsson fæddist á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 18. febrúar 1953. Hann lést á heimili sínu Klöpp á Álftanesi 9. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Einar Ásgrímsson bóndi á Reyðará, f. 29.5. 1904, d. 3.3. 1980, og Unnur Stef- ánsdóttir frá Hvammi í Hjaltadal, f. 17.8. 1912, d.16.10. 2004. Systkini Ásgríms eru: 1) Hjalti, f. 11. apríl 1938, maki Krist- jana Guðmundína Jóhannesdóttir, f. 20. júlí 1941, þau eiga þrjú börn, 2) Guðrún Ásdís, f. 6. júní 1943, og 3) Stef- án, f. 14. janúar 1948, maki Emma Fanney Baldvins- dóttir, f. 22. apríl 1954, og eiga þau fimm börn. Ásgrím- ur ólst upp í for- eldrahúsum á Reyð- ará á Siglunesi. Árið 1999 kvænt- ist Ásgrímur Susan Minnu Black, f. 11. nóvember 1954. Stjúpbörn Ásgríms eru: Helga og Jóhann Linnet. Útför Ásgríms verður gerð frá Garðakirkju á Garðaholti og hefst athöfnin klukkan 15. Mig langar til að minnast Ásgríms Einarssonar með nokkrum orðum. Ég kynntist honum þegar hann var 10 ára gamall, þegar ég tók að mér að vera farkennari á Siglunesi og Sauða- nesi eftir áramót 1963. Börnin þar fylgdu mér á milli heimila og kynntist ég þeim því ákaflega vel. Seinna varð ég svo mágkona Ásgríms þegar ég og elsti bróðir hans giftumst. Ási eins og við kölluðum hann oft- ast var mjög góður og hjálpsamur drengur og þeim eiginleikum hélt hann alla sína ævi. Hann ólst upp við öll almenn sveitastörf, útgerð var frá Siglunesi þar sem þeir Reyðarárfeðg- ar stunduðu og vandist hann því þeim vinnubrögðum einnig. Hann kláraði barnaskólanám á Siglufirði en fór síð- an í Flensborgarskólann í Hafnarfirði og kláraði þar gagnfræðaskólanám og þá vetur hélt hann til hjá okkur Hjalta og var hann svo oft styttri eða lengri tíma hjá okkur ýmist í vinnu eða bara í heimsókn hjá okkur. Við vorum þá komin með atvinnurekstur. Ási var svo í útgerð með Stefáni bróður sín- um þar sem þeir gerðu út frá Siglu- nesi jafnframt því sem hann vann á Reyðarárbúinu. Hann breytti svo til og flutti til Hafnarfjarðar árið 1982, en þá hafði Einar faðir hans dáið tveimur árum áður. Ási fór þá að vinna hjá Hjalta bróður sínum, fyrstu þrjú árin bjó hann hjá okkur en síðar fluttist hann í íbúð í sama húsi og við. Um 1997 breytti hann til en þá var Susan komin inn í líf hans og keyptu þau þá hús úti á Álftanesi sem heitir Klöpp og þar hafa þau verið síðan. Um svipað leyti stofnaði hann fyrir- tæki ásamt fleirum sem heitir Hafás sem hann síðan rak til dauðadags. Við áttum margar ánægjustundir með Ása bæði hér í Hafnarfirði og eins norður á Siglunesi. Eins fórum við saman vestur að Bæ sem og til Tálknafjarðar. Síðar fórum við öll saman ásamt starfmönnum Vélaverk- stæðisins til Héðinsfjarðar. Hinn 30. júní 2007 síðastliðin var Ási staddur á Reyðará og tók þar á móti gönguhópi sem hafði gengið frá Siglufirði yfir Kálfsskarð og niður Reyðarárdal og veitti þar kaffi. Fólkið kom svo ásamt honum inn á Nes og þáði kaffi hjá okkur Hjalta, þetta var mjög ánægju- legur dagur fyrir okkur öll. Seinna um sumarið vorum við síðan stödd sam- tímis fyrir norðan en þá voru einnig Susan kona hans, sonur hennar og kærasta með í för. Áttum við margar ánægjustundir þar saman. En það eru ákaflega margar minningarnar sem tengdar eru Ása og ekki hægt að koma þeim öllum á blað í þessari minningargrein. En ég kveð þig, kæri mágur, og Guð veri með þér. Þín mágkona, Kristjana. Við fáum í okkar hlut aðeins eitt brothætt líf og lífið er langt ferðalag í lest sem nemur ekki staðar fyrr en al- mættið togar í spottann – sumir velja neyðarútganginn og hoppa út úr vagninum á ferð. Kæri frændi og vinur! Mig langar til að minnast þín í fá- einum orðum. Þú og ég og systkini okkar vorum það sem hægt er að kalla börn náttúrunnar, alin upp á hálfgerðu eylandi, sjórinn var okk- ar vegur og bátar þjónuðu hlutverki bílsins. Þó að Siglufjörður væri skammt frá var ekki þar með sagt að samgöngur væru auðveldar á hæggengum opnum vélbátum, né landtaka á Nesi þegar sjór var ókyrr. Við þekktum ekki annað og Siglunes og Reyðará voru í okkar augum draumastaðir þegar við vor- um að alast upp. Við bárum virð- ingu fyrir lífinu og okkur var kennt að virða 5. boðorðið. Á ungdómsár- um okkar fóru öll sveitabörn að vinna þegar þau gátu gengið ein og óstudd og það sem stendur m.a. upp úr frá gömlu góðu æskuminningun- um er að okkur þótti ánægjulegt að taka þátt í þeim störfum sem féllu til og okkur var trúað fyrir. Þrátt fyrir að vera jafnaldrar og fermingarsystkin voru aðstæður þannig, að við gátum ekki alltaf ver- ið samtíða á okkar skólagöngu. Þegar tími gafst til á sumrin fórum við í ævintýraferðir í fjöruna og þar kenndi margra grasa. Á unglings- árunum skildu leiðir, fjölskylda mín flutti í annan landsfjórðung og það var erfitt, því nándin og einangr- unin þjappar fólki saman og þeir sem bjuggu þá á Nesi voru sem ein fjölskylda. En við hittumst alltaf öðru hverju því sterk vinarbönd slitna aldrei. Og ræturnar eru öflugar, við bróðir minn ásamt fjölskyldum reistum sumarhús á grunni æsku- heimilis okkar Sigluness III og þú og þín fjölskylda voruð búin að gera kraftaverk á Reyðarárhúsinu. Næsta sumar átti að reka smiðs- höggið á verkið og þegar þú kvaddir okkur hjónin í fyrrasumar varstu fullur bjartsýni eins og alltaf og við ætluðum að hittast á Nesi, hress og kát. Aldrei hefði mér dottið í hug að þú, frændi sæll, orðinn miðaldra maður, ráðsettur og í góðri vinnu, ættir í erfiðleikum sem þú sást ekki fram úr. Þú tókst þá ákvörðun að ljúka ferðinni, löngu áður en það var tímabært. Af hverju sitja ætt- ingjar og vinir eftir með ótal spurn- ingar en engin svör? Ein grein af trénu er horfin án skýringar. Kæri vinur, hvíldu í friði. Guð gefðu mér styrk til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt. Helga Erla Erlendsdóttir. Það er með trega í hjarta sem við systkinin setjumst niður og skrifum þessi orð til frænda okkar Ása. Við vorum slegin þegar við fréttum af ótímabæru andláti hans. Við áttum bágt með að trúa því að hann Ási frændi væri farinn frá okkur í blóma lífsins. Ekki datt okkur þetta í hug þegar við hittum hann í laufa- brauðsbakstri fyrir síðastliðin jól, þá var hann kátur í skapi eins og hans var vaninn. Við höfum haft mikil samskipti við hann gegnum árin enda bjó hann hjá okkur í mörg ár og var orðinn eins og stóri bróðir okkar allra. Þó að sam- gangurinn hafi minnkað eftir að hann flutti á Klöppina var alltaf gam- an að rekast á hann og Susan og spjalla um daginn og veginn. Svo voru það ófáar gæðastundirnar sem við áttum saman á Siglunesi fyrir norðan. En í fjölskylduna hefur verið höggvið stórt skarð sem verður erf- itt að fylla og viljum við votta Susan og fjölskyldu samúð okkar á þessum erfiðu tímum. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn, minn faðir, lífsins ljós, lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós, tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn, láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól, láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn, réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd, og slökk þú hjartans harmabál, slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði, vinur minn kær, Faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Unnar, Hanna, Einar og fjölskyldur. Nú er fallinn frá Ásgrímur Ein- arsson, kær vinur minn til yfir 30 ára. Fyrstu kynni mín af Ása voru þeg- ar hann kom í Flensborgarskólann til að klára gagnfræðinginn en Hjalta bróður hans hafði ég þekkt lítillega áður. Leiðir okkar Ása lágu þó ekki saman að neinu ráði fyrr en ég fór að Siglunesi, föðurhúsum Ása og Hjalta, til að líta eftir rafstöð sumarið 1980. Þá stuttu áður hafði gengið á ýmsu því faðir Ása var nýlega látinn. Þá hafði hraðbátur Ása nýlega brotnað í fjörunni. Það var gaman að koma á Siglunesið, það var greinilegt að þar bjuggu miklir tæknimenn. Mér er þessi ferð mjög minnisstæð því ég hafði starfa af því að ferðast um land- ið og gera við rafstöðvar um sveitir landsins. Þessi ferð byrjaði í Skáleyj- um á Breiðafirði þar sem ferðast var um í opnum trillum og tíminn varð af- stæður. Þaðan fór ég að Skatastöðum í Austurdal í Skagafirði. Þar voru enn torfhýsi og frekar afskekkt. Þegar komið var á Siglunesið var maður kominn í allt annan heim – inn í framtíðina. Á Reyðará var tekið á móti mér með kostum og kynjum eins og Unni húsmóður var einni lagið. Og alltaf man maður eftir öflugum ste- reógræjunum í eldhúsinu og talstöð sem mamma þeirra bræðra notaði til að fylgjast með þeim er þeir sóttu sjóinn. Við Ási byrjuðum að vinna saman um 1987 í aukavinnu við að þjónusta Landsímann til fjalla. Þá var gott að hafa með sér alvöru sveitamann sem kallaði ekki allt ömmu sína. Árið 1991 stofnuðum við fyrirtæki okkar Hafás og rákum við það saman fram á síð- asta dag. Samvinna okkar var hnökralaus alla tíð. Við vorum ekki sammála í öllu frekar en hjón í góðu hjónabandi, en alltaf skildum við sátt- ir hvor við annan í lok dags. Að hafa fengið að hafa Ása með sér öll þessi ár er ómetanlegt. Það var alltaf létt yfir honum, fýlu átti hann ekki til og stutt í hans sérstaka húmor. Í hans orðabók var ekki til orðið vandamál, bara verkefni og að vera með Ása uppi á fjöllum fyrir tíma GPS og ann- arra hjálpartækja var unun. Ég treysti honum varla til að rata á milli húsa í Reykjavík en er við komum á fjöll var eins gott að elta hann. Nú kveðjum við mikinn heiðurs- mann með djúpum söknuði. Þó mað- ur komi í manns stað verður skarð það sem hann skilur eftir ekki fyllt. Með vinarkveðju, Hafsteinn Linnet. Ásgrímur Einarsson  Fleiri minningargreinar um Ás- grím Einarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.