Morgunblaðið - 19.03.2008, Page 31

Morgunblaðið - 19.03.2008, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 31 ✝ Sigurlaug Njáls-dóttir fæddist á Siglufirði 4. desem- ber 1924. Hún lést á Sjúkrahúsi Akureyr- ar þriðjudaginn 11. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Njáll Jónasson, f. 5.2. 1891, d. 25.11.1976, og Ólöf Þorkelsdóttir, f. 25.11. 1889, d. 2.11. 1925. Systkini Sig- urlaugar eru: Að- alheiður Aðalbjörns- dóttir, látin, Guðjón, látinn og Sigurður, sem búsettur er í Reykja- vík. Sigurlaug missti móður sína er hún var á fyrsta ári, og var send til Akureyrar með síldarbát og fór á Sjúkrahús Akureyrar, þá með berkla. Á móti henni tóku hjónin Guðný Einarsdóttir og Þorsteinn Kristjánsson og þau tóku hana að sér og ólu hana upp. Uppeldissyst- mund Örn og 2 barnabörn. 4) Ólaf- ur Njáll, f. 7.12.1959, kvæntur Mar- íu Helgu Kristjánsdóttur, f. 29.3.1963, þau eiga 4 börn, Friðjón Geir, Elfu Dögg, Bryndísi Helgu og Ólöfu Völu, og 3 barnabörn. Sigurlaug var uppalin á Akureyri á hinum ýmsu stöðum í Innbænum og Eyrinni, en árið 1938 flyst fjöl- skyldan í Þingvelli, smábýli rétt sunnan Glerár og þar hófu þau Ósk- ar sinn búskap 1948 og bjuggu þar allan sinn búskap að undanskildum árunum 1950-51. 1992 flutti hún svo norður fyrir Glerá í Smárahlíð og 2004 flutti hún í Lindasíðu 2 sem var hennar síðasta heimili. Á Þingvöllum voru Óskar og Sig- urlaug með nokkrar kindur og hænur og einnig kartöflur svo lengi sem heilsan leyfði og var það góð búbót fyrir þau. Sigurlaug vann mestallan sinn starfsaldur á verk- smiðjum Sambandsins á Gler- áreyrum, en fyrst og fremst var hún móðir og húsmóðir og bjó son- um sínum og eiginmanni gott og traust heimili. Útför Sigurlaugar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. kini Sigurlaugar eru: Sigurbjörg, Lára, Að- alsteinn og Eiríkur. Lára er ein á lífi. Sigurlaug giftist 4.12. 1948 Óskari Friðjóni Jónssyni, f. 1.6.1921, d. 15.5.1991, ættuðum úr Fljótum. Synir þeirra eru: 1) Sigurður, f. 17.8.1948, d. 3.9.1997, var í sam- búð með Bergþóru Reynisdóttir, þau slitu samvistum, þau eiga 2 börn, Sigurð Frey og Lilju Ósk, áður átti Bergþóra börn- in Önnu Lindu, hún á 2 börn, og Bjarna Bærings. 2) Þorsteinn, f. 1.4. 1953, kvæntur Maríu Guðmundu Kristinsdóttur, f. 7.10.1955, þau eiga 3 börn, Óskar Rafn, Sig- urlaugu og Maríu Hlíf, og Þorsteinn á soninn Róbert. Þau eiga 8 barna- börn. 3) Jón Þórir, f. 8.9.1954, kvæntur Hlíf Guðmundsdóttur, f. 22.11.1954, þau eiga einn son, Guð- Í dag verður borin til grafar hún amma á Þingvöllum. Í gegnum hug- ann fljóta ýmsar minningar um konu sem var um margt merkileg kona, sem oftar en ekki mátti hafa meira fyrir lífinu en margur annar. Það setti sitt mark á líf ömmu að hún skyldi missa mömmu sína og ekki fá tækifæri til að kynnast henni. Líf hennar var nokkrum þyrnum stráð lengi framan af ævi, og ýmis atvik úr æsku sem henni sviðu sárt. Afi og amma áttu sitt heimili á Þingvöllum þar sem þau innréttuðu gamla fjósið sem íbúð. Það er óhætt að segja að það hafi verið þröngt í búi hjá þeim lengi framan af, og stundum þurfti að treysta á góðvild annarra með að- föng, sem síðan var endurgreitt við fyrsta tækifæri. Ef til vill má segja að kreppan hafi varað lengur hjá afa og ömmu en mörgum öðrum, og þau fóru ekki að horfa á bjartari tíð fyrr en langt var liðið á 7. áratuginn. Ég geri mér grein fyrir því í dag að afi og amma voru ekki fjárhags- lega vel stæð, en samt upplifði ég þau alltaf sem ríkt fólk þegar ég var lítill. Það var allt svo snyrtilegt og fínt hjá þeim og vel hugsað um alla hluti. Þau voru líklega eitthvert það nægjusamasta fólk sem ég hef kynnst, enda sagði amma alltaf þeg- ar hún komst á eftirlaun að hún hefði nú bara aldrei haft annað eins af fjármunum á milli handanna. Erfiðleikar framan af ævinni mót- uðu ömmu svo sannarlega. Hún var oft á tíðum bitur út í fortíðina og átti erfitt með að vinna sig út úr henni. Þess vegna gat hún oft virkað hvöss og var það vissulega stundum. En það var alltaf hægt að eiga góðar stundir með henni, enda hafði hún fyrst og síðast áhuga á fólki og mannfélagi almennt. Hún amma var stolt af afkomendum sínum, sama á hverju gekk. Hún hafði t.d. alltaf trú á því að eitthvað myndi verða úr mér þótt lífernið lengi vel hafi ekki gefið fyrirheit um það. Þegar afi dó má segja að nokkuð af lífsneistanum hafi dofnað, og hún saknaði hans mikið og við ræddum oft saman um árin þeirra saman, erf- iðleika og gleðistundir. En mesta áfallið og stærsta sorgin var þegar frumburðurinn, hann Siddi, dó árið 1997. Sonur Sidda, Sigurður Freyr, flutti til ömmu og það er óhætt að fullyrða að það hafi verið henni mjög dýrmætt. Vissulega er söknuðurinn sár nú þegar hún amma er dáin, en hann verður manni auðvitað ekki eins erf- iður í ljósi þess að hún var svo sann- arlega sátt við að kveðja. Hún var ekki í nokkrum vafa um að afi og Siddi myndu taka á móti sér þegar hún kæmist yfir móðuna miklu. Í síðustu heimsókn minni til ömmu fylgdi hún Mía mér norður og sýndi henni allar fimleikakúnstirnar sínar uppi á sjúkrahúsi við mikinn fögnuð og gleði. Þar bað hún mig um að taka hempuna með næst þegar ég kæmi, því ég þyrfti áreiðanlega að kasta rekum yfir hana. Hún vissi auðvitað að hverju stefndi og var sátt við að endalokin hérna megin grafar nálg- uðust. Elsku amma, þín verður sárt saknað, skemmtilegra samræðna verður saknað og umhyggjunnar sem þú sýndir mér, Gíslínu og stelp- unum okkar alltaf. Guðmundur Örn (Örri), Gíslína, Mía og Íva. Elsku amma mín, mikið á ég eftir að sakna þín, sakna þess að geta ekki hringt í þig á kvöldin og spjallað við þig um allt milli himins og jarðar. En ég veit í hjarta mínu að þér líð- ur vel í dag og efast ekki um að vel hafi verið tekið á móti þér, Óskar afi og Siddi hafa gert það ásamt fleirum. Ég hef hugsað um þær stundir sem við áttum saman og þær geymi ég í hjarta mínu. Ég man svo vel þegar ég var lítil stelpa og kom á Þingvelli til ykkar afa að þið tókuð alltaf svo vel á móti mér, það voru alltaf ísblóm í frystikistunni og nóg var um plássið til að leika sér úti. Svo var líka alltaf gaman að fara og skoða í gamla húsinu og ekki má gleyma ferðunum sem við fórum og fundum gjarnan gamalt dót sem við afi sáum not fyrir, þú sást það ekki alltaf og varðst stundum hissa á því hvað við værum að gera, ég á nú ennþá símaborð sem við fundum og hefur það verið málað mjög oft. Það var skrítið þegar þú fluttir frá Þingvöllum, en ég var nú stolt af þér að fara í strætó, ég man að þú sagð- ist vera með einkabílstjóra sem stoppaði fyrir utan heimilið þitt, keyrði þig í Nettó og næði í þig þeg- ar þú værir búin að versla. Við áttum það sameiginlegt að okkur þótti gaman að spila og svo að sjálfsögðu að spila bingó. Ég man svo vel eftir Páskabingó, þá fengum við alltaf páskaegg. Svo má ekki gleyma því að við vor- um nöfnur, ég man líka að þegar ég var ófrísk þá kom ekki annað til greina að ef ég gengi með strák þá fengi hann nafnið hans afa Óskars. Óskar Þór var nú í smá uppáhaldi hjá þér og saknar þín, við töluðum um að þér liði vel núna og vonum að það sé rétt. Þegar ég kom norður í byrjun mars með systkinum mínum þá varst þú bara hress og gerðir smá grín. Það var yndislegt að geta kvatt þig þó svo að ég vildi það ekki, en þá vissi ég að þú varst tilbúin til þess. Ég veit að þú fylgist með okkur núna og bið þess að þér líði vel. Þín sonardóttir, Sigurlaug. Elsku amma Lilla hefur nú kvatt okkur. Þegar ég lít um öxl rifjast upp fyrir mér ótal góðar stundir sem við áttum saman. Mínar fyrstu minning- ar um ömmu eru þegar ég heimsótti hana og afa þegar þau bjuggu á Þingvöllum. Það ríkti alltaf viss eft- irvænting fyrir þær heimsóknir enda tóku þau ávallt vel á móti manni. Þegar afi hafði kvatt okkur og amma var flutt í Smárahlíðina fór ég að heimsækja hana oftar, bæði var styttra að fara og eins var ég orðinn eldri. Við gripum yfirleitt í spil, oftar en ekki var það rommí, og fengum okkur svo smá bita. Þegar kom að því að eiga eitthvað með kaffinu kom maður aldrei að tómum kofanum hjá ömmu, ostabrauð í ofninum góða, tertubiti með sultu og hvítt súkku- laði á eftir var sígild blanda og að sjálfsögðu mjólk með. Samband okkar ömmu breyttist töluvert haustið ’97 þegar ég flutti til hennar í fyrra skiptið. Þau tvö skipti sem ég bjó hjá henni telja rétt um fjögur ár og get ég ekki sagt annað en að við höfum kynnst hvort öðru nokkuð vel þann tíma. Strax frá upp- hafi náðum við vel saman þó svo að við værum mjög ólík að mörgu leyti, ég held að við höfum bætt hvort ann- að ágætlega upp. Þann tíma sem ég bjó hjá henni hugsaði hún um mig líkt og eigin son, það eina sem ég gat hugsanlega kvartað yfir á sínum tíma var hversu viljug hún var til að vekja mig á morgnana. Ég kvarta nú ekki yfir því í dag enda hefði skóla- ganga mín verið heldur endaslepp ef ekki hefði ég mætt á morgnana. Á slaginu 7:50 var sú gamla mætt í dyragættina, oftar en ekki glottandi yfir tilburðum mínum við að reyna að koma mér á fætur. Þó amma hafi verið af gamla skól- anum og ekki verið ýkja hrifin af óvæntum uppákomum var hún manna duglegust við að koma mér á óvart. Tveir atburðir sitja mér of- arlega í minni. Fyrra skiptið var þegar farið var að líða að kvöldmat og hún spyr hvort við ættum ekki að panta pizzu. Ég veit ekki hversu langt hakan á mér fór niður, hún var fánaberi íslenskrar matreiðslu en ákvað allt í einu að vilja prófa pizzu, komin á áttræðisaldurinn. Seinna skiptið var þegar ég geymdi forláta vodkapela inni í geymslu. Amma var ekki mjög hrifin af áfengi og því var ég ekki að flagga pelanum góða. Ég tók svo eitt sinn eftir því að minnka fór í pelanum og varð alveg furðu- lostinn enda vorum við amma bara tvö og ekki gat sú gamla verið að blanda sér á kvöldin. Það kom svo á daginn þegar ég grennslaðist fyrir um hjá henni að henni þótti ágætt að fá sér eins og eina teskeið þegar hún var með eitthvað í hálsinum, þetta hreinsaði víst ansi vel. Ég var marga daga að ná harðsperrunum úr mag- anum á mér eftir allan hláturinn. Svona gæti ég haldið áfram lengi að segja frá þeim tíma sem við amma áttum saman. Elsku amma, það voru forréttindi að fá að kynnast þér svona vel, þær stundir sem við áttum saman munu ylja mér um ókomna tíð. Ég mun ævinlega verða þér þakklátur fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og kenndir mér og ég veit að þú fylgist áfram vel með mér. Sigurður Freyr Sigurðsson. Elsku amma mín, mikið á ég eftir að sakna þín, sakna þess að geta ekki hringt í þig á kvöldin og spjallað við þig um allt milli himins og jarðar. En ég veit í hjarta mínu að þér líð- ur vel í dag og efast ekki um að vel hafi verið tekið á móti þér, Óskar afi og Siddi hafa gert það ásamt fleirum. Ég hef hugsað um þær stundir sem við áttum saman og þær geymi ég í hjarta mínu. Ég man svo vel þegar ég var lítil stelpa og kom á Þingvelli til ykkar afa að þið tókuð alltaf svo vel á móti mér. Það voru alltaf ísblóm í frystikistunni og nóg var um plássið til að leika sér úti. Svo var líka alltaf gaman að fara og skoða í gamla húsinu og ekki má gleyma ferðunum sem við fórum og fundum gjarnan gamalt dót sem við afi sáum not fyrir. Þú sást það ekki alltaf og varðst stundum hissa á því hvað við værum að gera. Ég á nú ennþá símaborð sem við fundum og hefur það verið málað mjög oft. Það var skrítið þegar þú fluttir frá Þingvöllum en ég var nú stolt af þér að fara í strætó. Ég man að þú sagð- ist vera með einkabílstjóra sem stoppaði fyrir utan heimilið þitt, keyrði þig í Nettó og næði í þig þeg- ar þú værir búin að versla. Við áttum það sameiginlegt að okkur þótti gaman að spila og svo að sjálfsögðu að spila bingó. Ég man svo vel eftir Páskabingói, þá fengum við alltaf páskaegg. Svo má ekki gleyma því að við vor- um nöfnur, ég man líka að þegar ég var ófrísk kom ekki annað til greina ef ég gengi með strák en að hann fengi nafnið hans afa Óskars. Óskar Þór var nú í smáuppáhaldi hjá þér og saknar þín. Við töluðum um að þér liði vel núna og vonum að það sé rétt. Þegar ég kom norður í byrjun mars með systkinum mínum varst þú bara hress og gerðir smágrín. Það var yndislegt að geta kvatt þig þó svo að ég vildi það ekki en þá vissi ég að þú varst tilbúin til þess. Ég veit að þú fylgist með okkur núna og bið þess að þér líði vel. Þín sonardóttir, Sigurlaug. Sigurlaug Njálsdóttir ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, PETREA AÐALHEIÐUR RÖGNVALDSDÓTTIR (Háaskála), lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði, laugardaginn 15. mars. Útför hennar fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 22. mars kl. 11.00. Ásta Axelsdóttir, Valgeir Ásbjörnsson, Sveinbjörn Axelsson, Sæunn Axelsdóttir, Ásgeir Ásgeirsson, Lára Axelsdóttir, Ómar Þórisson, Hanna Brynja Axelsdóttir, Jón Þorbjörnsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Faðir minn og bróðir okkar, STEINDÓR ZÓPHÓNÍASSON fyrrum bóndi, Ásbrekku, Gnúpverjahreppi, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kumbaravogi aðfaranótt 17. mars. Ingveldur Sigrún Steindórsdóttir og systkini hins látna. ✝ Faðir okkar, afi, bróðir og vinur, GUÐJÓN GUÐMUNDSSON húsasmíðameistari, Bakkaseli 7, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 13. mars. Útförin verður gerð frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 25. mars kl. 11.00. Gunnar Þór Guðjónsson, Elínborg Magnúsdóttir, Hulda Rós, Ester Ósk, Linda Björk, Sonja Guðbjörg Guðjónsdóttir, Fríða Kristín Guðjónsdóttir, Hans Hafsteinsson, María H. Guðmundsdóttir, Bára Böðvarsdóttir, Friðrik Hróbjartsson, Sigurður Rúnar Jónasson, Hulda Böðvarsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, HELGI HALLVARÐSSON fyrrverandi skipherra, Lautasmára 1, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum laugardaginn 15. mars. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 27. mars kl. 13.00. Þuríður Erla Erlingsdóttir, Guðfinna Helgadóttir, Guðni Einarsson, Sigríður Helgadóttir, Birgir H. Sigurðsson, Helgi Helgason, Brynja Tómasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.