Morgunblaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 41 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf 40+ félagsstarf fyrir fólk með þroska- hömlun | Félagsmiðstöðin Aflagranda 40 er opin kl. 17-22, spilakvöld. Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30-9.15, vinnustofa kl. 9-16.30, postulínsmálning kl. 9-12 og 13-16.30, páskaeggjabingó kl. 14. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handavinna, smíði/útskurður kl. 9-16.30, heilsugæsla kl. 10-11.30. Uppl. í síma 535-2700. Bólstaðarhlíð 43 | Rútuferð frá Bólstað- arhlíð kl. 13.15 í Háskólabíó á myndina Brúðguminn kl. 14. Hárgreiðsla, böðun, al- menn handavinna, morgunkaffi/dagblöð, glerlist, fótaaðgerð, hádegisverður, spila- dagur, kaffi. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofan Gullsmára 9 er opin kl. 10-11.30. Sími 554-1226. Skrifstofan í Gjábakka er opin kl. 15-16. Sími 554-3438. Félagsvist er í Gjábakka kl. 13. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Skráning er hafin í 8 daga sögu- ferð til Kaupmannahafnar – Wroclaw (Breslá) og Berlínar 7.-14. maí. Nánari uppl. og skráning hjá Söguferðum/ Þorleifi Friðrikssyni s. 564-3031 og í síma 554-0999, Þráinn. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu- Hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl. 10, söngvaka kl. 14, umsjón Sigurður Jónsson og Helgi Seljan. Söngfélag FEB æfing kl. 17. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, leiðbeinandi við til kl. 17, glerlistarhópar kl. 9.30 og kl. 13. fé- lagsvist kl. 13, viðtalstími FEBK kl. 15-16, bobb kl. 16.30 og samkvæmisdans undir stjórn Sigvalda kl. 18-20. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, hádegisverður, postu- línsmálun og kvennabrids kl. 13. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Engin kvennaleikfimi í dag, brids og búta- saumur kl. 13. Miðar á 40 ára afmæl- ishátíð félags eldri borgara í Hafnarfirði 25. mars, seldir í Jónshúsi í dag kl. 13-15, 1.000 kr. Lokað í Jónshúsi og Smiðjunni fram yfir páska. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9-16, m.a. fjölbreytt handavinna og tréútskurður, sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.50, dansæfing kl. 10. Frá hádegi spilasalur opinn. Starfsemi fellur niður á skírdag, föstudaginn langa og annan páskadag. Sími 575-7720. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9-16.30, útskurður kl. 9-12, ganga kl. 10.15, hádeg- ismatur, brids kl. 13, kaffi. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, pútt á Keil- isvelli kl. 10, almenn handmennt og línu- dans kl. 11, handmennt kl. 13, pílukast kl. 13.30, Gaflarakórinn kl. 16.15. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-16 hjá Sigrúnu, páskaskraut, glermálun o.fl. Jóga kl. 10. Samverustund kl. 10.30, lestur og spjall. Böðun fyrir hádegi. Há- degisverður. Hársnyrting. Gleðilega páska. Hittumst þriðjudaginn 25. apríl. Hæðargarður 31 | Tölvukennsla, Íslands- söguspjall, myndlist, bókmenntir, fram- sögn og framkoma, Bör Börson, söngur, páfagaukar, hláturhópur, Skapandi skrif, postulín, Þegar amma var ung, hug- myndabanki, Müllersæfingar, nýstárleg hönnun fermingarkorta, Vorferð á vit skálda o.fl. Sími 568-3132. Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthúsinu í Dalsmára kl. 9.30, ringó í Smáranum kl. 12. Uppl. í síma 564-1490. Norðurbrún 1 | Félagsvist kl. 14. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaað- gerðir kl. 9-12. Aðstoð v/böðun kl. 9.15- 16, handavinna kl. 10-12, sund kl. 11.45, há- degisverður, verslunarferð í Bónus kl. 13- 16, tréskurður kl. 14.30, kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, morgunstund kl. 10, handa- vinnustofan opin allan daginn, versl- unarferð kl.12.30, upplestur kl. 12.30, bókband kl. 13, dans kl. 14 við undirleik harmónikkuhljómsveitar, uppl. í síma 411- 9430 Þórðarsveigur 3 | Handavinna kl. 9, sal- urinn opinn og ganga kl. 13, boccia kl. 14. kaffiveitingar. Kirkjustarf Áskirkja | Hreyfing og bæn í neðri safn- aðarsal milli kl. 11 og 12. Bessastaðasókn | Foreldramorgunn í Holtakoti kl. 10-12. Opið hús eldri borgara í Litlakoti kl. 13-16, spilað og spjallað. Bæna-/kyrrðarstund á leikskólanum Holtakoti í kl. 20-21. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hugvekja, fyrirbænir. Léttur máls- verður í safnaðarheimili eftir stundina. Bústaðakirkja | Emmaus-námskeiðið um lífið og trúna hefst eftir páska og er ætl- að öllum þeim sem áhuga hafa á krist- indómnum eða vilja dýpka skilning sinn á kristinni trú. Námskeið hefst fimmtudag- inn 27. mars og stendur til 1. maí, kl. 19.30-21 og er öllum opið og þátttak- endum að kostnaðarlausu. Skráning fer fram í Bústaðakirkju í síma 553-8500. Digraneskirkja | Alfanámskeið kl. 19. www.digraneskirkja.is Dómkirkjan | Bænastund kl. 12.10. Léttur hádegisverður á kirkjuloftinu á eftir. Bænarefnum má koma á framfæri í síma 520-9700 eða með tölvupósti til dom- kirkjan@domkirkjan.is. Fríkirkjan Kefas | Unglingasamkoma kl. 20. Kennsla, tónlist og samvera. Grafarvogskirkja | Birgir Ármannsson alþingismaður les 31. passíusálm kl. 18. Kyrrðarstund kl. 12-13. Fyrirbænir og alt- arisganga, léttur hádegisverður að lok- inni stundinni. TTT fyrir 10-12 ára kl. 17-18 í Rimaskóla og Korpuskóla. Grensáskirkja | Samverustund aldraðra, matur og spjall kl. 12. Farið verður frá kirkjunni kl. 13.30, í föstuguðsþjónustu í Breiðholtskirkju sem hefst kl. 14. Hallgrímskirkja | Árdegismessa kl. 8. Hugleiðing, altarisganga. Morgunverður í safnaðarsal eftir messuna. Hallgrímskirkja í Saurbæ | Íhug- unarsamvera verður föstudaginn langa kl. 20. Heimamenn lesa píslarsöguna og valda Passíusálma Hallgríms. Kór Saur- bæjarprestakalls syngur undir stjórn Arnar Magnússonar organista. Prestur sr. Skírnir Garðarsson. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bæna- stund kl. 12-13, skrifstofan lokar á meðan, unglingafræðsla kl. 17.30, fjölskyldu- samvera kl. 18, létt máltíð gegn vægu gjaldi, biblíukennsla kl. 19, „Royal Rang- ers“ skátastarf fyrir 5 ára og eldri. Íslenska Kristskirkjan | Samkirkjuleg út- varpsguðsþjónusta á skírdag kl. 11, Fossa- leyni 14. Unglingakór Grafarvogskirkju, Svava Ingólfsdóttir og Gróa Hreinsdóttir sjá um tónlistina. Konur flytja bænir frá Gvæjana og Svanhildur Sigurjónsdóttir flytur hugleiðingu. Prestur sr. María Ágústsdóttir. Kristniboðssalurinn | Samkoma kl. 20. Margrét Hróbjartsdóttir sýnir myndir frá ferð sinni til Eþíópíu í desember sl. Ræðu- maður er Benedikt Jasonarson. Kaffi eft- ir samkomu. Laugarneskirkja | Foreldramorgunn kl. 10, sr. Hildur Eir leiðir starfið. Gönguhóp- urinn Sólarmegin leggur upp frá kirkju- dyrum kl. 10.30, létt ganga og fólk hvatt til að slást í för. Kirkjuprakkarastarfið tekur páskafrí í dag. Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Opið hús kl. 15, Örn Bárður Jónsson talar um ann- að rit læknisins Lúkasar í Nýja testa- mentinu, Postulasöguna. Kaffiveitingar á Torginu. Vegurinn | Páskamót. Opnunarsamkoma kl. 20, Högni Valsson prédikar, lofgjörð, fyrirbæn. Samfélag í kaffisal á eftir. www.paskamot.com 90 ára afmæli. Níræður erí dag, 19. mars, Valdi- mar Þórðarson húsasmíða- meistari, frá Ásmund- arstöðum í Rangárvallasýslu, nú til heimilis á Heiðarvegi 4, Selfossi. Valdimar verður að heiman á afmælisdaginn. Brúðkaup | Áslaug Hauksdóttir og Þórður Steinar Árnason voru gefin saman 26. febrúar síðastliðinn af Ernal G. Willis á Sunset Jamaica Grande í Ocho Rios, Jamaica. dagbók Í dag er miðvikudagur 19. mars, 79. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Móðir mín og bræður eru þeir, sem heyra Guðs orð og breyta eftir því. (Lúk. 8, 21) Námskeiðið Vinnusálfræðiog samskipti á vinnustaðverður í boði hjá Endur-menntun Háskóla Íslands í apríl. Kennsla er í höndum Guðfinnu Ey- dal og Álfheiðar Steinþórsdóttir sér- fræðinga í klínískri sálfræði, en þær hafa haldið samskonar námskeið um nokkurra ára skeið. „Mikil vakning hefur orðið hér á landi síðustu ár um gildi þess að efla samskiptaþáttinn í starfi,“ segir Guð- finna „Þótt verkefnaþáttur starfsins sé alltaf mikilvægur þá er velgengni fyrirtækis og líðan starfsmanna mjög háð því að samskiptin séu í lagi. Í vinnusálfræði er unnið með hið sál- fræðilega umhverfi á vinnustaðnum, hvað hefur áhrif á jákvætt andrúms- loft og hvað veldur togstreitu og spennu í samskiptum. Áhersla er lögð á hvernig má bæta samskipti á vinnu- stað og stuðla að betri vinnuanda.“ Guðfinna segir samskipti á flestum vinnustöðum vandasöm og flókin: „Á námskeiðinu kennum við svokallað boðgreiningarlíkan: samskiptalíkan sem gagnast fólki bæði til að túlka eigin samskiptamynstur og annarra, koma auga á styrkleika og veikleika. Með því að tileinka sér líkanið er auðveldara að leysa samskiptamál á farsælan hátt, auka samstarfshæfni þátttakenda og þjálfa viðbrögð sem leysa ágreining og deilur.“ Sniðið að þörfum nemenda Námskeiðið fer fram í formi fyr- irlestra og verkefna: „Það er mjög misjafnt efir starfshópum hvað er í brennidepli og reynum við í upphafi námskeiðs að fá innsýn í hvað helst brennur á þátttakendum. Reynt er að taka mið af þeim atriðum á nám- skeiðinu,“ segir Guðfinna. „Stundum getur verið um að ræða vissa álags- þætti vegna eðlis starfsins, eitthvað í samskiptum stjórnenda og undir- manna eða í innbyrðis samskiptum hjá þeim sem starfa þétt saman. Stundum vantar meiri vinnugleði og áhuga“. Námskeiðið verður haldið dagana 1., 3. og 8. apríl, kl. 9 til 12 í hvert skipti. Finna má nánari upplýsingar um námskeiðsgjöld og skráningu á heimasíðu Endurmenntunar, www.endurmenntun.hi.is. Símenntun | Námskeið hjá Endurmenntun hí um vinnusálfræði í apríl Lykill að liprum samskiptum  Guðfinna Eydal lauk embættisprófi í sálfræði frá Kaupmannahafn- arháskóla 1975. Sálfræðingur við sálfræðideild skóla í Reykjavík 1976- 78. Sérfr. í klín- ískri sálfræði frá 1992 og hefur auk kennslustarfa unn- ið við Foreldraráðgjöfina 1979-83 og við rannsóknir á Heilsuverndarstöð Rvk. Hún sat í Barnaverndarráði Ísl. 1979-83 og 91-02. Frá 2002 hefur Guð- finna setið í kærunefnd barnavernd- armála og hefur frá 1983 rekið eigið fyrirtæki Sálfræðistöðina. Tónlist DOMO Bar | ASA tríó leikur á Múlanum kl. 21. Tríóið skipa; Andrés Þór, gítar, Scott McLemore, trommur og Agnar Már. Efnisskráin sam- anstendur af eigin tónsmíðum, lögum úr smiðju Coltrane, Fiona Apple, Red Hot Chili Peppers, Jimi Hendrix o.fl. Sauðárkrókskirkja | Páll Óskar Hjálmtýsson og Monica Abendroth leika og syngja tónlist á skír- dagskvöld kl. 20.30. Í hléi verður altarisganga þar sem brotið verður nýbakað brauð og bergt á vínberjum. Enginn aðgangseyrir. Fyrirlestrar og fundir Dýraverndarsamband Íslands | Aðalfundur verður haldinn í Brekknaási 9 (dýrahóteli), Rvk., 25. mars kl. 18. Venjuleg aðalfundarstörf. Fréttir og tilkynningar Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Mat- arúthlutun kl. 14-17 í Hátúni 12b. Sími 551-4349, netfang maedur@simnet.is Frístundir og námskeið Nýsköpunarmiðstöð Íslands | Námskeið í verk- efnastjórnun „Lykill að árangri í verkefnun er kunnátta í stjórnun verkefna“, verður 27. og 28. mars kl. 9-13. Fjallað um grundvallaratriði verkefnastjórnunar og kenndar aðferðir sem koma að góðum notum, hvort heldur er innan fyrirtækja, stofnana eða hjá félagasamtökum. Börn Páskaeggjaleit í Elliðaárdalnum og á Ægisíðu | Árleg páskaeggjaleit við gömlu rafstöðina og við grásleppuskúrana á Ægisíðu verður laug- ardaginn 22. mars kl. 14 á báðum stöðum. Allir velkomnir, félög sjálfstæðismanna í Árbæ, Breiðholti og Nes- og Melahverfi. FRÉTTIR NÚ um páskana leggja margir landsmenn land undir fót. Af því tilefni vill Slysavarnafélagið Landsbjörg vekja athygli á nokkrum góðum ferðareglum sem rétt er að hafa í huga áður en lagt er af stað í ferð um land- ið, sama hvort er á láglendi eða hálendi, með það að markmiði að koma í veg fyrir slys. Ef ferðast er um láglendið:  Fylgist með veðurspá  Farið yfir hjólbarðana og hreinsið tjöru af þeim  Verið viss um að rúður séu hreinar, sólin er lágt á lofti og blindar auðveldlega  Stillið aksturshraðann miðað við aðstæður en þó aldrei um- fram hámarkshraða  Munið að akstur og áfengi fara ekki saman  Hafið beltin spennt og tryggið öryggi barnanna Ef ferðast er um hálendið:  Fylgist með veðurspá  Gerið ferðaáætlun og skiljið hana eftir hjá aðstandendum  Kynnið ykkur vel það svæði sem ferðast á um  Hafið í huga að mikið er af krapa á stórum svæðum þessa dagana og margir hafa lent í vandræðum þar undanfarið  Hafið með góðan hlífðarfatnað Takið með sjúkragögn og neyð- arfæði  Fjarskipti þurfa að vera í lagi, gps, kort, áttaviti og talstöð/sími og kunnátta verður að vera til staðar til að nota þau  Verið viss um að farartækið sé í góðu ásigkomulagi áður en lagt er af stað  Ferðist ekki einbíla Takið með grunnviðgerðardót fyrir farartækið og festið allan farangur  Munið að akstur og áfengi fara ekki saman  Ef ferðast er í bíl: spennið beltin og tryggið öryggi barnanna og notið hjálma, brynj- ur og annan hlífðarfatnað ef far- ið er um á vélsleða eða skíði  Betra er að snúa við í tíma en að koma sér í ógöngur Gefur ráðleggingar fyrir páskaferðalögin NÝ hvítasunnukirkja hefur starfsemi sína á höfuðborg- arsvæðinu á páskadag. Nýja kirkjan hefur fengið heitið Mózaik og vísar þar til þess fjölbreytileika og gjafa sem hver og einn einstaklingur hefur fram að færa við uppbyggingu safnaðar í kirkju Krists, segir í fréttatilkynningu. Prestar nýju kirkjunnar, verða Halldór N. Lárusson og Theodór Birgisson. Stofn- samkoma Mózaik verður eins og áður segir á páskadag og hefst hún kl.14:00 í Háborg, Stang- arhyl 3A. Vörður Leví Trausta- son, hirðir Hvítasunnukirkj- unnar á Íslandi og prestur Hvítasunnukirkjunnar Fíla- delfíu, mun flytja ávarp og bless- unarorð. Stofnsamkoman er öll- um opin. Hvítasunnukirkjan á sér langa sögu á Íslandi og var fyrsta kirkjan stofnsett í Vest- mannaeyjum árið 1926. Hvíta- sunnukirkjan Fíladelfía, fyrsti og eini Hvítasunnusöfnuðurinn á Reykjavíkursvæðinu fram til þessa, var síðan sett á laggirnar árið 1936. Alls eru söfnuðir Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi nú 18 talsins. Vöxtur kirkjunnar hefur verið mikill undanfarin ár og er nú svo komið að færa þarf út kvíarnar til að sinna aðkall- andi verkefnum og þjónustu við íbúa á höfuðborgarsvæðinu, seg- ir í tilkynningunni. Ný hvíta- sunnukirkja hefur starf- semi RÁÐSTEFNA um þjóðfélags- fræði, ,,Líf og störf í byggðum landsins“; verður haldin að Hól- um í Hjaltadal dagana 28. til 29. mars. Fluttir verða yfir 20 fyr- irlestrar um rannsóknir frá sjónarhóli félagsfræði, mann- fræði, stjórnmálafræði og skyldra greina. Ráðstefnunni er ætlað að skapa umræðuvett- vang þjóðfélagsfræðinga og annarra sem starfa í háskólum og framhaldsskólum og við rannsóknir á öðrum vettvangi. Jafnframt gefur hún nemendum á háskóla- og framhalds- skólastigi kost á að kynnast og taka þátt fræðastarfi þjóð- félagsfræðinnar. Meðal umfjöllunarefna má nefna þjóðfélagsbreytingar, bú- setufyrirætlanir unglinga, ferðaþjónustu, fjölmiðla, lýð- heilsu grunnskólanema af er- lendum uppruna, málnotkun, af- brot, umhverfismál og þróunarsamvinnu, segir í frétta- tilkynningu. Háskólinn á Hólum sér um ráðstefnuna en að henni standa Háskólinn á Akureyri, Háskól- inn á Hólum, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Framhalds- skólinn á Húsavík, Framhalds- skólinn á Laugum, Mennta- skólinn á Akureyri, Menntaskólinn á Egilsstöðum, Menntaskólinn á Ísafirði, Verk- menntaskóli Austurlands og Verkmenntaskólinn á Akureyri. Ráðstefna um störf í byggðum landsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.