Morgunblaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 52
MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 79. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Jákvæðara andrúmsloft  Gengi hlutabréfa klifraði á mörk- uðum í gær, á sama tíma og gengi Bandaríkjadals hækkaði í kjölfar já- kvæðra frétta úr bankaheiminum og 0,75 prósenta stýrivaxtalækkunar bandaríska seðlabankans. » Forsíða Sundagöng verði tvöföld  Verði ráðist í gerð Sundaganga verða þau fyrstu jarðgöngin hér á landi þar sem umferð er meiri en 10.000 ökutæki á dag. Af þeim sök- um verða strax byggð tvenn jarð- göng með tveimur akreinum hvor. Áætluð heildarlengd Sundaganga er um 3.800 metrar. » 6 Endurspeglar hræringar  Gengislækkun íslensku krón- unnar kallar ekki á sértækar aðgerð- ir af hálfu ríkisstjórnarinnar, að sögn Geirs H. Haarde forsætisráð- herra, sem fór yfir stöðu mála í gær. Það sem sé að gerast í íslenskum efnahagsmálum endurspegli stórat- burði erlendis. » Miðopna Kreppir að í hagkerfinu  Til skamms tíma litið mun kreppa að í íslensku efnahagslífi, að mati dr. Gunnars Haraldssonar. Samdrátt- inn í efnahagslífinu hafi borið upp á sama tíma og fjármálakreppuna á erlendum mörkuðum. » Miðopna SKOÐANIR» Ljósvakinn: Drýpur blóð af hverju strái Staksteinar: Enginn friður til að gæta Forystugreinar: Mismunandi mat | Áhrif gengislækkunar UMRÆÐAN» Á að hunsa álitið? Orðsending til heilbrigðisráðherra Misskilningurinn er hjá Lands- virkjun en ekki landeigendum ##3 3$ ##3%% 3 3 3$ #%3 3#$ #3# 4! 5&! . +  6!    %"   ##3 #%3 3  3$ #%3% 3#$ %3 3# #3$ - 7 )1 & ##3#% #%3 3$# 3 3 #$3 3#$%% %3 89::;<= &>?<:=@6&AB@8 7;@;8;89::;<= 8C@&77<D@; @9<&77<D@; &E@&77<D@; &2=&&@"F<;@7= G;A;@&7>G?@ &8< ?2<; 6?@6=&2+&=>;:; Heitast 7° C | Kaldast 1° C Sunnan- og suðvest- an 5-13 m/s og rigning eða súld. Vestlægari og skúrir vestanlands en léttir til austanlands. » 10 Pétur Blöndal veltir því fyrir sér hvort hátíðin Iceland on the Edge í Brussel sé besta leiðin til að kynna Ísland. » 46 AF LISTUM» Ísland á brúninni FÓLK» Carey treystir ekki karl- mönnum. » 47 Leikritið Ég er meistarinn eftir Hrafnhildi Hagalín verður sýnt á leik- listarhátíð í Frakk- landi í sumar. » 44 LEIKLIST» Íslenskur maestro TÓNLIST» Fjölmargar sveitir kveðja Gaukinn. » 44 KVIKMYNDIR» Leikstjóri Enska sjúk- lingsins er látinn. » 45 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Bannað að bera brjóstin í Hveró 2. Tvö börn stungin til bana 3. Hellti vatni yfir lögmanninn 4. Gríðarlegt flökt á krónunni  Íslenska krónan veiktist um 1,16% AUÐUR og Rut Jónsdætur, lands- liðskonur í handknattleik sem leika með Kópavogsliðinu HK, hafa geng- ið frá samningum við dönsk lið. Rut Jónsdóttir, sem er aðeins 17 ára gömul, samdi við Tvis Holstebro en Auður Jónsdóttir, sem er 19 ára, samdi við Ringköbing. Þær fara til Danmerkur í júlí og hjá dönsku fé- lögunum er mikil eftirvænting. „Rut er eitt mesta, ef ekki mesta efni sem upp hefur komið í íslensk- um handbolta. Hún er bráðefnileg og getur tvímælalaust náð mjög langt,“ segir þjálfari Tvis Holstebro, Niels Agesen Nielsen. Þær systur verða á ferðinni næstu daga með 20-ára landsliðinu í hand- knattleik kvenna sem tekur þátt í undanriðli heimsmeistaramótsins en keppt er á heimavelli þeirra, íþrótta- húsinu Digranesi í Kópavogi, og fyrsti leikurinn er gegn Ungverja- landi í dag. | Íþróttir Systur til Danmerkur Rut Jónsdóttir Auður Jónsdóttir Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is „LYKILLINN að íslensku samfélagi er íslenskan. Þrátt fyrir að skóla- ganga mín hér hafi verið mjög stutt hef ég náð góðum tökum á íslensku. Ég var heppin því ég eignaðist ís- lenska vini sem tóku mig að sér og kenndu mér íslensku. Þannig hef ég komist inn í íslenskt samfélag og finn að hér á ég heima. Því segi ég með stolti í dag: Ég er Íslendingur,“ sagði Falasteen Abu Libdeh, fulltrúi Sam- fylkingarinnar á fundi í borgarstjórn Reykjavíkur í gær. Hún tók þar sæti í stað Sigrúnar Elsu Smáradóttur, sem vék sæti, enda Falasteen fulltrúi Samfylkingarinnar í mannréttinda- ráði borgarinnar, en í borgarstjórn í gær fóru fram viðamiklar umræður um mannréttindastefnu. Hún er þar með fyrsti Íslendingurinn af erlend- um uppruna sem tekur sæti í borg- arstjórn. Lætur mannréttindi sig varða Mannréttinda- og innflytjendamál eru Falasteen sérstaklega hugleikin, ekki síst málefni þeirra barna sem hingað flytjast. „Það þarf að tryggja að þau nái það góðum tökum á ís- lensku að þau eigi raunverulega möguleika á að mennta sig, standa jafnfætis jafnöldrum sínum og verða fullgildir meðlimir í samfélaginu,“ sagði hún í ræðu sinni og nefndi sér- staklega að vandi gæti steðjað að að- lögun þeirra barna sem eiga foreldra sem hvorki skilja né tala málið og hafa engin tengsl við íslenskt sam- félag. Aðspurð segir Falasteen það hafa verið frábæra upplifun að tala í borg- arráði. „Það var mjög gott að fá að komast að. Nú er árið 2008 og það var orðið tímabært að fyrsti Íslending- urinn af erlendum uppruna kæmist að í borgarstjórn,“ segir hún og kveðst munu beita sér mest innan mannréttindaráðs. Hún segir hægt að ná til heimavinnandi mæðra af er- lendum uppruna í gegnum skólana. „Þessi hópur býr oftar en ekki við al- gjöra einangrun og hefur litlar for- sendur til að aðlagast,“ sagði hún í ræðu sinni í borgarstjórn og kvað nauðsynlegt að ná til þessa hóps. Hún segist andvíg hvers kyns heim- greiðslum til fólks, ekki eigi að greiða fólki fyrir að vera heima hjá sér, en leikskólagjöld megi heldur ekki vera svo há að fæli fólk frá leikskólunum. Talaði fyrst aðfluttra Ís- lendinga í borgarstjórn Fyrst Falasteen tók til máls í um- ræðu um mannréttindamál. Í HNOTSKURN »Falasteen Abu Libdeh fædd-ist 1. nóvember 1978 í Jerús- alem. »Hún fluttist hingað ásamtfjölskyldu sinni frá Palestínu árið 1995 og hóf nám við Austur- bæjarskóla, 16 ára gömul og komin af skólaskyldualdri, enda fá úrræði í skólakerfinu. »Hún skipaði 14. sæti á listaSamfylkingar í borgarstjórn- arkosningum 2006 og vinnur skrifstofustörf á Hagstofunni. BJÖRGÓLFI Guðmundssyni, for- manni bankaráðs Landsbankans, voru í gærkvöldi veitt Hvatning- arverðlaun Samtóns fyrir marghátt- aðan stuðning við tónlistarlífið í landinu. Það var Jakob Frímann Magnússon, formaður Samtóns, sem afhenti verðlaunin en afhendingin var hluti af Íslensku tónlist- arverðlaununum. Björgólfur sagðist afskaplega stoltur, hefði hann getað lagt eitt- hvað fram sem væri tónlistinni til framdráttar. Hann tók reyndar fram, í léttum dúr, að hann hefði auðvitað fremur viljað fá verðlaun fyrir tónlist. En ef tónlistin lægi ekki fyrir mönnum yrðu þeir að gera eitt- hvað annað, t.d. vinna við fjármál. „En í dag skuluð þið ekkert vera að hugsa um að skipta um, haldið ykkur bara í tónlistinni,“ sagði Björgólfur við góðar undirtektir. Björgólfur Guðmundsson fékk hvatningarverðlaun Samtóns Stoltur af því að styrkja Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.