Morgunblaðið - 13.04.2008, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.04.2008, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 100. TBL. 96. ÁRG. SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is ÁHUGI almennings á vistvænum bílum er að aukast, að mati Sigurðar Inga Friðleifssonar, framkvæmdastjóra Orkuseturs. „Við erum með reiknivélar inni á heimasíðu Orkuseturs og notkun á þeim hefur aukist jafnt og þétt. Það bendir til þess að fólk sé farið að hugsa meira um orkumál og ég velti fyrir mér hvort hækkun olíuverðs sé loksins farin að hafa áhrif.“ Sigurður er sannfærður um að útblástursum- með grænum skatti á eldsneyti. Svíar hafa tekið þessa hugmynd upp og eru komnir með 30 kr. koltvísýringsskatt á bensín og 36 kr. á dísilinn. Ástæðan fyrir því að skatturinn á dísilinn er hærri er sú að það er hærra hlutfall koltvísýrings í hon- um en bensíni, öfugt við það sem margir halda. Þarna ráðast Svíar að rót vandans enda eru þeir með hugrakkari stjórnmálamenn þegar kemur að umhverfismálum en flestar aðrar þjóðir,“ segir Egill Jóhannsson, formaður sambandsins. Vilja græna skriðdreka  Áhugi íslensks almennings á vistvænum bílum að aukast  Hækkun olíuverðs gæti verið ein skýr- ingin  Útblástursumræðan farin að segja til sín líka  Hugmyndir um grænan skatt á eldsneyti  Hin heilaga úlpa | 10 ræðan sé líka farin að ná eyrum fólks. „Fólk er í auknum mæli farið að biðja Orkusetur að aðstoða sig við val á bílum. Þá er ég jafnvel að tala um 7-15 milljóna króna bíla og fyrir fólk sem hefur efni á slíkum bílum getur eldsneytisverð varla skipt máli, þannig að verið er að velja bíl út frá lægsta útblástursgildi í þeim flokki. Fólk vill áfram vera á skriðdreka – en grænasta skriðdrekanum.“ Bílgreinasambandið hefur lagt fram róttæka til- lögu um að lækka gjöld á öllum bílum niður í 15% í því skyni að auka endurnýjunarhraðann á þeim. „Tapið á gjöldunum yrði þá fært í notkunina, t.d. Þarfasti þjónninn Það vantar víst ekki framboðið af bílum á Íslandi. MANNKYNIÐ stendur á kross- götum. Framleiðslu- og tæknibylt- ingin sem færði Vesturlöndum gíf- urlegan auð er að umbylta lífsskilyrðum hundraða milljóna manna í fjölmennustu ríkjum heims. Grynnkar í matarkistunni FJÖRUTÍU ár eru síðan kvikmynd- in Bonnie og Clyde með Fay Duna- way og Warren Beatty var frum- sýnd. Þessi blýblandna ástarsaga sló nýjan tón í ofbeldi í bíómyndum. Ballaðan um Bonnie og Clyde FYRIR fáum dögum hætti Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala, störfum sem slíkur. Hann kveðst hafa haft fyrir sið að bjóða nýjum heilbrigðisráðherra að víkja, telji hann það þjóna markmiðum sínum. Hann starfaði með fjórum heil- brigðisráðherrum þau níu ár sem hann var forstjóri Landspítala. Nú hafa orðið þáttaskil. „Við hina fyrri heilbrigðisráðherra hafði ég mikið og beint samband, bæði til að upp- lýsa þá og til að ræða málefni Land- spítalans. Það skorti kannski svolít- ið á þetta samband milli okkar Guðlaugs Þórs,“ segir Magnús í við- tali í blaðinu í dag. Þegar Guðlaugur Þór Þórðarson skipaði tilsjónarnefnd til að fara yf- ir málefni Landspítala og stjórn- enda hans þá breyttust aðstæður. „Mér fannst þessi nefnd komin talsvert inn á verksvið forstjórans. Við ræddum þetta í mesta bróðerni, Guðlaugur Þór og ég, og komumst að þeirri niðurstöðu að best væri að ég breytti til. Ef samvinnan er ekki fullkomin, traust og trúnaður milli ráðherrans og forstjórans, þó að í annan búning sé sett, er grundvöll- urinn að mínu mati brostinn. Ég neita því ekki að hún hefur angrað mig töluvert þessi nefndaskipan,“ segir Magnús ennfremur í við- talinu. Um fjölmargt annað er rætt við hann, svo sem uppruna, æsku- og skólaár, starf hans hjá hagsýslu og fjármálaráðuneyti og hjá Alþjóða- gjaldeyrisbankanum. | 22 Forstjóri Landspítala kveður eftir níu ár í viðburðaríku og erilsömu starfi Stendur á krossgötum Nú svipast Magnús Pétursson um á nýjum vettvangi, hættur sem forstjóri Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Skagfirðingur Magnús Pétursson, fyrrverandi forstjóri Landspítala, ólst upp á Vindheimum í Skagafirði og þangað liggja rætur hans enn í dag með tilheyrandi hestamennsku, söng og gefandi félagslífi. VIKUSPEGILL FYRSTU tilraunir vísindamanna við Kaliforníuháskóla með lyf gegn Alz- heimers-sjúkdómnum þykja gefa af- ar góða raun þótt enn sé of snemmt að segja til um hvort það fari á mark- að. Að sögn vísindamannanna hafa 90 prósent sjúklinga brugðist vel við meðferðinni sem fer þannig fram að lyfinu er sprautað í háls sjúklinga og það svo látið berast til heilans. Tekið er dæmi af Marvin Millar, 82 ára sjúklingi sem er illa farinn af sjúkdómnum, þegar hann fær sprautu. Aðeins fimm mínútum síðar heilsar hann konu sinni sem hann var hættur að bera kennsl á, að því er vísindamennirnir fullyrða. Lyf gegn Alzheimer? Magnaðar stundir í leikhúsinu Mamma mamma >> 68 Leikhúsin í landinu SUNNUDAGUR SKRÚÐ- GANGAN Á HÁHÆLUÐUM TAKKASKÓM Í NAPOLÍ FERÐALÖG >> 34 MEÐ SAMA KÆKINN FEÐGIN OG TRÚNAÐARVINIR ÁRNI OG AÐALBJÖRG >> 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.