Morgunblaðið - 13.04.2008, Page 10
10 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
VISTVÆNAR SAMGÖNGUR
H
oldgervingur barátt-
unnar gegn loftslags-
breytingum af manna-
völdum, Al Gore, var
staddur hér á landi á
dögunum og las fyrir
smekkfullum sal í Háskólabíói. Þeg-
ar hann hafði lokið máli sínu stigu
gestir út í svalan vormorguninn og
settust upp í jeppa sína, einn maður
í hvern jeppa, samkvæmt ofurlítið
stílfærðum heimildum Morg-
unblaðsins. Óku svo á brott þegar
búið var að greiða úr umferð-
arflækjunni. Hefði þessi gjörningur
getað verið með öðrum hætti?
Hefðu menn getað sameinast um far
vestur á Hagatorg? Hefðu þeir ef til
vill getað nýtt sér almennings-
samgöngur, gengið á tveimur jafn-
fljótum eða stigið á bak hjólhesti?
Raunar er þetta rangt val á sagn-
orði, þetta er miklu frekar spurning
um vilja en getu.
Sigurður Ingi Friðleifsson, fram-
kvæmdastjóri Orkuseturs, segir
hefð fyrir því að einkabíllinn sé svo-
lítið heilagur á Íslandi. Bæði sé
hægt að vinna gegn þeirri staðreynd
en mest fáist samt út úr því að vinna
með hana.
„Skynsamlegast er að gera ráð
fyrir því að það verði áfram heilög
mannréttindi á Íslandi að vera á eig-
in bíl en fá fólk til að annars vegar
velja betri bíla – sem hefur eins og
sjá má á götum landsins ekki tekist
hingað til – og hins vegar að nota
bílinn minna. Þá er ég ekki að tala
um öfgaumræðuna, bíll eða ekki bíll,
heldur að fólk eigi áfram bíl en noti
hann minna,“ segir Sigurður.
Takmarkað framboð
Egill Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Brimborgar, segir
grunnástæðuna fyrir því að Íslend-
ingar eru ekki komnir lengra en
raun ber vitni í vistvænum sam-
göngum þá að úrval visthæfra far-
artækja sé enn sem komið er af
skornum skammti í heiminum.
„Við gætum samt verið lengra
komin,“ heldur hann áfram, „og
ástæðan fyrir því að við erum það
ekki liggur dálítið í því hvernig við
Íslendingar vinnum. Við erum meira
fyrir smáskammtalækningar en að
marka stefnu til lengri tíma. Tökum
tollakerfið fyrir bíla sem dæmi. Það
var einfaldað síðast árið 1998 úr átta
flokkum í tvo flokka og hreinsað vel
til. Eigi að síður er það orðið verra í
dag en það var þá.“
Sama má, að sögn Egils, segja um
regluverkið kringum bíla sem ganga
fyrir öðrum orkugjöfum en olíu.
Stjórnvöld séu alltaf að bregðast við
einhverri nýrri tækni í stað þess að
móta almennar reglur til lengri tíma
sem stuðla að bestu mögulegri hegð-
un. „Tökum samgöngurnar. Að
mínu viti er þetta ekki endilega
spurning um tækni, heldur notkun.
Hvernig hegðar maður sér? En það
er flóknara og stjórnmálamenn hafa
tilhneigingu til að forðast djúpu um-
ræðuna. Koma frekar með einföldu
lausnirnar sem síðan virka ekki.“
Fólk farið að staldra við
Sigurður segir áhuga almennings
á vistvænni bílum eitthvað vera að
aukast. „Við erum með reiknivélar
inni á heimasíðu Orkuseturs og
notkun á þeim hefur aukist jafnt og
þétt. Það bendir til þess að fólk sé
farið að hugsa meira um orkumál og
ég velti fyrir mér hvort hækkun ol-
íuverðs sé loksins farin að hafa
áhrif. Hingað til hafa menn bara
fussað og sveiað en haldið áfram að
dæla. En nú er verðið orðið svo hátt
að fólk hlýtur að vera farið að velta
fyrir sér öðrum möguleikum á því að
koma sér milli staða. Get ég fengið
far með makanum eða vinnufélag-
anum eða jafnvel gengið eða hjól-
að?“
Að sögn Egils bendir margt til
þess að árið 2012 verði ákveðinn
vendipunktur í framleiðslu á vist-
hæfum bílum. „Líftími bíla er að
meðaltali sex til sjö ár og umræðan
um visthæfa bíla hefur verið mjög
áberandi meðal bílaframleiðenda
síðustu árin. Verið er að þróa tækni
sem mun koma fram í kynslóð bíla
sem byrjað var að þróa á árunum
2004-06 og koma að megninu til á
markað 2012. Þá fara fjölda-
framleiddir bílar af þessu tagi að
koma og þá fer fyrst að draga til tíð-
inda. Almenningur verður að geta
keypt þessa bíla, það er ekki nóg að
framleiða einn og einn lúxusbíl.“
Fram að því bendir Egill á leið
sem Svíar hafa farið með etanólbíla
og gefist hefur vel. Sú tækni sé til og
á viðráðanlegu verði fyrir almenn-
ing. Ávinningurinn fari þó eftir upp-
runa etanólsins. „Komi það úr syk-
urreyr er óumdeilt að losun
koltvísýrings minnkar um 85% en
komi það úr korni er ávinningurinn
mun minni.“
Rafmótorinn verður aðalmótor
Egill telur að þróunin verði á
þann veg að rafmótorinn í bílum
muni fara stækkandi en sprengi-
hreyfillinn minnkandi, hvort sem
þeir ganga fyrir bensíni, dísil, etanól
eða gasi. Þannig verði rafmótorinn
orðinn aðalmótorinn fyrir árið 2020.
Rökin fyrir því eru af hagrænum
toga en framleiðslukerfin hjá bíla-
framleiðendunum byggja í dag á
þessari tækni. „Það væri alltof dýrt
að snúa blaðinu við og byrja á ein-
hverju nýju.“
Hugmyndir um vetnisknúin
Morgunblaðið/Kristinn
Valkostirnir Kæmi til álita að hjóla eða taka strætó í vinnuna í stað þess að nota einkabílinn, alltént annað veifið?
HIN HEILAGA ÚLPA
Hvers vegna erum við Íslendingar ekki lengra
komnir í vistvænum samgöngum en raun ber
vitni? Er von að spurt sé á tímum þegar verð á
hefðbundnu eldsneyti rífur í vasa almennings og
áhyggjur af losun koltvísýrings aukast dag frá
degi. Er þjóðin föst í viðjum vanans? Býr landið
okkar ekki yfir ómældu magni af vistvænni orku?
Er einkabíllinn, oft kallaður úlpa Íslendingsins,
heilög mannréttindi sama hvað á dynur? Og
hvers vegna hjólum við ekki, nú eða göngum okk-
ar ferða? Verður engu tauti við þessa þjóð komið?
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is