Morgunblaðið - 13.04.2008, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 15
Í
slendingar eru komnir lengra
en margar aðrar þjóðir hvað
varðar vistvænar samgöngur.
Umræðan hefur verið mikil í
þjóðfélaginu og vilji yfirvalda
einnig.
Þetta er viðhorf Kristjáns L.
Möllers sam-
gönguráðherra.
Hann bendir
jafnframt á, að
hér hafi þegar
verið haldin ein
vel sótt ráðstefna
um vistvænt elds-
neyti framtíð-
arinnar sem fékk
mikla umfjöllun.
Ráðherra
bendir ennfremur á, að hér hafi
verið lækkuð gjöld á bíla sem ekki
nota hefðbundna orkugjafa í því
skyni að auka hlutdeild vistvænna
bíla í íslenskum bílaflota. Þá sé að
störfum nefnd sem samgöngu-
ráðuneytið á aðild að, ásamt fjár-
mála- og umhverfisráðuneytinu,
sem hefur það markmið að koma
fram með tillögur um skattlagn-
ingu bíla og eldsneytis. Þar mun
vera horft til þess að draga úr orku-
notkun og minnka útblástur koltví-
sýrings.
Verkefni um vistakstur
Kristján samsinnir því að fram-
boð af vistvænum bílum mætti vera
meira, en það helgist að hluta til af
því að fjöldaframleiðsla á þeim er
ekki hafin. Þá mættu orkustöðvar
af vistvænum toga vera fleiri á
landinu en það muni væntanlega
breytast með tímanum.
Samgönguráðuneytið sem slíkt
lætur, að sögn Kristjáns, ekki sitt
eftir liggja en þar hefur meðal ann-
ars verið hleypt af stokkunum sér-
stöku verkefni sem hverfist um
vistakstur.
Kristjáni þykir líka eðlilegt að
stjórnvöld sýni fordæmi í þessum
efnum, meðal annars með kaupum
á vistvænum farartækjum.
Ráðherra segir stjórnvöld opin
fyrir því að styðja við bakið á að-
ilum, t.d. bílaumboðunum, sem
koma vilja að þessum málum, meðal
annars með auknum innflutningi á
visthæfum bílum. „Það er partur af
því sem við erum að skoða.“
Dreifing umferðar
Dreifing umferðar á höfuðborg-
arsvæðinu, einkum á morgnana,
hefur einnig verið til athugunar í
ráðuneytinu að fyrirmynd erlendra
borga. Þá segir Kristján almenn-
ingssamgöngur stöðugt til skoð-
unar. „Það hefur t.a.m. verið í
gangi tilraunaverkefni með stræt-
isvagnaakstur upp á Akranes sem
hefur gengið það vel að núna eru
menn farnir að tala um Borgarnes,
Hveragerði og Árborg í sama tilliti
án þess að niðurstaða liggi fyrir.“
Hvað varðar aðra valkosti, svo
sem hjólreiðar, segir Kristján það
meira á könnu sveitarstjórna en
unnið hafi verið markvisst að því að
fjölga hjólreiðastígum á höfuðborg-
arsvæðinu undanfarin ár.
MIKILL VILJI OG UMRÆÐA
Morgunblaðið/Frikki
Framtíðin? Annar etanólbílanna sem Brimborg flutti inn á sínum tíma.
Hann er af gerðinni Volvo C30. Sjáum við senn fleiri slíka á Íslandi?
Kristján L. Möller
EIGNIR Í PORTÚGAL
FJÁRFESTINGAR-
MÖGULEIKAR
Á HINNI FÖGRU
VESTURSTRÖND
ALGARVE
Ræðið við framkvæmdaraðila á
sýningunni „Fasteignakaup
erlendis“ um helgina, í bás 4 í
Vetrargarðinum, Smáralind,
í Kópavogi.
info@cascade-resort.com
www.cascade-resort.com
Sjúkdómar tengdir lífsstíl eru ein mesta ógn sem steðjar að lífsgæðum
Íslendinga. Hverjir eru áhættuþættirnir og hvernig getum við stuðlað
að heilbrigðum lífsháttum?
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/H
S
K
4
19
72
0
4/
08
Í boði er:
» Kennsla hjá helstu sérfræðingum Íslands á sviðum lýðheilsu.
» Valnámskeið úr fjölmörgum fræðasviðum Háskóla Íslands,
þar á meðal: Heilsuhagfræði, heilsusálfræði, næringarfræði,
opinberri stjórnsýslu, umhverfisfræði og vinnuvernd.
» Kennslu- og rannsóknarsamstarf við fremstu mennta-
stofnanir heims, þar á meðal Harvardháskóla í Boston og
Karolinskaháskólann í Stokkhólmi.
» Rannsóknarsamstarf við innlendar stofnanir, þar á meðal:
Hjartavernd, Krabbameinsfélag Íslands, Landlæknisembættið,
LSH og Lýðheilsustöð.
MIÐSTÖÐ Í LÝÐHEILSUVÍSINDUM www.hi.is
Hvernig líður þjóðinni?
Meistara- og doktorsnám í lýðheilsu
er tveggja ára þverfræðilegt nám sem
veitir hagnýta þekkingu á framkvæmd
heilbrigðisrannsókna og útfærslu forvarnar-
aðgerða. Mikilvægur undirbúningur fyrir
forystuhlutverk á hinum fjölmörgu sviðum
heilbrigðismála.
Meistaranám í lýðheilsu
Master of Public Health (MPH)
Álfheiður Haraldsdóttir
Hjúkrunarfræðingur
Meistaraverkefni:
Áhrif næringar á hjarta- og æðasjúkdóma kvenna
Hanne Krage Carlsen
Fjölmiðlafræðingur
Meistaraverkefni:
Áhrif loftgæða í Reykjavík á notkun astmalyfja
Ragnhildur Guðmundsdóttir
Sálfræðingur
Doktorsverkefni:
Langtíma heilsufarsafleiðingar náttúruhamfara
Agnes Gísladóttir
Hjúkrunarfræðingur
Meistaraverkefni:
Tíðni og áhættuþættir nauðgana í Reykjavík
Þóra Kemp
Félagsráðgjafi
Meistaraverkefni:
Áhrif matarvenja á líðan eldri borgara
Halldóra Viðarsdóttir
Líffræðingur
Meistaraverkefni:
Tengsl menntunar og krabbameina á Íslandi
Ólöf Elsa Björnsdóttir
Hjúkrunarfræðingur
Meistaraverkefni:
Áhrif starfsánægju heilbrigðisstarfsfólks á gæði þjónustu
við skjólstæðinga
Jóhanna Eyrún Torfadóttir
Næringarfræðingur
Doktorsverkefni:
Búseta og fæðuvenjur á unga aldri og hættan á
krabbameini síðar á ævinni
Helga Zoëga
Stjórnmála- og aðferðafræðingur
Doktorsverkefni:
Geðlyfjanotkun og námsárangur íslenskra barna
Þórólfur Guðnason
Barnalæknir
Doktorsverkefni:
Smitsjúkdómar íslenskra leikskólabarna:
Áhættuþættir og íhlutanir
Verið velkomin í öflugan nemendahóp! Umsóknarfrestur: 15. apríl 2008
Umsjón: Unnur A. Valdimarsdóttir, dósent / Upplýsingar: www.hi.is/page/publichealth
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík
www.sjofnhar.is