Morgunblaðið - 13.04.2008, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 13.04.2008, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 15 Í slendingar eru komnir lengra en margar aðrar þjóðir hvað varðar vistvænar samgöngur. Umræðan hefur verið mikil í þjóðfélaginu og vilji yfirvalda einnig. Þetta er viðhorf Kristjáns L. Möllers sam- gönguráðherra. Hann bendir jafnframt á, að hér hafi þegar verið haldin ein vel sótt ráðstefna um vistvænt elds- neyti framtíð- arinnar sem fékk mikla umfjöllun. Ráðherra bendir ennfremur á, að hér hafi verið lækkuð gjöld á bíla sem ekki nota hefðbundna orkugjafa í því skyni að auka hlutdeild vistvænna bíla í íslenskum bílaflota. Þá sé að störfum nefnd sem samgöngu- ráðuneytið á aðild að, ásamt fjár- mála- og umhverfisráðuneytinu, sem hefur það markmið að koma fram með tillögur um skattlagn- ingu bíla og eldsneytis. Þar mun vera horft til þess að draga úr orku- notkun og minnka útblástur koltví- sýrings. Verkefni um vistakstur Kristján samsinnir því að fram- boð af vistvænum bílum mætti vera meira, en það helgist að hluta til af því að fjöldaframleiðsla á þeim er ekki hafin. Þá mættu orkustöðvar af vistvænum toga vera fleiri á landinu en það muni væntanlega breytast með tímanum. Samgönguráðuneytið sem slíkt lætur, að sögn Kristjáns, ekki sitt eftir liggja en þar hefur meðal ann- ars verið hleypt af stokkunum sér- stöku verkefni sem hverfist um vistakstur. Kristjáni þykir líka eðlilegt að stjórnvöld sýni fordæmi í þessum efnum, meðal annars með kaupum á vistvænum farartækjum. Ráðherra segir stjórnvöld opin fyrir því að styðja við bakið á að- ilum, t.d. bílaumboðunum, sem koma vilja að þessum málum, meðal annars með auknum innflutningi á visthæfum bílum. „Það er partur af því sem við erum að skoða.“ Dreifing umferðar Dreifing umferðar á höfuðborg- arsvæðinu, einkum á morgnana, hefur einnig verið til athugunar í ráðuneytinu að fyrirmynd erlendra borga. Þá segir Kristján almenn- ingssamgöngur stöðugt til skoð- unar. „Það hefur t.a.m. verið í gangi tilraunaverkefni með stræt- isvagnaakstur upp á Akranes sem hefur gengið það vel að núna eru menn farnir að tala um Borgarnes, Hveragerði og Árborg í sama tilliti án þess að niðurstaða liggi fyrir.“ Hvað varðar aðra valkosti, svo sem hjólreiðar, segir Kristján það meira á könnu sveitarstjórna en unnið hafi verið markvisst að því að fjölga hjólreiðastígum á höfuðborg- arsvæðinu undanfarin ár. MIKILL VILJI OG UMRÆÐA Morgunblaðið/Frikki Framtíðin? Annar etanólbílanna sem Brimborg flutti inn á sínum tíma. Hann er af gerðinni Volvo C30. Sjáum við senn fleiri slíka á Íslandi? Kristján L. Möller EIGNIR Í PORTÚGAL FJÁRFESTINGAR- MÖGULEIKAR Á HINNI FÖGRU VESTURSTRÖND ALGARVE Ræðið við framkvæmdaraðila á sýningunni „Fasteignakaup erlendis“ um helgina, í bás 4 í Vetrargarðinum, Smáralind, í Kópavogi. info@cascade-resort.com www.cascade-resort.com Sjúkdómar tengdir lífsstíl eru ein mesta ógn sem steðjar að lífsgæðum Íslendinga. Hverjir eru áhættuþættirnir og hvernig getum við stuðlað að heilbrigðum lífsháttum? ÍS L E N S K A /S IA .I S /H S K 4 19 72 0 4/ 08 Í boði er: » Kennsla hjá helstu sérfræðingum Íslands á sviðum lýðheilsu. » Valnámskeið úr fjölmörgum fræðasviðum Háskóla Íslands, þar á meðal: Heilsuhagfræði, heilsusálfræði, næringarfræði, opinberri stjórnsýslu, umhverfisfræði og vinnuvernd. » Kennslu- og rannsóknarsamstarf við fremstu mennta- stofnanir heims, þar á meðal Harvardháskóla í Boston og Karolinskaháskólann í Stokkhólmi. » Rannsóknarsamstarf við innlendar stofnanir, þar á meðal: Hjartavernd, Krabbameinsfélag Íslands, Landlæknisembættið, LSH og Lýðheilsustöð. MIÐSTÖÐ Í LÝÐHEILSUVÍSINDUM www.hi.is Hvernig líður þjóðinni? Meistara- og doktorsnám í lýðheilsu er tveggja ára þverfræðilegt nám sem veitir hagnýta þekkingu á framkvæmd heilbrigðisrannsókna og útfærslu forvarnar- aðgerða. Mikilvægur undirbúningur fyrir forystuhlutverk á hinum fjölmörgu sviðum heilbrigðismála. Meistaranám í lýðheilsu Master of Public Health (MPH) Álfheiður Haraldsdóttir Hjúkrunarfræðingur Meistaraverkefni: Áhrif næringar á hjarta- og æðasjúkdóma kvenna Hanne Krage Carlsen Fjölmiðlafræðingur Meistaraverkefni: Áhrif loftgæða í Reykjavík á notkun astmalyfja Ragnhildur Guðmundsdóttir Sálfræðingur Doktorsverkefni: Langtíma heilsufarsafleiðingar náttúruhamfara Agnes Gísladóttir Hjúkrunarfræðingur Meistaraverkefni: Tíðni og áhættuþættir nauðgana í Reykjavík Þóra Kemp Félagsráðgjafi Meistaraverkefni: Áhrif matarvenja á líðan eldri borgara Halldóra Viðarsdóttir Líffræðingur Meistaraverkefni: Tengsl menntunar og krabbameina á Íslandi Ólöf Elsa Björnsdóttir Hjúkrunarfræðingur Meistaraverkefni: Áhrif starfsánægju heilbrigðisstarfsfólks á gæði þjónustu við skjólstæðinga Jóhanna Eyrún Torfadóttir Næringarfræðingur Doktorsverkefni: Búseta og fæðuvenjur á unga aldri og hættan á krabbameini síðar á ævinni Helga Zoëga Stjórnmála- og aðferðafræðingur Doktorsverkefni: Geðlyfjanotkun og námsárangur íslenskra barna Þórólfur Guðnason Barnalæknir Doktorsverkefni: Smitsjúkdómar íslenskra leikskólabarna: Áhættuþættir og íhlutanir Verið velkomin í öflugan nemendahóp! Umsóknarfrestur: 15. apríl 2008 Umsjón: Unnur A. Valdimarsdóttir, dósent / Upplýsingar: www.hi.is/page/publichealth Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík www.sjofnhar.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.