Morgunblaðið - 13.04.2008, Síða 22

Morgunblaðið - 13.04.2008, Síða 22
|sunnudagur|13. 4. 2008| mbl.is Peningar og mannúð takast á Þ að er rólegt í eldhúsinu þar sem við Magnús Pétursson sitjum sam- an yfir kaffisopa og ræðum um þær miklu breytingar sem nú hafa orðið á högum Magnúsar, en hann er ný- lega hættur störfum sem forstjóri Landspítala. Magnús Pétursson hefur lengi verið nokkuð áberandi maður í ís- lensku þjóðlífi. Löngum hefur leið hans legið upp á við í hvert sinn sem hann hefur haslað sér völl á nýjum vettvangi, eða allt frá því hann hóf störf hjá Hagsýslu- stofnun, nýlega kominn frá fram- haldsnámi í hagfræði. En nú eru þáttaskil. „Ætli ég fari ekki að svipast um eftir nýju starfi,“ segir hann sposk- ur þegar ég spyr hann hvað nú taki við. Það er viss heiðríkja í svip hans og augnaráðið blandið kímni þess sem gjarnan sér ljósu hliðar tilver- unnar. Við horfum út um gluggann, til Esjunnar, sem er hvít af snjó. „Þessi snjór verður fljótur að fara,“ segir Magnús. Veðurglöggur, hugsa ég, – kannski verið mikið í sveit. Og mikið rétt. Magnús telur sig Skagfirðing þótt hann hafi fæðst í Reykjavík 26. maí 1947, og alist þar upp til fjögurra ára aldurs. „Ég man örlítið eftir mér á heimili foreldra minna, Péturs Pét- urssonar frá Mýrdal á Mýrum og Ragnheiðar Magnúsdóttur frá Vindheimum í Skagafirði. Þau kynntust í skóla á Laugarvatni, giftu sig og eignuðust okkur bræð- ur, mig og Pétur Óla. Heimili okk- ar stóð í Blönduhlíð, gegnt Birni Bjarnasyni og systkinum hans,“ segir Magnús. „Til afa og ömmu að Vind- heimum fór ég þegar foreldrar mínir skildu og Pétur Óli, sem er tveimur árum yngri en ég, kom að Vindheimum tveimur árum á eftir mér til dvalar þar líka.“ Magnús á auk umrædds bróður fjögur hálfsystkin samfeðra. „Afi minn Magnús Sigmundsson lést skömmu eftir að ég kom í Vindheima árið 1952. Ég man eftir afa sem sönnum íslenskum bónda að störfum á landbúnaðarvélum þess tíma. Einnig man ég vel útför hans í heimagrafreit sem útbúinn var fyrir útför hans. Æskuslóðirnar Faðir afa, Sigmundur Andrésson af Reykjaætt á Skeiðum, flutti norður, ungur og kóngsins lausa- maður fyrir röskum hundrað árum. Hann kynntist Moniku Indr- iðadóttur frá Gilhaga í Lýtings- staðahreppi. Fyrst bjuggu þau á Írafelli, síðan á Lýtingsstöðum og loks keyptu þau Vindheima, góða jörð, vel í sveit setta, með fögru bæjarstæði. Amma mín Anna Jóhannesdóttir, þá 52 ára, bjó áfram á Vindheimum um tíma. Hún var utan af Skaga og hafði alið upp þrjú börn þegar hún fékk okkur bræður í hendur. Móð- urbróðir okkar, Sigmundur Magn- ússon og kona hans Ingigerður Pétursdóttir tóku svo við Vind- heimabúinu en amma fór að vinna utan heimilis. Við bræður vorum áfram í fóstri á Vindheimum. Sig- mundur og Ingigerður eignuðust fjögur börn og vorum við bræður samtíða þeim elstu.“ Það er auðfundið að Magnús hef- ur ánægju af að hugsa til æskuár- anna. „Með þessum hætti varð til sveitamaður með mér, ég ólst upp á Vindheimum fram yfir fermingu,“ segir hann og brosir. Ekki kveðst Magnús hafa velt mikið vöngum yfir skilnaði foreldra sinna, enda hafi þau bæði komið til að finna syni sína oftsinnis. „Ég held ekki að þetta hafi haft nein sérstök áhrif á mig, ég ólst upp á góðu heimili við gott atlæti. Þarna eru mínar æskustöðvar sem ég held sterkt í ennþá,“ segir hann. Ekki hugsaði Magnús sér samt að verða bóndi. „Ég var í heimavist í Steins- staðaskóla barnaskólaárin en eftir það kom ekki annað til greina en halda áfram að læra. Í Verslunarskóla Íslands Til frekara náms fór ég til Reykjavíkur, á heimili móður minnar og stjúpföður Sigurjóns Jónssonar. Hjá þeim var gott að búa. Ég fór í Lindargötuskóla og kynntist þar mörgu ágætu fólki. Það voru töluverð umskipti að koma hingað suður. Pétur Óli kom svo til okkar á eftir mér tveimur árum síðar. Við erum mjög nánir bræður. Ég man að þegar ég kom í Lind- argötuskóla þá þekkti ég ekki ann- að tungumál en íslensku og mál- fræðibók hafði ég aldrei séð. En ég kunni að lesa, reikna og skrifa bærilega. Einn skólabræðra minna var Hannes Pétursson geðlæknir, við áttum báðir heima í Stórholtinu og gengum oft saman í skólann. Við Hannes lærðum saman hálfan vetur með þeim árangri að við urð- um fux og semifux. Mæðrum okkar þótti það ekki nógu gott svo eftir það lærðum við sinn í hvoru lagi. Ýmsir góðir menn voru þarna með okkur, svo sem Jón Dalbú Hró- bjartsson, síðar prestur, Jón Ólafs- son síðar verslunarmaður, og Valdimar Valdimarsson heildsali. Þessi hópur hélt saman. Árið 1962 fór ég í Verslunarskóla Íslands, það lá ágætlega fyrir mér að reikna, ég hafði gaman af slík- um hlutum. Ég hafði mun meiri áhuga á slíkum greinum en tungu- málum. Ég lauk stúdentsprófi frá VÍ 1968. Líka þar var ég með ágætu fólki svo sem Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, Þorsteini Pálssyni og Sigrúnu Valbergsdóttur. Ég tók þó nokkurn þátt í félagslífinu. Ég var ákveðinn í að fara til út- landa eftir stúdentsprófið og læra hagfræði. Það höfðaði til mín. Lærði hagfræði í Bretlandi Ég fór til Englands haustið 1968, til York. Þar var ég í þrjú ár. Þetta er falleg og sögufræg borg en ég kunni nú ekki skil á sögu víking- anna þá, það kom síðar, ég hef um árabil verið í félagsskap þar sem lesnar eru fornsögur og svo skoð- aðar söguslóðir. Háskólinn í York var nýr, Harold Wilson forsætis- ráðherra beitti sér fyrir að byggja upp nokkra nýja háskóla og þessi skóli var einn þeirra. Mér þótti mjög gaman í Eng- landi. Andrúmsloftið passaði mér mjög vel, þar er menningarbragur, kurteist fólk, fremur íhaldssamt og góðir mannasiðir teljast til dyggða. Ég komst þó ekki upp á að drekka te, vildi heldur kaffi. Ég kann afar vel að meta margt í fari Breta, þeir kunna samræðulist mjög vel og geta talað við hvern sem er um nánast hvað sem er. Þar er mennt- aður maður ekki bara menntaður í sínu fagi heldur þarf hann að kunna skil á mörgu og kunna að leiða rök að máli sínu. Þetta finnst mér enn kostur í fari fólks.“ Ég spyr Magnús hvort hann hafi verið ógiftur í Bretlandsdvölinni. „Hildur Eiríksdóttir konan mín var komin til sögunnar í lífi mínu um 1969 og hún var með mér síð- asta námsár mitt í York, við giftum okkur 1970. Hildur er kennari og við eigum saman þrjú börn, Eirík, Jón Ragnar og Katrínu. Áður átti ég dótturina Helgu. Móðir hennar er Karólína Sveinsdóttir. Hildur er mikið gefin fyrir úti- veru og þeytist gjarnan um á hjóli. Foreldrar hennar eru Katrín Odds- dóttir frá Akranesi og Eiríkur Ás- geirsson, lengi forstjóri Stræt- isvagna Reykjavíkur, ættaður frá Flateyri í Önundarfirði. Barnabörn okkar Hildar eru fjögur. Eftir að hafa lokið námi í York fluttum við Hildur vestur á Ísa- fjörð og kenndum þar bæði, hún við barnaskóla en ég við gagn- fræðaskóla og nýstofnaðan mennta- skóla. Þar var þá skólameistari Jón Baldvin Hannibalsson. Mikil gerjun var þá á Ísafirði og margt skemmtilegt fólk þar að störfum. Svíþjóð, Hagsýslustofnun og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn Á Ísafirði vorum við í tvö ár en þá ákváðum við að fara til Svíþjóð- ar, mig langaði til að læra meira í hagfræði, einkum hvað snerti byggðamál. Við vorum um tíma í Lundi en fluttum svo til Umeå í Norður-Svíþjóð. Í þessu ferðalagi vorum við í þrjú ár. Morgunblaðið/kristinn Nýjar slóðir Nú fer Magnús að svipast um eftir nýjum viðfangsefnum, hann hefur óvenjulega fjölþætta reynslu í fjármálum og stjórnun - svo leiðin ætti að verða greið. Fyrir fáum dögum hætti Magnús Pétursson starfi sem forstjóri Landspítala. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Magnús um brotthvarf hans úr starfi, heil- brigðismál, fyrri störf og uppruna. daglegtlíf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.