Morgunblaðið - 13.04.2008, Síða 25
opinberra stofnana. Þannig eru
starfsmannalög sniðin og lög um
opinberar fjárreiður. Ef forstjóri
misstígur sig er hans starf í hættu.
Ákvörðun Guðlaugs Þórs með þess-
ari nefndaskipan skýtur skökku við
hvað þessa stefnumótun snertir.
Nefndin var skipuð á haustdögum
en ráðherraskipti urðu í júní. Í
millitíðinni áttum við bein sam-
skipti, en þetta var á sumarleyf-
istíma þannig að þau urðu minni
fyrir vikið. Þessi beinu samskipti
hefðu mátt vera meiri að mínu
mati.“
Er rótin að þessu mismunandi
sjónarmiði ykkar Guðlaugs hvert
stefna beri í heilbrigðismálum?
„Nei, það reyndi í raun ekki á
það. Ráðherra hefur talað fyrir
þeirri stefnu að viss málefni yrðu
færð til einkaaðila, ég er ekkert
endilega ósáttur við það, en
kannski er erfitt að hrinda því í
framkvæmd.
En mér finnst að grunnþjónusta
í heilbrigðismálum eigi að vera á
einni hendi í svona litlu landi sem
Ísland er. Menn eiga fullt í fangi
með að halda hér úti starfsemi í
sérhæfðum greinum eins og t.d.
hjarta- og heilaskurðlækningum og
sumt getum við varla gert vegna
þess hve við erum fámenn. Það
gæti verið að það myndu sparast
einhverjar krónur en það yrði að
mínu viti á kostnað gæða þjónust-
unnar. Metnaðurinn á að beinast
að því hvernig við getum gert þetta
sem best.
Og ef ekki er fyrir hendi traust
og einlæg samvinna er erfitt að
standa í rekstri stofnunar eins og
Landspítalans. Störf mín voru með
nefndaskipaninni gjaldfelld að mínu
mati og því sköpuðust mjög breytt-
ar aðstæður. Mér þótti ekki áhuga-
vert að vinna að þessu með slíku
fyrirkomulagi. Hitt er svo annað að
níu ár í svona starfi eru langur tími
og því kannski kominn tími til að
breyta til.
Í stofnun eins og Landspít-
alanum, þar sem starfar svona
mikið af menntuðu og hæfu fólki,
er list að eiga samskipti. Virkja
fólk til athafna og gerða. Þarna
fara hundruð manna með manna-
forráð af einhverju tagi.
Það má heldur ekki gleyma því
mikilvæga hlutverki Landspítalans
að hann er menntastofnun. Eitt
það skemmtilegasta sem ég hef
komið að er að styrkja spítalann
sem menntastofnun í góðu sam-
starfi við Háskóla Íslands. Spít-
alinn er að verða alveg bærilegur
vettvangur til að mennta heilbrigð-
isstéttir. Þetta hlutverk hans mun
vaxa. Metnaðurinn felst m.a. í að
fólk geti sem mest lært í sér-
greinum hér og að þegar það fer
frá spítalanum þá sé það fullfært
um að halda áfram sérnámi erlend-
is. Því betur menntað fólk sem við
höfum því betri verður þjónustan
við almenning.“
Hvernig líður þér með að vera
hættur störfum sem forstjóri
Landspítala?
„Mér líður bara ágætlega. Ég
sakna þess auðvitað að vera ekki
innan um þetta hæfa fólk sem ég
hef unnið með undanfarin ár. Vera
ekki í þessari deiglu sem spítalinn
er. En verkefnunum lýkur aldrei á
slíkum vettvangi og ég hef sagt að
menn eigi ekki að vera lengi í
svona starfi og það er ennþá mín
skoðun. Ég er sáttur við mína
ákvörðun. Ég er mjög hrifinn af
þessum spítala, enda þekkti ég þar
hundruð manna með nafni. Ég
hafði þann stjórnunarstíl að fara
um spítalann og tala við fólkið á
gólfinu og hef ekki gert mér
mannamun. Eitt síðasta verk mitt
var að fara um allan spítalann og
kveðja fólkið. Þetta var skemmti-
legt verk og allt þetta fólk á maður
eftir að hitta á förnum vegi í litlu
landi.“
Mannúðarsjónarmiðið
á að ráða
En ertu sáttur við Guðlaug Þór?
„Ég held að það eigi eftir að
koma betur í ljós fyrir hvað hann
og stjórnarflokkarnir standa fyrir í
heilbrigðismálum og hvernig þeir
ætla að framkvæma það sem talað
hefur verið um í stjórnarsáttmál-
anum. Mér finnst að það eigi eftir
að koma í ljós hvað það allt merkir.
Ég tel að það angri starfsmenn
Landspítala nokkuð sú óvissa sem
ríkir nú um hvert stefnir í þessu
málaflokki. Það væri þarft að skýra
þetta betur en hefur verið gert. Ef
gengið er mjög hart að heilbrigð-
isþjónustunni þannig að biðlistar
myndist og þörf fyrir forgangs-
röðun eykst þá rís upp einkaþjón-
usta. Því meira sem skorið er niður
því meiri líkur eru á að einkaaðilar
taki upp þráðinn. Þeir starfa þann-
ig að þeir þurfa að fá greitt fyrir
sína þjónustu. Smám saman kynni
þetta að leiða til þess að fólk kaupi
sér einkatryggingar eins og reynd-
in er sums staðar erlendis. Í
Þýskalandi eru t.d. tvö kerfi í raun
í gangi. Það hefur reynst vel fyrir
þá sem hafa efni á að borga. Það
þurfa ekki endilega að vera ís-
lenskir einkaaðilar sem kæmu til
sögunnar með þessum hætti, það
gæti verið að einhverjir Íslend-
ingar keyptu sér tryggingar er-
lendis og þar með þjónustu þar,
menn færu þó varla almennt að
borga skatta hér til heilbrigð-
isþjónustu og kaupa sér að auki
slík réttindi erlendis. Eitt af stóru
málunum innan Evrópusambands-
ins er hvernig félagsleg réttindi
flytjast á milli landa. Hingað til
hefur hvert land borið ábyrgð á sér
– en gagnkvæmur réttur er hins
vegar að vaxa í þessum efnum.
Annað dæmi er að nú eru hópar
lækna farnir að starfa án nokkrar
tengingar við Tryggingastofnun
ríkisins, t.d. hjartalæknar. Þeir
setja upp sína eigin gjaldskrá og
svo er það sjúklingsins að fara og
biðja um endurgreiðslu hjá TR.
Maður spyr sig hvort þetta sé ekki
dæmi um að leiðir séu að einhverju
leyti að skilja milli þeirra sem veita
þjónustu og þeirra sem veita
tryggingu? Bæklunarlæknar eru
með lausa samninga og þeir eru
líka að velta fyrir sér hvaða leið
þeir eigi að fara. Þarna sér maður
að heildin er að leysast nokkuð
upp. Menn vita ekkert hvert þetta
er að þróast og mér finnst áleitin
spurningin: „Viljum við að sam-
fellan í kerfinu raskist?“ Mér finnst
að menn eigi að reyna að vera
framsýnir og sjá fyrir sér hvert
þeir eru að fara. Þetta á ekki að
þróast handahófskennt, þarna eiga
stjórnvöld að móta stefnuna.
Mannúðarsjónarmiðið á að ráða,
það þýðir ekki að láta peningana
eina ráða í þessum efnum. Þetta
eru í raun átök milli peninga og
mannúðar.“
gudrung@mbl.is
» Því meira sem skorið er niður því meiri
líkur eru á að einkaaðilar taki upp þráð-
inn. Þeir starfa þannig að þeir þurfa að fá
greitt fyrir sína þjónustu.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 25
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.citroen.is
3