Morgunblaðið - 13.04.2008, Page 30

Morgunblaðið - 13.04.2008, Page 30
tengsl | Feðginin Aðalbjörg Þóra Árnadóttir og Árni Pétur Guðjónsson Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson mætti alls ekki koma! Ég man aðeins eftir einu rifrildi milli okkar og það var örugg- lega af því að ég tók ekki til eftir mig. Hann er slíkur snyrtipinni að það er leitun að öðrum eins. Svo vill hann henda dóti og einu sinni kom hann inn í herbergið mitt með svartan ruslapoka, en ég stóð með mínu dóti og þá sló í brýnu með okkur. Tímabundinni sambúð okkar lauk af því ég gekk fram af honum með því að gleyma stundum að vaska upp eftir morgunmatinn. Pabbi og mamma lásu margar uppeld- isbækur þegar ég var komin í heiminn. En svo held ég að þau hafi lagt bækurnar til hliðar og ákveðið að ala mig upp eftir hjart- anu. Pabbi er mikil tilfinningavera þótt hann kjósi að vera kúl þegar það hentar honum. Foreldrar mínir hættu að búa sam- an þegar ég var á ellefta ári, en það breytti engu fyrir mig. Við höfum alltaf verið þrjú í teymi og erum það áfram. Ég fékk að fara allt með þeim, mér fannst fáránlegt að þau færu tvö út að borða eða tvö á tónleika. Við vorum þriggja manna fjölskylda. Þau bönn- uðu mér ekki margt. Pabbi fór þá leiðina, þegar ég vildi fá tattú eða lokk í vörina, að segja: Þú ætlar að verða leikkona, er það ekki? Þetta sést í nærmynd. Þar með var það búið. Ég fór oft til vina minna og þeir heim- sóttu mig og við fengum að vera frameftir, en okkur var alltaf ekið á milli. Mér fannst það svolítið skrýtið fyrst, en svo vandist þetta og varð bara þægilegt. En 17. júní var foreldrabílnum lagt spöl frá miðbænum og svo löbbuðum við þangað þegar gleðinni var lokið. Þótt pabbi þykist vera afskaplega mikill smekkmaður fyrir mína hönd þegar kemur að fötum, þá leyfðist mér alls konar vit- leysa. Og hann hjálpaði mér að lita hárið á mér appelsínugult í tíunda bekk. Ég hugsa að hann hafi haft sínar efa- semdir um mig og leiklistina og þá fyrst og fremst um afkomuhliðina. En ég held að hann hafi innst inni orðið afskaplega glaður og stoltur þegar ég ákvað að gerast leikari. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að biðja hann eða Dadda frænda (Kjartan Guð- jónsson) um aðstoð fyrir inntökuprófið í leiklistardeildina. En pabbi hefur alltaf ver- ið hvetjandi og í þetta skiptið sagði hann eitt stikkorð fyrir hvern þátt inntöku- prófsins, orð sem áttu að hvetja mig og Aðalbjörg Við pabbi höfum alltaf verið rosalegir vinir. Hann er góður maður og hefur alltaf komið fram við mig sem félaga og talað við mig eins og viti borna mann- eskju. Við höfum farið í marga gönguferð- ina og átt djúpar samræður um allt milli himins og jarðar og auðvitað margt um leik- hús. Ég man enn þegar ég kom einu sinni að tómum kofunum hjá honum. Guð minn góður hann veit ekki allt, hugsaði ég. Og einu sinni man ég að hann gaf mér ráð sem var tómt bull og það var annað áfall að sjá að hann væri ekki heldur fullkominn á því sviði. En við erum trúnaðarvinir og höfum átt margar ógleymanlegar stundir saman. Við erum svolítið eins og krakkarnir í fjölskyld- unni, við sjáum um ærslin, mamma er mamma. Reyndar man ég næstum ekkert eftir mér í Kaupmannahöfn, en ég á góðar stund- ir á ljósmyndum, sem sýna meðal annars að við vorum mikið sandkastalafólk. Það eina sem ég man með vissu er að ég var að pota í froðuna á bjórkollunni hans pabba. Ég var sex ára þegar við fluttum heim. Þegar pabbi var í leiklistarskólanum var annar bekkurinn mikill stelpubekkur og þær voru svo góðar við mig. Eftir skóla fór- um við öll á Hressó og þar sat ég í reykj- arkófinu frá pabba og hinum leiklistarnem- unum og fékk köku. Eftir að pabbi útskrifaðist varð ég al- gjör leikhúsrotta. Ég man að hann svaf oft á daginn vegna kvöldstarfsins í leikhúsinu og átti það þá til að vera dálítið úrillur heima fyrir. En það eltist af honum! Í leikhúsinu fékk ég að sjá allt nema leik- ritið Engla í Ameríku. Ég held að hann hafi talið það vera of ljótt leikrit fyrir mig. En allt annað sá ég og fór á margar sýningar á hverju leikriti, oft sat ég í bún- ingsherberginu hans og hlustaði þar á leikarana á sviðinu. Þegar ég eltist átti ég ákaflega erfitt með að horfa á pabba á sviði. Ég var svo stress- uð fyrir hans hönd! Það var eiginlega fyrst núna í Kommúnunni sem ég gat hallað mér aftur í sætinu og notið þess að horfa á leik- ritið. Það hefur heldur ekki verið auðvelt fyrir mig að hafa hann í salnum. Þegar ég bauð honum á rennsli á Gítarleikurunum sagði ég að hann ætti að koma sem hver annar pabbi utan úr bæ, en fiðlupabbi Fæ pinkubónus fyrir að vera dóttir hans 30 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.