Morgunblaðið - 13.04.2008, Síða 34

Morgunblaðið - 13.04.2008, Síða 34
ferðalög 34 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ H ér í klausturgarðinum standa yfir stífar æf- ingar fyrir skrúð- gönguna á föstudag- inn langa. Allir Austurbæjarskólar umdæmisins, svo og brottfluttir sem innfluttir, drífa sig í fjólubláa búninga sem líkjast mest Ku Klux Klan-kuflum, og gera svo eitthvað syngjandi út um allan bæ. Ég hlakka mikið til að slást í hóp- inn eftir að hafa fylgst með æfing- unum, því alla morgna vöknum við mæðginin hér í klaustrinu við að Píetró söngkennari birtist og raðar upp sínum Austurbæjarskóla. Hann er ansi strangur en eftir því effektíf- ur; kallar upp raðirnar hverja af annarri og æfir og æfir og æfir svo tvisvar á fæti tvo hringi um garðinn. Það hefur verið sérlega frískandi að vakna við þetta, líta út um gluggann og sjá krakkana í snyrti- legum röðum undir sítrónutrjánum. Tólf ára strákarnir eru auðvitað aft- astir með grín og glens en samt í röðinni og með rétt lag og meira að segja leiðast. Þau eru annaðhvort dökkhærð eða rauðhærð, þessi elskulegu glöðu börn, og hljómurinn er alveg sér- staklega góður með virkisveggina síðan 1300 á alla vegu. Þessi ítalski Pétur er með sólgler- augu í gallabuxum og baðar út öllum öngum og ef eitthvað mistekst, þá bara byrja aftur. Ég get ekki vanist því að hlýna um hjartarætur yfir því hvað allir hér eru góðir við börn, og mitt barn líka. Hvar sem við komum er drengnum klappað, potað svolítið í hann, lesið upphátt það sem stendur aftan á bolnum hans og ef svo vill til að það er á ítölsku, þá er klappað fyrir honum. Fólkið fylgist líka grannt með hvort honum finnst ekki maturinn góður og í gær fékk hann ítalskan stráhatt í eftirrétt fyrst hann vildi ekkert annað af matseðl- inum. Eftir sönginn drifum við okkur niður að sjó. Þangað liggja einar 500 tröppur niður úr klaustrinu. Enn er ekki búið að opna neina baðströnd formlega en nokkrir strákar eru samt komnir út í og aðrir í fótbolta í fjörunni, enda er stór dagur í dag. Hjón sem stóðu við veiðar í fjöru- borðinu voru sífellt að þagga niður í okkur öllum og sögðu að við fældum burt fiskinn. Svo við skvettum bara lauslega á okkur sjó áður en við lögðum á brattann aftur upp á torg- ið. Og þá hittum við í snarbrattri hlíðinni fyrstu ítölsku kettina. Þeir lágu þarna malandi utan í klettunum og höfðu auga með hvað veiddist. Einn var þó aðallega að fylgjast með matjurtagarði mömmu sinnar, sem hékk þarna utan í brattanum fullur af káli. Við skírðum hann Ítalskan strákött og tókum mynd af honum. Komu þá ekki eldri hjón gangandi og gáfu sig á tal við okkur og töluðu þá ensku sem enginn annar gerir hér. Maðurinn sagðist heita Max og vera héðan, en einu sinni hefði þessi kona hans komið hingað að leita sér að manni og fundið sig og flutt til Englands. Þau koma þó hingað í öll- um fríum og eiga son sem er flug- maður og dreymir um að heimsækja Ísland og dóttur sem er gift dönsk- um manni sem þau skilja aldrei hvað er að segja og við gátum leiðbeint þeim aðeins í dönsku. En þau aftur á móti kenndu mér á bátinn til Caprí. En þessi stuttu kynni áttu eftir að koma sér vel seinna þennan sama dag. Feðgar við kastalahlið Við kastalahliðið standa þeir feðg- arnir Rafael og Paolo. Þeir hafa all- ar þarfir okkar á hreinu og uppfylla þær eins og þeir best geta. Og þegar þeir skildu loks að við vildum kom- ast á fótboltaleik milli Napólí og Fíórentína, þá hringdu þeir strax í Zorrow og pöntuðu rútuferð frá torginu klukkan 4. Og á tilsettum tíma þrömmuðum við niður á torg og þar beið Zorrow eftir okkur. Zorrow er í rauninni rakari og heitir Toro eða Torro en gengur undir þessu nafni hér og strákarnir kalla hann Internasjónal-manninn því hann reddar hér öllu sem redda þarf og er hvergi hræddur. Ég sá ekki betur en þetta væri hann Guð- bjartur sálugi föðurbróðir minn og fann strax að við vorum í öruggum höndum. Zorrow sér um að sprengja flugelda hér í Vico Equense; hann gætir barna og stjórnar hópferðum og örugglega líka skrúðgöngunni á morgun. Á torginu varð mikil rekistefna út af miðum á leikinn. Þá verður að kaupa fyrirfram og framvísa skil- ríkjum og þar sem enginn talaði ensku vissum við ekki okkar rjúk- andi ráð. Og eiginlega vorum við bú- in að gefa upp alla von þegar bar að óvæntan vin, manninn Max ásamt sinni ensku frú, og hann miðlaði málum og kvaðst að lokum mundu láta hvítan vasaklút lafa úr vasa sín- um í skrúðgöngunni á morgun, svo við þekktum hann aftur ef okkur skyldi vanta túlk en á morgun ætlaði hann að marsera í fjólubláum Ku Klux Klan-búningi eins og hinir. Eins og hermenn Mussolinis Þegar inn til Napólí kom hlupum við í halarófu rétt eins og hermenn Mussolinis á eftir Zorrow, hringinn í kringum leikvang Heilags Páls, og hvort sem við fórum yfir götur, um- ferðareyjar eða mannmergðina, þá klofnaði mannhafið á undan honum. En hann, afar strangur, gekk fast eftir því að barnið héldi fast í hönd móður sinnar. Nokkrar ráðstefnur hélt hann í hliðargötum og virtist alls staðar eiga grunsamlega vini. Á endanum setti hann okkur kirfi- lega niður á brotinn vegg og skipaði okkur að bíða kyrr. Við vorum þá orðin sex, lærisveinarnir hans; tveir strákar úr þorpinu, tvær unglings- stúlkur og svo við Ísleifur. Og eftir nokkra stund birtist hann aftur með miða handa okkur, fremst í tröpp- unum, á alveg ágætum stað. Hér er ekkert áfengi haft um hönd eins og hjá barbörunum en all- ir voru í staðinn að borða ískex. Við Fögur er hlíðin Eini túristinn í bænum Vico Equense um páskana. Borðum prýdd Greinarhöfundur skreyttur borðum Napólí-liðsins, sem var útbýtt við innganginn á leikvangi Heilags Páls. Á háhæluðum takkaskóm Um páskana dvaldist Guðrún S. Gísladóttir ásamt tæplega níu ára gömlum syni sínum í smá- þorpinu Vico Equense, rétt utan við Napólí. Þau bjuggu í gömlu virki sem einnig hafði verið klaustur og biskupssetur og fylgdust með inn- fæddum undirbúa litríka skrúðgöngu föstudaginn langa, brugðu sér á fótboltaleik og fleira. Hjá klaustrinu Rafael og Ísleifur við klausturhliðið. Skiltið gefur til kynna að lúðrar og annar hávaði sé bannaður í klaustrinu. Hollusta Hliðverðirnir í klaustrinu, feðgarnir Rafael og Paolo, hafa kallað til vini sína til að lesa með fögnuði aftan á nýju peysu Íslendings- ins þar sem lýst er ævarandi hollustu við Napólí-liðið í fótbolta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.