Morgunblaðið - 13.04.2008, Side 38

Morgunblaðið - 13.04.2008, Side 38
38 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ 16. apríl 1978: „ Í sambandi við opinbera heimsókn utan- ríkisráðherra Dana, K.B. Andersen, hingað til lands hefur orðið að ráði, að skipuð verði nefnd fulltrúa frá utna- ríkisráðuneytum og mennta- málaráðuneytum beggja landanna til þess að fjalla um fyrirkomulag dönskukennslu í útvarpi og sjónvarpi hér og skal það gert í samráði við fulltrúa ríkisfjölmiðlanna og háskólans. Þessi ákvörðun er mikilvæg. Frá upphafi byggðar á Ís- landi höfum við átt mest samskipti við aðrar Norð- urlandaþjóðir. Aldalöng tengsl gerðu það að verkum, að fyrir Íslendinga var Dan- mörk eins konar gluggi að heimsbyggðinni. Af því hlaut að leiða, að danskan var um langan aldur það erlenda tungumál, sem við lærðum fyrst og okkur var tamast. Kunnátta í dönsku greiddi ekki einungis götu okkar í samskiptum við Dani heldur efldi hún einnig tengsl okkar við aðrar Norðurlandaþjóðir, Norðmenn, Svía og Finna.“ . . . . . . . . . . 17. apríl 1988: „ Samkvæmt fréttum hefur minni- hlutastjórn Pouls Schlüters í Danmörku tapað 23 at- kvæðagreiðslum í danska þinginu á undanförnum ár- um. Margar hinar mikilvæg- ustu hafa snúist um utan- ríkis- og öryggismál. Hefur stjórnin oft orðið að fylgja fram annarri stefnu á al- þjóðavettvangi en hún sjálf vildi. Er nú svo komið, að traust Dana út á við minnkar sífellt. Er talað þannig um danska utanríkisstefnu í fjöl- miðlum, að hún sé mótuð í neðanmálsgreinum. Með því er vísað til þess að oft á und- anförnum árum hefur mátt sjá fyrirvara Dana neð- anmáls í fréttatilkynningum eða ályktunum frá ráðherra- fundum Altantshafs- bandalagsríkjanna. “ . . . . . . . . . . 19. apríl 1998: „ Lengi tekur sjórinn við, var orðatiltæki um og eftir miðja öldina, þegar öllum úrgangi var varpað í sjóinn, rétt eins og menn héldu að hafið myndi leysa upp allan óþverrann. En þetta er sem betur fer liðin tíð. Menn gera sér nú grein fyrir því að sjórinn er hluti þess lífríkis, sem við lif- um í og lífríki hans er ekki síður margbrotið og við- kvæmt en lífríkið ofansjávar. Sameinuðu þjóðirnar hafa til- einkað árið 1998 málefnum hafsins og þeim vanda, sem mannkynið stendur frammi fyrir í mengunarmálum í heimshöfunum. Íslendingar eiga líf sitt undir gjöfulu hafi og þeim er mikið í mun að varðveita þær auðlindir, sem það býr yfir. Það er því mjög við hæfi, að ríkisstjórn Ís- lands gefi út yfirlýsingu í til- efni ársins, en hún birtist nú í vikunni.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. TVÖFÖLDUN ÞJÓÐVEGA Fyrir nokkrum misserum urðumiklar umræður um nauðsynþess að tvöfalda fjölförnustu þjóðvegi, sérstaklega út frá Reykja- vík og Akureyri og í fyrra tilvikinu til allra átta. Þessar umræður urðu vegna hörmulegra banaslysa á þess- um vegum, sem augljóslega áttu ræt- ur að rekja að hluta til a.m.k. til þess hversu mjóir vegirnir eru og í fæstum tilvikum einhver aðskilnaður á milli bíla sem mætast. Segja má að al- mannastuðningur hafi verið við þess- ar hugmyndir og umræðurnar á þann veg að ætla mætti að ráðamenn vega- mála mundu láta hendur standa fram úr ermum. Nú gerist það enn á ný að alvarleg bílslys verða bæði á Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut. Í síðara tilvikinu hefur þó verið unnið að tvöföldun en framkvæmdir ekki gengið sem skyldi. Merkingar á Reykjanesbraut hafa verið lélegar eins og Víkverji Morgunblaðsins benti raunar á fyrir nokkrum mánuðum en á þær ábend- ingar var ekki hlustað. Nú er hins vegar verið að lagfæra merkingar í kjölfar alvarlegs slyss. Er aldrei hægt að gera skynsamlega hluti nema alvarleg slys verði fyrst? Er ekki hægt að bregðast við skynsam- legum ábendingum til þess að koma í veg fyrir slys? Aðalatriði málsins er þó að fréttir af slysum á Suðurlandsvegi gefa til kynna að ekki sé nægilegur hraði á framkvæmdum við tvöföldun Suður- landsvegar. Samgönguráðherra og Alþingi verða að taka framkvæmda- hraðann til skoðunar á nýjan leik. Hversu margir Íslendingar þurfa að lenda í alvarlegum slysum til við- bótar á Suðurlandsvegi og Reykja- nesbraut til þess að yfirvöld vega- mála láti hendur standa fram úr ermum? Þessi hægagangur er óþol- andi. Tvöföldun Reykjanesbrautar er svo vel á veg komin að það hlýtur að vera hægt að ljúka þessum fram- kvæmdum á tiltölulega skömmum tíma og öllum ljóst sem þá leið fara að bylting hefur orðið í öryggi á þeim vegarköflum þar sem tvöföldun er komin í notkun. Tækni við vegaframkvæmdir er orðin svo mikil að það hlýtur að vera hægt að hraða framkvæmdum við tvöföldun Suðurlandsvegar frá því sem nú er fyrirhugað. Ástandið eins og það er nú er skammarlegt. Fólk sem fer um þessa fjölförnu þjóðvegi er í stöðugri lífshættu. Ann- ars vegar vegna þess hversu mjóir vegirnir eru og umferðin mikil og hins vegar vegna hinnar miklu um- ferðar risastórra flutningabíla. Á vegarkaflanum á milli Hvera- gerðis og Selfoss hafa þrír látizt og sjö slasast frá árinu 2002. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Sel- fossi, lýsir umferðinni á þessari leið í Morgunblaðinu í gær á þann veg að hún líkist helzt umferðinni á Miklu- braut á góðum degi. Þetta getur ekki gengið svona. Kristján Möller samgönguráðherra verður að knýja á um hraðari fram- kvæmdir. Fólk sættir sig ekki við að þessir fjölförnu vegir verði dauða- gildrur í nokkur ár enn. Í ljósi þeirrar almennu samstöðu, sem var um þessar framkvæmdir þegar þær komu til umræðu fyrir nokkrum misserum, má furðu gegna að slíkar umræður þurfi að fara fram á nýjan leik. Nú dregur óðum úr framkvæmdum á öðrum sviðum og þá ætti ekki að vera erfitt að fá bæði vélar og mann- skap í þessi verk. Þolinmæði fólks er á þrotum. Ef fleiri slys verða á þessum leið verður einhver sprenging meðal fólks. Vonandi þarf ekki að brýna ráða- menn samgöngumála frekar enda gera þeir sér auðvitað ljóst eins og allir aðrir að þetta gengur ekki leng- ur. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ S amband afbrota og umhverfis var rauði þráðurinn í málþingi, sem Fé- lagsfræðingafélag Íslands gekkst fyrir á Grand Hóteli á fimmtudag undir yfirskriftinni Afbrot í auðugu samfélagi. Á þinginu voru fjórir fyr- irlesarar, sem nálguðust viðfangsefnið úr ólíkum áttum. Afbrot, umhverfi og erfðir M argrét Valdimarsdóttir, MA- nemi í félagsfræði við fé- lagsvísindadeild Háskóla Ís- lands, fjallaði um meistara- prófsverkefni sitt þar sem hún veltir fyrir sér félagsgerð hverfasamfélagsins og afbrotum ungmenna. Hún setti fram tvær spurningar, annars vegar hvort fé- lagsleg skilyrði kölluðu fram afbrot og hins vegar hvort einhverju væri hægt að breyta ef svo væri. Margrét hefur í rannsókn sinni, sem stendur enn yfir, skoðað hvernig og hvort efnahagsstaða, fjöldi einstæðra foreldra, tíðni búferlaflutninga og fjöldi erlendra foreldra í skólahverfi hefur áhrif á afbrot unglinga þar. Tengsl foreldra við unglinga og tengslanet þeirra við skólann og aðra foreldra virðist skipta lykilmáli um hegðun unglinga. Eftir því sem tengslin minnka dregur úr taumhaldi, sem ýtir þá undir frávikshegðun og afbrot. Segist Mar- grét sjá bein tengsl á milli fjölda einstæðra for- eldra, tíðni búferlaflutninga og fjölda erlendra for- eldra, skorts á tengslum og tíðni afbrota unglinga. Samkvæmt þessu hefur félagsgerð hverfis áhrif á afbrot unglinganna, sem þar búa. Margrét sagðist ekki hafa fundið beint samband á milli efnahags foreldra og tíðni afbrota, en það gerði Benjamín Gíslason, BA í félagsfræði, hins vegar. Hann fjallaði um tíðni afbrota á höfuðborg- arsvæðinu eftir hverfaskiptingu. Hann varpaði upp korti sem sýndi að 20,7% af öllum glæpum eru framin í miðborg Reykjavíkur og þar af 40% af öll- um ofbeldisverkum. Miðborgin sker sig hins vegar úr að því leyti að þangað leitar fólk úr öllum hverf- um höfuðborgarsvæðisins. Hlutfall afbrota í Breiðholtinu er 11,6% af brotum á höfuðborgar- svæðinu, en 0,2% á Álftanesi. Sagði Benjamín að það væri marktæk fylgni á milli efnahags og af- brota í flestum brotaflokkum nema í fíkniefna- brotum. Niðurstaða Benjamíns var sú að bæta þyrfti efnahagslega stöðu íbúa í þeim hverfum þar sem hún væri verst. Fólk þyrfti að hafa efnahags- legar bjargir til að þrífast. Skelfilegar skemmtanir S kelfilegar skemmtanir var yfirskrift fyrirlestrar Hildigunnar Ólafsdótt- ur, doktors í afbrotafræði. Umfjöll- unarefni hennar var tengsl áfengis- neyslu og ofbeldisverka á skemmtistöðum. Hildigunnur skoð- aði hæstaréttardóma, sem féllu í slíkum málum á árunum 1990 til 2005. Alls voru málin 33 og féll dómur yfir 31 karli og tveimur konum. Sagði hún að kosturinn við að skoða dóma væri að þar kæmu fram nákvæmar lýsingar á atburðum. Langoftast var um ókunnuga að ræða og tveir þriðju hlutar brotanna áttu sér stað á milli klukkan eitt og þrjú á nóttu. Nær alltaf tengdist ofbeldið áfengis- neyslu. Sagði Hildigunnur að eftir því sem áfeng- isneyslan væri meiri minnkaði hæfnin til að bregð- ast við með friðsamlegum hætti. Karlmenn yrðu uppteknir af valdi, þeir teldu sig þurfa að verja heiður sinn og halda andlitinu. Dómarnir sýndu að ofbeldið væri tilviljanakennt og tilefni lítilfjörlegt. Gerendur teldu karlmennsku sinni ögrað og vegna þess að þeir væru í almennu rými þar sem aðrir karlar væru til vitnis teldu þeir að þeir gætu ekki leitt áreiti hjá sér. Oft væri auðmýking brota- mannsins þó óskiljanleg öðrum en brotamannin- um og hann ætti jafnvel erfitt með að skýra hana sjálfur eftir á. Aðstæður á skemmtistöðum skipta máli. Þrengsli, mannmergð og myrkur inni á stöðunum ýtir undir árekstra og eftir því sem líður á kvöldið og ölvunin eykst þarf minna til að upp úr sjóði. Hildigunnur sagði að hlutverk dyravarða væri mikilvægt á skemmtistöðum. Starf þeirra væri hættulegt og þeir þyrftu að búa yfir líkamlegu afli. Þeir þyrftu að sinna eftirliti og aðhlynningu og væru oft í hlutverki vitna og hjálparhella. Þáttur lögreglu er hins vegar yfirleitt lítill í að koma í veg fyrir ofbeldið. Yfirleitt kemur hún á vettvang eftir að atburðirnir hafa átt sér stað. Hildigunnur velti því fyrir sér hvað þyrfti að gera til að kráarferð yrði skemmtileg, en ekki skelfileg. Þar skipti sjálfstjórn einstaklingsins mestu. Hún spurði hvort neita ætti drukknum manni um afgreiðslu og sagði að þjálfað starfs- fólk gæti komið í veg fyrir ofbeldi. Þá mætti líta á aðstæður á veitingastöðum, draga úr þrengslum og auka birtu. Jón Óttar Ólafsson, doktor í afbrotafræði, fjallaði um ofbeldismenn í Reykjavík. Í hans fyr- irlestri var að nýju komið inn á tengslanet for- eldra. Jón Óttar sagði að í nánast öllum borgum væru hverfi þar sem fjöldi ofbeldismanna væri meiri en í öðrum hverfum. Umhverfið segði hins vegar ekki alla söguna því að sumir, sem ælust upp í slæmum hverfum, virtust ónæmir og spyrja þyrfti hvernig á því stæði að tilteknar aðstæður hefðu ekki áhrif á alla í hverfinu. Hegðun og áhættulífsstíll R annsókn hans snerist um að finna snertiflöt milli félags- og einstak- lingsþátta. Jón Óttar tók hóp 1200 pilta um tvítugt og valdi úr honum 200 pilta til að taka þátt í rannsókn sinni, hundrað úr „góðu“ hverfi og hundrað úr „slæmu“ hverfi. Hverfin flokkaði hann með því að greina fjölda of- beldismanna, sem þar byggju. Komst hann að því að hverfin voru ólík að félagslegri gerð og í því verra væru minni tengsl á milli foreldra og upp- eldisaðferðir ólíkar. Eftirlit með börnum væri marktækt minna í verra hverfinu. Þá mældi hann einstaklingsáhættuþætti piltanna og skipti þeim í þrjá flokka, þá sem væru með mikla áhættuþætti, eðlilega og mjög litla. Síðan lagði hann sama próf fyrir þá alla. Jón Óttar sagði að áhættulífsstíll hefði verið marktækt ólíkur á milli hverfa, en lífs- stíllinn hefði hins vegar mismunandi áhrif á ein- staklinga. Í verra hverfinu væru allir með aukinn áhættulífsstíl og drykkja til dæmis meiri, en það hefði ekki alltaf áhrif á hegðun þeirra sjálfra. Prófið snerist um að skapa aðstæður einstaklings á ferð að kvöldlagi í miðborginni. Eftir því sem leið á kvöldið jókst áreitið. Þeir sem í upphafi kvölds hefðu brugðist við með því að hreyta ónot- um í næsta mann voru farnir að beita pústrum þegar á leið. Góðu strákarnir hefðu reynt að koma sér út úr aðstæðum, jafnvel þótt verið væri að berja þá, en venjulegu piltarnir brugðust við. Hegðun þeirra mótaðist af umhverfinu og þeir brygðust við í ósamræmi við persónugerðina. Niðurstaða prófsins benti því til þess að piltar með eðlilega einstaklingsáhættu í verra hverfinu yrðu fyrir talsverðum áhrifum af umhverfi sínu. Áhættulífsstíll þeirra gerði að verkum að þeir væru árásargjarnari en piltar úr sama flokki í góða hverfinu. „Smátt og smátt breytast þeir og þegar þeir koma í svona próf hjá mér, þá eru þeir með hegðunarprófíl sem passar ekki við einstak- lingsáhættu þeirra,“ sagði Jón Óttar. Niðurstöður fræðimannanna fjögurra, sem töl- uðu á málþinginu, þurfa ekki að koma á óvart, en hjálpa til við að greina vandann og finna lausnir til að takast á við hann. Það kemur vitaskuld ekki á óvart að meira los sé í hverfum þar sem tengsla- net foreldra er lítið og aðstæður eru þannig að fólk hefur minni tíma fyrir börn sín en ella. Það kemur heldur ekki á óvart að ofbeldishegðun aukist eftir því sem fólk verður drukknara, en hins vegar er spurning hvað er hægt að gera til að draga úr hættunni á ofbeldisverkum – til að koma í veg fyrir að skemmtunin endi með skelfingu. Tillögur samráðshóps um betri miðborg Á ástandinu í miðborginni er tekið í tillögum samráðshóps um betri miðborg sem var lögð fram í jan- úar. Í hópnum voru fulltrúar íbúa, eigendur vínveitingastaða, borg- aryfirvöld, lögregla, kaupmenn í miðbænum og ferðaþjónustunnar og kom hann saman sjö sinnum til að ræða málefnin og gera til- lögur. Í tillögunum er byrjað á því að rekja með hvaða hætti hefur verið tekið á miðborgarvanda- málum annars staðar í heiminum: „Skoðuð voru gögn frá ýmsum borgum víða um heim. Miðborg- arvandamál eru í flestum tilvikum birtingarmynd af enn stærra undirliggjandi vandamáli, þ.e. of- neyslu áfengis. Niðurstaða margra þjóða er sú að taka þarf á áfengistengdum miðbæjarvandamál- um með heildstæðri nálgun og ábyrgri stefnu í áfengismálum, t.d. forvörnum, reglugerðum og eftirfylgni.“ Segir þar að helstu birtingarmyndir miðbæj- arvandamála að nóttu séu áfengistengdar. Sam- vist staða, sem veiti vín um nætur, og íbúða- byggðar sé erfið. Ástandið leiði til óspekta á almannafæri, líkamsmeiðinga og ofbeldis. Laugardagur 12. apríl Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.