Morgunblaðið - 13.04.2008, Page 40

Morgunblaðið - 13.04.2008, Page 40
40 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Flogið verður til Kaupmannahafnar og ekið um Danmörku til sumardvalarstaðarins Damp við Eystrasaltsströnd Þýzkalands. Þar verður gist næstu 6 nætur og farið í ýmsar dagsferðir meðan á dvöl stendur. Meðal annars til Slésvíkur, Hamborgar og Kílar. Frá Þýzkalandi er síðan siglt til Danmerkur og flogið heim frá Kaupmannahöfn að kvöldi 10. maí. Gist verður að Damp2000 í vel útbúnum íbúðum. Hótelið er við ströndina og þar eru ótal afþreyingarmöguleikar s.s. sjósundlaug, hitabeltissundlaug, minigolf og bátaleiga og einnig margir veitingastaðir og smáverzlanir. FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF., BORGARTÚNI 34 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 511 1515, www.gjtravel.is • outgoing@gjtravel.is Verðið er einstakt: 79.200,- á mann Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting í tveggjamanna stúdíó-íbúð á Damp og allur akstur samkvæmt lýsingu. Verð miðast við gengi og forsendur 10.04. 2008 og 40 manna hóp. Þýzkalandsferð 06.-12. sept. 2008 í samvinnu við Félag eldri borgara M bl .9 93 90 8 HLUTVERK myndlistar í sam- tímanum er margvíslegt, afstaða listamanna misjöfn og markmið þeirra ólík. Gagnrýni á samtímann og neysluhyggju kemur ósjaldan fyrir í verkum listamanna og birt- ist á ýmsan máta. Bandaríska listakonan Mary Ellen Croteau er ein þeirra sem hafa allan sinn feril beitt harðri ádeilu, í eldri verkum hennar er að finna beittan femínisma eins og sjá mátti á samsýningu lista- kvenna í Nýlistasafninu 1995. Við- fangsefni hennar á yfirstandandi sýningu í StartArt er markviss eyðilegging mannkyns á náttúru jarðar. Croteau sýnir skúlptúr úr plasti, þessu óeyðanlega efni sem er víða vandamál, notar bæði plastpoka og plastflöskur. Hún sýnir einnig ljósmyndir af verks- ummerkjum mannsins í nátt- úrunni og á sýningunni er texti sem m.a. fjallar um nytjarækt skóga sem vart eru nothæfir í annað en pappa. Sýningin er vönduð í alla staði og óaðfinn- anlega framsett, en hér kemur fátt á óvart. Boðskapurinn er kunnuglegur, þó segja megi að sjaldan sé góð vísa of oft kveðin. Skilaboðin eru ákaflega einföld og skýr; verndum náttúruna, og á sértækari hátt, hættum að nota plastpoka. Rými StartArt býður ekki auðveldlega upp á mögu- leikann á stórkostlegri sjónrænni upplifun og það má ímynda sér að verk Croteau geti verið áhrifaríkari á stærri skala, þau myndu þá ef til vill skila meiri árangri í nátt- úruverndarbaráttunni. Þessi litla sýning vekur engu að síður athygli á beinskeyttri bar- áttukonu sem ekki lætur deigan síga. Listrænn áhrifamáttur hennar felst helst í vísun í það sem ekki er á staðnum, náttúru jarðar. Verndun hennar er listrænt markmið í sjálfu sér en ef til vill er kominn tími til að endurskoða baráttuaðferðirnar. Morgunblaðið/Valdís Thor Plast Croteau sýnir skúlptúr úr plasti, efni sem er víða vandamál. Burt með plastið MYNDLIST StartArt, Laugavegi 12b Til 30. apríl. Opið þri. til lau. kl. 13-17. Aðgangur ókeypis. Man Made, Mary Ellen Croteau bbnnn Ragna Sigurðardóttir ÞAÐ er sérstakt að ganga inn í Hallgrímskirkju þessa dagana þeg- ar við blasir tíu metra hár kross, sem í fyrstu virðist fljóta í lausu lofti og fyllir út í altarishvelfingu kirkjunnar. Krossinn, sem eftir allt hangir á stillönsum, er listaverk eftir Baltasar Samper og sam- anstendur af sjö málverkum, and- litsmyndum af Jesú Kristi, sem eru samsett í kross og táknar hver mynd eitt af sjö síðustu orðum frelsarans. Orð þessi eru fengin úr Jóhann- esarguðspjalli, en þess má geta að Markúsarguðspjall greinir öðruvísi frá hinstu stund Krists á kross- inum, en þar segir Kristur: „Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yf- irgefið mig?“ kallar hann svo hárri röddu og deyr. Í Jóhannesarguðspjalli ákallar hann einnig Guð sinn, en biður hann svo að fyrirgefa kvölurum sínum og segir að lokum „Það er fullkomnað“ og gefur þá upp and- ann. Útgáfa Jóhannesar gefur Kristi dýrðlegri ímynd, hann er yf- ir þjáninguna hafinn á meðan Markúsarguðspjall sýnir hann þjáðan og mennskan í örvæntingu. Mennskan er í fyrirrúmi í Krists- ímyndum Baltasars, efniskenndin er grófgerð og fýsísk, og orðin sjö tjáir listamaðurinn með svip- brigðum á andliti Krists og gefur honum ásýnd þjáningar, sorgar, ör- væntingar og uppgjafar. Ekki má svo gleyma, í því sambandi, að orð- ið „andlit“ merkir „útlit andans“. Baltasar er snjall með skúfinn og sækir nokkuð breytt svið, allt frá Caravaggio til Anselms Kiefers. En myndirnar, svona sjö saman, minna þó helst á stillimyndir úr Holly- wood-kvikmynd, ég hugsa Mel Gib- son með tilheyrandi dramatík og erkitýpu. Sem málverk er þetta tilkomu- mikið að sjá en um leið heldur yfir- þyrmandi sem kirkjuskreyting. Er framtakið metnaðarfullt og ég sé ekkert að því að gefa altarinu svona epískan Hollywoodbrag til skamms tíma. En hér mundi kveða við annan tón ef verkið hefði verið hugsað þarna til frambúðar. Sjö orð Krists „Mennskan er í fyrirrúmi í Kristímyndum Baltasars.“ Jón B.K. Ransu MYNDLIST Hallgrímskirkja Opið alla daga kl. 9-17. Sýningu lýkur 5. maí. Aðgangur ókeypis. Baltasar Samper bbbmn Útlit andans ÉG var fullur eftirvæntingar að hlýða á þau Helgu Bryndísi og Aladár leika saman fjórhent á píanó. Þau hafa áður heillað mig með framúrskarandi leik sínum hvort í sínu lagi, og nú kom að spurningunni hvernig færi á með þeim saman í túlkun þessara glanspíanóverka. Oft er sagt að píanóleikarar þurfi öðrum hljóðfæraleikurum fremur að lifa með list sinni í einrúmi, þess vegna hef ég oft furðað mig á því að píanóleikarar skuli ekki leika meira af þeim fjölda góðu verka sem skrifuð hafa verið fyrir fjórar hendur á eitt eða tvö píanó. Tónskáldin drógu þannig úr félagslegri einangrun pí- anóleikaranna, en þó fyrst og fremst unnu þau píanóinu nýjar lendur og nýttu kosti þess til að koma sjóði tón- bókmennta á framfæri, sbr. umrit- anir Liszts á sinfóníum Beethovens. Verkin sem Aladár og Helga Bryn- dís léku eru ofarlega á vinsældalista tónelskra. Béla Bartók taldi það misskilning hjá Liszt að telja uppsprettu lag- flæðis í rapsódíum hans vera ung- versk þjóðlög, því lögin væru oftar fengin úr smiðju sígaunatónskálda. Þessum misskilningi eigum við máski að þakka þær nítján píanó–rapsódíur sem Liszt töfraði fram og hafa allar götur síðan frá miðri nítjándu öld ver- ið á heimsskrá unnenda píanóverka. Af þessum nítján hefur þó sú númer tvö átt mestu fylgi að fagna. Aladár og Helga Bryndís runnu eina slóð í mögnuðum og litríkum flutningi og voru sem einn maður í út- rás dansandi stefja og innrás í dýpri tjáningu heitra tilfinninga. Ef fólk kann að meta slíka tjáningu þá var þetta rétti staðurinn. Svo var haldið til hins merka árs 1924, þegar Georg Gershwin kom Ameríku inn á heimskortið í sígildri tónlist úr blámanum, og frumflutti „rapsódíu bláu tónanna“, án þess að gera sér nokkra grein fyrir mikilvægi þessa skrefs í tónlistarsögunni. Alad- ár og Helga Bryndís gerðu sér fulla grein fyrir áhrifum og merkingu þessa verks. Túlkun þeirra var í einu orði sagt hrífandi. Útrás dansandi stefja Jón Hlöðver Áskelsson TÓNLIST Föstudagsfreistingar í Ketilhús- inu á Akureyri Á efnisskrá: Ungversk rapsódía nr. 2 eftir Franz Liszt og Rhapsody in Blue eftir Georg Gershwin úts. f. fjórhendan píanó- leik. Píanóleikarar: Aladár Rácz og Helga Bryndís Magnúsdóttir. Föstudaginn 4. apríl kl. 12.00. Píanótónleikar Tónlistarfélags Akureyrar bbbbb Aladár Rácz Helga Bryndís Magnúsdóttir Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.