Morgunblaðið - 13.04.2008, Page 41

Morgunblaðið - 13.04.2008, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 41 Agnarsmá brot úr eilífð hefur að geyma ljóð sem Ólafur Ragnarsson, fyrrum bókaútgefandi og fréttamaður, orti síðustu tvö ár ævi sinnar. Þótt hann væri nánast alveg orðinn lamaður er ljóst af ljóðunum að baráttuviljinn var óbilandi, hugurinn frjáls og flögraði víða. Hann lést 27. mars sl. af völdum MND-sjúkdómsins. „Síðdegisútvarpið mælir með þessari fallegu ljóðabók.“ – Rás 2 „Ólafur hefur ljóðskáldstaugar, er persónulegur og hlýr og er næmur fyrir landi og umhverfi. En mesta athygli vekur þrekmikið æðruleysi og afstaða hans til lífs og dauða.“ – Matthías Johannessen skáld. 2. SÆTIMETSÖLULISTIEYMUNDSSONAR9. APRÍL 2008 INNBUNDINSKÁLDVERK ÞREKMIKIÐ ÆÐRULEYSI ENGINN ræður sínum næturstað. Þetta er málsháttur og merkir að lífið tekur oft stefnu sem maður á alls ekki von á. Er þá hægt að sjá fram í tímann? Þegar Ligeti, tón- skáldið fræga sem lést í fyrra, hélt eitt sinn fyrirlestur um framtíð tón- listarinnar, þagði hann bara. Með því meinti hann að framtíð tónlistar- innar væri svo óljós að ekki væri hægt að segja neitt af viti um hana. Ég hugsa samt að auðveldara sé að spá því HVERJIR verði stjörn- urnar í tónlistarlífinu næstu árin. Tónlistarhæfileikar eru meðfæddir og þeir koma yfirleitt snemma í ljós. Ný tónleikaröð, Tónsnillingar fram- tíðarinnar, er því ekki út í bláinn. Röðin hóf göngu sína á þriðjudags- kvöldið, og þar steig fyrstur fram Bragi Bergþórsson tenór, sem flutti Schwanengesang eftir Schubert. Nú ætla ég að kasta fram öðrum málshætti, sem er: Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Bragi er son- ur tveggja kanóna á tónlistarsvið- inu, Sólrúnar Bragadóttur og Berg- þórs Pálssonar. Ekki er ólíklegt að hann muni feta í fótspor foreldra sinna. Þótt hann sé ungur að árum og hafi ekki enn öðlast nauðsynlega tónleikareynslu var auðheyrt strax á fyrstu tónunum að hann hefur mikla tónlistarhæfileika. Vissulega var rödd hans nokkuð óstöðug í byrjun, sem má rekja til tauga- óstyrks, en hún náði sífellt betri fókus eftir því sem á leið. Túlkunin var líka gædd leiftrandi innblæstri, hún var margbreytileg og blæ- brigðarík, og oft ótrúlega áhrifamik- il. Kristinn Örn Kristinsson píanó- leikari spilaði með söngvaranum, og gerði það einstaklega vel. Ég hef einhvern tímann sagt áður að Krist- inn sé einn af okkar fremstu með- leikurum og það er synd hversu sjaldan hann kemur fram op- inberlega. Leikur hans var unaðs- lega áferðarfagur og safaríkur. Eftir tónleikahlé kom Elfa Rún Kristinsdóttur fram, en hún er dótt- ir Kristins píanóleikara. Feðginin léku sónötu í A-dúr, einnig eftir Schubert, og var sérlega ánægju- legt að hlýða á hana. Elfa Rún er með prýðisgóða tækni og hún spil- aði af öryggi. Túlkunin var líka líf- leg og flæðið í músíkinni var ávallt til staðar. Einmitt þannig á Schu- bert að hljóma. Þessir tónleikar lofa góðu um framtíðina. Auðvitað eiga þau Elfa Rún og Bragi eftir að þroskast og öðlast enn meiri listræna dýpt, en þau hafa alla burði til að ná langt. Og er ekki sannur listamaður stöð- ugt að þroskast? Best er að enda á svipuðum nótum og ég byrjaði: Svo lengi lærir sem lifir! Spáð í stjörnurnar Jónas Sen TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Tónlist eftir Schubert í flutningi Elfu Rúnar Kristinsdóttur fiðluleikara, Braga Bergþórssonar tenórs og Kristins Arnar Kristinssonar píanóleikara. Þriðjudagur 8. apríl. Söng- og kammertónleikarbbbmn ÞAÐ er alltaf gaman fyrsta mánu- dag hvers mánaðar á Kaffi Kúlt- úra við Hverfisgötu því þá stendur Bebopfélag Reykjavíkur fyrir tón- leikum þar. Þetta er annað árið sem félagið starfar undir forustu Hauks Gröndals og Óskars Guð- jónssonar. Hljómsveit kvöldsins leikur í klukkutíma, en síðan hefst djammsessjón framyfir miðnætti. Að þessu sinni var bassaleik- arinn Ólafur Stolzenwald í fyr- irsvari. Ólafur er traustur bassa- leikari með góðan tón og létta sveiflu og var dyggilega studdur af trommaranum frábæra, Scott McLemore. Efnisskráin var klass- ískt bíbopp eins og jafnan þessi kvöld og kannski voru end- urkynnin við tvo æskufélaga, 52nd Street Theme Dizzys og Cheese Cake Dexters, ánægjulegustu við- burðir kvöldsins. Óskar finnur yf- irleitt nýjan flöt á hverju viðfangs- efni og það gerði hann svo sannarlega í Cheese Cake, en hann á ekki margt sameiginlegt með höfundinum. Samúel Jón er traustur á básúnuna og fáir aðrir básúnueinleikarar í sjónmáli nema sá stórgóði Helgi Hrafn Jónsson sem er fluttur til landsins eftir langa dvöl í Austurríki. Það er kominn tími til þess að heyra hann leika djass hér heima – síð- ast heyrði ég hann á Jazzhátíð Reykjavíkur þar sem einn af gít- armeisturum Evrópu, Wolfgang Mütspiel, lék með honum. Svo er Andrés Þór alltaf hugmyndaríkur og festist ógjarnan í klisjunum. Semsagt: stórskemmtilegt bíbopp þar sem andi liðinna tíma sveif yf- ir vötnunum. Heldur var dapurlegt yfir djammsessjóninni eins og oft áður. Haukur mætti til leiks og Ari Bragi blés flott í trompetinn. Magnús Tryggvason Elíassen leysti Scott af hólmi, en hann er einna efnilegastur yngri trommara okkar. Það er eins og sá tími sé liðinn er menn stóðu í röðum og biðu eftir að fá að taka sóló á ses- sjónum. Kannski hafa ungir menn enga þörf fyrir að láta gamminn geisa í djassklassíkinni – er djammið kannski tímaskekkja? Er djammið tímaskekkja? Vernharður Linnet TÓNLIST Kaffi Kúltúra Samúel Jón Samúelsson básúnu, Óskar Guðjónsson tenórsaxófón, Andrés Þór Gunnlaugsson gítar, Ólafur Stolzenwald bassa og Scott McLemore trommur. Mánudagskvöldið 7. apríl. Bebopgaleiðanbbbnn Fréttir í tölvu- pósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.