Morgunblaðið - 13.04.2008, Qupperneq 46
46 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Þingholtsstræti 27 • Sími 533 1122 • Fax 533 1121
Magnús Kristinsson, verkfr., löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, sími 861 0511
Þröstur Þórhallsson, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, sími 897 0634
VERSLUNARHÚSNÆÐI TIL LEIGU
SKÚTUVOGUR 2
Fallegt ca. 550 m² verslunarhúsnæði á frábærum stað. Húsnæðið er
með mikilli lofthæð og á mjög áberandi stað á horni Skútuvogs og
Holtavegs, gegnt nýju Hagkaupsversluninni Holtagörðum. Húsnæðið er
laust nú þegar.
Nánari upplýsingar gefa Magnús s. 8610511 og Þröstur s. 8970634.
Finnbogi Hilmarsson,
Einar Guðmundsson og
Bogi Pétursson
löggiltir fasteignasalar
Opið mán.- fös. frá kl. 9-17
Sími
530 6500
Glæsilegt hús á tveimur hæðum á góðum stað í Kópavogi.
Fjögur svenherbergi eru í húsinu og stór og björt stofa
með frábæru útsýni. Tvær góðar afgirtar timburverandir á
framlóð og baklóð. Góður bílskúr fylgir. Verð 55 millj.
Opið hús er í dag milli kl. 17 og 18.
Verið velkomin!
Haukalind 25 Opið hús
Fallegt og vel skipulagt 340 fm einbýlishús á tveimur hæðum með
innbyggðum bílskúr. Húsið stendur fyrir neðan götu með suðurgarði.
Hellulögð verönd með heitum potti. Í húsinu eru 6-7 herbergi. Húsið er
laust strax. Verð 75 millj.
EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 16:00-17:00.
Heiðarás 8
Einbýli á tveimur hæðum
Mb
l
99
39
06
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali
Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095
Sími: 588 9090
Sölusýning í dag
Lóð við Elliðavatn
Lóðin er 1.089 fm að stærð. Fyrir liggja
samþykktar teikningar að 336 fm einbýlishúsi á
tveimur hæðum. Gatnagerðargjöld eru greidd.
Verð 40,0 millj.
Nánari upplýsingar á skrifstofu.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505 • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17
Netfang: fastmark@fastmark.is • Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali • Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR,
vel menntað fagfólk, eru stærsta
heilbrigðisstétt landsins en hafa lítið
komið að einkarekstri í heilbrigð-
isþjónustu sem ég tel
umhugsunarvert því
það rekstrarform gæti
m.a. dregið úr atgerv-
isflótta innan stétt-
arinnar.
Einkarekstur í heil-
brigðiskerfi
landsmanna ekki
nýr af nálinni
Ýmsir sjá fyrir sér
hið sjúka bandaríska
heilbrigðiskerfi þegar
orðið „einka“ ber fyrir
augu. Einkarekstur og
einkavæðing er þó sitt
hvort. Með einkarekstri er átt við
þegar ríkið gerir samning við einka-
aðila um að veita ákveðna þjónustu.
Dæmi um einkarekstur, sem sterk
hefð er fyrir, eru t.d. leikskólar og
hjúkrunarheimili. Með einkavæð-
ingu er hins vegar átt við það þegar
ríkið selur frá sér stofnun eða fyrir-
tæki. Dæmi um það er sala ríkisins á
Landssíma Íslands og bönkunum.
Engum hefur dottið í hug að einka-
væða heilbrigðisþjónustu í landinu.
Hérlendis er um 1/4 hluti heilbrigð-
isþjónustu nú þegar veittur af einka-
aðilum (sjálfseignarstofnunum og
fyrirtækjum) en 3/4 af opinberum
aðilum. Sem stendur eru sjálfsstætt
starfandi sérgreinalæknar og
sjúkraþjálfarar stærstu hópar heil-
brigðisstétta sem eru í einkarekstri
og yfir 90% endurhæfingar- og með-
ferðarstofnana eru einkarekin svo
dæmi séu tekin. Flest hjúkrunar-
heimili í landinu eru t.a.m. ýmist í
einkaeigu eða einkarekstri.
Hjúkrunarfræðingum er heim-
ilt að bjóða ríkinu þjónustu-
samninga
Í september s.l. tóku gildi ný lög
um heilbrigðisþjónustu sem heimila
hjúkrunarfræðingum, líkt og öðrum
hópum heilbrigðisstarfsmanna, að
sækja um að taka að sér afmarkaða
þætti þjónustu með skilgreindum
þjónustusamningum. Það er því fátt
sem hindrar hjúkrunarfræðinga í að
bjóða í rekstur heilbrigðisþjónustu á
því sviði sem þeir hafa sérhæfingu í
eða brennandi áhuga. Leiðin frá
hugmynd að veruleika er oft löng í
hinu opinbera heil-
brigðiskerfi, bákn eru
þung og svifasein í eðli
sínu. Sama leið virðist
gjarna verða styttri
þegar um frumkvöðla-
starf og einkaframtak
heilbrigðisstarfsfólks
er að ræða. Víða eru
ýmis tækifæri fyrir
metnaðarfulla hjúkr-
unarfræðinga sem
þyrstir í að skapa bæði
skjólstæðingum sínum
góða þjónustu og sjálf-
um sér betri starfsskil-
yrði – og þar með
aukna starfsánægju. Hjúkr-
unarfræðingar starfa ekki eingöngu
á spítölum eða innan heilsugæsl-
unnar heldur líka hjá lyfjafyr-
irtækjum, heildsölum sem flytja inn
heilbrigðisvörur, erfða- og líftækni-
fyrirtækjum, við ráðgjöf og fræðslu,
s.s. í fjölmiðlum, sjálfstætt á eigin
hjúkrunarstofum eða reka eigin
þjónustufyrirtæki. Fjölmiðlar flytja
reglulega fréttir af manneklu á öldr-
unarstofnunum og erfiðleikum í
skipulagi og mönnun heimahjúkr-
unar og víðar í heilbrigðiskerfinu.
Slíkar fréttir eru niðurdepandi fyrir
okkur öll, starfsfólk, skjólstæðinga
og aðstandendur þeirra.
Þegar lögmál hætta að vera
það
Ákveðinn hluti hjúkrunarfræð-
inga, um 500 að tölu, starfar ekki í
faginu. Sumir hafa valið að skipta
um starf en aðrir hafa flúið úr stétt-
inni vegna óánægju með launakjör
eða vinnuálags, s.s. vegna undir-
mönnunar. Sl. áramót sagði Land-
spítalinn upp verktakasamningum
við aðkeypta hjúkrunarþjónustu í
þeim tilgangi að spara. Aðkeypt
hjúkrunarþjónusta hefur í sumum
tilvikum brúað bilið þegar ekki hefur
tekst að manna stöðugildi heilbrigð-
isstarfsfólks. Tvíbent afstaða hefur
ríkt til aðkeyptrar hjúkrunarþjón-
ustu – „þjónustan bjargar okkur en
við viljum helst komast af án henn-
ar“. Slík afstaða er m.a. skiljanleg
fyrst lögmálið um framboð og eft-
irspurn hættir að vera það þegar
hjúkrunarfræðingar eiga í hlut.
Margrét Pála Ólafsdóttir, skóla-
stjóri og höfundur Hjallastefnunnar,
sem hlaut Barnamenningarverð-
launin árið 2007, kom með sláandi
athugasemd þegar hún sagði í Silfri
Egils sl. haust að henni þættu konur
upp til hópa vera valdlausar vinnu-
konur hjá hinu opinbera. Vissulega
sterkt til orða tekið en fagstéttir
sem að mestu leyti eru skipaðar kon-
um virðast þó með eindæmum þol-
inmóðar og hógværar stéttir. For-
maður Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga, Elsa Friðfinnsdóttir,
hefur sagt að hún furði sig á því
hvernig standi á því að lögmálið um
framboð og eftirspurn virðist ekki
eiga við þegar um manneklu er að
ræða á heilbrigðisstarfsfólki. Skýr-
ingarnar eru eflaust margþættar en
hjúkrunarfræðingastéttina vantar ef
til vill eldhuga eins og Margréti Pálu
sem gæti hjálpað stéttinni að hugsa
út fyrir rammann, vera fyrirmynd,
og virkjað nýsköpunarkraftinn með-
al hjúkrunarfræðinga. Full þörf er á
að kynna fyrir hjúkrunarfræðingum
gerð þjónustusamninga og mögu-
leika í einkarekstri.
Sjálfstæði í starfi vinnur gegn
starfskulnun
Hefðu hjúkrunarfræðingar í
auknum mæli kjark og stuðning til
að bjóða ríkinu þjónustusamninga
væri kannski hægt að draga eitthvað
úr atgervisflótta úr þeim hópi hjúkr-
unarfræðinga sem vinnur hjá hinu
opinbera. Atgervisflótti er ein birt-
ingarmynd starfskulnunar. Í einka-
rekstri koma innbyggðir hvatar
sterkar fram sem geta dregið úr
starfskulnun, s.s. aukið sjálfsstæði,
áskoranir, sköpunargleði, meiri
metnaður og þjónustuvilji, ásamt
meiri rekstrar- og kostnaðarvitund.
Nýsköpun meðal
hjúkrunarfræðinga
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir
skrifar um heilbrigðiskerfið og
hjúkrunarfræðinga
»Ný heilbrigðislög
heimila hjúkrunar-
fræðingum að bjóða rík-
inu þjónustusamninga
en aukin einkarekstur
meðal stéttarinnar gæti
dregið úr atgervis-
flótta.
Jóna Ingibjörg
Jónsdóttir
Höfundur hefur unnið sem aðstoðar-
framkvæmdastj. hjá Alhjúkrun ehf.
ÁSKRIFTASÍMI
569 1100
Flettu upp nafni
fermingarbarnsins
mbl.is
FERMINGAR
2008
NÝTT Á mbl.is
Fréttir
í tölvupósti