Morgunblaðið - 13.04.2008, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 49
Á AÐALFUNDI BHM sem
haldinn var í síðustu viku var mik-
ið og öflugt starf unnið. Fjallað
var um stefnumótun bandalagsins
sem staðið hefur yfir undanfarið
ár. Þar kom fram eindreginn vilji
til að horfa til fram-
tíðar og almenn sam-
staða um að efla og
styrkja starf BHM.
Sérstaklega var litið
til þriggja meginstoða
bandalagsins, kjara-
og réttindamála, fag-
og kynningarmála og
þjónustu við stétt-
arfélögin og talið rétt
að fleiri kjörnir
fulltrúar kæmu að
framkvæmd þeirra
mála. Drög að að-
gerðaáætlun og
ábyrgðarmönnum einstakra verk-
efna í þessum málaflokkum voru
lögð fram.
Þingfulltrúar skiptu sér í hópa
og fjölluðu um afmörkuð málefni.
Starf hópanna tryggði að rödd
einstakra fulltrúa heyrðist og vilji
hins almenna félagsmanns fékk
þar farveg. Aukin erlend sam-
skipti voru talin æskileg og
áhersla lögð á að efla tengsl við ís-
lenska háskóla, bæði nemendur og
starfsmenn þeirra. Fjallað var um
lífeyrismál og endurhæfingarsjóð-
inn sem stofnaður var við samn-
inga ASÍ og SA. Einn hópur ein-
beitti sér að því að skoða hvernig
háskólamenn hjá ríkinu geti náð
sambærilegum launum og há-
skólamenn á almennum markaði
og loks var fjallað um ímynd
BHM og hvernig mætti efla hana
og bæta. Af niðurstöðum hópanna
að dæma þykir ljóst að innan
bandalagsins er urmull góðra hug-
mynda sem fé-
lagsmenn meta gagn-
legar og mikilvægar í
áframhaldandi kjara-
baráttu háskólamanna
á Íslandi.
Bandalagið hefur
unnið öflugt starf á
undanförnum árum.
Það sinnir sameig-
inlegum hagsmuna-
málum félagsmanna
gagnvart viðsemj-
endum, kemur að
samráði við önnur fé-
lög launafólks, bæði
opinberra starfsmanna og á einka-
markaði og er í samvinnu við önn-
ur samtök og hagsmunaaðila um
einstaka viðburði, s.s. ráðstefnur
og málþing. BHM gætir hagsmuna
félagsmanna sinna með umsögnum
til Alþingis um einstök frumvörp
sem snerta hagsmuni launafólks
sérstaklega. BHM hefur aðkomu
að stjórnum, nefndum og ráðum
sem tengjast íslenskum vinnu-
markaði. Það á fulltrúa í nokkrum
nefndum sem varða innleiðingu
tilskipana Evrópusambandsins,
fulltrúa í stjórnum stofnana sem
sinna vinnumarkaðsmálum auk
þess að eiga stjórnarmann í Líf-
eyrissjóði starfsmanna ríkisins og
Lífeyrissjóði starfsmanna sveitar-
félaga, en aðild að sjóðunum er
háð aðild að félagi innan banda-
lagsins. Af öðrum verkefnum á
síðasta starfstímabili má nefna
starfshóp um málefni útlendinga
og samráðshóp um málefni vakta-
vinnufólks.
Á undanförnu ári hefur BHM
boðið upp á úrval námskeiða sem
var ætlað að undirbúa og styrkja
fulltrúa aðildarfélaganna í samn-
ingagerð. Haldin hafa verið þrjú
mismunandi námskeið í samn-
ingatækni, það síðasta eingöngu
ætlað konum, námskeið um að
koma fram í fjölmiðlum og
fræðslufundir um undirbúning
kjarasamninga og framsetningu
kröfugerðar.
BHM stendur því styrkum fót-
um og horfir með tilhlökkun til
framtíðar.
BHM styrkur að
baki aðildarfélaga
Stefán Aðalsteinsson skrifar
um stefnumótun BHM » BHM hefur unnið
öflugt starf á undan-
förnum árum. Banda-
lagið sinnir sameigin-
legum hagsmunamálum
háskólamanna á Íslandi
og gætir réttinda
þeirra.
Stefán Aðalsteinsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
BHM.
Í BYRJUN apríl skrifaði ég grein
hér í Morgunblaðinu þar sem ég
andmælti þeirri full-
yrðingu formanns
Samfylkingarinnar, að
önnur og vafasamari
vinnubrögð hefðu ver-
ið viðhöfð við myndun
núverandi meirihluta í
Reykjavík en þegar
100 daga meirihlutinn
var myndaður undir
forystu Dags B. Egg-
ertssonar. Færði ég
rök fyrir því að í bæði
skiptin hefðu máls-
aðilar haft lýðræð-
islegan rétt til ákvarð-
ana sinna og þær
hefðu byggst á mál-
efnalegum ágreiningi.
Enn fremur að fólk
ætti að leggja sömu
mælistiku á gerðir
samherja sinna og
andstæðinga. Þessu
telur Oddný Sturlu-
dóttir sig vera að
svara sl. miðvikudag
hér í blaðinu; „Bolla svarað“. Því
miður gerir hún það ekki. Grein
hennar virðist aðallega skrifuð til að
lýsa því hversu háleitar hugsjónir
hennar og hennar félaga voru, and-
stætt „vanhelgum“ „hrossakaupum“
og valda „hrifsi“ okkar sjálfstæð-
ismanna. Auk þess dylgjar hún um
það að ég hafi ekki skrifað greinina
sjálfur, og segir jafnframt að með
því að leyfa mér að svara ítrekuðum
árásum formanns Samfylking-
arinnar á borgarstjórnarflokk Sjálf-
stæðisflokksins, setji ég mig á
„furðulega háan hest
gagnvart konu sem
sótti lýðræðislegt um-
boð sitt til kjósenda í
þrennum kosningum í
röð“. Ég verð því miður
að segja pass, tek ekki
ótilneyddur þátt í um-
ræðu af þessari gerð.
Lái mér hver sem vill.
Samfylkingin talar
iðulega máli svo-
nefndra umræðustjórn-
mála. Ég skil það orð
þannig að aðilar leitist
við að færa málefnaleg
rök fyrir sínum mál-
stað, forðist að gera
fólki upp skoðanir, vera
með dylgjur eða út-
úrsnúninga. Enn frem-
ur að mikilvægt sé, lýð-
ræðisins vegna, að sem
flestir taki þátt í slíkri
umræðu, þar sitji allir
jafn- „háan hest“! Ég
bið þá lesendur Morg-
unblaðsins, sem hafa nógan tíma, að
lesa greinar okkar Oddnýjar, þann
1. og 8. apríl sl., með þessi atriði í
huga.
Málefnaleg
umræða?
Bolli Thoroddsen svarar grein
Oddnýjar Sturludóttur
Bolli Thorddsen
»Ég verð því
miður að
segja pass, tek
ekki ótilneydd-
ur þátt í um-
ræðu af þessari
gerð.
Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, er sem stendur í leyfi
og stundar nám við Waseda-háskóla í
Tókýó.
HÁSKÓLI Íslands er elsti,
stærsti og fjölbreyttasti háskóli á Ís-
landi, stofnaður árið 1911. Eitt af að-
almarkmiðum skólans er að þjóna
samfélaginu og þörfum þess fyrir
menntun á heims-
mælikvarða með því að
veita nemendum fram-
úrskarandi kennslu í
nánum tengslum við
rannsóknastarf skól-
ans. Á vegum við-
skipta- og hag-
fræðideildar er um níu
leiðir í meistaranámi
að ræða, auk MBA-
náms í viðskiptafræði.
MS-nám í fjár-
málum fyrirtækja
Markmiðið með
náminu er m.a. að undirbúa nem-
endur vel undir rannsóknir og störf
á sviði fjármálastjórnunar, markaðs-
viðskipta, fjármálaráðgjafar og ým-
issar sérfræðivinnu á sviði fjármála.
Nemendur öðlast góðan skilning á
undirstöðum fjármála og fá eft-
irsóknarverða færni við rannsóknir
og hagnýtingu á fræðunum.
MS í mannauðsstjórnun: Námið
er þverfaglegt fyrir þá sem vilja öðl-
ast þekkingu og skilning á stjórnun
mannauðs innan fyrirtækja og stofn-
ana. Námið snertir alla helstu
grundvallarþætti í rekstri stofnana
og fyrirtækja. Áhersla er lögð á að
sameina hagnýtar og fræðilegar
áherslur og dýpka þannig skilning
nemenda á stjórnun mannauðs.
MS í markaðsfræði og alþjóða-
viðskiptum: Í náminu er lögð áhersla
á að dýpka fræðilega þekkingu á
sviði markaðsfræði og alþjóða-
viðskipta. Námið hentar þeim sem
m.a. hafa áhuga á störfum tengdum
markaðsmálum, kynningarmálum,
almannatengslum, markaðs-
rannsóknum eða upplýsingamiðlun.
MS í stjórnun og stefnumótun:
Deildin býður upp á MS-nám í
stjórnun og stefnumótun sem er í
senn fræðilegt og hagnýtt. Kennslan
miðar að því að nemandinn öðlist
góðan skilning og tileinki sér eft-
irsóknarverða færni bæði við rann-
sóknir og hagnýtingu á fræðunum
t.d. á sviði stefnumiðaðrar stjórn-
unar, skipulags fyrirtækja, nýsköp-
unar, þekkingarstjórnunar, verk-
efnastjórnunar og
árangursstjórnunar.
MS í viðskiptafræði:
Þeim sem hafa lokið
BS-prófi í við-
skiptafræði eða hag-
fræði stendur til boða
að taka meistaranám í
viðskiptafræði. Námið
er ætlað nemendum
sem vilja styrkja sig á
breiðum grundvelli í
viðskiptafræði, t.d. með
því að ná betri tökum á
fjármálum, markaðs-
fræði, reikningshaldi
og stjórnun.
M.Acc.-nám í reikningshaldi og
endurskoðun: Námið hentar mjög
vel þeim einstaklingum sem hafa
hug á því að vinna við fjármál og
reikningshald í stærri fyrirtækjum
þar sem sérþekkingar er krafist,
ekki síst vegna aukinna umsvifa
fjármála- og hlutabréfamarkaðar á
Íslandi. Námið veitir einnig innsýn í
alþjóðlega reikningsskila- og endur-
skoðunarstaðla. Námið er nú fjög-
urra missera nám sem hægt er að
stunda samhliða starfi.
MS í fjármálahagfræði: Meist-
aranám í fjármálahagfræði er
þriggja missera nám þar sem lögð er
áhersla á samspil fjármálafræði og
hagfræði. Í náminu er lögð áhersla á
að nemendur læri að tileinka sér
bæði sígilda og nýja þekkingu á því
sem skiptir máli á sviði fjármála og
hagfræði.
MS í hagfræði: Meistaranám í
hagfræði er þriggja missera nám
ætlað þeim sem hafa BS-próf (BA-
próf) í hagfræði eða viðskiptafræði.
Þeir sem hafa lokið prófi í öðrum
greinum, svo sem verkfræði eða lög-
fræði, geta hafið meistaranámið að
loknu undirbúningsnámskeiði sem
haldið er í ágústmánuði. Tilgangur
meistaranáms í hagfræði er að búa
nemendur undir margvísleg störf í
þjóðfélaginu þar sem kunnátta í hag-
fræði kemur að góðum notum.
MS í heilsuhagfræði: Í náminu er
tekist á við áhugaverð efni innan
heilsuhagfræði. Fræðasviðið fjallar
um ýmsa þætti er varða heilsu,
hvernig skuli framleiða hana, í hvaða
magni, fyrir hvern og af hverjum —
ef hámarka á hagsæld samfélagsins.
Markmið námsins er að gefa nem-
endum góðan grunn til þess að gera
hagfræðilegar greiningar á hinum
ýmsu málum er tengjast heilbrigði.
Auk þess er því ætlað að gera nem-
endur gjaldgenga í umfjöllun um
heilsuhagfræði og stefnumótun í
heilbrigðismálum. Umsóknarfrestur
í meistaranám er til og með 15. apríl.
Umsóknareyðublöð er að finna á
www.vidskipti.hi.is.
Að setjast aftur á skólabekk
Sif Sigfúsdóttir segir
frá námsleiðum við HÍ » Á vegum viðskipta-
og hagfræðideildar
er um níu leiðir í meist-
aranámi að ræða, auk
MBA-náms í viðskipta-
fræði.
Sif Sigfúsdóttir
Höfundur er markaðsstjóri viðskipta-
og hagfræðideildar HÍ og stunda-
kennari við HÍ.
REGLULEGA heyrum við frétt-
ir af hörmulegum umferðarslysum
þar sem fólk bíður bana eða slas-
ast mjög alvarlega. Í
alltof mörgum til-
fellum kemur fram í
fréttinni að farþegar
og/eða ökumaður hafi
kastast út úr bílnum
og því miður virðist
sem of oft sé um ofsa-
hraða að ræða. Fyrir
þrjátíu árum hefði
það ekki þótt sér-
staklega fréttnæmt
þótt fólk kastaðist út
úr bílum t.d. við út-
afakstur eða í bílvelt-
um – enda bílbelti
ekki staðalbúnaður í
öllum ökutækjum í þá
daga. Í dag, árið 2008,
25 árum eftir lögleið-
ingu bílbelta á Íslandi,
hlýtur það að teljast
undarlegt að enn skuli
berast fréttir af fólki
sem kastast út úr bíl-
um með skelfilegum
afleiðingum. Það þýðir
nær undantekningarlaust að bíl-
beltin voru ekki spennt í umrætt
sinn. Það er sérstaklega umhugs-
unarvert þegar þess er gætt að
mikill meirihuti allra banaslysa á
sér stað utan þéttbýlis. Í starfi
mínu sem forvarnafulltrúi VÍS
ferðast ég mikið um þjóðvegi
landsins og ek iðulega landshorn-
anna á milli – jafnt sumar sem vet-
ur. Víða í þéttbýli á landsbyggð-
inni má sjá fólk aka um götur án
bílbelta og lítil börn sitja laus í
fram- eða aftursætum bíla. Afsök-
un heimamanna fyrir þessu hátt-
erni er oft sú að það taki því ekki
að spenna beltið eða setja barnið í
stólinn þær stuttu vegalengdir sem
farið er! Slíkur hugsunarháttur er
ekki aðeins fáránlegur – heldur
lífshættulegur. Þá hefur þráfald-
lega sést til sumra ökumanna
fólks- og vöruflutningabíla sem
ekki nota bílbelti undir stýri á
þjóðvegum landsins. Sumir þeirra
eru haldnir þeim misskilningi að
þeir séu undanþegnir
notkun bílbelta – en
auðvitað er það fjarri
lagi eins og reglugerð
um undanþágu á notk-
un bílbelta kveður
skýrt á um. Sömu
sögu er að segja af
mörgum leigu- og
sendibílstjórum sem
telja sig undanþegna
notkun bílbelta þegar
þeir stunda leiguakst-
ur. Svo er auðvitað
ekki í öllum tilfellum
– enda gildir und-
anþága sendibílstjóra
aðeins í örfáum und-
antekningartilfellum
þegar um er að ræða
dreifingu á vörum á
milli húsa. Undanþága
leigubílstjóranna er á
sömu forsendum og
lögreglumanna, þ.e. af
öryggisástæðum og
því eingöngu gild þeg-
ar þeir flytja farþega. Við allan
annan akstur er bæði leigu- og
sendibílstjórum skylt að nota bíl-
belti – svo ekki sé talað um vöru-
og fólksflutningabílstjórana sem
aldrei eru undanþegnir bílbelt-
anotkun nema þar sem hætta er á
skriðuföllum og snjóflóðum. Þá
skal tekið fram að í einstaka til-
fellum fá ökumenn læknisvottorð
sem undanþiggur þá frá notkun
bílbeltis en slík tilfelli eru afar fá-
tíð. Notkun bílbelta bjargar
mannslífum. Um það vitna fjöl-
mörg dæmi. Ekki skirrast við að
spenna beltin – alltaf þegar sest er
upp í bíl.
Bílbeltin þín og
annarra vegna
Ragnheiður Davíðsdóttir brýn-
ir fólk til að nota öryggisbelti
»Notkun bíl-
belta bjarg-
ar mannslífum.
Um það vitna
fjölmörg dæmi.
Ragnheiður
Davíðsdóttir
Höfundur er forvarna- og öryggis-
málafulltrúi hjá VÍS
Fréttir
í tölvupósti