Morgunblaðið - 13.04.2008, Side 50
50 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÓHÆTT er að segja að hveiti-
brauðsdögum um-
hverfisráðherra hafi
lokið snögglega sl.
fimmtudag þegar ráð-
herrann kynnti nið-
urstöðu úrskurðar
vegna kæru Land-
verndar sem kærði
ákvörðun Skipulags-
stofnunar að beita
ekki 2. mgr. 5. gr.
laga um mat á um-
hverfisáhrifum vegna
fyrirhugaðs álvers í
Helguvík. Í tilvitnuðu
lagaákvæði er heimild
til þess að láta fara
fram sameiginlegt mat
á umhverfisáhrifum
þegar fleiri en ein
matsskyld framkvæmd
er fyrirhuguð á sama
svæði eða þegar fram-
kvæmdir eru háðar
hver annarri. Ekki
verður fjallað meira
um það mál hér.
Hins vegar eru við-
brögð umhverf-
isráðherra athygl-
isverð því hún telur
rétt að setja ákvæði í
stjórnarskrá, ákvæði
sem veiti umhverfinu
vernd. Vissulega væri
slíkt ákvæði mikið
framfaraskref ekki
einvörðungu fyrir umhverfisvernd í
landinu heldur einnig fyrir þróun
íslensks umhverfisréttar og beit-
ingu hans. Með slíku ákvæði yrðum
við einnig í hópi framsæknustu
þjóða og þar í félagsskap t.d.
Finna, Norðmanna og Svía. Stjórn-
arskrárákvæði, þótt til mikilla bóta
væri, leysir þó ekki allan lagalegan
vanda og tilvist slíks ákvæðis ein
og sér eykur trauðla umhverf-
isvernd. Þar að auki telja fræði-
menn að slík ákvæði hafa litla sjálf-
stæða þýðingu þótt finna megi
dæmi þar sem þau hafa reynst
gagnleg við lögskýr-
ingar.
En hvað um
einfaldari aðgerðir?
Það er mögulegt að
bæta íslenska um-
hverfislöggjöf umtals-
vert, þ.m.t. auka fyr-
irsjáanleika og
gagnsæi löggjaf-
arinnar og einnig efni
ákvarðana sem áhrif
hafa á umhverfi og
náttúruauðlindir, með
einfaldari hætti en að
breyta stjórnarskrá
sem að sjálfsögðu ætti
einnig að stefna að.
Í fyrsta lagi væri til
bóta að hafa í einum
lagabálki sem flestar
reglur sem varða um-
hverfis- og nátt-
úruvernd. Í slíkum
bálki ættu að vera
ákvæði sem skýra og
útfæra allar helstu
meginreglur umhverf-
isréttarins. Á grund-
velli þeirra ætti að
skilgreina nákvæm
viðmið og hafa hluta af
einstökum efnisreglum
(og ekki einvörðungu í
reglugerðum) svo að
þeir sem hafa heim-
ildir til að taka ákvarðanir sam-
kvæmt lögunum, eða endurskoða
þær, geri sér grein fyrir hvaða
sjónarmið umhverfisréttarins á að
styðjast við í einstökum tilvikum.
Í öðru lagi væri til bóta að í slík-
um lagabálki væri þungamiðjan
ekki einvörðungu reglur um ábyrgð
og verkaskiptingu opinberra aðila
og réttindi og skyldur leyf-
isumsækjenda eða leyfishafa, held-
ur einnig ítarlegar efnisreglur og
málsmeðferðarreglur. Til dæmis
má nefna að enn vantar skýr
ákvæði í íslenskri löggjöf um fram-
kvæmdir, eða réttara sagt tak-
markanir á þeim, á aðlægum svæð-
um, þ.e. á svæðum sem umlykja
friðlýst svæði en eru ekki formlega
friðlýst.
Í þriðja lagi væri til bóta ef í
allri löggjöf, sem inniheldur heim-
ildir leyfisveitenda til þess að taka
ákvarðanir – oftast leyfi fyrir fram-
kvæmdum og rekstri sem háður er
mati á umhverfisáhrifum – væru
ákveðnir ventlar. Hér er annars
vegar átt við efnisreglur sem inni-
halda fyrirfram ákveðin og nokkuð
nákvæm umhverfismarkmið sem
lúta að því hve mikla röskun ein-
stakir þættir umhverfisins eða til-
teknar náttúruauðlindir þola til
langs tíma litið án þess að gengið
sé varanlega á höfuðstól þeirra eða
gæði. Hins vegar hvernig leyf-
isveitandi á að bregðast við ef fyr-
irsjáanlegt er að ákvarðanataka
muni verða á skjön við umhverf-
ismarkmiðin, og loks ef álit Skipu-
lagsstofnunar um mat á umhverfis-
áhrifum matsskyldra framkvæmda
leiðir í ljós og staðfestir að um-
hverfisáhrifin vegna þessara fram-
kvæmda verði umtalsverð eða óvið-
unandi.
Ef löggjöfin væri með ofan-
greindum hætti væri öllum ljóst,
fyrirfram, hvernig ákvarðanir
mögulegt er að taka miðað við að-
stæður hverju sinni, þ.e.a.s. um-
hverfisaðstæður og ástand nátt-
úruauðlinda, og þá ætti ekki koma
neinum á óvart þegar ómögulegt
eða óvarlegt er að ráðast í fram-
kvæmdir eða tiltekinn rekstur sem
áhrif hefur á umhverfi og nátt-
úruauðlindir.
Hvernig má bæta
umhverfislöggjöfina?
Aðalheiður Jóhannsdóttir
kemur með tillögur að
bættri umhverfislöggjöf
» Í greininni
eru kynnt
nokkur sjón-
armið sem
varða mögu-
legar breyt-
ingar á um-
hverfis-
löggjöfinni án
þess að breyta
stjórnarskrá
sem ætti einnig
að gera.
Aðalheiður
Jóhannsdóttir
Höfundur er dósent í lögfræði við
lagadeild Háskóla Íslands og sér-
fræðingur í umhverfisrétti
ENN á ný kýs Sigurður Magn-
ússon að ríða fram á ritvöllinn með
klisjukennt orðskrúð
með grein sinni í Mbl.
30. mars sl.
Í undirfyrirsögn
greinar hans í Mbl.
30. mars sl. segir:
,,Bæjarfulltrúar Á-
lista fagna áhuga íbú-
anna á skipulags-
málum og munu koma
til móts við sjónarmið
þeirra.“
Þessi fullyrðing
bæjarstjóra stenst
ekki nánari skoðun.
Hann minnist ekki á
né virðist vilja kann-
ast við viðbrögð sjálfs
sín þegar Gerður
Sveinsdóttir, ein
skipuleggjenda undir-
skriftasöfnunar hóps-
ins „Verndum börn-
in“, hringdi í hann til
að ákveða stað og stund fyrir af-
hendingu undirskrifta með mót-
mælum gegn lagningu Skólavegar
og lokun Breiðumýrar, en þau voru
í öðrum anda en hann vill láta í
veðri vaka. Þá er einnig vert að
rifja upp hvernig hann brást við í
upphafi bæjarstjórnarfundar 21.
febrúar sl. þegar fulltrúi sama hóps
afhenti honum skjal með yfirlýsingu
þeirra sem þau óskuðu eftir að fá
að lesa upp á sama fundi. Þetta
skjal tók Sigurður Magnússon í
vitna viðurvist, vöðlaði saman og
henti í gólfið án þess að lesa eitt
orð!
Þannig birtust okkur fagn-
aðarlæti hans við áhuga íbúanna á
skipulagsmálum!
Höggvið í sama knérunn
Bæjarstjóri kýs að höggva í sama
knérunn með því, einn ganginn enn,
að halda því fram að ekki hafi verið
unnin skýrsla um umferðarmál eða
umhverfisskýrsla í tíð meirihluta
sjálfstæðismanna þegar unnið var
að núgildandi skipulagi. Bæjarstjóri
veit betur en kýs einhverra hluta
vegna að fara með ósannindi einn
ganginn enn. Reyndar var það nú
svo að ekki var gerð krafa af hálfu
Skipulagsstofnunar eða umhverf-
isráðuneytis um að unnin væri um-
hverfisskýrsla fyrr en á árinu 2006
þegar ný lög tóku gildi.
Dramb
Hann gumar af því að vandað
hafi verið til verka við skipulags-
vinnu núverandi meirihluta og unn-
ar hafi verið ýmsar sérfræði-
skýrslur, m.a. um umferðarmál,
hljóðvist, skuggavarp og umhverf-
ismál. Skýrsla um skuggavarp var
unnin eftir að fulltrúar D-lista ósk-
uðu eftir því að rannsakað yrði
skuggavarp vegna þriggja hæða
fjölbýlishúsa sem fyrirhuguð eru
við Norðurnesveg. Þetta er senni-
lega eina atriðið sem fulltrúar Á-
lista hafa samþykkt af tillögum D-
lista varðandi skipulagsmál frá því
að Á-listi tók við völdum. Erfiðlega
gekk að fá svokallaða umferð-
arskýrslu upp á borðið sl. haust
þrátt fyrir að fulltrúar Á-lista væru
ítrekað að vitna í þá skýrslu allt frá
því að íbúafundur var haldinn 10.
september 2007 þar sem umfangs-
miklar breytingar á vinningstillögu
Gassa voru kynntar. Á endanum
fékkst afhent skýrsla sem ber yf-
irskriftina „Samgönguskipulag –
Drög“ dagsett 30. október sl. Sú
skýrsla er hálfþunnur þrettándi og
lítt marktæk þar sem
engar raunhæfar tölur
liggja fyrir, nema sá
fjöldi bíla sem tveir
starfsmenn Álftaness
náðu að telja þá dag-
stund sem þeim var
gert að standa við sitt-
hvorn enda Breiðumýr-
ar sl. haust. Allt vinnu-
ferlið hefur einkennst
af óðagoti og flumbru-
gangi sem síðan leiðir
til þess að staðfesting á
nýju skipulagi mun
tefjast enn meir en
orðið er. Þannig að það
er ekki eins og bæj-
arstjóri og hans félagar
í meirihluta Á-lista séu
að kynna til sögunnar
eitthvert tímamóta
verkferli við skipulags-
mál!
Gildandi skipulag
Þegar bæjarstjóri talar um
„fyrra gildandi skipulag miðsvæðis“
er hann að vísa til „gildandi skipu-
lags“ sem lögfest var 2006 og er
enn í gildi þrátt fyrir allt! Það er
því illskiljanlegt af hverju hann kýs
að tala um „fyrra gildandi skipulag“
nema þá helst að hann vilji reyna
að rugla fólk í ríminu með orð-
skrúði.
Í gildandi skipulagi er gert ráð
fyrir hringtorgi austan við skólalóð
og einnig á vinningstillögu Gassa.
Sú breyting hefur nú orðið á þeirri
tillögu að hringtorgið er fellt út og í
stað þess er fyrirhugað að byggja
3-4 hæða skrifstofublokk vestan
Skólavegar inn á núverandi bíla-
stæði á milli leikskólans Krakka-
kots og lausra kennslustofa við
Álftanesskóla. Þessar breytingar
hafa lítið sem ekkert fengist rædd-
ar í skipulagsnefnd bæjarins, enda
sú ágæta nefnd hreinlega upp á
punt og hennar eina hlutverk virð-
ist vera að samþykkja tillögur bæj-
arstjóra og arkitekta. Þessum
vinnubrögðum og áformum hefur
ítrekað verið andmælt sem og lokun
Breiðumýrar og legu fyrirhugaðs
Skólavegar. Þrátt fyrir hörð and-
mæli íbúanna kýs bæjarstjóri að
drepa umræðunni á dreif og koma
sér undan því að svara íbúum af
hverju ekki er tekið tillit til sjón-
armiða þorra íbúa Álftaness?
Vinnufriður
„Við viljum vinnufrið,“ hafa
fulltrúar Á-lista látið hafa eftir sér í
ræðu og riti. Þau kvarta undan
skrifum okkar sjálfstæðismanna og
annarra íbúa sem hafa látið í sér
heyra.
Með fullri virðingu fyrir fulltrú-
um Á-lista verða þeir að gjöra svo
vel að lifa með því að vinnubrögð
þeirra eru ekki yfir gagnrýni hafin,
langt í frá! Það er réttur okkar íbú-
anna sem og þeirra sem sitja í
minnihluta að hafa skoðanir á
vinnubrögðum meirihlutans og á
meðan Á-listi kýs að hunsa góðar
og málefnalegar ábendingar og til-
lögur verða fulltrúar hans að búa
við það að fá á sig gagnrýni!
Blekkingar bæjar-
stjóra Álftaness
Elías Bjarnason svarar grein
Sigurðar Magnússonar um
skipulagsmál á Álftanesi
Elías Bjarnason
» Þessi fullyrð-
ing bæj-
arstjóra stenst
ekki nánari
skoðun.
Höfundur er framkvæmdastjóri.
REYKJANESBÆR hefur tekið
upp svonefndar hvata-
greiðslur til allra
barna og ungmenna á
aldrinum 6-18 ára í
bæjarfélaginu og gilda
þær til niðurgreiðslu á
viðurkenndu menning-
ar-, íþrótta- og tóm-
stundastarfi.
Með hvatagreiðslum
er lögð áhersla á að
styðja og hvetja börn
og ungmenni í Reykja-
nesbæ til þátttöku í
uppbyggilegu frí-
stundastarfi, óháð
efnahag eða félagslegum aðstæðum.
Þessar greiðslur koma til viðbótar
þeim stuðningi sem þegar er fyrir
hendi til ungmenna í Reykjanesbæ
en þess má geta að Reykjanesbær
leggur til um 700 milljónir króna á
hverju ári til rekstrar íþrótta- og
tómstundastarfs ungmenna auk tón-
listarskóla.
Hvatagreiðslurnar eru mik-
ilvægur stuðningur við ungmenni og
fjölskyldur þeirra í Reykjanesbæ en
vonir standa til að þær auki jafn-
framt virka þátttöku ungmenna í
viðurkenndu menningar-, íþrótta- og
tómstundastarfi. Greiðslurnar eiga
einnig við um Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar enda er menning-
arstarf ekki síður mikilvæg forvörn
en íþróttir og nauðsynlegt að hver
einstaklingur finni sér verkefni við
hæfi.
Reykjanesbær leggur áherslu á
virka þátttöku barna og ungmenna í
frístundastarfi og hefur m.a. stuðlað
að aukinni hreyfingu
barna með því að gefa
öllum grunnskólabörn-
um frítt í sund.
Reykjanesbær greið-
ir jafnframt æfinga-
gjald fyrir eina íþrótta-
grein fyrir nemendur í
1.-4. bekk sem eru í Frí-
stundaskólanum og
stunda íþróttir, auk
þess sem þeim er ekið
til og frá æfingum.
Hvatagreiðslur eru
kr. 7.000 með hverju
barni á hverju ári og
geta foreldrar ráðstafað styrknum á
vefnum mittreykjanes.is eftir að
gengið hefur verið frá skráningu
barnsins í viðurkennt menningar-,
íþrótta- eða tómstundastarf.
Fræðslufundir fyrir foreldra
Hvatagreiðslur til ungmenna á
aldrinum 14-18 ára eru skilyrtar því
að foreldrar þeirra sæki fræðslufund
hjá Reykjanesbæ um það helsta sem
hafa ber í huga við uppeldi ung-
menna. Gylfi Jón Gylfason, yfirsál-
fræðingur hjá Fræðsluskrifstofu,
mun hafa umsjón með fræðslufund-
unum og verða þeir fyrstu haldnir
31. mars og 14. apríl. Fundirnir
verða auglýstir sérstaklega.
Þessi aldurshópur varð fyrir val-
inu þar sem rannsóknir sýna að
brottfall ungmenna á þessu aldurs-
bili er hvað mest úr skipulögðu
menningar-, íþrótta- og tómstunda-
starfi. Einnig byrja mörg ungmenni
að neyta áfengis á þessum aldri og í
kjölfarið getur ýmis önnur áhættu-
hegðun látið bæra á sér.
Með slíkum fræðslufundum er
gerð tilraun til þess að seinka
áhættuhegðun unglinga og stuðla
þannig að betra mannlífi í Reykja-
nesbæ.
Hvatagreiðslur í Reykjanesbæ
gilda út árið og er einnig hægt að
nýta þær til niðurgreiðslu á sum-
arnámskeiðum, s.s. Listaskóla
barna.
Það er einlæg von okkar að sem
flestir foreldrar nýti sér þessar
hvatagreiðslur og hvetji börn sín til
virkrar þátttöku í uppbyggilegu frí-
stundastarfi.
Frekari uppýsingar eru á mitt-
reykjanes.is en einnig er hægt að
senda fyrirspurnir á netfangið
hvatagreidslur@mittreykjanes.is.
Hvatagreiðslur
í Reykjanesbæ
Reykjanesbær leggur áherslu á
virka þátttöku barna og ung-
menna í frístundastarfi segir
Stefán Bjarkason
Stefán Bjarkason
»Reykjanesbær hefur
tekið upp rafrænar
hvatagreiðslur til allra
barna og ungmenna á
aldrinum 6-18 ára í bæj-
arfélaginu
Höfundur er framkvæmdastjóri
Íþrótta- og tómstundasviðs Reykja-
nesbæjar.
Nöfn
fermingarbarna á
mbl.is
FERMINGAR
2008
NÝTT Á
mbl.is