Morgunblaðið - 13.04.2008, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 13.04.2008, Qupperneq 52
52 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Birgitte LaxdalPálsson fæddist í Danmörku 27. febrúar 1926. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 26. mars síðastlið- inn. Hún var kjör- dóttir Inger Laxdal og Jóns Laxdal tón- skálds. Hinn 24.12. 1948 giftist hún Ein- ari Pálssyni, f. 10.11. 1925, d. 30.10. 1996. Börn þeirra eru: 1) Páll, f. 30.4. 1949, kvæntur Steinunni Maríu Einarsdóttur, f. 11.7. 1949. Börn þeirra eru: a) Sigrún Birg- itte, f. 25.4. 1968. Börn hennar eru: Berglind, f. 20.7. 1990, og Arnar Páll, f. 19.8. 1992. b) Einar, f. 28.5. 1975, kvæntur Kristjönu Jónsdóttur, f. 30.5. 1973. Börn þeirra eru: Steinunn María, f. 11.12. 1996, Hrafnhildur, f. 22.4. 1998, og Páll Gauti, f. 13.5. 2002. c) Gunnar Þór, f. 22.1. 1985. 2) Þorsteinn Gunnar, f. 28.2. 1951. Fóst- ursonur hans er Einar Marteinsson, f. 22.4. 1989. 3) Ing- er, f. 23.8. 1952, d. 10.1. 1993. Sonur hennar er Einar Marteinsson, f. 22.4. 1989. Birgitte ólst upp í Danmörku og lauk skólagöngu þar. Ár- ið 1948 flutti hún til Íslands og giftist Einari Pálssyni, leikara og skólastjóra. Hún bjó ætíð síðan á Íslandi en hélt mikl- um tengslum við Danmörku er hún og fjölskyldan heimsóttu móður hennar þar á sumrin. Hún var heimavinnandi en tók jafn- framt mikinn þátt í uppbyggingu Málaskólans Mímis sem þau hjón- in ráku í áratugi. Útför Birgitte var gerð frá Fos- vogskapellu 3. apríl, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elskuleg tengdamóðir mín er lát- in. Hún lést á líknardeild Landa- kotsspítala eftir skamma legu. Við Bessie höfðum þekkst í rúm fjörutíu ár eða frá því að við Páll sonur hennar bundumst og ég hef oft sagt að þótt ég hefði sjálf valið mér tengdaforeldra hefði ég ekki getað verið heppnari. Bessie var fædd og uppalin í Danmörku af Inger, móður sinni. Bessie ólst upp við mjög mikið ástríki, aga og ráð- deild og unni hún móður sinni mjög. Hún varð stúdent frá menntaskól- anum í Hróarskeldu auk þess sem hún var eitt ár á hússtjórnarskóla. Eftir stúdentspróf fer hún til Lond- on þar sem ætlunin var að læra ljósmyndun. En á þessum sama tíma er ungur glæsilegur Íslend- ingur, Einar Pálsson, að nema leik- list í London og er ekki að orð- lengja að þau urðu yfir sig ástfangin. Einar lýkur námi, þau flytja til Íslands og gifta sig á að- fangadag 1948. Fyrstu árin á Ís- landi voru Bessie örugglega erfið, hún var mállaus, þekkti engan og var komin óralangt frá móður sinni. Á þremur árum eignast þau Einar þrjú börn og þá sýnir Bessie best hvað í henni býr, hún lærir íslensku á undraskömmum tíma, hugsar um smábörnin þrjú og reynir að venjast lífinu á Íslandi þar sem flest var öðruvísi en í Danmörku. Fjölskylda Einars tók vel á móti henni og á þessum árum þróaðist vinátta milli henar og Níníar mágkonu, sem aldrei bar skugga á. Einar hefur rekstur Málaskólans Mímis 1953 og gekk reksturinn með ágætum, börnin vaxa úr grasi, og þau eignast fallegt heimili. Heimili þeirra var einkar fallegt og hlýlegt auk þess sem Bessie var snildar- kokkur eins og margir Danir. Á þessum árum ferðast þau talsvert innanlands sem erlendis og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Með árunum varð Bessie meiri Ís- lendingur en Dani. Þegar Einar er rúmlega sextugur greinist hann með krabbamein sem hann berst við næstu árin og dregur hann til dauða nokkrum árum seinna. Áður en að því kemur verða þau fyrir þyngsta högginu sem foreldri getur orðið fyrir, þau missa dóttur sína Inger úr krabbameini, aðeins fer- tuga að aldri. Inger lét eftir sig lít- inn son, aðeins þriggja ára. Á þess- um erfiða tíma ákveður Þorsteinn sonur þeirra að flytja inn á heimilið og saman takast þau Bessie á við að ala Einar son Inger upp. Hann ber uppeldi þeirra gott vitni, myndar- legur og góður drengur sem var ömmu sinni ljúfur og eftirlátur. Þremur árum seinna deyr Einar Pálsson, Bessie hjúkraði honum all- an tímann og hann dó heima eins og hann óskaði eftir. Eftir að Einar dó helgaði Bessie sig uppeldi dóttur- sonar síns, var við nokkuð góða heilsu, fór í ferðalög innanlands og utan með okkur fjölskyldunni eða vinkonum. Fyrir um tveimur árum fer heilsu hennar að hraka, hún verður meira og meira lasburða og eftir síðustu áramót leggst hún á sjúkrahús þaðan sem hún á ekki afturkvæmt. Á engan er hallað, en Þorsteinn sonur hennar var hennar stoð og stytta í veikindunum og stöndum við hin í mikilli þakkar- skuld við hann. Ég kveð tengda- móður mína með miklu þakklæti fyrir öll árin okkar saman. Mér þótti innilega vænt um hana. Steinunn María Einarsdóttir. Með nokkrum fátæklegum orðum langar mig að kveðja ömmu Bessý. Ég naut þeirra forréttinda að verja miklum tíma með afa og ömmu þeg- ar ég var yngri. Eins eftir að afi dó og ég stofnaði fjölskyldu var amma mikið með okkur, við ferðuðumst mikið saman innan- sem utanlands og áttum margar góðar stundir saman. Amma var skarpgreind og fylgdist vel með heimsmálunum, umræðuefnið gat verið allt frá erj- um á alþingi til uppskerubrests í Austurlöndum fjær. Hún hafði mikla óbeit á öllu þessu stríðsbrölti í heiminum enda hafði hún alist upp við það í Danmörku að hafa óvina- her í túnfætinum heima hjá sér. Fréttum af kóngafólkinu í Dan- mörku hafði hún sérstakar mætur á enda ólst maður upp við að deila áhyggjum af samböndum og sam- bandsslitum dönsku prinsanna eins og um nána ættingja væri að ræða. Amma hafði ofsalega þolinmæði og langlundargeð sem veitti nú ekki af þegar ég var yngri. Það var nú nán- ast allt látið eftir prinsinum, t.d. fórum við nafnarnir saman að kaupa gæludýr handa prinsinum, eina skilyrðið var að það væri hvorki hundur né köttur. Að sjálf- sögðu komum við heim með kött, foreldrum mínum til ómældrar ánægju. Þessi köttur átti við mikil geðræn vandamál að stríða og end- aði fljótlega á Sólvallagötunni, afa til mikillar gleði. Amma var ekki eins glöð, því hún þurfti að fara fram úr á morgnana í leðurstíg- vélum til að vera ekki étin af kett- inum en amma var ekkert að æsa sig yfir þessu, þetta bara var svona. Amma hafði ólæknandi bíladellu (sagði afi) þannig að eftir ansi marga bíltúra og ferðir um landið á unglingsárum vakti mikla athygli þegar prinsinn ungi gat lokið öku- námi eftir aðeins tvo ökutíma, sennilega fengið smáreynslu annars staðar. Amma hefur allt fram til dagsins í dag farið með prinsinum að versla á hann föt, því hann hefur enga þolinmæði til að fara hvorki með konunni sinni né móður. Amma hafði mikið innsæi, við töluðum saman að lágmarki annan hvern dag öll mín fullorðinsár í síma og þó að 50 ár skildu okkur að hafði hún yfirleitt ráð við flestum vanda. Ömmu dreymdi um að við myndum flytja nær til að hún sæi okkur meira. Loks kom að því að flyttum upp á land en kaldhæðni örlaganna hagaði því svo til að daginn eftir að við fluttum var amma lögð inn á spítala þaðan sem hún átti ekki aft- urkvæmt. Birgitte Danamús hugsa ég að hafi heyrst hátt og snjallt á himnum þegar amma hitti afa og Inger aftur. Ég ætla að setjast út á pall um helgina með börnunum og bjóða upp á franskbrauð með suðu- súkkulaði og minnast þín. Farvel i sidste gang amma Bessý. Þinn „Kúti“, Einar Pálsson. Látin er í Reykjavík Birgitte Laxdal eftir erfið veikindi. Birgitte, sem alltaf var kölluð Bessie af allri fjölskyldunni, var gift bróður mín- um, Einari Pálssyni, leikara, fræði- manni og skólastjóra. Þau kynntust í London árið 1948 á Ólympíuleik- unum, en bæði voru þar við nám. Það ríkti mikil eftirvænting í fjöl- skyldunni að hitta konuna sem hafði unnið hjarta bróður míns og var henni tekið fagnandi enda var hún hvers manns hugljúfi. Bessie var dóttir hjónanna Jóns Laxdal, tónskálds og verslunar- manns, og Inger Laxdal. Jón Lax- dal féll frá þegar Bessie var barn- ung og flutti Inger þá með Bessie til Danmerkur þar sem hún ólst upp. Að stúdentsprófi loknu hélt hún til Englands til að læra ljós- myndun. Bessie og Einar voru glæsilegt par, glaðvær og skemmtileg og milli þeirra ríkti gagnkvæm ást og virð- ing alla tíð. Þau voru mjög samrýnd og mátti hvorugt af hinu sjá. Þau ferðuðust mikið saman og hún studdi hann með ráðum og dáð í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur, m.a. ráku þau saman Mála- skólann Mími. Heimili þeirra á Sól- vallagötu 28 var einstaklega hlýlegt og bar smekkvísi þeirra beggja fag- urt vitni. Þau hjónin eignuðust þrjú börn, Pál, fjármálastjóra Vest- mannaeyjabæjar, sem kvæntur er Steinunni Einarsdóttur hjúkrunar- fræðingi, Þorstein Gunnar, starfs- mann Kaupþings, og Inger, kenn- ara, sem lést árið 1993 langt fyrir aldur fram. Bessie var falleg kona, fínleg og háttvís, ávallt brosmild og glöð. Hún var létt á fæti og augu hennar leiftruðu af glettni og góðlátlegum húmor, en hún hafði þann einstaka hæfileika að koma auga á hið spaugilega í lífinu. Hún talaði með fallegri klingjandi röddu og þótt hún talaði óaðfinnanlega íslensku mátti greina örlítinn danskan hreim sem var svo „sjarmerandi“. Hún var góðum gáfum gædd, var mjög víðlesin og jafnframt víðsýn. Hvar sem hún kom bar hún með sér frið og heilindi. Allt í fari henn- ar var vandað, hvort sem það var heimilishald, klæðaburður, viðmót við aðra eða það hvernig hún lifði lífi sínu. Hún kunni þá list að lifa líf- inu fallega og gerði öllum gott. Það var ævinlega reisn yfir Bessie, hún var bóngóð og hjálpsöm og virðing fyrir náunganum var henni eðlis- læg. Það var ekki síst þess vegna sem hún hafði svo góða nærveru. Af einstöku æðruleysi og hug- rekki tók hún á móti áföllum lífsins. Inger dóttir hennar lést úr krabba- meini í blóma lífsins frá þriggja ára gömlum syni, Einari Marteinssyni, og við það færðist foreldraábyrgðin yfir á Bessie og Þorstein, bróður Inger, og hafa þau leyst það hlut- verk frábærlega vel af hendi. Þrem- ur árum síðar lést Einar, eiginmað- ur Bessie, úr sama sjúkdómi. Í gegnum þessa erfiðleika stóð Bessie eins og klettur, traust og jákvæð og gerði það besta úr öllum aðstæðum. Við undirritaðar og öll okkar fjöl- skylda söknum Bessie sárt, en minningin um yndislega konu mun lifa með okkur. Guð gefi elsku Þor- steini og Einari, Páli, Steinunni og börnum þeirra og barnabörnum styrk í þeirra mikla missi. Hvíli elsku Bessie í guðs friði. Þuríður Pálsdóttir og Laufey Arnardóttir. Það var með sorg í hjarta sem ég og fjölskylda mín fréttum af andláti Bessie Pálsson. Bessie og maður hennar, Einar Pálsson, hafa gegnt stóru hlutverki í lífi mínu allt frá því að ég sá fyrst dagsins ljós í Reykjavík 1962. Þeg- ar foreldrar mínir voru að vand- ræðast með hvað ég ætti að heita stakk Bessie upp á nafninu Inger, eins og dóttir hennar, og það varð úr. Við fluttum skömmu seinna aftur til Danmerkur og það liðu 14 ár þar til ég flutti aftur til Íslands, árið 1976, og bjó hér í nokkur ár. Ég var þá táningur og íslenska var mér eins framandi og kínverska. Meðan foreldrar mínir pökkuðu búslóðinni niður í Kaupmannahöfn var ég send til Íslands til að dvelja hjá Bessie og Einari á Sólvallagötunni, svo að ég gæti lært dálítið í íslensku og kynnst íslenskri menningu. Íslenska er ekki auðvelt tungu- mál fyrir Dana, og þetta sumar var eitt mesta rigningasumar á Íslandi í áraraðir. Ég saknaði mjög Dan- merkur, en þegar ég hugsa til baka til þess umróts sem fylgir því að flytja milli landa, þá er þessi tími mjög ljúfur í endurminningunni og það þakka ég því hversu ótrúlega þolinmóð, hlý, róleg og umhyggju- söm Bessie var. Sumarlangt sátum við tvær sam- an í hinu indæla eldhúsi hennar og unnum okkur gegnum bók Einars „Icelandic for beginners“. Bessie og Einar urðu fjölskylda mín á Íslandi. Jólahátíðina héldum við alltaf saman í skemmtilegri blöndu af íslenskum og dönskum jólasiðum. En hvort sem það voru jólin eða bara kaffibolli hjá Bessie var það kátínan sem einkenndi sam- verustundir okkar. Bessie hafði frábæra hæfileika til að vera í núinu – að lifa lífinu hér og nú, jafnvel þótt lífið geti einnig borið með sér ýmsar sorgir. Hún varð mín stóra fyrirmynd af því að henni tókst á eins fallegan hátt og hugsast getur að viðhalda dönskum rótum sínum, húmor og íróníu jafn- hliða því að hún bjó yfir alíslensk- um heilindum og talaði íslensku lýtalaust að mér fannst. Ég er tíður gestur á Íslandi, og alltaf hef ég lagt leið mína í eldhús- ið hjá Bessie. Hún hefur verið jafn fastur liður í heimsóknum mínum og ferðir til Þingvalla. Þingvellir eru á sínum stað en við mennirnir hverfum á brott. Bessie verður ætíð með mér í minningunni. Heiðruð sé minning hennar. Inger Sønderholm. Birgitte Laxdal Pálsson ✝ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa, sonar og bróður, JÓHANNESAR SÆVARS JÓHANNESSONAR frá Vestmannaeyjum, Suðurtúni 19, Álftanesi. Sérstakar þakkir fá Gréta Konráðsdóttir djákni, Sverrir Björn Björnsson, Slökkvilið Höfuðborgar- svæðisins og IOOF-Ingólfur. Ágústa G. M. Ágústsdóttir, Svava Jóhannesdóttir, Alda Lára Jóhannesdóttir, Halldór Klemenzson, Jóhanna María, Þórunn Ágústa, Ella og Anna Lillý, Þórunn Alda Björnsdóttir og systkini hins látna. ✝ Yndislegi pabbi minn, sonur okkar, bróðir, mágur og barnabarn, SIGURJÓN DAÐI ÓSKARSSON, Kambaseli 85, Reykjavík, sem lést af slysförum þriðjudaginn 8. apríl, verður jarðsunginn frá Seljakirkju föstudaginn 18. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á sjóð til styrktar litlu dóttur hans, Viktoríu Vonar, reikningsnúmer 0528-04-250338, kt. 181005-2460. Viktoría Von Sigurjónsdóttir, Óskar Eyberg Aðalsteinsson, Margrét Árdís Sigvaldadóttir, Þórða Berg Óskarsdóttir, Gunnar Örn Arnarson, Ásta Kristín Óskarsdóttir, Jóna Katrín Guðnadóttir, Sigvaldi Ármannsson, Þórða Berg Óskarsdóttir, Birkir Baldursson. ✝ Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS PÁLS SIGFÚSSONAR, Kleppsvegi 2, Reykjavík, sem lést föstudaginn 14. mars. Sérstakar þakkir til starfsfólks dagvistunar við Vitatorg og deildar A-2 á hjúkrunarheimilinu Grund fyrir einstaka hjúkrun, alúð og umhyggju. Guðbjörg Lilja Guðmundsdóttir, Bragi G. Kristjánsson, Erna Eiríksdóttir, María Anna Kristjánsdóttir, Jesús S.H. Potenciano, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.