Morgunblaðið - 13.04.2008, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 13.04.2008, Qupperneq 56
56 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sólveig Egg-ertsdóttir fædd- ist í Reykjavík hinn 9. maí 1917. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Skjóli þann 18. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Eggert Einar Jónsson, kenndur við Nauta- bú í Lýtings- staðahreppi í Skagafirði, f. 16. mars 1890, d. 28. september 1951, og Elín Sig- mundsdóttir frá Vindheimum í Skagafirði, f. 22. júlí 1890, d. 31. janúar 1975. Systir Sólveigar er Sigurlaug Eggertsdóttir, f. 9. júní 1914, gift Boga Óskari Sig- urðssyni frá Rafnseyri í Vest- mannaeyjum. Hann lést árið 1980. Sólveig giftist Elíasi Þórarni Eyvindssyni lækni, frá Vest- mannaeyjum, f. 14. júní 1916, d. 17. mars 1980. Foreldrar hans voru hjónin Eyvindur Þór- arinsson, f. 13. apríl 1892, d. 25. ágúst 1964, og Sig- urlilja Sigurð- ardóttir, f. 24. des- ember 1891, d. 19. október 1974. Þau voru búsett í Vest- mannaeyjum. Son- ur Sólveigar og Elí- asar er Eggert Einar Elíasson, f. 27. júlí 1942. Sól- veig og Elías skildu. Dóttir Sól- veigar er Guðrún Elín Eggerts, starfsmaður Bændasamtakanna, f. 30. janúar 1961, d. 1. september 2003. Sól- veig bjó alla tíð í Reykjavík, að undanskildum nokkrum árum, þegar hún bjó með foreldrum sínum í Vestmannaeyjum. Hún stundaði skrifstofustörf á yngri árum og hélt heimili með móður sinni og börnum, lengst af, í Þingholtsstræti 30 í Reykjavík. Síðustu árin dvaldist hún á Hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík. Útför Sólveigar fór fram í kyrrþey. Fallegasti og hlýjasti engillinn er floginn burt. Hún Sólveig amma mín hefur kvatt þennan heim og er farin á vit ævintýranna. Mikið fannst mér erfitt að taka þeim tíð- indum að hún væri dáin og þeirri staðreynd að ég gat ekki verið hjá henni síðasta spölinn. Manni finnst bara að sumir eigi alltaf að vera hjá okkur en svo er víst ekki. Mér hlotnuðust þau forréttindi að kynnast þessari glæsilegu og góðu konu sem hún amma var og ég á stórt safn minninga af samveru- stundum okkar. Það fyrsta sem kemur upp í hugann eru heim- sóknirnar í Þingholtsstrætið þar sem ég var jafnan send út í sjoppu til að kaupa litla kók í gleri og prins í póló (prins póló). Kímnin var aldrei langt undan enda var hún húmoristi af guðs náð. Minningarnar um jólin eru í miklu uppáhaldi hjá mér þar sem mikið var hlegið. Pakkarnir á jól- unum leika þar stórt hlutverk og á málshátturinn betra er að gefa en þiggja mjög vel við Sólveigu ömmu. Það er eins og hann hafi verið saminn með hana í huga. Hún var alltaf mjög ánægð með gjafirnar sem hún fékk en henni fannst alltaf einhver annar þurfa meira á þeim að halda en hún sjálf. Hún reyndi eftir fremsta megni að gefa okkur gjafir sem henni voru gefnar og varð oft mik- ill leikþáttur í kringum það. Þegar mamma færði henni blómvönd á góðum degi varð amma voða kát enda þakklát að eðlisfari. Án und- antekninga spurði hún samt hvort mömmu væri nú ekki sama þó blómin færu til hennar Svövu eða einhverrar annarrar. Alexander Freyr og litla nafnan hún Sólveig Embla minnast oft á það hversu góð hún amma var og ég held að allir sem hana þekktu taki undir þau orð. Ég kveð Sólveigu ömmu með söknuði en jafnframt með gleði og trú yfir því að nú sé hún komin til Guðrúnar, dóttur sinnar. Minningin um okkar yndislegu ömmu lifir með okkur. Ragna. Sérríveislan er búin. Sólveig er dáin. Á Þorláksmessu í tæpa tvo ára- tugi enduðum við jólaundirbúning okkar með heimsókn til Sólveigar og alltaf skáluðu þær Sigríður í sérríi. Nú seinast um jólin komum við á Skjól og Sólveig var miður sín, við fundum ekki sérríið. Hún hringdi í Eggert – og auðvitað var flaskan í skápnum. Sólveig tók gleði sína aftur. Alltaf þegar við komum til Sól- veigar var tekið vel á móti okkur og börnunum okkar. Það var þeim báðum til gleði, móður minni, Hall- dóru, og Sólveigu, þegar þær kynntust í Þingholtsstræti 30. Þær keyptu íbúð á sömu hæð í ný- byggðu húsinu og ekki þótti mér það verra að við Eggert vorum skólabræður í barnaskóla. Ég hafði því átt kynni við Sól- veigu frá því ég kom í Drápuhlíð- ina til að tefla eða leika mér við Eggert. Þar byrjaði ég að njóta gestrisni Sólveigar. Eggert var augasteinn móður sinnar og síðan í Þingholts- strætinu fæddist Guðrún Elín sem var ljósið hennar Sólveigar og mikill harmur að glæsilegri stúlku þegar hún rúmlega fertug lést eft- ir erfið veikindi. Sólveig bar ekki sorg sína á torg en öllum var ljóst að missir hennar var mikill. Sólveig var há og glæsileg. Það fór ekki mikið fyrir henni en hún var sannanlega vinur, hún var fyr- irmynd – við vorum heppin að kynnast henni. Aldrei heyrðum við hana segja styggðaryrði til nokk- urs manns. Meðfylgjandi erindi eftir Bólu-Hjálmar kemur upp í hugann þegar Sólveigar er minnst: Dyggð og dugnað hún daglega sýndi skyldurækt alla sér í skauti bar, trúgóð og þolin í þjáningunum, elskaði guð og góða siði. Það er gott að eiga minning- arnar. Ég sendi samúðarkveðjur til Eggerts og aðstandenda Sól- veigar frá mér og fjölskyldunni. Róbert Jónsson. Sólveig Eggertsdóttir er nú búin að yfirgefa þetta jarðlíf rúmlega níræð að aldri og södd lífdaga. Sól- veig var bæði tignarleg og auð- mjúk kona með vakandi vitund í víðum skilningi þess orðs. Hún var með merkilegri konum sem ég hef kynnst. Hún var móðir bestu vin- konu minnar, hennar Guðrúnar El- ínar heitinnar. Ég var orðin unglingur þegar við kynntumst. Ég hreifst strax af þessari rólegu, virðulegu konu með fallegt blik í augum. Eftir- minnilegar voru ferðirnar með heimagerðar veitingar frá Sólveigu á fundina í Guðspekifélaginu. Fyr- ir mig, unglinginn, var það að koma þar inn eins og að ganga inn í kirkju heimspekinnar, þarna var leitað að kjarna mannsins, hinni tæru vitund. Sólveig kveikti hjá manni áhuga á andlegum málefn- um. Hún gaukaði að mér bókum eftir hinn danska Martinus og greinum úr Ganglera um Kris- hnamurti. Hún hafði einstaklega gott innsæi og ráðlagði mér að fara varlega í leit minni. Í mínum huga var Sólveig blanda af hefð- arkonu og indverskum jóga með fæturna á jörðinni en næma og fal- lega vitund. Ég bar ómælda virð- ingu fyrir henni. Sólveig var fagurkeri. Hún bjó Eggerti syni sínum og Guðrúnu Elínu fallegt heimili á Þingholts- stræti. Kaffiboð með góðum vin- konum urðu mörg. Sólveig var vinamörg, hún var gjöful og laðaði fólk að sér. Það var náið og fallegt samband milli þeirra mæðgna. Sól- veig eignaðist Guðrúnu Elínu um miðbik ævinnar og gerði allt fyrir hana sem hún gat gefið af sér og Guðrún launaði henni með því að hugsa ákaflega vel og fallega um móður sína. Það var öllum mikið áfall þegar Guðrún Elín lést langt fyrir aldur fram úr krabbameini. Sjaldan hef ég fundið jafnmikið til með aldr- aðri móður sem þurfti að vera við útför dóttur sinnar sem var nánast helmingi yngri en hún. Ég upplifði að hún hefði tekið þessu mikla áfalli með ákveðinni auðmýkt. Þegar ég heimsótti hana síðustu árin, þá talaði ég og grét hjá henni og hún huggaði mig með fallegri samúðarfylltri þögn og skilningi. Sólveig hélt fullri andlegri vitund fram á síðasta dag með allri þeirri vídd sem hún hafði þroskað með sér. Vitund sem var nær kjarn- anum og tærari en ég hef áður kynnst. Ég er ákaflega þakklát og tel mig vera ríka að hafa fengið að kynnast Sólveigu í gegnum mína bestu vinkonu. Þessar mæðgur voru merkilegar konur sem hafa auðgað og gefið án þess að þær hafi borist mikið á. Látleysi, styrk- ur og hátt vitundarstig einkenndi þær báðar en á ólíkan hátt. Lífið er mun tómlegra án þeirra en innhaldsríkar minningarnar fylla í brot af tómarúminu. Ég færi Eggerti og öllum ást- vinum Sólveigar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Heba Helgadóttir. Ef ljóð mitt líktist þér væri það gleði þeim sem vilja gleðjast huggun þeim sem syrgja Það væri gjöfin sem þú gafst með lífi þínu með ástúð þinni við söknum þín við söknum þín við söknum þín Með þessum orðum vil ég kveðja Sólveigu Eggertsdóttur og þakka henni áratuga vináttu. Við hitt- umst fyrst á fundum hjá Guðspeki- félagi Íslands, þar sem Sólveig var virkur félagi um tíma. Við eign- uðumst vináttu hvor annarrar, þótt aldursmunur væri þó nokkur og þegar ég eignaðist dóttur mína árið 1980 var auðvelt fyrir mig að velja henni nafn. Ég vildi gefa henni nafn, þar sem renta fylgdi nafni og ég bað Sólveigu um að verða guðmóðir hennar. Því tók hún vel og á árunum sem hafa liðið og alla tíð síðan, hefur Sólveig ver- ið vinur okkar mæðgnanna og fjöl- skyldunnar. Eiginleikar Sólveigar voru glettni, einlægni og virðing fyrir lífinu í öllum sínum marg- breytileika og hún var ræðin og einstaklega viðræðugóð mann- eskja. Hún var mikil fjölskyldu- manneskja og vinaföst og gjafmild svo að af bar. Núna er hún farin á vit eilífðarinnar, til endurfunda við ástkæra dóttur sína, sem var henni mikill harmur að missa og það hafa verið fagnaðarfundir með þeim mæðgunum. Það voru for- réttindi að þekkja Sólveigu Egg- ertsdóttur og eiga vináttu hennar og viljum við mæðgurnar, Sólveig og ég, þakka öll árin og allt sem hún gerði fyrir okkur og var okk- ur. Anna S. Björnsdóttir, Sólveig Krista Einarsdóttir. Sólveig Eggertsdóttir Hún Guðrún Elín Eggerts lést langt fyrir aldur fram, á fertugasta og öðru ári. Nokkrum árum áður hafði hún greinst með krabbamein. Ég kynntist henni þegar við vorum 15 ára. Við vorum eins og dagur og nótt, svart og hvítt. Hún hafði allt það sem mig vantaði. Rótfestu, ró og æðruleysi. Ég tel mig hafa verið heppna í líf- inu að hafa kynnst Guðrúnu Elínu. Hún var manneskja sem vissi svo margt innst inni í sér og leyfði því að flæða. Hún var alin upp af djúpviturri móður svo vitneskjan lá áreynslulaus í vitund hennar. Við gátum talað um lífið í öllum sínum víddum og alltaf mætti ég þessari áreynslulausu og djúpu vitneskju hjá henni. Það var gott að vera með henni, líka í þögninni. Það ríkti mikið traust á milli okk- ar. Ungdómsárin, þessi litríku, villtu, átti ég með henni. Mikið var brallað. Við leigðum saman íbúð í miðbænum, hlógum mikið og héld- um mörg samkvæmin. Fengum okkur síamskött sem dó 20 ára gamall, aðeins hálfum mánuði á undan Guðrúnu Elínu. Við ferðuðumst víða saman og það var ákaflega gott að ferðast Guðrún Elín Eggerts ✝ Guðrún ElínEggerts fæddist í Reykjavík 30. jan- úar 1961. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 1. september 2003. Útför Guðrúnar fór fram í kyrrþey. með henni. Interrail- ferðalögin ásamt mörgum öðrum sem enduðu oftar en ekki á eyjunum grísku. Minnisstæðast er tveggja vikna ferða- lag á fagurri tré- skútu um grísku eyj- arnar með góðum vinum og síðasta ferðin okkar saman í veikindum hennar til Barcelona þar sem hún sýndi hve sterk og æðrulaus mann- eskja hún var. Það var henni mikilvægt í lífinu að styðja þá sem máttu sín lítils, hún var alltaf til taks ef eitthvað bjátaði á, svo sterk og fordóma- laus. Það var henni ómetanlegt hve Eggert bróðir hennar stóð eins og klettur við hlið hennar í ströngum veikindunum. Við áttum báðar aldraðar mæður og eldri bræður svo við gerðum með okkur samning um að styðja hvor aðra í gegnum súrt og sætt í ellinni. Nú er ekkert nema haf minninga sem styður. Allt sem við brölluðum saman og allan kærleikann sem myndaðist ylja ég mér við. Guðrún Elín var mér sem systir. Hún var sem djúpi blái liturinn í gríska eyjahafinu, mjúkur, fagur og tign- arlegur. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa kynnst henni, hún auðgaði líf mitt. Þær kæru mæðgur Sólveig og Guðrún Elín gáfu fallega til þessa lífs, hvor annarri og samferða- mönnum sínum, megi þær eiga góða endurfundi. Heba Helgadóttir. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.