Morgunblaðið - 16.04.2008, Síða 11

Morgunblaðið - 16.04.2008, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 11 FRÉTTIR Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞAÐ er mikið ánægjuefni að flytja í stærra húsnæði. Við verð- um tvíefld í nýja húsnæðinu. Nú getum við vonandi annað þeirri miklu eftirspurn sem er eftir starfi okkar, því það er aldrei gott að þurfa að láta fólk bíða lengi eftir úrræðum,“ segir Elísa B. Wíum, framkvæmdastjóri foreldrasamtak- anna Vímulausrar æsku, en sam- tökin tóku í gær formlega í notkun 400 fm húsnæði í Borgartúni 6. Að sögn Elísu var Foreldrahúsið áður til húsa í Vonarstræti 4b og hafði þar 200 fm til umráða, þannig að breytingin við að fara í nýtt og stærra húsnæði er mikil. Að sögn Elísu voru foreldra- samtökin Vímulaus æska stofnuð í september 1986 af foreldrum sem vildu leggja lið í baráttunni gegn stöðugt vaxandi vímuefnaneyslu. Árið 2002 stofnuðu samtökin og hófu rekstur Foreldrahússins í Vonarstræti 4b í Reykjavík, en í Foreldrahúsinu fer stór hluti af starfi samtakanna fram. Sinna margþættu hlutverki Aðspurð segir Elísa hlutverk Foreldrahússins vera margþætt. „Við vinnum bæði með foreldrum og börnum sem hafa lent í ein- hverjum vanda, auk þess sem við sinnum forvarnarstarfi,“ segir El- ísa og bendir á að Vímulaus æska sinni öllum fyrirspurnum frá for- eldrasamtökum, skólum og sveit- arstjórnum auk þess að halda fyr- irlestra og námskeið víða um land. Á síðasta ári hafi samtökin haldið 20-30 námskeið fyrir börn og ung- linga á aldrinum 11-17 ára. „Þetta er fyrir krakka sem aldrei hafa lent í neinni vitleysu, en þurfa kannski á stuðningi að halda út af öðrum hlutum. Þetta eru oft krakkar sem eru feimnir eða geng- ur illa í skóla og þurfa á því að halda að vinna úr sínum málum til- finningalega,“ segir Elísa, en alls vinna fimmtán manns hjá samtök- unum að þessum málum í Reykja- vík. „Síðan rekur við hér fjölskyldu- ráðgjöf alla morgna. Auk þess sem við erum með sérstaka foreldra- hópa, en margir sækja slíka hópa í eitt til tvö ár. Einnig erum við með útgáfustarfsemi á bæði bæklingum og bókum. Auk þess sem við rekum eftirmeðferð fyrir ungt fólk upp að 21 ára aldri sem lokið hefur með- ferð hjá ríkinu eða SÁÁ,“ segir El- ísa. Foreldrasamtökin Vímulaus æska taka nýtt og stærra Foreldrahús við Borgartún 6 í notkun Tvíefld í nýju húsnæði Morgunblaðið/Frikki Gleðidagur Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra klippti á borða við athöfnina þegar Vímulaus æska tók í notkun 400 fm húsnæði í Borgartúni 6. „Verðum tvíefld í nýja húsnæðinu,“ sagði framkvæmdastjóri samtakanna. Enginn heima Miklar fjarvistir einkenna Alþingi þessa dagana en í gær voru þrettán þingmenn staddir erlendis auk for- sætisráðherra og viðskiptaráðherra. Á yfirstandandi þingi hafa 26 vara- þingmenn tekið sæti á Alþingi, alls 33 sinnum. Þetta jafngildir því 66 starfsvikum og telst óvanalega mikið. Sátt um fiskeldi Sjávarútvegsráðherra mælti fyrir frumvarpi um fiskeldi á Alþingi í gær en það felur m.a. í sér að eftirlit og stjórnsýsla fiskeldismála verður flutt að mestu leyti frá Matvælastofnun til Fiskistofu. Frumvarpið mæltist vel fyr- ir meðal þingmanna en því er ætlað að skapa skilyrði til uppbyggingar fiskeldis og efla þannig byggð og at- vinnu í landinu. Of margir bílar Draga mun til tíðinda þegar nið- urstaða heildarendurskoðunar á skattlagningu og gjaldtöku á elds- neyti liggur fyrir. Þetta sagði Þór- unn Sveinbjarn- ardóttir umhverf- isráðherra á þingi í gær en Samúel Örn Erlingsson, Framsókn, vildi svör um hvort hún ætlaði að beita sér fyrir lækkun á gjaldi á dísilolíu. Með því væri hægt að skapa frið í samfélaginu um eldsneytisverð, minnka verðbólgu og nálgast um- hverfismarkmið. Þórunn tók undir með Samúel en áréttaði að málið snerist líka um að fækka einkabílum. Þeir væru allt of margir hér á landi. Hvað kosta slysin? „Hver er áætlaður kostnaður heil- brigðiskerfisins vegna þeirra slysa sem orðið hafa á Reykjanesbraut síðastliðna þrjá mánuði?“ spyr Guðný Hrund Karls- dóttir, Samfylkingu. Guðný beinir skrif- legri fyrirspurn sinni til heilbrigð- isráðherra en hefur einnig óskað svara frá dómsmálaráð- herra um hvað það myndi kosta að hafa lögreglubifreið við eftirlit á Reykjanesbraut allan sólarhringinn. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 13:30 í dag og ráðherrar verða m.a. spurðir út í Búr- fellsvirkjun og skaðabætur fyrir fjöl- skyldur fórnarlamba sprengjuárásar í Kabúl. Þórunn Sveinbjarnardóttir Guðný Hrund Karlsdóttir Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ÁKVÖRÐUN um að hefja hvalveið- ar að nýju árið 2006 var nægilega vel undirbúin, öfugt við það sem haldið er fram í skýrslu nefndar forsætis- ráðherra um ímynd Íslands. Þetta kom fram í svari Einars K. Guð- finnssonar sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar, þing- manns Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær. Mörður benti á að hvalveiðar í hagnaðarskyni væru í skýrslunni teknar sem eitt af tveimur dæmum um ímyndarkreppur Íslands og því væri haldið fram að ákvörðun um að hefja þær að nýju hefði verið tekin án þess að huga nógu vel að þeim vanda sem hún gæti skapað fyrir ímynd landsins. Einar sagði ímynd Íslands al- mennt vera í góðu lagi hvað auð- lindanýtingu varðar og var ósam- mála áliti nefndarinnar á hvalveið- um. Ákvörðunin hefði verið tekin að undangenginni mikilli umræðu í þinginu jafnt sem í samfélaginu. „Það eru slegnir miklir varnaglar [í skýrslunni], enda er það auðvitað hlutlægt mat sem þarna á sér stað,“ sagði Einar og áréttaði að aðalatrið- ið væri að hrakspár hefðu ekki geng- ið eftir. „Það gerðist ekki að ferða- menn hættu að koma hingað til lands. Það gerðist ekki að erfitt væri að selja afurðir okkar eins og margir ætluðu. Það varð ekki þannig að sótt væri að okkar stóru útrásarfyrir- tækjum í útlöndum sem margir spáðu.“ Ekki stórmannlegt af ráðherra Mörður var ekki alls kostar sáttur við svörin. „Það er vissulega mann- legt að verja hendur sínar en kannski ekki mjög stórmannlegt af núverandi hæstvirtum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að lýsa yfir ágreiningi við það fólk sem hæstvirt- ur forsætisráðherra fól að meta ímynd Íslands,“ sagði hann en árétt- aði að ekki væri eingöngu við Einar að sakast enda hefði hann stuðst við þingsályktunartillögu frá árinu 1999. Mörður sagðist telja að sú ályktun væri úrelt og tími til kominn að Alþingi tæki þessi mál upp aftur. Var ákvörðun um hval- veiðar vel undirbúin? Morgunblaðið/RAX Ímyndarskaðvaldur Mörður Árnason vill að Alþingi taki hvalveiðar til umfjöllunar að nýju þar sem þær hafi ekki góð áhrif á ímynd Íslands en nefnd forsætisráðherra tók hvalveiðar sem dæmi um ímyndarkreppu. Í HNOTSKURN » Alþjóðlegt bann við hval-veiðum tók gildi árið 1986 en hart hefur verið deilt um bannið allar götur síðan. » Sjávarútvegsráðherra tókákvörðun um að leyfa hval- veiðar í atvinnuskyni hér á landi árið 2006. Ráðherra ósam- mála nefnd um ímynd Íslands ÞETTA HELST … SAMSKIPTI ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans er efni fyrirspurnar sem Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, lagði fram á Alþingi í gær. Hann vill vita hversu margir fundir hafa verið haldnir milli Seðlabankans og forsætisráð- herra, viðskiptaráðherra eða ann- arra ráðherra sem og hvort bréfa- eða orðsendingar hafi gengið manna í milli. Þá spyr Steingrímur hvort ríkisstjórnin hafi fyrir nokkr- um mánuðum hafnað beiðni frá Seðlabankanum um að auka gjald- eyrisvaraforðann. Samskiptin í lagi? ÍSLAND hefur tekið að sér að vera hlekkur í hernaðarkeðju NATO, sagði Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, við þriðju umræðu um varnarmála- frumvarp utanríkisráðherra á Al- þingi í gær. Álfheiður sagði að ver- ið væri að rétta NATO óútfyllta ávísun enda ætti bandalagið að geta tekið ákvarðanir um hvaða mannvirki í eigu þess á Keflavík- urflugvelli skuli rekin áfram. Ís- lendingar eigi að greiða kostn- aðinn. Þá sagði Álfheiður að verið væri að lögbinda heræfingar hér á landi og spurði hvernig yrði brugðist við ef starfandi hættunefnd, sem á að skila tillögum sínum í haust, kæm- ist að þeirri niðurstöðu að engin ástæða væri til að halda slíkar æf- ingar. Geta fjölgað, fækkað eða hætt Bjarni Benediktsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra lögðu hins vegar bæði áherslu á að með hinum nýju lögum væri fyrst og fremst verið að ramma inn framkvæmdarleg at- riði sem íslensk stjórnvöld þurftu að taka við þegar varnarliðið hvarf af landi brott. Ekki væri verið að lögbinda heræfingar á landinu. „Það er verið að segja, hins vegar, í þessum lögum, hvernig með þær eigi að fara ef til þeirra kemur,“ sagði Ingibjörg og áréttaði að ís- lensk stjórnvöld gætu hvenær sem er ákveðið að fjölga, fækka eða hætta heræfingum hér á landi. Rammi um verkefni sem stjórnvöld þurfa að sinna eða óútfyllt ávísun?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.