Morgunblaðið - 16.04.2008, Page 17

Morgunblaðið - 16.04.2008, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 17 LANDIÐ Þorlákshöfn | „Lýsi harmar það ástand sem skapast hefur um at- vinnurekstur fyrirtækisins í Þorláks- höfn þar sem íbúar hafa kvartað yfir lyktarmengun frá fiskþurrkun þess,“ segir í yfirlýsingu frá Lýsi hf. „Lýsi hefur í eitt og hálft ár verið tilbúið með mengunarbúnað til að setja við fiskþurrkunina en ekki feng- ið leyfi frá bæjaryfirvöldum til að setja hann upp. Erfitt er að draga aðrar ályktanir af þessari synjun en þær að bæjaryfirvöld vilji viðhalda óánægju íbúa Þorlákshafnar með starfsemi fiskþurrkunarinnar. Lýsi setti búnað af þessari gerð upp við lifrarbræðslu sem fyrirtækið á í Þor- lákshöfn árið 2006. Hefur hann gefið mjög góða raun. Fullyrða má því að búnaðurinn sem Lýsi á tilbúinn muni koma fyllilega til móts við þær kröfur sem bæjarbúar gera. Í blaðaviðtölum hefur forsvarsmaður undirskrifta- söfnunar gegn fiskþurrkuninni haft uppi gífuryrði um Lýsi sem eru ósönn. Lögfræðingur félagsins kann- ar nú réttarstöðu þess með málshöfð- un í huga,“ segir í yfirlýsingu Lýsis. 527 íbúar í Þorlákshöfn, 18 ára og eldri, skrifuðu sig á undirskriftalista þar sem öllum hugmyndum um end- urnýjun á starfsleyfi fyrir Lýsi hf. í þorpinu vegna fiskþurrkunar er harðlega mótmælt. Hefur listinn ver- ið afhentur heilbrigðisyfirvöldum. Búnaður til mengunar- varna tilbúinn Eftir Gunnlaug Árnason Stykkishólmur | Það ríkti góður andi á vorvöku Emblu í félagsheimilinu í Stykkishólmi á laugardagskvöld. Kvennaklúbburinn Embla heldur menningarvöku á vori hverju með vandaðri dagskrá. Að þessu sinni bar dagskráin heitið: „Einu sinni var … Tehús.“ Þar var horft á tímabilið um og upp úr 1960 í bæjarsögu Stykk- ishólms og þann svip sem Ágúst Sig- urðsson setti á bæjarlífið á þessum árum. Ágúst kom ungur að árum frá námi í Bandaríkjunum árið 1958. Þar birt- ist honum nýr heimur og hann flutti með sér heim nýjar hugmyndir sem höfðu vakið athygli hans. Ein hug- myndin var sú að stofna veitingastað að amerískri fyrirmynd. Hann byggði veitingastað sem fékk nafnið Tehúsið þar sem boðið var upp á hamborgara og slíkan matseðil höfðu Hólmarar ekki séð áður. Tehúsið var á þessum árum meira en matsölustaður. Te- húsið varð miðstöð unglinganna í bænum, þar áttu þeir athvarf til að hittast og vera saman. Ágúst rak á sama tíma bíóhús staðarins og hleypti miklu lífi í skátastarf í bænum svo að eftir var tekið. Hann hafði mótandi áhrif á unglinga og þessir unglingar eru nú orðnir fullorðnir og minnast liðins tíma með þakklæti. Dagskráin hjá Emblum var í máli og myndum. Rakel Ólsen, eiginkona Ágústs, flutti ávarp og sagði frá störf- um Ágústs. Þórhildur Pálsdóttir sagði frá starfi sínu í Tehúsinu. Hún var fyrsta afgreiðslustúlkan þar og rifjaði upp atburði sem eru henni henni í fersku minni. Eyþór Bene- diktsson rifjaði upp minningabrot frá Tehúsárunum og fléttaði inn í sögu sína um hvað lífið snerist í bæj- arfélögum við sjávarsíðuna eins og Stykkishólmi. Nemendur Grunnskól- ans fluttu atriði úr sýningu sinni „Te- húsið“ frá því í vetur þar sem fjallað var um þátt Tehússins í bæjarlífinu því þar var oft mikið um að vera og líf og fjör. Að lokum sýndi Rakel Ólsen myndir úr ljósmyndasafni Ágústs Sigurðssonar og nefndist sýningin „Stykkishólmur og mannlífið fyrir hálfri öld“. Samkoman var vel sótt og þótti gestum greinilega gaman að fá tæki- færi til að rifja upp þennan merka tíma og ýmis spaugileg atviki sem greinilega lifa lengi. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Í Tehúsinu Nemendur Grunnskólans í Stykkishólmi sýndu atriði úr söngleik sínum, Tehúsinu, á vorvöku Emblu. Minningar um Tehúsið á dagskrá í Stykkishólmi Eftir Jóhann Óla Hilmarsson Stokkseyri | Gistiheimilið Kvöld- stjarnan var opnað formlega á Stokkseyri í síðustu viku. Þar með er komið til móts við þá fjölmörgu sem heimsækja þorpið árlega og vilja staldra við eða eiga náðuga daga á þessum sérstaka stað. Tugir þúsunda ferðamanna heimsækja Stokkseyri árlega. Þeir koma til að fá sér humar á Fjöru- borðinu, heimsækja Draugasetrið eða Álfa- og Norðurljósasetrið, róa á kajak, heimsækja Töfra- garðinn, Veiðisafnið, Þuríðarbúð, Rjómabúið á Baugsstöðum eða skoða gallerí einhvers þeirra lista- manna, sem búa á staðnum. Eyr- arbakki er steinsnar frá, þar er byggðasafn Árnesinga í Húsinu, veitingahúsið Rauða húsið og rit- höfundanýlenda, svo nokkuð sé nefnt. Stærsta hraunfjara landsins og friðland fugla við Ölfusá eru meðal náttúruperla, sem margir heimsækja. Sárlega hefur vantað gistiað- stöðu fyrir þá sem vilja staldra við og eiga náðugan dag eða daga á Eyrum. Magnús Sigurjónsson og börn hans, sem reka gróðrarstöð- ina Blóma, tóku sig til og end- urbyggðu gamalt hús við stöðina og settu upp gistiheimili. Það stendur miðsvæðis á Stokkseyri, við Stjörnusteina, og hlaut nafnið Kvöldstjarnan. Hægt er að taka á móti 10-12 gestum í gistingu og jafnframt er tekið á móti hópum. Á neðri hæð eru herbergi, en á efri hæð er íbúð eða svíta með stórum svölum. Af svölunum er einstakt útsýni yfir byggðina á Stokkseyri og stórkostleg fjalla- sýn. Morgunverður er fram- reiddur fyrir þá sem vilja. Vefur Kvöldstjörnunnar er kvoldstjarnan.com. Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Útsýni Margrét Magnúsdóttir á svölum Kvöldstjörnunnar, en útsýnið það- an er einstakt. Stærsta hraunfjara landsins og friðland fugla við Ölfusá. Gistiheimili opnað á Stokkseyri Gistihús Glæsilegt hús Kvöld- stjörnunnar á Stokkseyri á vígslu- daginn, 10. apríl. AÐALFUNDUR TR Aðalfundur Trésmiðafélags Reykjavíkur verður haldinn fimmtudaginn 17. apríl nk. kl. 18:00 í Glaðheimum, félagsheimili Hestamannafélagsins Gusts við Álalind í Kópavogi. Fundarefni: 1. Skýrsla stjórnar og starfsáætlun 2. Skýrslur fastanefnda 3. Reikningar félagsins og skýrsla endurskoðenda 4. Lagabreytingar (Ný lög) 5. Kosning um sameiningu Trésmiðafélags Reykjavíkur og Félags byggingamanna Eyjafirði 6. Ákvörðun um félagsgjald og mælingagjald. 7. Lýst kjöri stjórnar og trúnaðarmannaráðs 8. Kosning fastanefnda 9. Kosning fulltrúa á aðalfund Sameinaða lífeyrissjóðsins 10. Kosning fulltrúa á ársfund ASÍ 11. Önnur mál Í fundarhléi verður boðið uppá kvöldverð. Stjórn Trésmiðafélags Reykjavíkur ATH. Tillögur að lagabreytingum liggja frammi á skrifstofu félagsins. Einnig er hægt að nálgast þær á heimasíðu félagsins www.trnet.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.