Morgunblaðið - 16.04.2008, Page 19

Morgunblaðið - 16.04.2008, Page 19
heilsa MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 19 E ftir 35 ára aldur stytta reyk- ingamenn að meðaltali lífs- hlaup sitt um þrjá mánuði fyr- ir hvert það ár sem þeir fresta því að drepa í síðustu sígarett- unni. Sjúkdómar, minnkandi lungnavirkni og vanmáttur gera vart við sig þegar reyk- ingamenn fara að nálgast efri árin sem lýsir sér í minnkuðum lífsgæðum samanborið við þá sem reyklausir hafa verið. Meira að segja litlar og léttar reykingar er dauðans alvara, sér í lagi með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma,“ segir dr. Robert West, pró- fessor í sálfræði við University College London. West, sem staddur var hér á landi fyrir skömmu á vegum lyfjafyrirtækisins Pfizer og Félags íslenskra heimilislækna, hefur tekið þátt í fjölda rannsókna sem tengjast nikótíni og tóbaksnotkun. Hann hefur rann- sakað fíkn, fráhvörf og mismunandi leiðir til að hætta að reykja. Rannsóknir hans hafa aukið skilning á nikótínfráhvarfi og hvernig auka megi áhugann hjá þeim sem vilja hætta að reykja. Eftir hann hefur birst fjöldi vísindagreina auk þess sem hann rit- stýrir tímaritinu Addiction. Ekki hólpnir eftir árið West segir afar þýðingarmikið að reyk- ingamenn gefi reykingar upp á bátinn á meðan þeir eru enn ungir. Fíknin sé þó ákaflega sterk og flókið fyrirbæri. Stuðn- ingur fagmanna á borð við heimilislækna geti því skipt sköpum í því hvort tilætlaður árangur í átt til reykleysis næst eða hvort allar slíkar tilraunir fjúka út í vindinn. Rannsóknir sýna að 75% tilrauna til reyk- leysis án aðstoðar eða hjálparmeðala verða að engu innan viku og aðeins innan við 5% reykingamanna, sem gera tilraunir til að hætta sjálfir og án aðstoðar, eru enn reyk- lausir eftir heilt ár. Þrátt fyrir heilt ár án sígarettunnar geta þó 40% reykingamanna átt á hættu að falla á ný í nikótíngryfjuna innan næstu átta ára. Þrátt fyrir mikla staðfestu er þessi hjalli erfiðastur fyrir þá reykingamenn sem hafa þurft að kveikja sér í um leið og þeir opna augun á morgnana. Yngri reykingamenn eru gjarnan ákveðnari en þeir sem eldri eru í að koma sér undan tóbaksfíkninni þó að þeir yngri séu ólíklegri til að ná tilætluðum árangri. Lítil sem engin tengsl eru á milli þess hve mikið reykingamenn í reynd óska þess að hætta og þess hvaða líkur eru á því að þeim takist það ætlunarverk sitt. Læknar og lyf geta hjálpað Nikótínið hefur margþætta virkni á heil- ann. Það kallar m.a. á sterkar hvatir til að reykja, skapar nikótínhungur og framleiðir óþægileg fráhvarfseinkenni þegar heilinn hefur gengið á nikótínbirgðir sínar. Með góðum stuðningi heimilislækna og þeirra hjálparmeðala sem í boði eru nú til dags eru þó líkur á varanlegu reykleysi mun betri en ef menn ætla sér ekki að nýta þau ráð sem í boði eru. „Læknar byrja því miður yfirleitt ekki að ræða um reykingar við fólk fyrr en sjúk- dómar hafa bankað upp á en það er mjög áríðandi að hvetja ungt fólk til að drepa í svo það geti vænst þess að lifa heilsu- samlegu lífi,“ segir West. „Og nú eru til ár- angursríkar aðferðir fyrir þá sem vilja láta af þessum heilsuspillandi ósið. Því ekki að nota þær? Það þykir ekkert veikleikamerki að taka verkjatöflu við höfuðverk eða sýklalyf við sýkingu. Af hverju ættu þá reykingamenn að hika við að nota nikótín- tyggjó, nikótínplástur eða lyfin Zyban eða Champix til þess að bjarga eigin skinni?“ Hann segir mikið í húfi. „Allir reyk- ingamenn telja sig geta hætt sjálfviljugir og án hjálpar en staðreyndin er önnur enda er nikótínfíknin bæði sterk, öflug og skæð. Rannsóknir hafa sýnt að árangurs- ríkasta aðferðin í baráttunni við tóbaks- fíknina eru hjálparmeðul samfara stuðn- ingi læknis. Hjálparmeðulin frelsa reykingamenn ekki allt í einu frá tóbaks- fíkninni en þau draga úr óslökkvandi löng- un eftir sígarettunni og hjálpa til við að halda í viljastyrkinn með því að draga úr fráhvarfseinkennum.“ Hann bætir við að þó fyrsta reykleys- istilraun gangi ekki upp sé um að gera að hvetja menn áfram til dáða með öðrum að- ferðum. „Ef ekkert gengur, til dæmis með plástri og menn eru enn að bjástra við frá- hvarfseinkenni á borð við þunglyndi, ein- beitingarskort og pirring, má hugsa sér að prófa lyfseðilsskyldu lyfin Zyban eða Champix næst og sjá hvert það leiðir.“ Boð og bönn virka ekki West leggur áherslu á að boð og bönn séu ekki líkleg til árangurs. Því ættu heim- ilislæknar miklu fremur að vera vakandi yfir því að bjóða fram hjálp sína og stuðn- ing þegar ungt fólk leitar sér lækn- isaðstoðar við hverju sem er. „Flestir reykingamenn hafa reynt að hætta mörg- um sinnum og reykingar er yfirleitt ekki hægt að fela því sjaldan lýgur reyk- ingalyktin. Því meira sem við uppgötvum um nikótínfíknina, því flóknari verður hún. Við vitum t.d. að nikótín er ástæða fíknar en það er samt ekki nikótínið sjálft sem reykingamennirnir eru ofurseldir þó að nikótínið sé ástæða þess að menn verði háðir sígarettunni. Reykingar eru öllu heldur nautnafullt hegðunarmynstur sem tengist nikótínbúskap í heila. Nikótín í þeim skömmtum sem reykingamenn fá er tiltölulega hættulaust enda veldur nikótín hvorki krabbameini né hjartasjúkdómum. Hinsvegar valda önnur efni í sígarettunni slíkum sjúkdómum,“ segir West. West segir ofangreind reykleysislyf hafa borið góðan árangur í baráttunni. „Þung- lyndi er versta fráhvarfseinkenni þeirra sem leggja sígarettuna frá sér. Það verður allt í einu erfitt að taka sér fyrir hendur verkefni sem útheimta andlega áreynslu líkt og reykleysið svo sannarlega gerir. Í slíkum aðstæðum geta lyfin án efa hjálpað mönnum við að standast freistinguna auk þess sem sálfræðimeðferðir og íþrótta- iðkun hafa í sumum tilvikum virkað hvetj- andi á fólk til að hætta reykingum,“ segir dr. Robert West og bætir að lokum við að stöðugt sé unnið að klínískum rannsóknum á því hvernig best sé að fá reykingafólk til að leggja sígarettuna varanlega á hilluna. Reykleysi er lífsspursmál Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Sálfræðingurinn „Það er mjög áríðandi að hvetja ungt fólk til að drepa í,“ segir dr. West. Reykingamenn þurfa stuðn- ing í verki til að losna við nikó- tínpúkann. Dr. Robert West, prófessor í sálfræði við UCL, sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að heimilislæknar gætu gegnt mikilvægu hlutverki í því að styðja reykingamenn í átt til reykleysis.  Þunglyndi  Kvíði  Einbeitingarskortur  Reiði  Svengd  Munnsærindi Fráhvarfseinkennin Morgunblaðið/Golli Drepið í Þrátt fyrir heilt ár án reyks geta 40% átt á hættu að falla innan átta ára. www.rjwest.co.uk Erfðirnar sem valdahræðslu hjá börnumhafa minni áhrif meðaldrinum. Hrædd börn geta því orðið hugrökk fullorðin, samkvæmt nýrri rannsókn sem for- skning.no greinir frá. Þeir foreldrar sem hafa áhyggjur af skræfuskap barna sinna geta nú kannski andað léttar. Genin sem valda angist hafa nefnilega minna að segja eftir því sem krílin okkar eldast. Hræddir krakkar verða því ekki endilega hrædd fullorðin sam- kvæmt umfangsmikilli rannsókn sem gerð var á 2.490 sænskum tví- burum. Vísindamenn við Virginia Com- monwealth University School of Medicine í Bandaríkjunum áttu veg og vanda að rannsókninni. Með því að notast við spurningalista kort- lögðu þeir upplifun þátttakenda af hræðslu en foreldrar og tvíburarnir sjálfir svöruðu spurningunum þeg- ar þeir síðarnefndu voru 8, 13, 16 og 20 ára. Í ljós kom að ákveðin gen virtust hafa áhrif á upplifun barnanna af hræðslu í æsku en genin höfðu minni þýðingu eftir því sem börnin eltust. Vísindamennirnir segja þetta afsanna kenningar um að hræðsla sem stýrist af genum hald- ist svipuð frá barnæsku til fullorð- insára. Blóð, sprautur og myrkrið Kannaðir voru þrír flokkar hræðslu. Í fyrsta lagi hræðsla sem tengist aðstæðum, s.s. myrkri eða að fljúga, í öðru lagi hræðsla við dýr, s.s. rottur og slöngur og í þriðja lagi líkamleg hræðsla, s.s. við opin sár, blóð, sprautur og tann- lækna. Samkvæmt rannsókninni virðast erfðir hafa áhrif á alla þessa flokka en þó ekki sömu erfðir og hafa áhrif síðar í lífinu . „Þvert á móti uppgötvuðum við önnur gen sem byrja ekki að hafa áhrif á hræðslu fyrr en seint á unglingsárunum,“ segja vísindamennirnir. Þá kom í ljós að margir tvíbur- anna sem rannsóknin tók til ótt- uðust sömu hluti sem tengja mátti aðstæðum þeirra, s.s. fjölskyldu og uppvaxtarskilyrðum. Eftir því sem tvíburarnir eltust, urðu unglingar og fóru að lifa sjálfstæðara lífi varð hræðslan einnig ólíkari milli systk- ina. „Þetta kom ekki á óvart því unglingar fjarlægjast iðulega heim- ili sitt og vinir fá meiri þýðingu eft- ir því sem þeir verða eldri,“ segja vísindamennirnir. Þeir undirstrika þó að þörf sé á frekari rannsóknum á efninu til að skilja til fullnustu með hvaða hætti erfðir hafa áhrif á hræðsluupplifun barna og fullorðinna. Reuters Ótti Stundum er hræðsla barnanna okkar bæði rökrétt og nauðsynleg. Hræðsla krakkanna hverfur með aldrinum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.