Morgunblaðið - 16.04.2008, Síða 21

Morgunblaðið - 16.04.2008, Síða 21
BORGIR sem sækj- ast eftir að halda Ól- ympíuleika gera það fyrst og fremst til að komast í kastljós fjöl- miðla um allan heim. Kynningin er tugmillj- arða króna virði. Leik- arnir fá meira að segja nafn viðkomandi borg- ar. Núna er það Beij- ing 2008. Íslenskir fjölmiðlar fá einstakt tækifæri í sumar til að sýna sam- stöðu með Tíbet gegn yfirgangi Kínverja. Í umfjöllun um Ólympíu- leikana geta þeir einfaldlega sleppt því að fjalla um annað en sjálfa íþróttakeppnina. Fjölmiðlar þurfa ekki að end- urvarpa skrautsýningum Kínverja á Ólympíuleikunum, segja frá Beij- ing eða sýna kínverska ferða- mannastaði. Þeir geta látið sér nægja að segja frá íþróttakeppninni sjálfri, enda hefur landkynning Kínverja ekkert með hana að gera. Þannig geta fjölmiðlar gert það sem stjórnvöld treysta sér ekki til að gera, látið Kínverja finna fyrir andúð fólks á óhæfuverkunum í Tíbet. Ekki væri verra ef þessar að- gerðir smituðust til fjölmiðla í fleiri löndum. Kínverjum þætti miður ef fjölmiðlar mundu slökkva á kast- ljósum sínum. Aðgerðir af þessu tagi eru reynd- ar ekki óþekktar í fjölmiðlum. Sum- ir þeirra sleppa því að geta um heiti á íþróttamótum sem eru kennd við fyrirtæki sem styrkja þau. Ef íþróttamót kallast t.d. „Nafnfyrirtækis- deildin í íshokkí“ þá notast sumir fjöl- miðlar frekar við hið formlega nafn, og segja „Meist- aradeildin í íshokkí“ eða eitthvað í þeim dúr. Afstaða fjölmið- ilsins til nafngift- arinnar ræðst vænt- anlega af því hvort hann vill láta styrk- araðila viðkomandi íþróttamóts njóta þess í fréttaflutningi eða ekki. Á sama hátt geta íslenskir fjöl- miðlar nú ráðið því hvort þeir ætla að leyfa Kínverjum að spegla sig í ljómanum af Ólympíuleikunum á sama tíma og þeir vaða á skítugum skónum yfir Tíbet. Valið stendur um að fjalla um Beijing 2008 eða Ólympíuleikana 2008. Kínverjum þætti miður ef fjöl- miðlar mundu slökkva á kast- ljósum sínum segir Ólafur Hauksson » Fjölmiðlar geta sleppt því að fjalla um Kína þótt þeir fjalli um Ólympíuleikana og þannig endurspeglað andúð fólks á óhæfu- verkunum í Tíbet. Ólafur Hauksson Höfundur er ráðgjafi í almannatengslum. Þannig geta fjölmiðlar sýnt samstöðu með Tíbet MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 21 ALÞJÓÐLEGUR dagur leiklistar var haldinn hátíðlegur nýlega, 27. mars, og hefur verið svo allar götur síðan 1962, í 46 ár, segir í Morgun- blaðinu þann dag í ávarpi Bene- dikts Erlingssonar leikara. Já, en hvað með svona daga, geðheil- brigðisdag, bóndadag, konudag eða baráttudag kvenna? Á dögunum heyrði ég svo fyrir tilviljun í frétt- um: Í dag er „alþjóðaheilbrigð- isdagurinn“ … Maður verður voða- lega lítið var við þessa daga og ég er mjög hissa nú, því að ég vissi ekki um þennan leiklistardag (46 ár, halló!). Það hefði mátt halda samkeppni um nýtt íslenskt leikrit og kynna svo úrslitin á svona degi. Nei það stóð ekki til. Ég hef mik- inn áhuga á leikhúsi og vildi kom- ast oftar á leiksýningar en ég get. Já, til hvers ætti svona dagur að vera ef ekki til að kynna og vekja athygli á starfi leikhúsana? En það ber ekki neitt á kynningum eða uppistandi hér á Akureyri. En fyrir mér tengjast þarna tvö gjörólík mál. Ég er sjálfur með geðröskun en á mér áhugamál sem er nærri því andstæðingur minn (fara úr þunglyndiskasti beint upp á svið, fram fyrir fólk). Nei, hlutirnir ger- ast ekki alveg þannig hvort sem er. Stundum þarf maður að leika í við- móti við annað fólk og sýna allt annað lundarfar en í raun líðanin er þá stundina. En ég tel mig nokkuð heppinn þessa dagana, því að þessi orð eru skrifuð á kaffihúsi, en það eru staðir sem ég hef ekki haft sjálfstraust til að fara inn á lengi. – Ég meina, ég fer einn á kaffihús með tölvuna til að tala við hana. Já, það að trúa tölvunni fyrir sínum málum er oft besti kostur í heimi. Sumum einstaklingum sem eru með geðsjúkdóma gengur mikið betur að tjá sig skriflega heldur en að þurfa að segja hlutina upphátt. Sjáið bara bloggheiminn, fólk finnur sig vel í að skrifa og þarf ekki geðröskun til. Leikhús, geðhús, skrifhús (kaffihús til geðbætandi skrifa) og fara síðan með það í leikhúsið. Neeei! Það eru allir að horfa á mig, ég get þetta ekki. Bíddu við, reyndu að breyta þessari hugsun: Vertu þú sjálfur (SSSól, Helgi Björns leikhúsmaður). Já, vertu þú sjálfur með alla þína kosti og persónutöfra sem enginn annar hefur (gallarnir eru auka- atriði). En þú verður að koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Þú ert betri en allir hinir á kaffihúsinu eða hvar sem þú ert á förnum vegi. „Þú ert einstakur.“ ATLI VIÐAR ENGILBERTSSON, fjöllistamaður/hagyrðingur/ rithöfundur/ljóðskáld. Alþjóðlegur dagur leiklistar Frá Atla Viðari Engilbertssyni Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is VEGNA rætinnar og ósmekk- legrar árásar Árna Johnsen al- þingismanns á Gunnar Gunn- arsson aðstoðarvegamálastjóra í Morgunblaðinu 14. apríl sl. skal eftirfarandi tekið fram. Gunnar var í sex manna starfshópi sem Sturla Böðvarsson skipaði árið 2004 til að fjalla um samgöngur við Vestmannaeyjar. Starfshóp- urinn, sem var undir formennsku Páls Sigurjónssonar verkfræð- ings, skilaði áliti 19. júní 2006 þar sem mælt var með að gerð yrði ný ferjuhöfn í Bakkafjöru. Þátttaka Gunnars í ofangreindum starfs- hópi eru einu afskipti hans af mál- efnum Bakkafjöruhafnar. Um- mæli Árna um afskipti Gunnars eru því óskiljanleg. Jón Rögnvaldsson Svar við ummælum Höfundur er vegamálastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.