Morgunblaðið - 16.04.2008, Síða 22

Morgunblaðið - 16.04.2008, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FJÁRMÁLAKREPPAN BREIÐIST ÚT Fjármálakreppunni úti í heimier ekki að ljúka. Hún breiðistút. Aðalfrétt á forsíðu brezka dagblaðsins Financial Times í fyrra- dag var sú, að vaxandi svartsýni gætti meðal forsvarsmanna fyrir- tækja í Evrópu um horfur í viðskipta- lífinu. Þar óttast menn að fjármála- kreppan í Bandaríkjunum og að hluta til í Bretlandi nái til meginlandsins og þar muni fólk finna fyrir henni innan sex mánaða. Aðalfréttin á forsíðu Financial Times í gær fjallaði um sama mál. Af- komutölur fyrirtækja á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs eru að byrja að birtast og þær valda svartsýni. Í framhaldi af þeim tölum hafa for- ráðamenn fyrirtækja lýst þeirri skoð- un, að kreppan muni segja alvarlega til sín á meginlandinu á næstu sex til tólf mánuðum. Hér á Íslandi er byrjað að ískra í hjólum atvinnulífsins. Bankarnir halda að sér höndum með lánveiting- ar af skiljanlegum ástæðum og það leiðir aftur til þess að samdráttur er hafinn í sumum greinum atvinnulífs- ins. Þannig er ljóst, að samdráttur er byrjaður í byggingariðnaði. Bank- arnir lána ekki til nýbygginga, þótt þeir standi við fyrirheit um lánveit- ingar vegna húsa, sem eru í bygg- ingu. Sala á fasteignum er að dragast saman enda hefur stórlega dregið úr lánveitingum til íbúðakaupa. Fast- eignasalar verða þess varir, að mikið er um að sumarbústaðir séu boðnir til sölu. Fyrirtæki, sem haft hafa mikil um- svif í öðrum löndum, eru byrjuð að selja eignir. Þannig er ljóst að Baug- ur Group er að draga sig út úr fjöl- miðlastarfsemi í öðrum löndum og í gær var tilkynnt um umtalsverða sölu Landic Propertys á fasteignum á Norðurlöndum. Allt eru þetta fullkomlega eðlileg viðbrögð við gjörbreyttum aðstæðum á alþjóðlegum lánamörkuðum. Telja má víst, að bæði bankar og önnur stórfyrirtæki muni frekar selja eignir en bæta við sig eignum á næstu mánuðum og misserum, sem létta mun á stöðu þessara aðila. Fjármálakreppa, sem í upphafi var takmörkuð við banka og önnur fjár- málafyrirtæki, er því að breiðast út og hafa umtalsverð áhrif á aðra at- vinnustarfsemi. Ekki var við öðru að búast. Það er töluvert í land áður en botninum er náð. Hins vegar er ekkert tilefni til að einhver skelfing grípi um sig. Umsvif einstaklinga og fyrirtækja hafa verið gífurlega mikil á undanförnum árum og ekki hægt að gera ráð fyrir að þau umsvif mundu halda áfram enda- laust. Grunnþættir íslenzks þjóðarbú- skapar eru í góðu lagi. Og það skaðar engan þótt eitthvað dragi úr neyzlu og fólk kaupi ódýrari bíla en tíðkazt hefur um skeið. SIGUR BERLUSCONIS Það er óhætt að segja að viðbrögð-in við kosningasigri Silvios Ber- lusconis á Ítalíu hafi verið blendin. Tímaritið The Economist kallar hann hirðfífl og í The Financial Times var fyrirsögnin „Harmleikur þriðji þátt- ur“. Sigur Berlusconis var hins veg- ar stærri en búist var við og senni- lega má ekki síst skrifa hann á veika frammistöðu Romanos Prodis í forsætisráðherrastóli. Berlusconi verður nú forsætisráðherra þriðja sinni. Hann hefur heitið að á meðan hann sitji muni hann aldrei ganga til náða nema að hafa gert eitthvað gott fyrir Ítalíu þann daginn. Hann hefur lofað taka til í Campania-héraði og Napolí þar sem mafían hefur nánast tekið völdin. Hann ætlar einnig að stöðva glæpastarfsemi, sem tengist innflytjendum. Í stjórn sinni mun Berlusconi þurfa að treysta á stuðning Umber- tos Bossis, leiðtoga Norðurbanda- lagsins, sem hefur rekið harða stefnu gegn innflytjendum. Fylgi flokks hans tvöfaldaðist í kosningunum og óttast margir að hann muni geta haldið Berlusconi í gíslingu. Mann- réttindafrömuðir hafa einnig áhyggj- ur af því að réttindi innflytjenda verði skert. Berlusconi er þriðji ríkasti maður Ítalíu. Hann stýrir fjölmiðlaveldi, hefur mikil ítök í verslun. Ítalskt efnahagslíf er í lægð og er búist við að landsframleiðsla muni aðeins aukast um 0,6 af hundraði á þessu ári. Atvinnuhorfur ungs fólks eru slæmar og munurinn á lífskjörum í norður- og suðurhluta landsins held- ur áfram að aukast. Yfir Berlusconi hefur hvílt ský spillingar, en honum hefur alltaf tek- ist að komast undan refsingu. Hann hefur verið sakaður um skattsvik, fjársvik, bókhaldssvik og að múta dómara. Hann var dæmdur í sex ára og fimm mánaða fangelsi fyrir svik og ólögleg kosningaframlög 1997 og 1998, en áfrýjaði og var sýknaður vegna tækniatriða. Dómskerfið hafði verið svo lengi að störfum að glæp- irnir, sem hann var ákærður fyrir, voru fyrndir. Um þessar mundir er rekið mál gegn honum fyrir spillingu í Mílanó. Honum er gefið að sök að hafa greitt breskum skattalögmanni 600 þúsund dollara fyrir að fremja meinsæri í sína þágu seint á síðasta áratug. Og meira má telja. Berlusconi tókst ekki vel til í emb- ætti í hin fyrri skiptin og það er hans að sýna að hann geti gert betur nú. Yfirlýsingagleði og sjálfsánægja hef- ur orðið honum að fótakefli. Hann mun þurfa að grípa til sársaukafullra aðgerða til að koma efnahagnum á skrið. Er hann tilbúinn til þess? Mestu tíðindi kosninganna er þó tap kommúnista, sem í fyrsta skipti tókst ekki að komast á þing. Nú munu aðeins fimm flokkar sitja á ítalska þinginu og það hefur ekki gerst áður. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is Velgengni verkefnisinshelgast fyrst og fremstaf ötulu starfi þeirra semunnið hafa vítt og breitt um Evrópu af hugsjón og viljað leggja sitt af mörkum gegn þung- lyndi og sjálfsvígum,“ segir dr. Ul- rich Hegerl, prófessor í geðlækn- ingum við háskólann í Leipzig, um forvarnarverkefnið European Alli- ance against Depression (EAAD). Hegerl er einn af aðalhug- myndasmiðum verkefnisins og hann var staddur hér á landi fyrir skömmu á árlegum framkvæmda- fundi EAAD og þátttökulanda þess, sem nú eru orðin 17 talsins. Góður árangur EAAD-verkefninu, sem nú er styrkt af Evrópuráðinu, er ætlað að stuðla að aukinni meðvitund um þunglyndi í samfélaginu. Verkefnið miðar að því að auka þekkingu fag- fólks á þunglyndi og sjálfsvígum en jafnframt er því ætlað að draga úr fordómum gagnvart þunglyndi Ísland fyrst til samstarf „Við byggjum á góðu matsk það hefur sýnt sig að sjálfsv hefur minnkað verulega. Vi eru niðurstöður mismunand menningarsvæðum og það rétt að alhæfa, en þó er ljós verulegur árangur hefur ná segir Hegerl. Ísland var fyrsta landið u Þýskalands til að ganga til l með því að auka upplýsingaflæði til almennings. Með opnari umræðum er jafnframt reynt að auka líkurnar á því að þunglyndir leiti sér að- stoðar frekar en að leiðast út í sjálfsvíg eða lifa við ævilanga van- líðan. Verkefnið hefur þótt skila mjög góðum árangri og sýnt hefur verið fram á töluverða fækkun sjálfs- vígstilfella þar sem það hefur verið tekið í notkun. Barist gegn þun Samstarf Salbjörg Bjarnadóttir geðhjúkrunarfræðingur og geð funduðu nýlega í Reykjavík ásamt fulltrúum sextán annarra þátt EAAD-verkefnið stuðlar að aukinni fræðslu um þung- lyndi í samfélaginu Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is Ekki dugir að efnahagsstefna ségóð, hún þarf einnig að vera mót-sagnalaus, eða samkvæm sjálfrisér, til lengri tíma,“ segir norski hagfræðingurinn Finn Kydland, sem árið 2004 hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði ásamt Bandaríkjamanninum Edward Pres- cott. Kydland er staddur hér á landi og mun í vikunni halda fyrirlestra í Háskólanum í Reykjavík. Hann segist hafa, ásamt öðrum, rannsak- að ofan í kjölinn efnahagsþróun í tveimur löndum til þess að staðfesta kenningar sínar. „Annað ríkið hefur fylgt góðri efnahags- stefnu en hitt er alræmt fyrir mjög slæma efnahagsstefnu. Fyrrnefnda ríkið er Írland en hið síðarnefnda er Argentína,“ segir Kydland en eins og mörgum er eflaust kunn- ugt hefur mikið vaxtarskeið ríkt í írsku efna- hagslífi undanfarin ár en í Argentínu hefur efnahagsþróun vægast sagt ekki verið jafn hagfelld og er skemst að minnast þess hruns sem þar varð í upphafi aldarinnar. Aðspurður hvað einkenni góða efnahags- stefnu að hans mati segir Kydland það vera ramma sem taki mið af framleiðslufalli hvers hagkerfis og framleiðslu þess auk ílags framleiðsluþáttanna fjármagns og vinnuafls. „Vegna tæknilegra framfara framleiða fjármagn og vinnuafl meira í flest- um löndum eftir því sem tíminn líður þannig að meginverkefni þess sem markar efna- hagsstefnuna er að sjá fyrir umgjörð sem hvetur til nýsköpunar og þróunar. Mikil þekking er fyrir hendi í þessum heimi og hana þarf að nýta auk nýsköpunar innan hagkerfisins. Þróunin í Argentínu sýnir þó að það er ekki endilega nóg. Mikilvægt er að fjármunir séu til staðar, til dæmis fram- leiðslutæki, verksmiðjur, vélar, skrifstofu- banki gæti h vegar ekki a nem komst t reyndi hann ugleika land sósins við B móti einum. inn til þess a þrátt fyrir þ fyrir að ar vaxa hratt – meiri miðað Að sögn K ugleiki arge skertur en þ kreppunnar stefna og rík að hvor tve skorða. Þótt tekist að ley tókst ekki a vegar ríkisfj um héraða l og þegar þa uðu þau til vegna var sk skuldirnar þ halda þeirr hafði verið Þrátt fyrir þ byggingar og svo framvegis, til þess að nýta þær tækniframfarir sem verða. Á þessum sviðum brást Argentína vegna þess að efna- hagsstefnan var mótsagnakennd. Fram- leiðnimöguleikarnir voru vissulega fyrir hendi en landið hafði misst trúverðugleika sinn meðal fjárfesta. Argentína hefur á und- anförnum áratugum tvisvar lent í mjög erf- iðum skeiðum. Í fyrra skiptið, á 9. áratugn- um, dróst verg landsframleiðsla (VLF) á mann saman um meira en 20% yfir tíu ára skeið og í síðara skiptið féll hún enn meira á fimm ára skeiði. Í millitíðinni urðu vaxtar- skeið en þegar litið er á Argentínu út frá venjulegu hagfræðilíkani segir líkanið okkur að hagkerfi landsins hefði átt að vaxa um- talsvert hraðar. Ástæða þess að svo varð ekki er fyrst og fremst skortur á auðsöfn- un.“ Mótsagnakennd efnahagsstefna Þegar Kydland talar um að Argentína hafi misst trúverðugleika sinn vísar hann að eigin sögn fyrst og fremst til trúverðugleika í stjórnun ríkisfjármála og segir hana mikilvægari en seðlabankann þótt aug- ljóslega sé það slæmt þegar verðbólga verð- ur svo slæm – og óvænt – að verðmæti eigna fólks rýrni eða ofsahræðsla grípur um sig varðandi bankakerfið og ljóst er að seðla- Góð efnahagss Norðmaðurinn Finn Kydland hlaut Nóbelsverðlaun í hag- fræði árið 2004. Hann hefur í rannsóknum sínum fjallað um mikilvægi þess að efnahags- stefna sé mótsagnalaus yfir lengri tíma og borið saman Argentínu og Írland til þess að sannreyna kenningar sínar. Nóbelsverðlaunahafi Norski hagfræðingurinn Finn Kydl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.