Morgunblaðið - 16.04.2008, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 27
✝ Haukur Hauks-son fæddist í
Sandgerði 16. ágúst
1935. Hann varð
bráðkvaddur á
heimili sínu Stuðla-
seli 3, 6. apríl síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Jenný
Lovísa Einarsdóttir,
f. 9. maí 1912, d. 2.
janúar 2002, og
Einar Haukur Jóns-
son, f. 28. nóvember
1906, d. 23. mars
1935. Stjúpfaðir
Hauks var Árni Þorsteinsson, f.
14. nóvember 1908, d. 10. mars
1986. Haukur átti þrjár alsystur;
1) Jóna Margrét, f. 1930, d. 1931,
2) Anna Margrét, f. 1932, d. 2002,
og 3) Einarína Sigurveig, f. 1934.
Systkin sammæðra eru 1) Guðný
Helga Árnadóttir, f. 1937, 2) Þor-
björg Ágústa Árnadóttir, f. 1937,
d. 1955, 3) Inga Eygló Árnadótt-
ir, f. 1938, 4) Þorsteinn Árnason,
f. 1940, 5) Brynja Árnadóttir, f.
1944, 6) Guðrún Árnadóttir, f.
1948, og 7) Árni Árnason, f. 1957.
Haukur kvæntist 1981 Anneyju
Jóhannsdóttur, f. 1949. Þau slitu
samvistir. Börn þeirra eru 1)
Jóna Margrét, f. 1977, hún á þrjú
börn; Júlíus Karl
Svavarsson, f. 1994,
Eydísi Ósk Svav-
arsdóttur, f. 2006,
og stúlku Jónudótt-
ir, f. 2008. 2) Alda
Ósk, f. 1979, gift
Kolbeini Gísla
Bergsteinssyni, f.
1976, þau eiga þrjú
börn; Jakob Frey, f.
1996, Karen Ölfu
Rut, f. 1998, og
Rakel Andreu
Dögg, f. 2001. 3)
Einar Haukur, f.
1981, í sambúð með Söndru Dögg
Kolbeinsdóttur og eiga þau einn
son óskírðan.
Haukur ólst upp ásamt syst-
kinum sínum fyrst í Sandgerði og
síðan í Keflavík Hann fór ungur
út á vinnumarkaðinn og vann hin
ýmsu störf. M.a. starfaði hann í
vélsmiðju Björns Magnússonar, í
frystihúsinu Jökli, sem háseti á
Helgunni og Hörpunni, hjá Sand-
blæstri & málmhúðun á Akureyri
og hjá BG þjónustu. Haukur var
afburðahandlaginn og lék allt í
höndum hans.
Haukur verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Öllu er afmörkuð stund og sérhver
hlutur undir himninum hefur sinn
tíma. Í önnum hins daglega lífs er
hugsunin um dauðann oftast fjarlæg
og því vorum við með öllu óviðbúnar
þegar fregnin af andláti Hauks bróð-
ur okkar barst hinn 6. apríl sl. en hann
hafði orðið bráðkvaddur á heimili
sínu.
Í hugum okkar yngstu systra
Hauks sem við kveðjum nú var Suð-
urgata 16 nokkurs konar félagsmið-
stöð þegar hann réði ríkjum í stóra
hornherberginu í kjallaranum. Bæði
vorum við systkinin mörg og margir
félagar fylgdu. Haukur hafði komið
sér upp stóru plötusafni með vinsæl-
ustu tónlistarmönnum þess tíma, s.s.
Little Richard, Chuck Berry, Fats
Domino, Bill Haley, Elvis Presley o.fl.
Mest var fjörið þegar Haukur stillti
hátölurunum út í glugga og tónlistin
glumdi um nágrennið. Það var aðdá-
unarvert hve vel hann hugsaði um
plöturnar sínar því þar var allt í röð
og reglu og helstu upplýsingar skráð-
ar. Einnig voru myndir af frægustu
stjörnunum málaðar á veggina.
Þeir ágætu eiginleikar sem Haukur
bjó yfir nýttust honum vel við þau
störf sem hann tók að sér á lífsleið-
inni. Hann var mikill hagleiksmaður
og vandvirkur og sérstaklega þótti
hann laginn við sandblástur en við
það vann hann lengi, fyrst hjá Birni
Magnússyni í Keflavík og síðar hjá
Sandblæstri og málmhúðun á Akur-
eyri. Hann var ávallt vel liðinn af sam-
starfsmönnum sínum og eftirsóttur
starfskraftur.
Haukur kvæntist Anneyju Ölfu Jó-
hannesdóttur 1981 og saman eignuð-
ust þau þrjú börn, Jónu Margréti,
Öldu Ósk og Einar Hauk. Haukur og
Anney skildu. Hauki var alla tíð mjög
annt um börn sín og áttu þau alltaf
stærstan sess í lífi hans. Þar sem þau
voru þar vildi hann vera. Hann var
frekar dulur maður og kunni ekki
sem best við sig í margmenni en naut
sín vel með sínum nánustu. Frænd-
semi hans var viðbrugðið og það voru
ófáar ferðirnar suður til Keflavíkur
og þá var gjarnan komið við í Vog-
unum og í Sandgerði til að heilsa upp
á skyldfólk þar. Við þökkum bróður
okkar samfylgdina og vottum börnum
hans og fjölskyldum þeirra okkar
dýpstu samúð.
Guðrún og Brynja.
Ég held að engu okkar hafi dottið í
hug á sl. Þorláksmessu að við ættum
eftir að kveðja Hauk svo fljótt, þegar
við sátum og kýldum okkur út af hinni
gómsætu skötu.
En skyndilega var kallið komið og
Haukur horfinn á vit annarrar víddar
eða yfir móðuna miklu.
Ég kynntist honum fyrir tíu árum
þegar ég giftist yngsta bróðurnum og
hann góðfúslega rétti okkur stóra
hjálparhönd á fyrstu árum okkar.
Haukur hafði kraftmikla rödd og
naut þess að segja frá ýmsum uppá-
komum og atvikum úr daglega lífinu
og gerði það á lifandi hátt, svo að ég
tali nú ekki um þegar talið barst að
bílum. Þar var hann fróður og vel
heima og hægt að spyrja hann frá a til
ö.
Hann skóf ekki af því ef honum
fannst eitthvað vera athugavert og
var einlægur og hreinn og beinn í
samskiptum.
Þær urðu ófáar stundirnar við
spjall og frásagnir yfir kaffibollanum
þegar hann skaust hingað á Suður-
nesin til að heimsækja fjölskyldumeð-
limi og uppeldisstöðvar en þennan
tíma sem ég þekkti hann bjó hann á
höfuðborgarsvæðinu.
Þorláksmessuskatan er fastur liður
og munum við sakna hans mjög í
næstu skötu.
Þegar persónur eins og Haukur,
sem hafði mjög sterka útgeislun,
kveðja þá kemur tóm og skarð sem
ekki verður fyllt en við höfum margar
góðar minningar til að varðveita um
góðan mann sem lagði rækt við sína
nánustu.
Það síðasta sem ég ræddi við hann
var þegar hann var að fara úr skötu-
veislunni og ég minnti hann á að hann
þyrfti að koma oftar en á sl. ári.
Kæri mágur, ég ætla að þakka þér
fyrir alla hjálpina og samverustund-
irnar á liðnum árum og megir þú hvíla
í friði.
Börnum hans þremur vottum við
okkar innilegustu samúð svo og
systkinum.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Hér er viðbótarkveðja til þín kæri
bróðir,
Minnstu þess þegar storminn
þú færð í fang
og fárviðrið æðir og hvín,
senn mun lægja á ný
verður létt um gang
og þér ljósið í myrkrinu skín.
Gakk áfram þinn veg
mót veðri og nauð
þína von þú rætast sérð
í krafti trúar átt þú auð
þú ert aldrei einn á ferð
þú ert aldrei einn á ferð.
(Þýð. Jón Þ. Björnsson.)
Erla Melsteð og Árni Árnason.
Það er stutt bilið milli lífs og dauða.
Á einu andartaki fækkaði um einn í
hópi okkar systkina. Haukur bróðir
fallinn frá öllum að óvörum. Á mið-
vikudag að versla í Nettó – á sunnu-
dag nár.
Haukur var sem ungur maður afar
flinkur teiknari. Mér er minnisstæð
mynd sem hann teiknaði og málaði á
einn vegginn í herberginu sínu. Var
hún af idolinu hans Little Richard og
það í fullri líkamsstærð. Hann var af-
ar handlaginn og fannst lítið mál að
taka í sundur og setja saman heilu bíl-
ana. Það virtist allt leika í höndum
hans. Hvort var að sprauta bíla, sand-
blása gler eða sjóða járn – allt var sem
leikur. Í mörg ár vann Haukur í Vél-
smiðju Björns Magnússonar í Kefla-
vík og milli hans og fjölskyldu Björns
ríkti mikil vinátta. Haukur fór til sjós
var háseti á Helgu RE 49 og Hörpu
RE 342 og þótti góður sjómaður. Það
var sama við hvað hann vann hann var
alls staðar vel liðinn og þótti góður
verkmaður.
Ungur glímdi Haukur við Bakkus
og hafði betur. Felldi hann Bakkus á
hælkrók á báðum. Haukur var um
fertugt þegar hann kvæntist og eign-
aðist börn. Börnin urðu þrjú, Jóna
Margrét, Alda Ósk og Einar Haukur
og eru barnabörnin orðin sjö. Þegar
hjónin skildu og eiginkonan fyrrver-
andi flutti norður í land tók Haukur
sig einnig upp og flutti til Akureyrar
til að geta verið nálægt börnunum.
Þar fékk hann vinnu hjá Sandblæstri
& málmhúðun og starfaði þar tæpa
tvo áratugi, þá ákvað hann að flytja
aftur suður. Í Reykjavík hóf hann
störf við hreingerningar sem hann
vann við allt þar til hann hætti störf-
um sjötugur.
Haukur minn var ekki mikið fyrir
margmenni. En glaður og reifur með
vinum og vandamönnum. Haukur og
Búdda voru mjög náin systkin og
heimsótti hann hana oft. Var þá oftar
en ekki ekið suður í Sandgerði og rifj-
aðar upp æskuminningar. Þar var
hugur hans og hjarta.
Síðustu ár leigði Haukur hjá þeim
hjónum Jóhönnu og Ingþóri. Með
þeim tókst góð vinátta og reyndust
þau hjón honum vel. Þeim eru hér
færðar kærar þakkir.
Þá á ég ekki annað eftir en að
þakka bróður mínum samfylgdina og
óska honum góðrar heimkomu.
Guðný Helga Árnadóttir.
Sérstæðri lífssögu er lokið. Bar-
áttusögu karlmanns sem leitaði réttar
síns að hafa börnin sín hjá sér, manns
sem háði baráttu við misvitrar barna-
verndarnefndir og ráðherra sem ekk-
ert gat gert.
Hve mörg eru dæmin um mistök
lögskipaðra nefnda og ráðamanna í ís-
lensku þjófélagi sem meðhöndlað
hafa barnfaðernismál af ótrúlegu
skilningsleysi og lítt lærðri kunnáttu?
Vonandi eru þessi mál í betri farvegi í
upphafi 21. aldar.
Kynni okkar Hauks hófust er und-
irritaður kvæntist systur hans Guð-
nýju Helgu árið 1957. Fyrstu sam-
fundir okkar voru að vísu ekki
skemmtilegir, en eftir að við kynnt-
umst betur varð með okkur góð vin-
átta.
Eftir að bölmóði áfengisneyslunnar
lauk var hann ábyrgur fjölskyldu-
maður og faðir sem lét sér annt um
börn sín.
Enginn ræður í hug annarra.
Haukur var dulur og flíkaði ekki til-
finningum sínum. Segja má að með
árunum hafi hann og verið einfari.
Þegar hamingjan virtist blasa við og
til sólar sást reið yfir þrumuský er
byrgði fyrir sólu. Fjölskyldulífið var
fyrir bí.
Haukur var nýkominn til Reykja-
víkur eftir að hafa dvalið með börnum
sínum og barnabörnum á Akureyri og
í Eyjafjarðarsveit, en þar eyddi hann
með þeim páskahátíðinni. Hann bjó
sín síðustu ár í einni af fegurstu götu
höfuðborgarinnar – Stuðlaseli. Þar
undi hann hag sínum vel í skjóli og
vináttu sona hjóna er leigðu honum
góða íbúð í húsi sínu.
Á þeim degi er ég skrifa þessi fá-
tæklegu orð á tölvuna í Stekkjargötu í
Reykjanesbæ skín sól á blátærum
himni og ég lít fjallahringinn allt frá
Snæfellsjökli að Ljósufjöllum, svart
Hafursfellið og til Skyrtunnu snæ-
hvítrar, Fagraskógarfjall að Skarðs-
heiði með Skessuhornið tignarlegt,
Hafnarfjall og Akrafjall, Esju, Kistu-
fell og Skálfell, þá Vífilsfell, Bláföll,
Trölladyngju og Keili, Löngufjöll,
Svartsengi, Þorbjarnarfell og allt
Stapafell er sífellt minnkar.
Kæri Haukur, í þínum fjölmörgu
ferðum með Búddu systur þinni að
gröf föður ykkar í Hvalsneskirkju-
garði, tel ég víst að ofantalin fjallasýn
hafi blasað við. Megi hinn víðáttumikli
og fagri fjallahringur fylgja þér, þó þú
leggist nú í norðlenska mold.
Af óviðráðanlegum ástæðum getur
undirritaður ekki fylgt þér síðasta
spölinn, en biður almættið að taka við
– verkamanni sínum er var verður
launa sinna.
Höskuldur Goði.
Haukur Hauksson
✝
Elskulegur sambýlismaður minn og faðir,
GUNNAR STEFÁN ÁSGRÍMSSON,
Eiðum,
Grímsey,
verður jarðsunginn frá Miðgarðakirkju laugardaginn
19. apríl kl. 13.30.
Jóna Sigurborg Einarsdóttir,
Einar Helgi Gunnarsson.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR
frá Odda, Borgarfirði Eystri,
Síðast til heimilis
á hjúkrunarheimilinu Garðvangi,
Garði,
lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi mánudaginn
14. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Halldór Guðfinnsson,
Sigríður Halldórsdóttir, Jón Hjálmarsson,
Árni Þór Halldórsson,
Jón Már Halldórsson, Kristín Jónsdóttir,
Karl Vilhelm Halldórsson, Ásgerður Þorsteinsdóttir,
Inga Dóra Halldórsdóttir, Örn Arnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
VILHELMÍNA ARNGRÍMSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
áður til heimilis að Skúlaskeiði 18,
sem lést þriðjudaginn 8. apríl, verður jarðsungin frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði, föstudaginn 18. apríl
kl. 11.00.
Sigurfljóð Erlendsdóttir,
Anna Erlendsdóttir, Kristján J. Ásgeirsson,
Davíð V. Erlendsson,
Vignir Erlendsson, Inga Áróra Guðjónsdóttir,
Steinar R. Erlendsson, Dagrún Erla Ólafsdóttir,
Arngrímur I. Erlendsson,
Erla M. Erlendsdóttir, Ólafur Ö. Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og systir,
GUÐRÚN EINARSDÓTTIR,
áður til heimilis að
Kleppsvegi 2,
lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð aðfaranótt
mánudagsins 14. apríl.
Útförin auglýst síðar.
Sigrún Stefánsdóttir, Elís Örn Hinz,
Arnar Hrafn Gylfason,
Einar Theodór Hinz,
Svava Storr.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is .
Formáli | Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá, sem
fjallað er um, fæddist, hvar og hve-
nær hann lést, um foreldra hans,
systkini, maka og börn og loks
hvaðan útförin fer fram og klukkan
hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að
þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en ekki í
minningargreinunum.
Undirskrift | | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Myndir | Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið sé
um annað. Ef nota á nýja mynd er
ráðlegt að senda hana á mynda-
móttöku: pix@mbl.is og láta um-
sjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar