Morgunblaðið - 16.04.2008, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 29
✝ Ragnar MagniMagnússon
fæddist á Akureyri
9. september 1925.
Hann lést á líkn-
ardeild LSH á
Landakoti 8. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Magnús Pét-
ursson kennari, f.
26. febrúar 1890, d.
17. október 1976, og
Guðrún Bjarnadótt-
ir húsmóðir, f. 5. maí
1888, d. 4. nóvember
1952. Systkini Ragnars eru Sverrir
Hermann, f. 22. febrúar 1921, bú-
settur í Bandaríkjunum, Haraldur
Bragi, f. 1. febrúar 1922, búsettur í
Bandaríkjunum, Ingibjörg Ragn-
heiður, f. 23. júní 1923, Bjarni Við-
ar, f. 8. september 1924, d. 17. júní
2000, Viðar, f. 15. nóvember 1927,
d. 6. júlí 1928, og Gunnar Víðir, f.
22. júlí 1929. Seinni kona Magn-
úsar var Margrét Jónsdóttir,
skáldkona og kennari, f. 20. ágúst
1893, d. 9. desember 1971.
Ragnar kvæntist 23. mars 1952
Þórunni Ingjaldsdóttur, f. 8. ágúst
1933, d. 25. júní 1996. Foreldrar
hennar voru Ingjaldur Ísaksson
bifreiðarstjóri, f. 27. október 1909,
d. 14. júní 1991, og Henriette Ís-
aksson, f. Niclasen í Færeyjum 28.
október 1910, d. 15. janúar 1994.
Synir Ragnars og Þórunnar eru: 1)
Gunnar Magnús, f. 26. september
klæðskera- og trésmíðanámi við
Iðnskólann á Akureyri. Á Ak-
ureyri vann hann sem klæðskeri
um tíma en fluttist svo til Reykja-
víkur og stofnaði eigið fyrirtæki
og rak það í nokkur ár undir nafn-
inu Style. Árið 1955 fluttust þau
hjón til Bandaríkjanna, bjuggu þar
fyrst í Minneapolis í Minnesota en
síðar í Berkeley og Oakland í Kali-
forníu, þar sem Ragnar starfaði
sem klæðskeri. Nokkur ár vann
hann hjá Iceland Seafood, fyr-
irtæki SÍS, í Harrisburg í Penn-
sylvaníu. Árið 1970, eftir 15 ára
búsetu í Bandaríkjunum, fluttust
þau heim til Íslands með syni sína
fimm.
Við komuna heim keyptu þau
hús í Garðabænum, að Stekkjarflöt
21, og bjuggu þar æ síðan. Ragnar
stofnaði þar, með sonum sínum
þremur, inn- og útflutningsfyr-
irtækið Style og síðar Style ehf.
sem framleiðir flokkunarvélar fyr-
ir sjávarútveg á innanlandsmark-
aði og erlendis.
Ragnar gekk í Sjálfstæðisflokk-
inn á unga aldri og var alla tíð
mjög áhugasamur um stjórnmál.
Hann sat í fulltrúaráði Sjálfstæð-
isflokksins í Garðabæ, átti sæti í fé-
lagsmálaráði Garðabæjar og fleiri
nefndum á vegum bæjarins. Skáti
var hann frá unglingsárum og alla
tíð síðan og um tíma var hann í
Lionsklúbbi Garðabæjar.
Í nóvember á sl. ári greindist
hann með illkynja æxli í heila.
Hann naut læknisþjónustu og
hjúkrunar frá heimahlynningu
LSH og síðustu vikurnar á líkn-
ardeild LSH á Landakoti.
Útför Ragnars verður gerð frá
Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
1952, kvæntur Fran
Ragnarsson, f.
O’Keefe 16. janúar
1947, þau eru búsett í
Bandaríkjunum. 2)
Ingjaldur Henry, f. 3.
ágúst 1955, kvæntur
Hafdísi Oddu Ingólfs-
dóttur, f. 24. október
1959, dætur þeirra
eru: a) Þórunn Inga,
f. 8. nóvember 1979,
unnusti Steinþór Ein-
arsson, f. 25. mars
1972, börn; Róbert
Max, f. 4. júní 1998,
og Andrea Odda, f. 3. desember
2007, b) Inga Ragna, f. 2. júlí 1986,
unnusti Valur Þór Valsson, f. 28.
september 1984. 3) Egill Þór, f. 7.
desember 1959, kvæntist Írisi Öldu
Stefánsdóttur, f. 20 desember
1957. Þau skildu. Börn þeirra eru:
a) Pétur Ingi, f. 4. mars 1983, unn-
usta Alice Fenu, f. 15. ágúst 1985,
b) Ingibjörg Ragnheiður, f. 21. maí
1985, unnusti Guðmundur Þor-
geirsson, f. 22. desember 1980, c)
Stefanie Esther, f. 11. júní 1987, d)
Atli Fannar, f. 24. janúar 1992, og
e) Hugrún Birta, f. 24. júlí 1995.
Sambýliskona Egils er Ása Björk
Sigurðardóttir, f. 20. nóvember
1960. 4) Eiríkur Snorri, f. 5. maí
1965. 5) Leifur Ragnar, f. 5. maí
1965.
Ragnar ólst upp á Akureyri.
Hann nam við Héraðsskólann á
Laugum í Reykjadal og lauk síðan
Ragnar, faðir okkar, lést á líkn-
ardeild LSH eftir nokkra vikna legu
þar. Hann greindist með krabba-
mein í heila í nóvember sl. Hann gat
verið heima hjá okkur í fyrstu með
hjálp heimahjúkrunar LSH, en að
því kom að hann þurfti á meiri hjúkr-
un að halda, þá tók líknardeildin á
Landakoti við. Því fólki, er vann við
þessi störf, erum við afar þakklátir.
Þar er valinn maður í hverju rúmi,
læknar, hjúkrunarfræðingar,
sjúkraliðar og annað starfsfólk. Fólk
er sinnir ekki aðeins sjúklingum sín-
um, heldur líka aðstandendum sem
eiga um sárt að binda.
Ragnar ólst upp á Akureyri, var
næstyngstur sex systkina. Frá
fyrstu tíð voru þau systkin öll mjög
hneigð fyrir nám og íþróttir. Ragnar
var í íþróttafélaginu Þór, hafði eink-
um áhuga á knattspyrnu, handknatt-
leik og fimleikum og náði þar góðum
árangri. Hann var alla tíð mjög
kappsamur og fylginn sér að hverju
sem hann gekk. Skáti varð hann
ungur – ávallt skáti. Að loknu iðn-
skólanámi vann hann við klæðskera-
iðn, fyrst á Akureyri en síðar í
Reykjavík og Bandaríkjunum.
Fjölskyldan bjó erlendis í rúmlega
15 ár, m.a í Oakland og Berkeley í
Kaliforníu og Harrisburg í Penn-
sylvaníu í Bandaríkjunum. Gamall
vildi Ragnar ekki verða í Ameríku,
hann var Íslendingur og á Íslandi
vildi hann vera til síðasta dags. Nýr
kafli hófst í lífi okkar bræðra árið
1970 er við fluttumst til Íslands, þá
fimm ára gamlir. Í Garðabæ var sest
að og þar höfum við búið síðan.
Ragnar stofnaði þar nýtt fyrirtæki,
Style, sem var í fyrstu með innflutn-
ing en síðar breytti hann því í Style
ehf. og rak það ásamt Agli syni sín-
um og okkur bræðrum. Fyrirtækið
framleiðir flokkunarvélar fyrir sjáv-
arútveg hér á landi og víða erlendis.
Ragnar var mjög áhugasamur um
stjórnmál, var eldheitur sjálfstæðis-
maður alla tíð en þó mjög gagnrýn-
inn á eitt og annað hjá félögum sín-
um og var þá óspar á að láta það
heyrast. Meðal annars fannst honum
of lítið hugað að málefnum aldraðra,
þar stefndi í mikið óefni ef ekki væri
meira að gert.
Hann hafði sterka réttlætistilfinn-
ingu og fylgdi henni eftir. Hann var
félagslyndur en afar starfsamur og
því varð oft minna um félagsstörf en
hann hefði kosið, enda lítill tími fyrir
menn er reka fyrirtæki að sinna öðr-
um málum. Vinnudagurinn varð oft
mjög langur. Foreldrar okkar voru
samstiga um uppeldi á okkur bræðr-
um og lögðu áherslu á heiðarleika og
réttlæti. Þeir höfðu bjargfasta trú á
framhaldslífi og kviðu engu að skipta
um tilverustig. Það reyndist okkur
vel á kveðjustundum.
Ragnar og systkini hans voru
miklir sögumenn og höfðu gaman af
að segja frá ýmsu í léttum tón.
Marga skrýtluna kunni Ragnar frá
Bandaríkjunum og hér heima og hló
þá jafnan vel og lengi. Eitt var sterkt
í fari hans, það var hvað hann var
barngóður. Það er aðall þeirra systk-
ina allra. Honum þótti afar vænt um
barnabörnin sín og reyndist þeim
vel. Og þegar lítil dama, barnabarna-
barn, dóttir Þórunnar Ingu og Stein-
þórs, bættist í hópinn gladdi það
hann mjög.
Þegar við nú kveðjum kæran föð-
ur viljum við þakka öllu því góða
fólki er annaðist hann – af færni,
hlýju og skilningi – síðustu sporin.
Við þökkum Ingibjörgu föðursystur
og Brynhildi móðursystur fyrir ein-
stakan stuðning og styrk.
Góður Guð veri með ykkur öllum.
Eiríkur og Leifur.
Elsku afi
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Það eru margar minningar sem
streyma um huga okkar þegar við
hugsum til þín afi, allar gömlu góðu
stundirnar á Stekkjarflötinni hjá
ykkur ömmu. Sumarstundirnar í fal-
lega garðinum ykkar, glæsilegu jóla-
boðin og ferðirnar í kartöflugarðinn.
Einnig varst þú mikill pólitíkus,
gaman var að spjalla við þig um póli-
tík þar sem skoðanir okkar voru ekki
alltaf þær sömu í þeim málefnum.
Mest stendur þó upp úr hvað ávallt
var stutt í brandarana og grínið hjá
þér.
Duglegri mann er erfitt að finna,
vinnan skipaði stóran sess í lífi þínu
enda varstu vinnandi þar til veikind-
in tóku yfir. Dýrmætar þótti okkur
stundirnar sem við áttum saman á
Landakoti og viljum við þakka
starfsfólki líknardeildar Landspítal-
ans á Landakoti fyrir hlýju og að
hlúa vel að afa.
Elsku afi, við kveðjum þig með
söknuði en vitum að amma hefur tek-
ið á móti þér með bros á vör. Guð
blessi þig,
Þórunn Inga og Inga Ragna
Ingjaldsdætur
Ragnar Magni
Magnússon
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is
Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Yvonne Tix
✝
Þökkum af alúð auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
EIRÍKS JÚLÍUSAR SIGURÐSSONAR
vélstjóra,
Smáratúni 12,
Keflavík.
Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki
D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir
kærleiksríka umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Anna Vernharðsdóttir og fjölskylda.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar
ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu,
langömmu og kærrar vinkonu,
SIGURJÓNU SIGURJÓNSDÓTTUR,
Hólavangi 9,
Hellu,
áður Smáratúni,
Þykkvabæ.
Guð blessi ykkur öll.
Heimir, Friðsemd, Sighvatur, Kristborg, Linda, Bryndís
og fjölskyldur.
Pálmi Viðar Samúelsson.
✝
Þökkum auðsýnda samúð, vináttu og virðingu
vegna andláts og útfarar
ÁRNA STEFÁNSSONAR
fv. hótelstjóra,
Höfn í Hornafirði.
Guð blessi ykkur öll.
Svava Sverrisdóttir,
Hjördís Árnadóttir,
Sigurbjörg Árnadóttir,
Kristín Þóra Kristjánsdóttir,
Gísli Sverrir Árnason, Guðrún Baldursdóttir,
Guðlaug Árnadóttir, Hólmgrímur Elís Bragason,
Gauti Árnason, Ragnheiður Rafnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
HELGA HALLVARÐSSONAR
fyrrverandi skipherra,
Lautasmára 1,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir færum við Landhelgisgæslunni og
starfsmönnum hennar fyrir auðsýnda samúð og virðingu.
Þuríður Erla Erlingsdóttir,
Guðfinna Helgadóttir, Guðni Einarsson,
Sigríður Helgadóttir, Birgir H. Sigurðsson,
Helgi Helgason, Brynja Tómasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
KRISTJÁNS PÁLS SIGFÚSSONAR,
Kleppsvegi 2,
Reykjavík,
sem lést föstudaginn 14. mars.
Sérstakar þakkir til starfsfólks dagvistunar við
Vitatorg og deildar A-2 á hjúkrunarheimilinu Grund
fyrir einstaka hjúkrun, alúð og umhyggju.
Guðbjörg Lilja Guðmundsdóttir,
Bragi G. Kristjánsson, Erna Eiríksdóttir,
María Anna Kristjánsdóttir, Jesús S.H. Potenciano,
barnabörn og barnabarnabörn.