Morgunblaðið - 16.04.2008, Page 30

Morgunblaðið - 16.04.2008, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Vísir hf óskar eftir háseta á Hrungnir GK-50 Hrungnir er línuveiðiskip með beitningarvél. Nánari upplýsingar eru gefnar í símum 856 5700 og 852 2350. Vélstjóri óskast! á togara, þarf að hafa atvinnuréttindi VS1. Upplýsingar í síma 892-8036. Vantar matsvein Vantar matsvein á Arnarberg ÁR-150 sem gerir út á línu með beitningarvél frá Þorlákshöfn. Upplýsingar í síma 898 3285. Kennarar athugið! Viltu vera með í því að gera góðan skóla enn betri? Lausar eru kennarastöður við Grunnskóla Snæfellsbæjar frá og með næsta skólaári. Starfsstöðvar skólans eru á Hellissandi, í Ólafsvík og á Lýsuhólsskóla. Meðal mögu- legra kennslugreina er almenn kennsla og umsjón á yngsta- og miðstigi, textílmennt, smíðar, heimilisfræði og myndmennt, auk íslensku-, stærðfræði-, samfélagsfræði- og dönskukennslu á unglingastigi. Einnig stjórn Verkefnavers skólans. Aðrir möguleikar eru fyrir hendi! Lögð er áhersla á einstaklingsmiðað nám þar sem nemendur fá kennslu miðað við þroska og getu, að efla sjálfstæði nemenda, sam- vinnu og árangursrík vinnubrögð, með áherslu á vellíðan nemenda og virðingu þeirra fyrir sjálfum sér, öðru fólki og umhverfi sínu. Skólinn stefnir að fá Grænfána á allar starfsstöðvar í vor, unnið er skv. Olweusar- áætlun og skólaárið 2008-2009 er stefnt að stórauknu námsvali á öllum skólastigum. Skólinn er umvafinn mörgum af fallegustu náttúruperlum Íslands sem býður upp á mikla möguleika í starfi. Snæfellsbær er 1700 manna bæjarfélag á vestanverðu Snæfellsnesi. Helstu þéttbýliskjarnar bæjarfélagsins eru Ólafsvík, Hellissandur og Rif. Í Snæfellsbæ er gott að búa, öll helsta þjónusta er í bæjarfélaginu og félagslíf mjög öflugt. Þá er sama hvort talað er um þjónustu sveit- arfélagsins (heilsugæsla, leikskólar, tónskóli o.fl.) eða einkaaðila (verslanir, líkamsræktarstöð o.fl.). Félagslífið er margbrotið, s.s. klúbbastarf, kórar og mikil gróska í íþróttalífi, hvort sem er hjá börnum eða fullorðnum. Nú er að grípa tækifærið og ganga til liðs við metnaðarfullan hóp sem ætlar sér stöðugt að gera góðan skóla betri! Áhugasömum er bent á að hafa samband við Magnús Þór Jónsson skólastjóra, í símum 433-9900 og 894-9903, eða senda tölvupóst á maggi@gsnb.is eða gs@gsnb.is. Öllum umsóknum verður svarað. Hafðu samband, þú tapar engu en gætir grætt mikið! Atvinna í boði Starfsmaður óskast á hjólbarðaverkstæði í Kópavogi. Uppl. í síma 820-1070. Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur GFF 2008 verður haldinn í Norræna húsinu fimmtudag- inn 17. apríl kl. 17.00 og er að venju öllum opinn. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Lagður verður fram ársreikningur samtakanna og skýrsla stjórnar. Allt áhugafólk um umhverfismál er hvatt til að mæta. Til sölu Bækur til sölu Íslenskt fornbréfasafn 1-16, Vestur-Íslenskar æviskrár 1-6, Vestur-Skaftfellingar 1-4, Biblía, Reykjavík 1859, Sveitir og jarðir í Múlaþingi 1-4, Kirkjusaga Finns 1-4 lp., Árbækur Espolíns 1-12 ib.,lp., Grjótaþorpið 1976, Menn og mentir 1-4, Nokkrar Árnesingaættir, Íslensk myndlist 1-2 Bj.Th., Fritzner ordbog 1-4, Svarfdælingar 1-2, Arnardalsætt 1-4, Manntalið 1801, Niðjatal Jóns prests Þorvarðarsonar lp. Upplýsingar í síma 898 9475. Félagslíf I.O.O.F. 9  18841681/2III* I.O.O.F. 7.  18841671/2  Bi. I.O.O.F. 18  1883168  Bk. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. HELGAFELL 6008041619 VI HAMAR 6008041619 II Frlf. GLITNIR 6008041619 III Atvinnuauglýsingar sími 569 1100 Af hverju að bíða og bíða eftir stóra vinningnum þegar þú getur unnið fyrir öllu sem þig langar að eignast? Það eina sem þú þarft að gera er að bera út blöð í 1-3 tíma á dag. Besta aukavinna sem þú getur fundið og góð hreyfing í þokkabót! Hringdu núna og sæktu um í síma 569 1440 eða á mbl.is! Sæktu um blaðberastarf – alvörupeningar í boði! FRÉTTIR HÁDEGISSPJALL Bandalags þýðenda og túlka og Þýðingaseturs Háskóla Íslands verður í stofu 311 í Árnagarði í dag, miðvikudaginn 16. apríl, kl. 12.15-13. Erindi flytja Ellert Sigurbjörnsson, Nanna Gunnarsdóttir og Anna Hin- riksdóttir. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni www.thot.is. Hádegisspjall um þýðingar DOKTORSVÖRN fer fram við raunvísindadeild Háskóla Íslands föstudaginn 18. apríl. Þá ver Halldór Pálmar Halldórsson líffræðingur doktorsritgerð sína „Cellular and physiological biomarker responses to pollutants in native and transplanted mussels (Mytilus edulis L.) in Iceland“. Andmælendur eru dr. John Widdows, prófessor við Plymouth Marine Laboratory á Englandi, og dr. Kristín Ólafsdóttir, dósent í eiturefnafræði við læknadeild Há- skóla Íslands. Dr. Lárus Thorlacius, deildarforseti raun- vísindadeildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í sal N-132 í Öskju – náttúrufræðahúsi, Sturlugötu 7 og hefst kl. 14. Doktorsvörn í líffræði Halldór Pálmar Halldórsson FLUGFÉLAGIÐ Iceland Express og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar hafa gert með sér sam- starfssamning um að Iceland Ex- press verði aðalsamstarfsaðili mið- stöðvarinnar í að styrkja íslenska myndlistarmenn vegna sýninga þeirra erlendis næsta árið. Þetta er þriðja árið sem Iceland Express og Kynningarmiðstöð íslenskrar mynd- listar eiga með sér samstarf og hefur það smám saman vaxið. Í tilkynningu kemur fram að samningurinn feli m.a. í sér að Ice- land Express láta Kynning- armiðstöð íslenskrar myndlistar í té tiltekinn fjölda flugmiða sem ís- lenskir myndlistarmenn geta notað til þess að ferðast til helstu áfanga- staða Iceland Express. Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar var stofnuð árið 2005 með það að markmiði að kynna ís- lenska myndlistarmenn og greiða leið fyrir þátttöku þeirra á alþjóð- legum vettvangi. Upplýsingar um styrkjakerfi Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar er að finna á vefslóðinni www.cia.is/styrkir/. Frestur til að sækja um styrki vegna stærri verk- efna erlendis rennur út föstudaginn 18. apríl. Styrkir vegna umfangs- minni verkefna með skemmri fyr- irvara eru veittir reglulega og er tekið við slíkum umsóknum a.m.k. 30 dögum áður en verkefni hefst. Handsalað Christian Schoen, forstöðumaður Kynningarmiðstöðvar ís- lenskrar myndlistar, og Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express. Iceland Express tekur þátt í útrás íslenskrar myndlistar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Landssamtökum Þroskahjálpar: „Landssamtökin Þroskahjálp fagna þeirri ákvörðun borgarráðs Reykja- víkur frá 10. apríl 2008 að samþykkja fjárveitingar til sumarstarfs fatlaðra barna og tryggja þannig nauðsynlega þjónustu við þennan hóp og fjöl- skyldur þeirra. Það er von okkar að í framtíðinni verði sátt um frístund- astarf fatlaðra barna í borginni þannig að fjölskyldur þeirra geti treyst því að nauðsynleg þjónusta verði í boði. Slíkt stuðlar að jafnrétti og auknum lífsgæðum fjölskyldnanna og gerir þeim kleift að lifa eðlilegu lífi.“ Fagnar ákvörðun borgarráðs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.