Morgunblaðið - 16.04.2008, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 41
Nýlega gaf ritstjórn Morg-unblaðsins grænt ljós ástjörnugjöf í myndlist-
ardómum blaðsins. Allir myndlist-
argagnrýnendur hafa nýtt sér þetta
tækifæri að undirritaðri frátaldri.
Nýlega (4. apríl) ritaði einn gagn-
rýnendanna, Jón B.K. Ransu, lista-
pistil þar sem fram komu rök hans
með stjörnugjöfinni og a.m.k. óbein
gagnrýni á stjörnuleysi. Undirrit-
aðri finnst því full þörf á að bregð-
ast við þessum pistli og koma öðr-
um sjónarmiðum á framfæri.
Jón segir tvær meginástæður fyr-ir stjörnugjöf vera þær að í
stuttri umfjöllun geti stjörnur „veg-
ið sem dæmandi efni“ og gagnrýnin
verði þá „ekki afstöðulaus þótt
gagnrýnandinn skrifi lýsandi gagn-
rýni eða fari á hugarflug í ljóð-
rænni gagnrýni“ og hins vegar tel-
ur hann stjörnugjöf „tímabæra
yfirlýsingu um stöðu Morgunblaðs-
ins í menningarumfjöllun“, því að
væntingar séu gerðar til blaðsins í
menningarmálum „sem það er ekki
í stakk búið til að sinna“. Jón er þó
þeirrar skoðunar að enginn fjöl-
miðill hafi „sinnt myndlist-
arumfjöllun af jafnmiklu kappi og
Morgunblaðið“ en hann virðist telja
að það hafi leitt til þess að umfjöll-
un blaðsins hafi orðið fullmikil
„heimildasöfnun“, sem geti „ýtt
undir afstöðuleysi eða gagnrýni án
dóms“. Umfjöllun í Morgunblaðinu
sé hins vegar „dægurgagnrýni“ og
þetta „undirstrika stjörnurnar“.
Morgunblaðið hefur vissulegahaft metnaðarfulla menning-
arstefnu og má raunar segja að
framlag blaðsins hafi verulega þýð-
ingu í menningarsögulegu sam-
hengi hér á landi. Þessa þýðingu
má ekki vanmeta. Í blaðinu fer
fram öflug og gagnrýnin menning-
arumræða sem hefur í mörgum til-
vikum eflandi, gagnvirk áhrif á
menningarlífið – en umræðan er
auðvitað um leið hluti af menning-
unni. Blaðið hefur lagt áherslu á
þessa sérstöðu sína í vaxandi sam-
keppni á fjölmiðlamarkaði. Það
hefur jafnframt leitast við að mæta
þörfum nýrrar kynslóðar, svo sem
með aukinni umfjöllun um dæg-
urmenningu – og má þar nefna
gagnrýni um tölvuleiki. Segja má
að stjörnugjöfin sé hluti af slíkri
viðleitni. Hún hefur þó enn sem
komið er ekki teygt sig yfir í leik-
listar- og bókmenntagagnrýni
blaðsins, en gæti alveg gert það
samkvæmt því sem Jón segir um
„dægurgagnrýni“ sem „dægurfjöl-
miðillinn“ sinni, gagnrýni sem hafi
ekki fyrst og fremst skrásetningar–
og heimildahlutverk. Raunin er þó
sú að í gagnrýninni listumfjöllun –
jafnvel þegar hún hefur takmarkað
rými til umráða – er sitthvað á
seyði umfram annars vegar skrán-
ingu viðburðar og hins vegar
„dóm“ sem draga má saman í tiltek-
inn stjörnufjölda.
Lesandi gagnrýni, af hvaða tagisem hún er, dregst inn í
ákveðna samræðu sem gagnrýn-
andi hverju sinni á við verk eða sýn-
ingu. Slík samræða felur í sér
greiningu og túlkun á viðfangsefn-
inu (oft rennur lýsing saman við
slíka þætti, þannig að ekki er hægt
að draga hana sérstaklega út úr).
Gagnrýnandi á að hafa yfirsýn til
að setja verk í samhengi og benda á
tengingar fyrir áhugasama les-
endur – jafnvel þótt gagnrýnin í
heild sé ekki endilega jákvæð.
Myndlistin getur þannig, fyrir til-
stuðlan gagnrýninnar orðræðu um
hana, verið virkur hluti af daglegu
lífi margra og sýnilegur þáttur í
menningunni. Hætt er við því að
þegar stjörnur fylgja gagnrýni, þá
einblíni lesendur á hinar fáu stjörn-
ur, dæmi jafnvel verkið/sýninguna
úr leik á svipstundu – og fari jafn-
framt á mis við hinn skapandi lest-
ur textans og þá orðræðu um verk-
ið sem þar á sér stað. Með
stjörnugjöf í dómum getur þannig
smám saman fjarað undan hinni
gagnvirku menningarumræðu sem
Morgunblaðið og lesendur þess
sækjast eftir.
Freistandi er að rýna í sjálfastjörnugjöfina í myndlist-
ardómum frá áramótum. Mér telst
til að enn hafi einungis tvær sýn-
ingar verið afdráttarlaust dæmdar
„góðar“, ein í Listasafni Íslands
(fjórar stjörnur) og önnur í Lista-
safninu á Akureyri (fjórar og hálf
stjarna). Ég hef grun um að margir
líti svo á að einungis fjögurra og
fimm stjörnu dómar séu bein hvatn-
ing til að sjá þá sýningu sem um
ræðir – hvað svo sem segir í um-
fjölluninni sjálfri. Oftast hafa verið
gefnar þrjár stjörnur af fimm
mögulegum. Slík stjörnugjöf hlýtur
í fljótu bragði að segja um sýningu
að hún sé í meðallagi, hvorki slæm
né sérstaklega góð. Þriðja stjarnan
er í raun „ládauð“ og sá dómur,
sem í henni felst, hlutlaus. Allt þar
fyrir neðan má líklega skoða sem
„slæman“ dóm. Nokkuð margar
sýningar hafa fengið þrjár og hálfa
stjörnu en telst það ekki hálfvelgja?
Stjörnugjöfin virðist því alls ekkitryggja það sem eftir var sóst –
semsagt hina afdráttarlausu skoð-
un, andhverfu skoðanaleysisins.
Raunar má almennt segja um
„stjörnudóma“ í hinum ýmsu list-
greinum að þar gæti furðu oft
ákveðins misræmis milli stjörnu-
gjafar og texta. Tveggja stjörnu
gagnrýni getur verið mun jákvæð-
ari en stjörnurnar gefa til kynna,
en misræmið kemur einna skýrast
fram í þriggja stjörnu dómum. Fyr-
ir kemur að í þeim sé jákvæð um-
sögn um verk lítt þekkts listamanns
og maður undrast að hann fái ekki
fleiri stjörnur. Hins vegar fylgja
stundum þrjár stjörnur fremur nei-
kvæðri umfjöllun um verk þekkts
einstaklings og mann grunar að
„staða“ hans komi í veg fyrir að
stjörnurnar verði færri, þótt um-
sögnin bendi til að svo ætti að vera.
Þess í stað fær hann „uppbót“ í
stjörnugjöfinni – kannski af því að
hann er „stjarna“ fyrir – og fyrir
vikið kemur holur hljómur í hina
gagnrýnu umfjöllun.
Slík dæmi vekja að lokum einnigáleitnar spurningar um mynd-
listarheiminn. Ekki kemur á óvart
að stóru söfnin, sem hafa úr mestu
að moða, haldi íburðarmestu og
flottustu sýningarnar. Er ekki
hætta á því að sýnendur í flestum
galleríum og sýningarrýmum, sem
ekki hafa svo sterka stöðu, standi
verr að vígi þegar kemur að
stjörnugjöf, hvað sem líður frum-
leika og gæðum listaverkanna? Í
stað þess að vinna gegn tilhneig-
ingu til ákveðinnar útjöfnunar, sem
fámennið (og hugsanlegur ótti við
afgerandi skoðanir eða dóma í slíku
umhverfi) orsakar, þá má spyrja
hvort stjörnugjöf ýti ekki frekar
undir og staðfesti ríkjandi valda-
hlutföll í íslenskum listheimi.
Hvers virði er stjarna?
AF LISTUM
Anna Jóa
» Stjörnugjöfin virðistþví alls ekki tryggja
það sem eftir var sóst –
semsagt hina afdrátt-
arlausu skoðun, and-
hverfu skoðanaleysisins.
Fáni Málverk eftir Jasper Johns, Flag, 1954–55.
annajoa@simnet.is
VANTAGE POINT kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
STÓRA PLANIÐ kl. 8 B.i. 10 ára
THE EYE kl. 10:10 B.i. 16 ára
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
eeee
- V.J.V.,
Topp5.is/FBL
,,Þessi glimrandi stemmning
sem skapast á tjaldinu er betri
en ég hef upplifað á tónlei-
kum hérlendis."
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í KEFLAVÍK SÝND Á SELFOSSI
STÓRA PLANIÐ kl. 6D - 8D - 10D B.i. 10 ára DIGITAL
SHINE A LIGHT kl. 5:30D - 8D- 10:30D LEYFÐ DIGITAL
FOOL'S GOLD kl. 8 - 10:20 B.i. 7 ára
JUNO kl. 6 B.i. 7 ára
SHINE A LIGHT kl. 8 - 10:30 LEYFÐ
LARS AND THE REAL GIRL kl. 8 LEYFÐ
SHUTTER kl. 10:10 B.i. 16 ára
eeeee
Rás 2
eeee
- 24 Stundir
eeee
- V.J.V. Topp5.is/FBL
eeee
- S.U.S. X-ið 97.7
SÝND Í KRINGLUNNI
21 kl. 8 - 10 B.i. 12 ára
FOOL'S GOLD kl. 8 B.i. 7 ára
STÓRA PLANIÐ kl. 10 B.i. 10 ára
SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK
/ KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI
Á SELFOSSI
J E S S I C A
A L B A
SÝND Í KEFLAVÍK
eeee
EMPIRE
eeee
NEWSDAY
eeee
OK! - G.H.J
POPPLAND
eeee
"Shine a Light skal njóta í bíó,
þar sem að hljóðrásin
nýtur sín í botn!
Dúndur upplifun fyrir
sanna Stones-menn."
BÍÓTAL
KVIKMYNDIR.IS
óbreytt miðaverð á midi.is
TÓNLISTARSKÓLINN
Í REYKJAVÍK
2008-2009
Innritun stendur yfir
Nánari upplýsingar á
tono.is