Morgunblaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is Það var vertíðarbragur áþessu núna. Við vorum viðsuðurströndina, á Reykja-nesgrunni, Tánni og Eld- eyjarbanka og enduðum svo norður á Hampiðjutorgunu. Við vorum mest að leggja okkur eftir ýsunni. Vorum með um 260 tonn af ýsu upp úr sjó. Nú er þorskur bara orðinn meðafli. Það getur enginn fiskað þorsk ein- göngu og það fer enginn á þorskslóð. Við vorum með 90 tonn af þorski, sem slæddust með,“ segir Þorvaldur Svavarsson, skipstjóri á frystitog- aranum Þór HF. Hann var að ljúka túr í byrjun vikunnar. „Þeir eru búnir að koma því þann- ig fyrir að við getum ekki kíkt neitt á Halann. Þar er bara þorskur. Meðan enginn getur beitt sér í þorskinum, gefar tölur um afla á sóknareiningu hvergi rétta mynd af ástandinu. Staðreyndin er sú að þorskveiðar eru bara úr sögunni hjá þessum togurum. Við erum bara að leita að öðru, en fáum alls staðar þorsk. Það hlýtur að segja eitthvað um útbreiðslu hans. Ég endaði túr- inn úti á Hampiðjutorgi og var þar í tæpa þrjá sólarhringa. Ég fór aldrei með trollið upp fyrir 390 faðma dýpi og fékk engu að síður rúmt tonn af þorski með grálúðunni. Hann á ekk- ert að vera þvælast þarna. Ráðgjöfin röng Veiðiráðgjöfin og stjórnunin er einfaldlega röng. Við viljum nú meina það að meira sé af þorskinum en fræðingarnir tala um. Það er alltaf auðveldast að ná í hann. Hann var líka mjög vel haldinn þessi fiskur sem við vorum að taka í síðasta túr. Engu að síður held ég að það sé stað- reynd að við erum að veiða ætið frá þorskinum. Við erum að taka allt of mikið af loðnu. Þorskurinn verður að fá að éta. Það væri miklu nær að tak- marka loðnuveiðarnar verulega og veiða hana aðeins til manneldis og fá þannig mikil verðmæti úr minna magni. Skilja hitt eftir handa þorsk- inum og búa þannig til enn meiri verðmæti. Mér skilst að norskir fisikifræð- ingar hafi verið að mæla 470.000 tonn af loðnu í Barentshafinu. Engu að síður kemur það ekki til greina að leyfa loðnuveiðar þar. Ég var á þorskveiðum í Barentshafinu í jan- úar og munurinn á þorskinum þar og hér er alveg svakalegur. Hann er svo miklu stærri og betur á sig kominn í Barentshafinu, svo fullur af æti að hann lá bara afvelta. Við vorum með meðalvigt í þorskinum upp á 6,9 kíló. Við sjáum ekki svona fisk hérna heima. Ég held að menn átti sig ekki alveg á því að hann þarf að éta. Það er orðið skelfileg samsetning, þegar við erum komnir með jafn- miklar veiðiheimildir í ýsu og þorski. Í mínu tilfelli er ég með meira af ýsu en þorski í úthlutun. Þeir sem ráða ferðinni verða bara að sýna okkur hvernig eigi að fara að þessu. Þetta er bara ekki hægt og hefur aldrei verið hægt.“ Eru menn þá að henda þorski í stórum stíl? „Ég veit það nú ekki. En við erum komnir svo langt niður fyrir hung- urmörk í þorskveiðunum að þetta gæti alveg endað með ósköpum. Á þessu ári er ég búinn að fiska á heimamiðum 170 tonn af þorski, sem er nú ekki neitt, en það er samt of mikið til að reyna að halda út árið. Við vitum að í sumar verður þorskur um allt, en við erum að reyna að ná í ufsa og ýsu. Ég veit ekki hvernig menn fara að þessu. Og svo eru margir verr staddir en ég í þorsk- kvótanum.“ Veiðum ætið frá þorskinum „Ég er reyndar þeirrar skoðunar að niðurskurðurinn í haust hafi verið algerlega ónauðsynlegur. Nema kannski eins og Geir H. Haarde sagði, að nú væri lag til að skera nið- ur af því sjávarútvegurinn skipti svo litlu máli. Það væri því allt í lagi að láta okkur svelta og byggja upp þorskkvótann í leiðinni. Við byggjum hann bara ekkert upp ef við veiðum ætið frá honum. Ég veit ekki með þessar brottkastsögur, sem hafa ver- ið við lýði í mörg ár. En ég veit að við á frystitogurunum gerum alltaf bet- ur og betur. Förum alltaf betur og betur með fiskinn. Við reynum að ganga sæmilega um auðlindina og skapa þau verðmæti úr aflanum sem við getum.“ Þriðji ættliðurinn í brúnni Þorvaldur er af sjómönnum kom- inn. Hann er þriðji ættliðurinn í brúnni. „Afi, Benedikt Ögmundsson, byrjaði sem skipstjóri á Maí hjá Bæj- arútgerð Hafnarfjarðar 1930. Svo er það pabbi, Svavar Benediktsson, sem var líka hjá Bæjarútgerðinni, og loks ég. Svo er það spurningin hvort Benedikt sonur minn fari í sömu sporin. Það kemur í ljós, en umræð- an um sjávarútveginn er svo neikvæð að það virðist enginn vilja taka þátt í honum lengur. Við erum úthrópaðir sem leiðinda karlar á alltof stórum skipum, sem séu að eyðileggja botn- inn, en ekki að við séum að afla fæðu fyrir mikinn fjölda fólks og skapa þjóðfélaginu miklar tekjur. Svo held ég að við séum ekkert að eyðileggja botninn. Ætli það hafi ekki verið byrjað að toga á Halanum 1920 og enn er fullt af fiski á Halanum. Við höfum varla eyðilagt mikið þar. Okkur vantar meiri þorskkvóta og það er full innistæða fyrir aukningu. Þá hefðum við það svakalega fínt. Stjórnvöld ættu að gefa út jafn- stöðuafla til fimm eða sex ára í senn, 200.000 til 220.000 tonn á ári, og láta okkur svo vera í friði. Þá getur leiðin ekki annað en legið upp á við. En við þurfum þá líka að hafa vit á því að taka ekki allt ætið frá honum,“ segir Þorvaldur Svavarsson. Þetta gæti endað með ósköpum Þorvaldur Svavarsson, skipstjóri á Þór HF, segir að þorskkvótinn sé alltof lítill Morgunblaðið/RAX Aflabrögð Skipverjar á Þór lönduðu afla sínum í Reykjavík í vikunni. Megnið var ýsa, þorskurinn orðinn meðafli. Í HNOTSKURN »Við erum úthrópaðir semleiðinda karlar á alltof stórum skipum, sem eru að eyði- leggja botninn, en ekki að við séum að afla fæðu fyrir mikinn fjölda fólks og skapa þjóðfélag- inu miklar tekjur. »Stjórnvöld ættu að gefa útjafnstöðuafla til fimm eða sex ára í senn, 200.000 til 220.000 tonn á ári, og láta okkur svo vera í friði. Þá getur leiðin ekki annað en legið upp á við. »Þorskurinn er svo miklustærri og betur á sig kominn í Barentshafinu, svo fullur af æti að hann lá bara afvelta. Við vor- um með meðalvigt í þorskinum upp á 6,9 kíló. Við sjáum ekki svona fisk hérna heima. Fiskveiðistjórnun Þorvaldur Svavarsson, skipstjóri á frystitogaranum Þór HF, segir ómögulegt að búa við 130.000 tonna þorskkvóta. Eftir Ólaf Bernódusson Skagaströnd | Rannsóknir á hrognkelsum, grásleppu og rauðmaga í Húnaflóa og Skaga- firði standa nú sem hæst á vegum Biopol sjáv- arlíftækniseturs í samvinnu við Norðurlands- deild Veiðimálastofnunar, Landssamband smábátaeigenda og Háskólann á Akureyri. Hafa aðilar á vegum stofnananna unnið að merkingum og margs konar mælingum á grá- sleppu og rauðmaga á yfirstandandi vertíð. Að sögn forsvarsmanna verkefnisins hjá Biopol er nú verið að safna gögnum og sýnum úr hrognkelsum á þessum hafsvæðum. Það hefur þegar komið nokkuð á óvart hversu mikla yfirferð grásleppan hefur. Þannig hafa grásleppur sem merktar voru á Skagafirði og sleppt aftur grunnt við Skagann verið að veið- ast á veiðislóð norður við Grenivík sex dögum síðar eftir 80 km ferðalag. Þá virðast sjávar- straumar ekki skipta máli fyrir ferðalög þessa mikla nytjafiskjar því grásleppur, sem veiddar voru innarlega með Ströndum, hafa komið fram í afla báta sem eru að veiða nyrst við Strandirnar. Kemur þetta vönum grásleppu- körlum nokkuð á óvart því straumurinn liggur inn með Ströndunum og hefur hún því þurft að taka upp hætti laxins með það að synda móti straumi til að finna sér góðan hrygningarstað. Lífsýnum safnað Margs konar gögnum er safnað úr gráslepp- unni til rannsókna síðar, m.a. eru tekin lífsýni úr hluta þeirra til að geta hugsanlega borið saman, á síðari stigum, við svipuð sýni úr grá- sleppu sem veiðist annars staðar í heiminum. Með þeim rannsóknum væri hægt að skera úr um hvort um sama stofn sé að ræða eða fleiri. Biopol hefur nýlega auglýst eftir líffræði- eða líftækninema til sumarstarfs við úrvinnslu gagnanna en fyrirtækið fékk nýlega styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til verksins. Rannsóknaraðilarnir hafa líka fengið grá- sleppuveiðimenn á svæðinu til samstarfs við sig og fara þeir á sjó með þeim til skiptis til að merkja afla, mæla og taka sýni. Hefur sam- vinnan við sjómennina verið mjög góð að sögn Halldórs G. Ólafssonar hjá Biopol. Eru grá- sleppukarlarnir jákvæðir fyrir verkefninu og spenntir að fylgjast með niðurstöðum þess. Munu hrognkelsarannsóknirnar á Húnaflóa og Skagafirði vera þær umfangsmestu sem fram fara á Íslandi um þessar mundir á þess- um dýrmæta nytjafiski. Mikil yfirferð á grásleppunni Rannsaka hrognkelsi á Húnaflóa og Skagafirði Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Rannsóknir Unnið að mælingum og sýnatöku á hrognkelsum sem veidd voru í sérstök rann- sóknarnet. Rannsóknirnar eru á vegum Biopol-sjávarlíftækniseturs á Skagaströnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.