Morgunblaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRAM eftir síðustu öld þekkti hver
einasti kvikmyndaáhugamaður til
verka leikstjórans Stanleys Ku-
brick (1928–1999), en síðasta mynd-
in hans, Eyes Wide Shut (’98), olli
flestum vonbrigðum. Stven Spiel-
berg bætti ekki úr skák með því að
leikstýra A.I. (2001), framtíðarsýn
byggðri á hugmyndum Kubricks
um aðlögun á vísindaskáldsögunni
Supertoys Last All Summer Long,
eftir Brian Aldiss.
Það er því að rísa upp ný kyn-
slóð ungra bíófíkla sem eiga eftir
að uppgötva goðið Kubrick og
meistaraverkin hans, sem voru
reyndar aðeins 12. Kubrick var
sérvitur og fór sér engu óðslega og
tók sér allan þann tíma sem hann
taldi sig þurfa til að ljúka hverri
mynd.
Upp á síðkastið hafa Sam-
myndir verið að gefa út aukin og
endurbætt lykilverk leikstjórans,
endurunnin á stafrænan hátt, bæði
mynd og tal Þannig að leiðin liggur
greið að flestum þessara meist-
araverka 20. aldarinnar.
Fyrir skömmu var fjallað á þess-
um síðum um A Clockwork Orange
(’71) og Shining (’80). Nú hafa bæst
í hópinn lykilverkin Barry Lyndon
(’75), 2001: A Space Odyssey (’68),
og stríðsádeilan Full Metal Jacket
(’87). Eyes Wide Shut hefur verið
fáanleg allt fram til þessa á leigum
og til sölu, hún er forvitnileg fyrir
margra hluta sakir, efnið harla
óvenjulegt í Kubrick-mynd, lýs-
ingin er á köflum harla undarleg
og nokkur atriði eru lífseig í minn-
ingunni. Þá var Dr. Strangelove
Or: How I Learned To Stop
Worrying and Love the Bomb (’64),
var gefin út af Senu ekki alls fyrir
löngu.
Um Barry Lyndon og 2001: A
Space Odyssey, frægasta verk
meistarans, verður fjallað síðar en
hér á eftir birtist dómur um næst
síðustu myndina hans, Full Metal
Jacket.
»MYNDDISKAR
Stanley Kubrick auk-
inn og endurbættur
MYNDDISKUR
FULL METAL JACKET
bbbbm
Stríðsmynd
Bandaríkin 1987. Sam myndir 2008.
112 mín. Ekki við hæfi yngri en 16 ára.
Leikstjóri: Stanley Kubrick. Aðalleikarar:
Matthew Modine, Adam Baldwin, Vin-
cent D’ Onofrio, Lee Ermey.
Næst síðasta verk Stanleys Ku-
brick er þrískipt lífsreynslusaga frá
tímum Víetnamstríðsins, sem
meistarinn tók reyndar rétt utan
við London – án þess að nokkur
geti sér þess til og er gott dæmi
um fræga fullkomnunaráráttu leik-
stjórans. Fyrsti hlutinn gerist í
þjálfunarbúðum hersins í Banda-
ríkjunum og er á meðal þess besta
sem Kubrick gerði á ferlinum.
Okkur er gefin óbærileg innsýn í
hvernig nýliðunum er breytt mis-
kunnarlaust í drápsvélar og byssu-
fóður úr bláeygum sveitadrengjum
sem aldrei hafa gert flugu mein..
Undir vökulu auga fantsins, yfirlið-
þjálfans, sem Ermey leikur gjör-
samlega fyrirhafnarlaust, þetta var
hans gamla starf. Baldwin er lítið
síðri sem græningi sem stenst ekki
álagið. Næsti kafli gæti heitið
These Boots Are Made For Walk-
ing, þá er atburðarásin horfin í
svikulan heim spillingar og glæpa á
öngstrætum Saigon. Lokakaflinn,
óvægin hernaðarátökin, er rút-
ínulegur og slakasti hluti mis-
jafnrar en áhugaverðrar stríðs-
ádeilu.
Sæbjörn Valdimarsson
Kjötframleiðsla fyrir vígvöllinn
Bláeygur Í kvikmyndinni er sýnt hvernig herinn brýtur menn niður.
MYNDDISKUR
YEAR OF THE DOG
bbbnn
Gamandrama
Bandaríkin 2007. Sam myndir 2008. 93
mín. Leikstjóri: Mike White. Aðalleik-
arar: Molly Shannon, Laura Dern, John C.
Reilly. Regina King.
ALLAR götur síðan ég sá þá und-
arlega góðu og tilfinningaríku Chuck
and Buck, á kvikmyndahátíð fyrir
mörgum árum, hef ég beðið þess að
Mike White geri mynd sem hinn al-
menni áhorfandi getur notið fram í
fingurgóma.En líklega verður hann
aldrei nýr Haggis eða Payne heldur
White, kostulegi og mjúki White (Or-
ange County, School of Rock, The
Good Girl), hlýr og notalegur með dá-
lítið svartan húmor en engin Ósk-
arsverðlaun á arinhillunni.
Að þessu sinni fjallar White um
misskilið fyrirbrigði á þessum síðustu
tímum efnishyggjunnar, dýravininn.
Nú þegar hundar þykja ekki lengur í
húsum hæfir nema að þeir séu ein-
hver viðundursleg afvæli, helst með
ættartölu, frekar falsaðri en engri.
Peggy (Shannon), á í erfiðleikum með
að ná sambandi við mannfólkið en
laðast að dýrum. Hún má ekkert
aumt sjá, samúðin með ferfætlingum
sérstaklega kemur henni að lokum út
á ystu nöf í samfélagi manna.
White er fyndinn en á langsóttari
hátt en í fyrri verkum sínum þar sem
afkáraskapurinn hefur verið að-
alvopn þessa einstaka jaðarpenna.
Hann er sannarlega til staðar en ill
meðferð á dýrum, heimilislaus dýr,
gæludýr og styrktardýr, verður seint
efni í mynd á gamansömum nótum.
Whie nýtur aðstoðar frábærra leik-
ara, Sarsgaard, Shannon, Reilly og
ekki síst King.
Sæbjörn Valdimarsson
Dýravinur
í uppnámi
Ár hundsins Molly Shannon.
Hjón Kvikmyndin Eyes Wide Shut er forvitnileg fyrir margra hluta sakir.