Morgunblaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 40
MÁNUDAGUR 28. APRÍL 119. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Alvarlega slösuð
Átta voru fluttir á slysadeild
Landspítalans eftir eldsvoðann að
Dalbraut 27 í Reykjavík síðdegis í
gær. Samkvæmt upplýsingum frá
slysadeild Landspítala voru meiðsl
flestra minniháttar nema konunnar
sem var í íbúðinni þar sem eldurinn
kom upp. Hún liggur alvarlega slös-
uð á gjörgæsludeild. » Forsíða
Vilja norskt svínasæði
Svínabændur vilja fá að flytja inn
svínasæði frá Noregi til notkunar á
svínabúum hér á landi, í stað þess að
flytja inn kynbótadýr í gegnum ein-
angrunarstöðina í Hrísey. Yf-
irdýralæknir hefur lagst gegn mál-
inu. » 2
Samningurinn skoðaður
Núgildandi samningur við rekstr-
araðila Breiðafjarðarferjunnar
Baldurs verður tekinn til endurskoð-
unar við næstu endurskoðun sam-
gönguáætlunar í ljósi þess hvernig
gengur að bæta vegasamband við
suðurhluta Vestfjarða. » 2
Fangi í aldarfjórðung
Rúmlega sjötugur karlmaður hef-
ur verið handtekinn í Austurríki
grunaður um að hafa haldið dóttur
sinni fanginni í kjallara í 24 ár. Hann
er einnig grunaður um að hafa átt
með henni sjö börn. » 14
SKOÐANIR»
Staksteinar: Til Tíbet
Forystugreinar: Millistig |
Þriðja leiðin
Ljósvaki: Ný Evrópa í boði Palin
UMRÆÐAN»
Framkvæmdaáætlun um málefni
innflytjenda
Verðhækkanir … auka neyðina
Setningarhátíð Ólympíuleikanna …
Færri kaupsamningar
Þvagskál án vatns það sem koma skal
Opinn fundur um fasteignamarkaðinn
Síðasti garðurinn
FASTEIGNIR »
Heitast 7°C | Kaldast -1°C
Norðan-strekkingur
og slydda með köflum
norðanlands en skýjað
með köflum sunnan til.
Hlýjast sunnanlands. » 10
Reynslan úr Snigla-
bandinu kemur sér
vel fyrir Pálma Sig-
urhjartarson þegar
hann semur leik-
hústónlist. » 36
TÓNLIST»
Snigillinn í
leikhúsinu
KVIKMYNDIR»
Stendur sig illa í nýjasta
hlutverkinu. » 37
Ný kynslóð kvik-
myndaáhugafólks
fær tækifæri til þess
að kynna sér verk
meistarans Stanley
Kubrick. » 34
KVIKMYNDIR»
Gallokuð
augu
FÓLK»
Hláturinn vinnur gegn
sorginni. » 33
FÓLK»
Fann mjög fjölhæfan
starfskraft. » 33
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Lokaði dóttur sína inni í 24 ár
2. Sturla: Ég berst fyrir ykkur
3. Bein útsending frá Hnjúknum
4. Mótmælaganga Sturlu
OLÍUMÁLVERK eftir Nínu
Tryggvadóttur var slegið á 3,8
milljónir króna á listmunauppboði
Gallerís Foldar á Radisson SAS
Hótel Sögu í gærkvöldi. Tryggvi
Þór Friðriksson hjá Galleríi Fold
segir að uppboðið hafi gengið mjög
vel, metverð hafi fengist fyrir ýmsa
hluti og fáein verk hafi verið dregin
til baka þar sem ekki hafi fengist
viðunandi verð fyrir þau.
Málverkið Hafnarsvæðið eftir
Nínu Tryggvadóttur var metið á 4
til 5 milljónir og bendir Tryggvi
Þór á að með 10% uppboðsgjaldi og
um 6% höfundarréttargjaldi hafi
þurft að greiða um 4,5 milljónir fyr-
ir verkið.
Á uppboðinu var 131 verk boðið
upp við hamarshögg.
Tvær vatnslitamyndir eftir Ás-
grím Jónsson fóru á um 2,4 millj-
ónir og um 3,5 milljónir króna með
gjöldum. Tvær myndir eftir Krist-
ján Davíðsson voru slegnar á tæp-
lega 2 milljónir króna.
Tryggvi Þór segir að húsfyllir
hafi verið í Súlnasalnum í byrjun og
hann geti ekki annað en verið
ánægður með uppboðið.
Þetta var síðasta uppboð Gallerís
Foldar í vetur og þráðurinn verður
svo tekinn upp aftur í haust.
Hafnarsvæðið eftir
Nínu fór á 3,8 milljónir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ánægja með listmunauppboð Gallerís Foldar
LANDSPÍTALINN hefur auglýst
eftir geislafræðingum til starfa en 40
af 52 geislafræðingum hætta störfum
1. maí ef ekki leysist úr deilunni milli
þeirra og stjórnenda spítalans. Ef svo
fer sem nú horfir verður sú raunin.
Hansína Sigurgeirsdóttir, deildar-
stjóri á myndgreiningarsviði LSH,
segir að ef uppsagnirnar gangi eftir
þurfi að ráða jafnmarga í staðinn og
rætt hafi verið um að auglýsa á Norð-
urlöndunum og jafnvel á Írlandi. Þeg-
ar starfa sex norskir geislafræðingar
á Landspítalanum og er einkum horft
til Noregs í von um framtíðarstarfs-
krafta. | 4
Horft til
Noregs
NÝJASTA æðið í netheimum er hringitónn sem er upp-
taka af kröftugum viðvörunarhrópum lögreglu þegar pip-
arúða var beitt á mótmælendur við Rauðavatn í síðustu
viku. „Gas! Gas! Gas! Af götunni!“ hrópar sérsveit-
armaður á upptökunni eins og frægt er orðið, en mynd-
skeið af átökunum var mikið sýnt í sjónvarpi.
Ungur Mosfellingur setti hringitóninn á netið, að eigin
sögn vegna þess að honum hefði þótt „svolítið kómískt
móment, þetta öskur.“
Í gær höfðu ríflega 2.200 manns farið inn á síðuna
gas.rlr.is og rúmlega 1.000 sótt hringitóninn.
Þótt áhorfendum heima í stofu hafi sumum brugðið við
hrópin, þá segir Arnar Rúnar Marteinsson yfirmaður
mannfjöldastjórnunarhóps Lögreglunnar á höfuðborg-
arsvæðinu um eðlileg og úthugsuð vinnubrögð að ræða. | 4
Gas! Hringitónn
slær í gegn
Morgunblaðið/Júlíus
Öskur Viðvaranir lögreglu eru orðnar að hringitóni.
ÞAÐ getur verið dýrt að vera kvik-
myndaunnandi. Sjaldgæfar eða
gamlar myndir getur verið erfitt að
komast yfir hér á landi og þó að
sendingarkostnaður sé ef til vill
eðlilega hár þá eru það önnur gjöld
sem valda verulegri verðhækkun.
Tökum dæmi af frönskunema
sem pantar sér mynddiskinn um
Amélie hjá Amazon í Frakklandi.
Verð disksins er átta evrur eða 923
kr. og sendingarkostnaðurinn er
1.037 kr. Heildarverð disksins frá
Amazon er því 1.960 kr.
Þegar til Íslands kemur æsast svo
leikar. Þá er 196 kr. tolli smurt of-
an á, 528 kr. í virðisaukaskatt (sem
reiknast ekki bara af verði disksins
heldur líka af sendingargjaldinu)
og svo 450 kr. í tollmeðferðargjald.
En það gjald er óháð stærð og
þyngd sendingar. Amélie kostar því
hingað komin 3.134 kr. eða 27 evr-
ur. Ágæt verðhækkun það.
Auratal
jmv@mbl.is
RAPPARINN dularfulli, Móri, er að
snúa aftur eftir nokkurt hlé. Hann
varð einn sá fyrsti til að semja alvöru
íslenskt bófarapp á sínum tíma.
Hann skýtur föstum skotum að
öðrum íslenskum röppurum og tekur
Poetrix, Erp og Rottweilerhundana
sérstaklega fyrir í nýjustu textun-
um. Reyndar gæti meira grín en al-
vara verið á bak við beittustu send-
ingarnar. | 37
Sendir
röppurum
tóninn
♦♦♦